Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001
Fréttir I>V
T æknif r j ó vgunardeild:
Viðkvæmt og
erfitt mál
- segir ráðherra
„Ég geri mér fulla grein fyrir aö
lokun tæknifrjóvgunardeildarinnar
er bæöi viðkvæmt og erfitt mál fyr-
ir marga. Eink-
um er þetta
slæmt fyrir þau
pör sem þegar
voru komin af
staö í meðferðar-
ferliö og eru nú
sett í bið,“ segir
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráð-
herra um þann
vanda sem snýr
að sjö hundruð
pörum sem nú bíða þess að komast
í tæknifrjóvgun á Landspítalanum.
Tæknifrjóvgunardeildinni hefur
verið lokað fram yfir áramót vegna
þess að fjárveiting til lyfja við með-
ferðir er uppurin. Ráðgert hafði ver-
ið að hefja meðferð um áttatíu para
á tímabilinu til áramóta en þeim
meðferðum hefur nú verið frestað.
Heilbrigðisráðherra segir lokun
deildarinnar alfarið ákvörðun spít-
alans og ljóst að tæknifrjóvgun er
ekki meðal þeirra aögerða sem spít-
alinn setur efst í forgangsröð. „Þetta
eru einfaldlega staðreyndir sem
blasa við. Ráðuneytið kemur ekki
að ákvörðunum sem þessum en
hins vegar er fjárskortur Landspít-
alans í heild til skoðunar innan
ráðuneytisins," segir Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra. -aþ
Sjá bls. 9
Jón Kristjánsson
heilbrigöisráö-
herra.
Ýfingar á Ráðgjafarstofu:
Símastúlkan
við stjórnvölinn
Ýflngar hafa verið síðustu daga á
Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Forstöðumaðurinn hefur verið í leyfi
að undanfómu. Einn af ráðgjöfum stof-
unnar, sem hefur í raun stýrt starfsem-
inni á meðan, vildi að með formlegum
hætti yrði frá því gengið af stjórn Ráð-
gjafastofunnar hver skyldi vera stað-
gengill forstöðumanns. Misklíð kom
upp á stjómarfundinum þar sem Qalla
átti um málið og í kjölfar þess fundar
lét ráðgjafinn af störfum. Síðustu daga
hefur símastúlkan á Ráðgjafarstofunni
í raun verið í forsvari fyrir hinn dag-
lega rekstur, en stjómarformaðurinn
Ingi Valur Jóhannsson í félagsmáia-
ráðuneytinu stýrt starfseminni í veiga-
meiri málum.
Staifsemi Ráðgjafarstofunnar hefur
verið fjármögnuð meðal annars með
framlögum banka og sparisjóða og hef-
ur vilji félagsmálaráðuneytisis verið
að fá þá með virkari hætti inn í starf-
semina. Heimildir DV segja ennfremur
að vilji fjármálastofnana hafi ennfrem-
ur verið sá að starfsemi stofunnar færi
sem mest fram í kyrrþey, en á það hef-
ur bankamönnum nokkuð þótt skorta,
skv. heimildum DV.
Ekki náðist í stjómarformanninn
Inga Val Jóhannssonar vegna þessa
máls né heldur Pál Pétursson félags-
málaráðherra. -sbs
Sjö piltar á aldrinum 17 til 19 ára fyrir héraðsdómi:
Ákærðir fyrir stór-
felld bílainnbrot
- brutust inn í 11 bíla á bílastæði Flugfélagsins í tveimur ránsferðum
Sjö piltar, á aldrinum 17 til
19 ára, voru í gær ákærðir
fyrir stórfelld innbrot í bíla á
þessu ári og síðla síðasta árs.
Sex piltanna voru viðstaddir
þingfestingu málsins fyrir
héraðsdómi í gær en sá sjö-
undi, og sá sem kemur við
sögu í flestum málanna, er
staddur erlendis.
Umfangsmesti þjófnaður-
inn átti sér stað með tveggja
daga millibili í apríl síðast-
liðnum en þá létu fimm pilt-
anna greipar sópa í bilum
sem lagt hafði verið á bíla-
stæði Flugfélags íslands við
| Snorragötu.
