Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 9
'mmmw ... • ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 9 Fréttir hafa þetta atriði í huga,“ segir Ólafur. Verk og starfsaðferð- ir umræddra lista- manna og margra ann- arra hafa verið viðfangs- efni Ólafs Inga í hátt í annan áratug. Hann segir staðgóða faglega þekk- ingu sem forvarðar á eín- um til listsköpunar í sögu- legu samhengi á Vestur- löndum vera þann grund- völl sem niðurstöður hans um fólsuð listaverk eru byggðár á. Kaupendur eiga skil- yröislaust aö fá eigendasógu Ólafur segir að til að sanna eða leit- ast við að útskýra hvort málverk sé falsað eða ekki séu ýmsar einfaldar að- ferðir til fyrir þá sem þekkingu hafa á þessu sviði. Þess vegna sé í raun sorg- legt hve falsanamálið hafl dregist á langinn hjá lögreglu. „í byrjun var farið fram á eigenda- sögu verkanna. Slikar upplýsingar eru að sjálfstöðu alltaf trúnaðarmál og ein- göngu ætlaðar rannsóknaraðilum svo rekja megi hvert verk til uppruna síns. Við öflun eigendasögu er fyrsta skrefið að hafa samband við seljandann. Grundvallarspumingum um eigenda- feril verka er í flestum tiifellum auðsvarað eða auðvelt að færa sönnur á, einkum í litlu landi eins og Islandi," segir Ólafúr Ingi. „Að kaupendur fái óyggjandi að vita um feril þeirra listaverka sem þeir hyggjast kaupa eru líka sjálfsagðir og heiðarlegir viðskiptahættir og eðlileg Málverkafölsunarmál í á annan áratug Athygli um fölsuö málverk á íslandi var fyrst vakin haustiö 1990 meö svokölluöu Pressumáli. Frá þeim tíma hefur einn dómur gengiö í sakamáli. Þaö mál var smámunir miöaö við þaö sem nú er væntanlega í undirbúningi hjá Ríkislögreglustjóra. kurteisi. Þegar slíkt er ekki viðhaft ætti það að vekja tor- tryggni kaupandans, það er að seljandinn virðist hafa eitthvað að fela og skýlir sér bak við trúnað við fyrri eigendur verk- anna. Viðbrögð eigenda Gallerís Borgar voru því vægast sagt mjög ótrúverðug þegar galleríið var krafið um eigenda- sögu margra verka. Var þá talað um „að- fór og árás“ á starf- semi listhússins. Ég veit ekki til að fyrir- tækið hafi enn svar- að til um eigenda- sögur verkanna með óyggjandi hætti. Ætla mætti að hefði fyrirtækið ekkert að fela hefði það lagt allt í sölumar til að afla eigendasagn- anna. Slíkt hefði ver- ið helsta vörn list- hússins gegn því að verða kært,“ sagði Ólafúr Ingi Jónsson. DV-MYNDIR GVA Mynd sem sögð var eftir Kjarval Verkiö var í rannsókn hjá Ríkislögreglustjóra en er nú geymt á Kjarvalsstööum. Málningin í nafn- skriftinni er á vissum stöðum þykkari þar sem málaö hefur veriö í skemmt yfírborð pappírsins. í uppboösskrá frá Gallerí Borg (3.júní 1993) var verkiö sagt vera „Hestamenn“ eftir Kjarval en þeirri spurningu varpaö fram hvort þaö væri frá Englandi. Ólafur Ingi segir aö sambærilegt verk finnist ekki í eigu landsmanna en verk meö álíka nafnskrift finnist hins vegar víða. Málverkafölsunarmálið - þessir 16 listamenn eru sagðir hafa unnið þau 180 listaverk sem lögreglan rannsakar Þórarinn B. Þorlóksson 1867-1924 Ásgrimur Jónsson 1876-1958 Jón Stefánsson 1881-1962 Jóhannes S. Kjarval 1885-1972 Kristín Jónsdóttir 1888-1959 Júlíana Sveinsdóttir 1889-1966 Guðmundur Thorsteinsson - „Muggur“ 1891-1924 Gunnlaugur Blöndal 1893-1962 Snorri Arinbjamar 1901-1958 Gunrilaugur Scheving 1904-1972 Þorvaldur Skúlason 1906-1984 