Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Síða 2
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
Fréttir
I>V
Urgur vegna samskipta Samherja og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar:
Væringar á Þórshöfn
- ef áherslur stjórnar og forstjóra fara ekki saman verður eitthvað undan að láta
„Ég get ekki tjáð
mig um þetta mál
heldur er það á
færi stjómar fé-
lagsins. Jóhann A.
Jónsson er ráðinn
af stjórn fyrirtæk-
isins til starfans og
það hefur verið
haft eftir honum
að hann hafi ekki
Jóhann A.
Jónsson.
somu syn og
stjómin. Ég veit ekki hvemig það á að
geta farið saman,“ sagði Kristján Vil-
helmsson hjá Samherja í samtali við
DV í morgun.
Væringar em á Þórshöfn eftir að Jó-
hann boðaði að hann teldi sér ekki
lengur vært í forstjórastól Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar. Samherji kom inn
í rekstur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
á sl. ári og er með 27% eignarhlut. Hin-
ir tveir stærstu eigendumir em Olíu-
félagið og Sjóvá-Almennar og bæði þau
félög em með um 12% hlut. Aðrir eiga
smæmi hluti og þá ekki síst heima-
menn á Þórshöfn og við Þistilfjörð.
Þeir sem til mála þekkja hjá H.Þ. segja
að strax þegar Samherjamenn komu
inn í reksturinn á Þórshöfh hafi þeir
gerst frekir til fjárins. Hafi til að
mynda krafist þess að fá tvo menn í
stjóm og jafnframt stjómarformennsk-
una. Henni gegnir Finnbogi Jónsson
en hinn Samherjinn i stjórn er Aðal-
steinn Helgason. Fyrir Olíufélagið sit-
ur Jakob Bjamason í stjóm.
Tveir heimamenn sitja í stjóm H.Þ.,
þeir Jóhannes Sigfússon og Hilmar
Þór Hilmarsson. Hilmar var lengi einn
af helstu stjómendum fyrirtækisins,
en er nú fluttur suður. Þeim hefur í
stjóminni tekist að ná þeirri við-
spymu sem þeir hafa talið nauðsyn-
lega vegna hagsmuna byggðarinnar á
Þórshöfn. Það hafa þeir meðal annars
gert með hótunum um hluthafcifúndi,
þar sem ljóst má vera að Samherji og
Olíufélagið hefðu ekki komist lönd né
strönd með innan við 40% eignarhlut
samanlagt.
Skráð markaðsvirði H.Þ. er í dag
um 1,1 milljarður króna og lokagengi á
bréfum í félaginu var í gær 2,20. Af-
koma félagsins hefur verið heldur bág-
borgin að undanfómu, síðustu tólf
mánuðir era í mínus upp á 140 milljón-
ir króna.
Þeir sem til rekstursins þekkja telja
þó að hagurinn sé óðum að vænkast og
Frá Þórshöfn
Hraöfrystistöö Þórshafnar hefur ver-
iö hryggstykkiö í atvinnulífinu á
staönum. Margir óttast aö mál geti
þróast á versta veg ef Samherji nær
öllum tökum í rekstri fétagsins.
á þessum tímapunkti séu dulin verð-
mæti í fyrirtækinu. Sala á togaranum
Stakfelli sé að koma inn í uppgjör og
þá sé nú fyrst að sjást afrakstur af þró-
unarstarfi síðustu ára við uppbygg-
ingu á kúfiskvinnslu. Því megi reikna
með að gengi bréfa í félaginu fari
hækkandi en sumir heimamanna telja
að sú staða sé Samheijamönnum þym-
ir í augum. Fyrir þeim vaki að sam-
eina reksturinn á Þórshöfn og Sam-
herja einmitt nú, þegar gengi bréfa í
H.Þ. sé i lágmarki.
Guilmolamir í rekstri H.Þ. hafa
verið loðnubræðslan og rífleg kvóta-
eign. Skv. heimildum DV hefur vilji
tríósins frá Samheija og Olíufélaginu i
stjóminni staðið til þess að kljúfa
rekstur H.Þ. þannig að sjálfstætt fyrir-
tæki yrði stofnað um loðnubræðsluna
og kvótaeignina. Kúfiskvinnslan og
annar rekstur yrði i öðra fyrirtæki.
Þessum hugmyndum hafa heimamenn
í stjóminni verið andsnúnir og sagt að
þar með væri atvinnuöryggi á staðn-
um stefnt í mikla hættu og byggðarlag-
inu hugsanlega rústað. Raunar munu
æðstu stjómendur Olíufélagsins hafa
framan af tekið sama pól í hæðina og
uppálagt Jakobi Bjamasyni að hafa
hagsmuni byggðarinnar við Þistilfjörð
í huga í störfum sínum í stjóminni.