Aðeins einn sjömenning-
anna tók þátt í báðum inn-
brotsferðunum en hafði í
bæði skiptin tvo félaga með
sér. Fyrra tilvikið átti sér
stað 14. apríl og brutu menn-
imir þá rúður í fimm bílum
og höfðu á brott með sér tvo
geislaspilara, hátalara og
magnara. Tveimur dögum síð-
ar var aftur lagt upp í innbrots-
Héraösdómur Reykjavíkur
Ákæra á sjö unga menn, sem hafa játaö stórfelld
bílainnbrot, var þingfest fyrir héraösdómi t gær.
ferð og í þetta skiptið brutust
þrír piltanna inn í sjö bíla á
fyrrnefndu bílastæði. Eins og
áður var fengurinn einkum
fólginn í geislaspiluram, hátöl-
uram og hátalarahillum.
Auk þess er einn piltanna
ákærður fyrir að hafa í félagi
við þrjá menn gert tilraun í
desember á siðasta ári til aö
stela felgum ásamt hjólbörð-
um af bifreið sem stóð við
Vatnagarða.
Sjömenningarnir koma
mismikið við sögu og játuðu
sex þeirra sök í öllum liðum í
gær. Sex manns gera skaða-
bótakröfur, alls að upphæð
rúmar 550 þúsund krónur, á
hendur piltunum en kröfurn-
ar skiptast á hina ákærðu eft-
ir brotum þeirra.
Aðalmeðferð málsins fer
fram fyrir héraðsdómi
Reykjavíkur innan tíðar en
með ákæruvald í málinu fer
Hjalti Pálmason, lögfræðing-
ur hjá lögreglunni í Reykja-
vík. -aþ
;
I
MESCK
DV-MYND KO
Torkennilegt lykt
Reykkafarar frá slökkviliöinu í Reykjavík voru kallaöir aö Rannsókna*stofnun fiskiönaðarins síödegis í gær. Starfs-
menn stofnunarinnar hafa undanfarna viku fundiö torkenniiega iykt i geymslu hússins. Slökkviliðsmenn leituöu hátt
og lágt, fjariægöu ýmis efni, en fundu ekki orsök lyktarinnar aö svo stöddu. Ekki var á feröinni grunur um miltisbrand
heldur álitu starfsmenn aö sýruílát heföi hugsanlega getaö lekið.
Héraðsdómur í máli ungs manns sem ákærður var fyrir að aka réttindalaus:
Sýknaður þrátt fýrir meinta játningu
- dómurinn átelur vinnubrögð við rannsókn og að játning var ekki færð til bókar
Þrátt fyrir að lögregla hafi haldið
því fram að ungur maður hafi eftir
handtöku í apríl játað að hafa ekið bíl
réttindalaus var hann í gær sýknaður
af ákæru Lögreglustjórans í Kópa-
vogi. Dómurinn átaldi vinnubrögð
lögreglu ekki síst þar sem meint játn-
ing var ekki færð til bókar, hvorki í
svokallaðri varðstjóraskýrslu né í
formlegri framburðarskýrslu ákærða.
Einnig kemur fram í málinu að álita-
mál var hvort ákærða hafði verið
kynnt réttarstaða hans sem grunaðs
manns og þar af leiðandi hefði honum
ekki verið skylt að svara spurningum
um sakarefnið nema að skýra satt og
rétt frá.
Héraðsdómur segir að einnig veki
það athygli að lögreglu hafi ekki
þótt grunsamlegt að eftir eftirfór
hennar hefði annar maður sem var
í umræddum bíl hlaupið inn í hús
og læst þar að sér - lögregla hafi þar
ekki talið ástæðu til að ræða við
hann formlega eða skrá nafn hans í
lögregluskýrslu.
Laugardagskvöldið 14. apríl óku
tveir lögreglumenn eftir Digranes-
vegi en mættu þá ákærða í bíl
ásamt tveimur öðrum ungum
mönnum. Þeir ákváöu að hafa tal af
ökumanninum, hófu eftirfor en
misstu sjónar af bílnum áður en
þeir komu að henni við verslunar-
miðstöðina í Smáranum. Var hún
þá mannlaus og fyrir lá að hvorug-
ur lögreglumannanna sá hver hafði
ekið henni. Vitni sögðu þrjá karl-
menn hafa hlaupiö út úr bílnum,
þar á meðal ákærði og Bandaríkja-
maður sem hefði farið inn á salemi
í húsinu og læst þar að sér. Þegar
lögreglumennirnir ræddu við
ákærða og annan íslenskan mann
sem var í bílnum neituðu þeir báðir
að hafa kannast við að hafa ekið.
