Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 16
16
Menning
Ljóð Jóhanns Hjálmarssonar í þremur úrvölum á þremur tungumálum:
Nýtt skáld í hverri bók
Jóhann Hjálmarsson skáld er ný-
kominn frá Finnlandi þar sem hann
fylgdi eftir Ijóðaúrvali sínu, Ishavets
bránningar, sem var að koma út í
þýóingufinnlandssœnska Ijóðskálds-
ins Martins Enckells og Lárusar
Más Björnssonar. Blöö og útvarp
gerðu bókinni skil meó ítarlegum
viðtölum og umsögnum, og vakti
dómur í stœrsta sœnskumœlandi
blaðinu, Hufvudstadbladet, sérstaka
athygli. Þótti sem sjaldan eða aldrei
hefði birst þar jafnlofsamlegur dóm-
ur um norrœnt Ijóðskáld. Fyrr á ár-
inu kom út á Spáni Ijóðabókin
Búsqueda, nýtt úrval Ijóða Jóhanns
á spœnsku, og í vikunni sem leið
kom út úrval Ijóða hans á íslensku
hjá JPV-útgáfu, Með sverð gegnum
varir, sem Þröstur Helgason bók-
menntafrœöingur valdi og skrifaöi
inngang að.
Þrjú ljóðaúrvöl á þremur tungu-
málum á einu ári - hvernig tilfínn-
ing er það, Jóhann? Finnst þér þú
nokkuð vera orðinn óheyrilega gam-
all? spyr blaðamaður glannalega.
„Nei, ekki get ég sagt það, þó ég
játi að ég er orðinn miöaldra," segir
skáldið hlæjandi. „En þetta er eng-
inn lokaáfangi, það er alveg hægt að
halda áfram!“
Misjafn smekkur ritstjóra
Ekki er sist skemmtilegt fyrir Jó-
hann að koma út á spænsku. Hann
dvaldi í tvígang á Spáni við nám sem
ungur maður, auk þess sem hann
hefur oft farið þangað á fullorðinsár-
um og dvalið lengri og skemmri
tíma. Eins og þeir vita sem þekkja
ljóð hans verður þar víða vart við
spánskt landslag og menningu.
Ljóðaúrvalið Búsqueda - eða „Leit“
— þýðir José Antonio Fernández
Romero sem hafði áður geflð út
styttra úrval ljóða Jóhanns undir
heitinu Antología (1998). Það gekk
nægilega vel til að kalla á nýtt og
stærra úrval.
„Þetta byrjaði allt með því að 1995 kom út
stórt norrænt ljóðasafn á Spáni í tilefni af nor-
ræna menningarárinu þar í landi,“ segir Jó-
hann. „Þar voru ljóð eftir nokkur íslensk skáld
og þýðandi þeirra, Romero, fékk æðstu þýðenda-
verðlaun Spánar fyrir þau. Hann langaði til að
halda áfram og valdi ljóðin mín til að gefa út í
sérstakri bók - og svo er þessi framhald á henni.
Þetta var auðvitað afar ánægjulegt."
- Nú veit ég ekki hvemig Romero velur, hann
gefur ekki upp ártöl við ljóðin og ég skil ekki
spænsku," viðurkennir blaðamaður. En það
vekur athygli mína hvað íslenski ritstjórinn
þinn og sá finnski hafa ólíkan smekk. í úrvali
Þrastar eru lengstu kaflarnir úr bókunum
Myndin af langafa, Dagbók borgaralegs skálds
og Malbikuð hjörtu, í þessari röð, en Finninn
sleppir öllum þessum bókum. Hvað segir þetta
þér?
„Líklega hefur Enckell þótt erfitt að glíma við
bókina þína, Aungul í tímann, 1956, að-
eins 17 ára. Hvernig lítur þú sjáifur á
feril þinn?
„Ég tilheyri hópnum sem kom fram
næst á eftir atómskáldunum, en mér var
vel tekið af lesendum, einkum ljóðaá-
hugafólki og starfandi skáldum þó ungur
væri, og ég vann talsvert með eldri
skáldum, til dæmis var mér boöið sæti í
ritstjóm tímaritsins Birtings 1958. En
um 1960 rann upp súrrealískt tímabil hjá
mér, ekki síst undir áhrifum frá súrreal-
ískum málurum, og það var ekki endi-
lega lína atómskáldanna. Þessi stefna
var rikjandi hjá mér í tveimur ljóðabók-
um, Malbikuðum hjörtum og Fljúgandi
næturlest, sem báðar komu út 1961. Súr-
realisminn er ekki bara liststefna, hann
er líka lífsstefna og tengist í huga mín-
um ungæðishætti, frelsisþörf, uppreisn
og þvi að storka og þegar ég varð fjöl-
skyldumaður upp úr þessu tók við til-
vistarlegri og klassískari stefna í ljóða-
gerðinni - stefna sem hefur komið aftm-
í síðustu bókum mínum. En inni á milli
komu bækur eins og Myndin af langafa
og Frá Umsvölum sem má kenna við
heimildaskáldskap og eru í algerri and-
stöðu við módernismann. Hann var orð-
inn nokkuð hefðbundinn og að því er
mér fannst akademískur. Það þurfti að
losa þar um.“
Eftir heimildatímabilið varð þögn hjá
Jóhanni í sjö ár áður en Ákvörðunar-
staður myrkið kom út 1985. Hún er í
þeim klassíska módemíska stíl sem
hann hefur ort í síðan.