Sem væri sjálfu fyrirtækinu fyrir
bestu, en ekki einstökum eigendum
þess. Þetta mun hann hafa gert lengi
framan af, uns hann setti hnefann í
borðið og myndaði meirihluta með
Samheijamönnum.
DV náði ekki tali af stjómarfor-
manni Samheija vegna málsins.
-sbs/BÞ
Landsvirkjun:
Stjórnsýslukæra
stenst ekki
- segja Náttúruvernd-
arsamtök íslands
Náttúravemdarsamtök íslands hafa
sent Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra greinargerð vegna stjómsýslu-
kæra Landsvirkjunar um mat á um-
hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar.
I greinargerð segja samtökin að stofn-
unin hafi í einu og öllu fylgt lögum um
mat á umhverflsáhrifum með tilliti til
stjómsýslulaga. Hins vegar hafi ekki
verið lagðar fram fullnægjandi upplýs-
ingar um efhahagslegan ávinning af
virkjuninni. Þá sé ekki hægt að meta
fjárhagslegan ávinning þess að fóma
umtalsverðum náttúraverðmætum.
Landsvirkjun hafi hins vegar ekki
reynt að bæta úr annmörkum á mats-
skýrslu og kæra fyrirtækisins standist
ekki. Umhverfisráðherra beri þvi að
mati samtakanna að staðfesta úrskurð
Skipulagsstofnunar. -HKr.
Kárahnjúkar.
DV-MYND ÞÖK
Handagangur í öskjunni
Mikiö at er á öllum dekkjaverkstæöum landsins þessa dagana, enda ein mesta bílaþjóö heims aö færa véifáka sína í
vetrarbúning. Viökvæöiö á mörgum versktæöunum í gær var aö menn gætu prófaö aö koma á miövikudag. Þessi
mynd var tekin á einu dekkjaverkstæöanna í gærdag og menn höföu öngvan tíma til aö líta upp úr verkum sínum.
Landbúnaðarráðherra svarar þingmanni um sölu ríkisjarða:
Neitar aö upplýsa um söluverð
fullkomlega óeðlilegt, segir þingmaðurinn
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra hefur svarað að hluta fyr-
irspurn Ástu R. Jóhannesdóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar, um
sölu ríkisjarða. Nær svarið yfir sölu
jaröa árin 2000 og 2001. Hins vegar
kemur fram í svari ráðherra að ekki
sé til samantekt um sölu þriggja ára
þar á undan eins og óskað er. Þá er
heldur ekki upplýst um verð jarð-
anna eins og þingmaðurinn óskaði
eftir né markaðsverð jarðanna á
sölutima þeirra. Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir sagöi í samtali við
DV í gær að hún væri mjög ósátt við
svör ráðherrans.
„Þetta er fullkomlega óeölilegt.
Þetta er í raun ekkert svar. Ég bið
um upplýsingar um 5 ár aftur í tím-
ann en hann gefur mér bara tvö ár.
Ég bið um upplýsingar um hverjum
er selt. Það kemur ekki fram hverj-
um er nákvæmlega selt. Síðan spyr
Guöni
Ágústsson.
ég um verð.
Hann neitar að
gefa mér upplýs-
ingar um á hvaða
verði er verið að
selja eignir ríkis-
ins - eignir sem
varða skattgreið-
endur og aðra.
Sala ríkisjarða
getur ekki verið
einkamál þess
sem kaupir. Það er fáránleg túlk-
un,“ segir þingmaðurinn.
Á fundi Alþingis í gær krafðist
Ásta R. þess að ráðherra kæmi með
þær viðbótarupplýsingar sem vant-
aði við fyrirspurn hennar.
í svari landbúnaðarráðherra
kemur fram að 21 ríkisjörð á for-
ræði landbúnaðarráðuneytisins var
seld árið 2000. Þá hafa 23 jarðir ver-
ið seldar það sem af er þessu ári.
Asta R.
Jóhannesdóttir.
Kaupendur jarð-
anna voru ábú-
endur sem höfðu
kauprétt á þeim
samkvæmt 38. gr.
jarðalaga nr.