Jón Engilberts 1908-1972 Svavar Guðnason 1909-1988 Nína Tryggvadóttir 1913-1968 Samueljoensen Mikines (Fœreyjar) 1906-1979 Asgerjom (Danmörk) 1914-1973 Boöskort á sýningu hjá Galleri Leif Jensen í Kaupmannahöfn í janúar 1996 Þessi verk eru sögö eftir Svavar Guönason en eru öil fölsuö, aö sögn Ólafs Inga. Komumst vonandi fýrir meinsemdina Aðalsteinn Ingólfsson. Hvort sem hin folsuðu verk eru 300 eða 900 talsins, eins og Ólafur Ingi heldur fram út frá líkinda- reikningi, þá eru þau óhugnanlega mörg, einkum þegar tekið er til- lit til þess litla þjóðfélags sem við lifum í. Við vitum hver skað- inn er: fjöldi manns - og ekki bara nýríkir fá- ráðlingar, eins og einn kollegi minn hélt fram á þingi um daginn, hefur tapað um- talsverðum fjármunum, trúnaðar- samband listsala og almennings hef- ur beðið hnekki og látnir listamenn hafa verið vanvirtir. Enn er ekki fullljóst hvaða áhrif fölsunarmálið kemur til með að hafa. Ég held nú samt að þegar komist hefur verið fyrir meinsemdina með réttarhöld- um og dómum muni markaður með eldri myndlist jafna sig. En það verður einnig að setja uppboðsfyrir- tækjum stífari reglur. Þau verða að vera með eigendasögu verka á hreinu - það þýðir ekkert að láta seljendur sjálfa um að búa þá sögu til athugasemdalaust - þau mega ekki braska með eigin verk, og ein- hver kontróll veður að vera á inn- flutningi listaverka til sölu. Ég vona að þetta mál verði til þess að fræðsluyflrvöld taki sig saman í andlitinu og leggi drög að rækilegri uppfræðslu um íslenska myndlistar- sögu í grunn- og framhaldsskólum. Það er fyrst og fremst fyrir almennt þekkingarleysi almennings á mynd- list okkar sem svikahrappar gátu starfað óáreittir i áraraðir. „ öfa'yu r(it n eriameitjfn o/c/car a//m. Pfiaic Jem erlafju/t/i/ýlttr aú tf/eíyu o/c/cur u//a. p/h/ jem er /fóttincrtir (Jc/ur a//u " fS utc i.9Jí ; Bæði góð og slæm áhrif Að sögn Hannesar Sigurössonar, forstöðumanns Listasafnsins á Ak- ureyri, eru áhrif málsins til skemmri tima litið að sjálfsögðu slæm. „Fólk lítur á listaverkakaup sem ákveðna fjár- festingu og um leið og í ljós kem- ur að um fölsun er að ræða dreg- ur það úr fjárfest- ingargildi. Afleið- ingin er sú að fólk veigrar sér við að fjárfesta í gömlu meisturunum eins og verið hefur,“ segir Hannes. Til lengri tíma litið geti þetta hins vegar orð- ið til góðs þar sem það muni von- andi leiða til þess að gerðar verði meiri kröfur um eigendasögu, stað- festingar og fullvissu þess að um sé að ræða verk eftir viðkomandi höf- und. Það sé ekki aðeins mikilvægt út frá fjárfestingargildi heldur einnig listasögunni því fölsun verka brengli alla þróun og stílsögu við- komandi listamanna. „Það þarf að gera allsherjarátak á þessum vett- vangi og fara yfir safnaeignir Lista- safns Islands og annarra megin- safna og staðfesta hvort um mögu- lega fölsun er að ræða eða ekki. Ef verkin eru talin fólsuð af dómbær- um aðilum þarf að skoða hlutina ofan i kjölinn og komast að niður- stöðu,“ segir Hannes og bætir við að 1 framhaldi af þvi þurfi að setja miklu harðari reglur um kaup og sölu á verkum á hinum almenna markaði. Hann þorir ekki að segja til um hvort þetta sé toppurinn á ís- jakanum. Málið sé með ólíkindum og menn hafi verið algjörlega ber- skjaldaðir fyrir því að þetta gæti hafa átt sér stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.