- Nú er freistandi að spyrja hvar þér
finnst sjálfum þú hafa verið bestur...
„Ég var náttúrlega bestur í súrreal-
ismanum," segir skáldið og réttir úr sér
í stólnum. „Það var frjótt tímabil. Súrr-
ealisminn hafði auðvitað skotið upp koll-
inum hér áður, allt frá ljóði Halldórs
Laxness, „Únglíngurinn í skóginum", á
3. áratugnum, en hann er allt að því
ómengaður í þessum tveimur bókum
mínum. Síðan hefur hann fylgt mér og
sett svip á myndsköpun mína og notkun
mína á þversögnum. Ég hef ekki gleymt
lærdómnum frá súrrealismanum, enda
hafa ýmsir sagt að það sé óhugsandi að
vera ljóöskáld án þess að læra af súrrealistum."
Gamalt og nýtt og allt þar á milli
- Hvemig líst þér á íslenskan skáldskap
núna?
„Ég fylgist þokkalega vel með og líst bara vel
á það sem ég les. Það eru margar stefnur í gangi
og sjaldan eða aldrei rekst maður á það sem
maður teldi rökrétt framhald af því sem á und-
an fór, en ýmislegt er vel gert. Það er talaö um
póstmódernisma og þessar margvíslegu stílteg-
undir eru auðvitað í anda hans. Þaö er gamalt
og nýtt og allt þar á milli og það er ágætt en þeg-
ar ég var að koma fram þá var allt ljósara. Þó að
atómskáldin og yngri skáld þá yrðu fyrir hörð-
um árásum og væru fyrirlitin af almenningi fyr-
ir að kunna ekki að yrkja þá var snemma ljóst
hvað var að gerast. Og núna hefur það allt ver-
ið viðurkennt."
DV-MYND HARI
Jóhann Hjálmarsson skáld
„Óhugsandi að vera Ijóöskáid án þess aö læra af súrrealistum.“
fyrmefndu bækumar tvær. Þær þarf helst að
þýða í heild,“ segir Jóhann eftir nokkra um-
hugsun. „Þær em dálítið séríslenskar; maður
þarf að hafa innsýn í íslenskan hugsunarhátt og
íslenskt samfélag til að skilja þær. Enckell legg-
ur áherslu á klassískan módemisma i sinni bók
og alþjóðleg yrkisefni. Romero velur ljóð sem
hann telur höföa sérstaklega til Spánverja og
suðrænna þjóða. Ég spurði hann hvort hann
vOdi ekki taka með ljóð um efni úr fornsögum
en þá fannst honum hann þurfa að skrifa viða-
miklar skýringar með. Þannig að ég er töluvert
spænskur í spænsku bókinni!"
Og íslenskur í þeirri íslensku en alþjóðlegur í
þeirri finnsku, mætti bæta við.
Hvar er hann bestur?
- Ljóðagerð þín hefur eðlilega tekiö miklum
breytingum frá þvi að þú gafst út fyrstu ljóða-
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna:
Beitiskip og Sirkus
Tvennir bíótónleikar verða haldnir í aðalsal
Háskólabíós núna í vikunni og ættu áhugamenn
ekki að draga að spyrjast fyrir um miða. Á
fimmtudagskvöldið verður Beitiskipið Potem-
kin, meistaraverk Eisensteins frá 1925, flutt við
tónlist Dmitri Shostakovitch. Undirleikinn ann-
ast Sinfóníuhljómsveit íslands og hefst sýningin
kl. 19.30. Á laugardaginn kl. 15 verður Sirkusinn
eftir Chaplin frá 1928, einnig viö undirleik Sin-
fóníunnar.
Beitiskipið Potemkin er talið eitt af fullkomn-
ustu verkum kvikmyndasögunnar. Kveikjan að
myndinni var 20 ára afmæli byltingarinnar 1905
en þungamiðja myndarinnar er uppreisn borg-
ara Odessa og skipverja beitiskipsins Potemkin
gegn ofríki sarsins og er tröppuatriðið í Odessa
með mögnuðustu atriöum kvikmyndasögunnar.
Sirkusinn er ein skemmtilegasta mynd
Chaplins Flækingurinn flæmist inn í fjölleika-
hús eftir eltingaleik við lögregluna og verður
þar fljótlega stjama af tómum klaufaskap. Eftir-
minnilegustu atriðin sýna Flækinginn í háska-
legum linudansi með apa á bakinu og inni í
ljónabúri með sofandi ljóni. Svo verður hann
ástfanginn af fallegri sirkusdís og reynir að
vinna ástir hennar með ófyrirsjáanlegum afleiö-
ingum. Lokaatriðið er töfrum líkast, og hlaut
Chaplin sérstök óskarsverðlaun fyrir handrit og
leikstjórn myndarinnar.