65/1976, með síð-
ari breytingum. í
þremur tilvikum
er um að ræða að
sveitarfélög hafa
keypt jarðir og í
nokkrum tilvikum aðilar sem keypt
höfðu samkvæmt tilboðum eftir að
jarðir voru auglýstar fyrir milli-
göngu Ríkiskaupa. Þá kemur fram í
svari ráðherra að einungis tvær
jarðir hafa verið seldar aftur eftir
að ráðuneytið seldi þær ábúendum
og sveitarfélögum. Það eru jarðirn-
ar Kaldbakur i Hrunamannahreppi
í Ámessýslu og Uppsalir í Hvol-
hreppi í RangárvaUasýslu. Aðrar
jarðir sem seldar hafa verið á þess-
um forsendum eru enn í eigu sömu
aðila og keyptu þær af ráðuneytinu.
Athygli vekur að ráðuneytið vís-
ar í 5. gr. upplýsingalaga frá 1996 og
segir því ekki fært að veita upplýs-
ingar um söluverð einstakra jarða. I
lögunum segir að óheimilt sé að
veita aðgang að upplýsingum um
einka- og fjárhagsmálefni einstak-
linga sem sanngjamt þyki að leynt
fari. Þá er vísað til úrskurða Úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál
varðandi slík mál. Fordæmi sem
þar eru gefin sýni að upplýsingar
um kaup- og söluverð ríkisjarða séu
undanþegnar aðgangi almennings
og byggist það á einkahagsmunum
kaupenda. Að öðru leyti er vísað til
þess að tímfrekt og kostnaðarsamt
sé að afla annarra umbeðinna upp-
lýsinga.
-HKr.
Alfreö vill selja
Alfreð Þorsteins-
son vill selja
Perluna og mun
leggja tillögu um
að Perlan verði
seld fyrir stjórn
Orkuveitu Reykja-
víkur í dag. Hann
segir að verið sé að
greiða 50 til 60 milljónir króna
með Perlunni á ári hverju. Greidd-
ar hafi verið með rekstrinum um
500-600 milljónir króna frá því
hún var tekin í notkun.
Mál gegn deCODE?
Bandarísk lögfræðistofa hefur
farið fram á að fá heimild til að
höfða hópmál á hendur deCODE
Genetics. Er þetta byggt á þeirri
fullyrðingu að fyrirtækið hafi
brotið lög um verðbréfaviðskipti.
Fyrirtækið hafi gefið villandi og
jafnvel rangar upplýsingar bæði
fyrir og eftir frumútboð í júlí á síð-
asta ári.
Lokar verslunum í Leifsstöö
Islenskur markaöur í Leifsstöð
ætlar aö loka tveimur af ijórum
verslunum sinum þar ef ekki
verða gerðar úrbætur, meðal ann-
ars varðandi leigu og skipulag í
flugstöðinni. Tap hefur verið á
rekstrinum síðan rekstrarfyrir-
komulaginu var breytt fyrir 4
árum, samtals 80 milljónir króna.
- RÚV greindi frá.
Símastrengur slitnaöi
Símastrengur fór i sundur milli
Selfoss og Vestmannaeyja í gær og
urðu Íslandssími, Lina.net og Tal
þar með sambandslaus við útlönd
i um þrjá klukkutíma.
Lyfjaneysla rannsökuö
Neysla svefn- og
róandi lyíja hefur
vaxið hérlendis all-
an síðasta áratug
og síðustu fimm
eða sex árin hefur
hún stóraukist.
Landlæknisemb-
ættið ætlar að
kanna notkun lyfjanna. Jón Krist-
jánsson, heilbrigðis- og trygginga-
ráðherr, telur brýnt að skýra hina
miklu svefnlyfjanotkun íslend-
inga.
Uppsagnir hjá Striki.is
Netmiðillinn Strik.is hefur
fækkað starfsfólki um helming á
þessu ári „vegna rekstrarerfiðleika.
Strik.is er í eigu íslandsnets, þar
sem Íslandssími og Skjár einn eru
stærstu hluthafar. Ásgeir Frið-
geirsson framkvæmdastjóri segir
að ljóst hafi verið i upphafi árs að
harðna myndi á dalnum. - RÚV
greindi frá.
Vilja segja upp samningum
Rafiðnaðarmenn
telja að segja eigi
upp launíilið kjara-
samninga við end-
urskoðun þeirra i
febrúar. Ályktun
þessa efnis var
samþykkt á trún-
aðarmannaráð-
stefnu Rafiðnaðarsambandsins á
laugardaginn. - RÚV greindi frá.
Gæludýrakirkjugaröur
Á fundi byggingarnefndar Reykja-
víkur í síðustu viku var samþykkt að
skoða hvort koma megi fyrir gælu-
dýragrafreit í Gufunesi við gerð
deiliskipulags af svæðinu. Fyrirtæk-
ið ProMark hefur gert tillögu að
rekstri og útliti hvíldarreits en engan
slíkan grafreit að finna á íslandi. -
Mbl. greindi frá. -HKr.