í skýrslu segir að þegar komið
var með ákærða á lögreglustöðina
hefði hann viðurkennt að hafa ekið
bílnum sviptur ökurétti. Þar sagði
einnig að hann hefði hótað lögreglu-
mönnum líkamsmeiðingum. Þegar
málið kom fyrir dóm neitaði ákærði
sakargiftum og óskaði eftir að hinir
tveir sem voru með honum í bílnum
yrðu kallaðir fyrir dóm. Aðeins
annar þeirra, íslendingurinn, var
kallaður til vitnis, samkvæmt dóm-
inum og bar hann að Bandaríkja-
maðurinn hefði ekið og rangt væri
að hann hefði játað aksturinn hjá
lögreglu.
Þar sem enginn sjónarvottur var
að akstri ákærða og framangreind-
um atriðum var ákærði sýknaður.
Sakarkostnaður fellur á ríkissjóð.
-Ótt
Jarðgöngum frestað
Ákveðið hefur
verið að framlög til
Vegagerðarinnar
verði hálfum öðr-
um milljarði lægri
árið 2002 en ætlað
var í vegaáætlun.
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra
vísar til ijárlagafrumvarpsins þar
sem gert er ráð fyrir minna fé til ný-
framkvæmda en gert er ráð fyrir í
vegaáætlum. Mbl greindi frá.
Rússar í álvershugleiðing-
um?
Fulltrúar rússneskrar fyrirtækja-
samsteypu eru hér á landi til þess
að kynna sér möguleika á rekstri ál-
vers. Þeir hafa farið um Eyjafjörð
og skoðað aðstæður á Dysnesi í Árn-
arneshreppi en þar er gert ráð fyrir
stóriðju. RÚV greindi frá
Auknir fordómar
Að sögn Morgun-
blaðsins eru vax-
andi fordóma í garð
múslíma sem bú-
settir eru á íslandi
eftir hryðjuverkin
11. september.
Mestir eru fordóm-
arnir í garð manna
með arabískt yfirbragð.
Innbrot í skartgripaverslun
Samkvæmt fréttum á RÚV braut
innbrotsþjófur rúðu í skartgripa-
verslun í vesturbæ í nótt og hreins-
aði skartgripi úr glugga hennar.
Ekki er vitað hversu miklu var
stolið. Enginn hefur verið handtek-
inn vegna þessa.
Ellefu ára með fikniefni
Lögreglan í Kópavogi hafði fyrir
skömmu afskipti af ellefu ára dreng
vegna gruns um meðferð á fikniefn-
um. Við húsleit heima hjá drengn-
um fannst óverulegt magn fikniefna
i eigu foreldra hans. Talið er að
drengurinn hafi fundið efnin og ver-
ið að fikta með þau. Mbl greindi frá.
Loftbyssa á heimavist
Svo virðist sem framhaldsskóla-
nemar á Sauðárkróki séu byssuglað-
ari en gengur og gerist. Lögreglan á
Króknum hefur á skömmum tíma
þurft að hafa þrisvar sinnum af-
skipti af nemendum Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra vegna meðferð-
ar skotvopna. Morgunblaði greinir
frá því að nú síðast hafi loftskamm-
byssa verið gerð upptæk á heima-
vistinni. -Kip
|| b±+A helgarblað
í Helgarblaði DV á morgun er birtur
kafli úr óútkominni bók sem heitir Dag-
bók dauðans þar sem rætt er við Atla
Helgason lögfræðing sem varð við-
skiptafélaga sínum að bana í öskjuhlíð
8. nóvember í fyrra. Atli lýsir í viðtali
við bókarhöfund fikniefnaneyslu sinni,
þætti hennar í voðaverkinu og erfiðri
æsku sinni og uppvexti.
Einnig er í blaðinu
nærmynd af Björgólfi
Guðmundssyni, fyrr-
verandi forstjóra Haf-
skips, sem hefúr
marga íjöruna sopið í
lifi og leik en er í dag
talinn meðal rikustu
manna íslands. í
greinaflokki DV um íslenska harmleiki
er sagt frá manni sem myrti eiginkonu
sína seint á sjöunda áratugnum.
DV flallar um fullnægingar kvenna,
mikilvægustu störfm, hamingjuna og
ræðir við Guðmund Hálfdánarson sagn-
fræðing um endalok þjóðríkisins. Kol-
brún Bergþórsdóttur ræðir við Ragnar
Amalds um stjómmál og Ingu Bjamason
leikstjóra um Dauðadans Strindbergs.