Hljómsveitarstjóri er Frank Strobel sem áður
hefur komið hingað til að stjórna kvikmynda-
tónleikum. Hann starfar sem tónlistarmaður um
allan heim en hefur einnig með höndum umsjón
tónlistardeildar Þýska kvikmyndasafnins í
Frankfurt og leiðbeinir við skipulagningu kvik-
myndahátíða þar sem þöglar myndir eru sýndar
með tónlistarflutningi.
Að viðburðinum standa Kvikmyndasafn ís-
lands og Sinfóníuhljómsveit íslands með stuðn-
ingi menntamálaráðuneytisins, Goethe Zentrum
og RÚV.
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
___________________PV
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Fjandmaður
fólksins
Siðfræðistofhun
heldur málþing um
Fjandmann fólksins
eftir Henrik Ibsen í
samvinnu við Borgar-
leikhúsið í kvöld kl. 20
en verkið verður frum-
sýnt í Borgarleikhús-
inu á fostudagskvöld.
Á málþinginu halda
þau Soffla Auður Birgisdóttir bók-
menntafræðingur, Róbert H. Haralds-
son heimspekingur og Ragnar Aðal-
steinsson lögfræðingur stutt erindi um
verkið frá ýmsum hliðum og velta m.a.
fyrir sér siðferðilegum álitaefnum og
tengslum verksins við samtimann.
Einnig verður leikinn hluti úr sýning-
unni.
Kvennabækur
í kvöld verður líka
lesið úr „kvennabók-
um“ á Súfistanum,
Laugavegi 18. Kynntar
verða Reisubók Guð-
riðar Símonardóttur
eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur, Litróf
lífsins eftir Önnu
Kristine Magnúsdótt-
ur, Yfir Ebro-fljótið eftir Álfrúnu Gunn-
laugsdóttur, Upp til Sigurhæða eftir
Ingibjörgu Hjartardóttur og Leila - bosn-
ísk stúlka eftir Alexöndru Cavelius í
þýðingu Ingunnar Ásdisardóttur. Krist-
jana Stefánsdóttir djassdrottning syng-
ur af nýútkomnum diski sínum. Dag-
skráin hefst klukkan 20 og aðgangur er
ókeypis.
Hvernig eru
tungumál kennd?
Rannsóknaþjónusta og Tungumála-
miðstöð Háskóla íslands standa í sam-
vinnu við fleiri aðila fyrir ráðstefnu um
tungumálanám og -kennslu 9. og 10.
nóvember í Háskóla íslands. Ráðstefnan
ber yfirskriftina: „Alternative App-
roaches to Language Learning and
Teaching“ og fer fram á ensku. Hún er
ætluð tungumálakennurum á öllum
skólastigum sem og þeim sem skipu-
leggja nám og kennslu í erlendum
tungumálum.
Eins og titillinn ber með sér er um-
fjöllunarefniö nýjar aðferðir í tungu-
málanámi og -kennslu og verður sérstök
áhersla lögð á nemendamiðað nám. Er-
lendir og innlendir fyrirlesarar flytja
erindi, boðið verður upp á umræðuhópa
og aðilar frá nokkrum Evrópulöndum
kynna ýmsar nýjungar í tungumála-
námi á sýningu sem haldin verður í
tengslum við ráðstefnuna. Nánari upp-
lýsingar má finna á vefsíðunni
www.rthj.hi.is/page/tungumalaar og
í síma 525 4900.
Léttið á
hjarta ykkar
Hefur veraldarvefur-
inn tekið við hlutverki
skriftastólsins? Hvaða
áhrif hafa spádómar á
fólk sem lifir og hrær-
ist i heimi tækni og
tölvusamskipta? Getur
flug hrafna og táknmál
spila kennt okkur að
ráða í framtíðina? Slík-
ar spumingar leita á lesanda nýrrar
skáldsögu Þórunnar Valdimarsdóttur,
Hvíta skuggans, og í tilefni af útgáfu
hennar hefur verið opnuð sérstök
heimasiða, www.hljomskali.is.
í bókinni segir frá Hljómskálasam-
tökum sem er ætlað að hjálpa fólki að
sætta sig við orðna hluti. í þessum sam-
tökum eru haldnir fundir þar sem menn
létta á hjarta sínu og svo skrifa menn
líka um vandamál sín á Netinu. Við
kynnumst Sólveigu, Kristrúnu og Jó-
hannesi sem leita aflausnar fyrir syndir
fortíðarinnar. Líf þeirra þriggja fléttast
saman á örlagaríkan hátt - og átökin
varða líf og dauða.
Á www.hljomskEdi.is er hægt að segja
frá þvi sem er óþægilegt, sem einu sinni
var kallað synd, en nú er kallað bug,
það sem gerir mann þungan, það sem
skilur eftir tilfinningu ótta eða sárs-
auka. Manni líður betur ef maður getur
hellt úr öllum skálum.
Hér er líka hægt, ef maður hefur les-
ið bókina, að gera á hana nýjan endi eða
spjalla við höfundinn.