Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
DV
7
Fréttir
Fyrirtæki á Norðurlandi telja samstöðu vera lykilatriði:
Vilja hærri persónu-
afslátt á landsbyggðinni
- 14% hærra vöruverð á Þórshöfn en í Reykjavík vegna flutningsgjalda
Verkfallsaðgerðir:
Trúverðugleiki
okkar er í hættu
- segir ráðherra
„Þetta er spurn-
ing um það hvort
þessi ílugumferðar-
stjóm verði hér í
framtíðinni. Málið
varðar trúverðug-
leika okkar,“ sagði
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra í gærkvöldi
um boðað verkfall
flugumferðarstjóra
upp úr miðjum mánuðinum. „Það
liggur ljóst fyrir að tæknin er með
þeim hætti að aðrar þjóðir geta tekiö
við þessari þjónustu af okkur íslend-
ingum. Allt annað er sjálfsblekking,"
sagði Halldór. Halldór sagði að rösk-
un á þjónustu við alþjóðlega flugstarf-
semi á hafsvæðum kringum landið
varðaði trúverðugleika okkar, og
sama mætti segja um brest á þjónustu
gagnvart hernum á Keflavíkurflug-
velli.
Rætt hefur verið um hugsanlega
lagasetningu á verkfall flugumferðar-
stjóra og Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra útilokar ekki lagasetn-
ingu. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki
geta sagt 'Sinn hug í því efni, en sagði
að verkfall flugumferðarstjóra væri
mikið hættuspil og gjörsamlega óvið-
unandi að til þess kæmi. -JBP
Blikastaðabóndinn:
Blár bær
næsta vor
„Sjálfstæðismenn eru í minnihluta
hér og hafa verið síðustu nærri átta
árin. Við höfðum haft mikið og gott
brautargengi. Við höfum staðið okkur
vel i minnihlutanum. Fjárhagsstaða
bæjarfélagsins er orðin grafalvarleg,
afar óvarlega farið með fjármunina.
Það er tími til kominn að kippa í
taumana,“ sagði Magnús Sigsteinsson
á Blikastöðum í gærkvöld.
Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ hafa
ákveðið að frambjóðendur á lista
flokksins í næstu bæjarstjómarkosn-
ingum verði valdir í opnu prófkjöri í
byrjun febrúar nk. Magnús Sigsteins-
son kveðst vonast til að hægt verði að
kynna sterkan lista flokksins eftir próf-
kjörið. Bærinn verði blár að nýju með
vorinu, allavega voni menn að svo
verði. -JBP
Halldór
Ásgrímsson.
„Þarna war á annað hundrað
manns eða miklu fleiri en okkur
hafði dreymt um og geysileg stemn-
ing. Þetta er það eina sem menn
áttu eftir að reyna,“ segir Rósa
Guðmundsdóttir vegna stofnfundar
Samtaka fyrirtækja á Norðurlandi.
Kröfur fundarins voru m.a. end-
urgreiðsla á flug-, sjó- og landflutn-
inginn til og frá höfuðborgarsvæð-
inu, niðurfelling á tryggingagjaldi
á landsbyggðinni, hækkaður per-
sónuafsláttur fyrir landsbyggðar-
fólk og afsláttur á endurgreiðslu
námslána. Varað var við hrepparíg
og var samstaða landsbyggðarfólks
sögð lykilatriði til að sporna við
fótum.
Rósa velti því m.a. upp hvort ís-
land væri land allra landsmanna -
hvort íslendingar væru ein þjóð.
„Af hverju finnum við alltof oft fyr-
ir því að við séum að reka annars
flokks fyrirtæki, eingöngu vegna
þess að það er á landsbýggðinni?
Könnumst við ekki öll við þá til-
finningu að við, íbúarnir á lands-
dæmi sé tekið. Þar af leiðandi borg-
ar landsbyggðin hærri virðisauka-
skatt til ríkisins. Er þetta réttlæti?
Ég bara spyr.“
Rósa benti á að aðflutt hráefni til
landsins þyrfti alltaf að fara fyrst
til Reykjavíkur, því aðeins væri
ein innflutningshöfn á landinu.
„Þar þarf að borga uppskipunar- og
vörugjald. Síðan þarf varan að
bíða, eftir þessu eina skipi sem fer
í hverri viku á ströndina. Þá þarf
að borga aftur vörugjald og síðan
strandflutningagjald sem nýlega
var ákveðið að fyrirtæki á lands-
byggðinni skyldu greiða.
Síðan þurfa fyrirtækin að flytja
fullunna vöru frítt til Reykjavíkur
aftur, því viðskiptavinurinn vill
eðlilega ekki borga meira fyrir að
láta vinna verkin úti á landi en
hann myndi þurfa að borga fyrir
verkið í Reykjavík.
Finnst ykkur þetta vera frjáls og
heiðarleg samkeppni, byggð á jafn-
réttisgrundvelli? Ég læt ykkur um
að svara því,“ sagði Rósa. -BÞ
Fór betur en á horföist dv-mynd pétur s. jöhannsson
Betur fór en á horföist er þessi bíil fór út af í mikilli hálku á gatnamótum Skálholts og Mýrarholts í Ólafsvík á sunnu-
daginn. Sem betur fór uröu engin slys hvorki á ökumanni né öörum en falliö er talsvert fram afsteyptum vegg.
Skálholtiö í Ólafsvík er stórhættuleg gata er hálka myndast eins og varö um helgina víöa á Snæfellsnesi.
Fæddist í Oddsskarði og heilsast vel:
Ekki látin heita Oddi'
Þóreyju Kristínu Sveinsdóttur
og Kristjáni Larsen fæddist dóttir
í sjúkrabíl rétt sunnan við Odds-
skarðsgöngin á leið á Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað í
fyrrakvöld eins og greint var frá í
DV í gær. Þórey hafði aðeins ver-
ið um 12 mínútur í sjúkrabílnum
þegar sú stutta sagði „hingað og
ekki lengra“ og svo mikið flýtti
hún sér í heiminn að pabbi henn-
ar, sem ók bíl ljósmóðurinnar á
eftir þeim, komst rétt í tæka tíð
til að sjá barnið skjótast í heim-
inn og hann fékk það hlutverk að
skilja á milli.
Mæðgunum heilsast vel en
þeirri stuttu var ekkert um heim-
sókn blaðamanna gefið. Þórey
sagðist aldrei hafa verið hrædd en
þetta hefði samt gengið fullhratt
fyrir sig. Þórey og Kristján eiga
fyrir soninn Svein Marinó en þeir
feðgar gátu ekki verið viðstaddir
myndatökuna þar sem snjónum
kyngdi niður fyrir austan og þæf-
ingsfærð var. Sú stutta hefur ekki
fengið nafn enn þá, en að sögn
móðurinnar hafa margir stungið
Hraust stelpa dv-mynd elma guðmundsdóttir
Liölega hálfs sólarhrings gömul í örmum móöur sinnar, Þóreyjar Sveinsdótt-
ur, hraust stelpa, 52 sentímetrar og 17 merkur, sem ekki á aö heita Oddný.
upp á nafninu Oddný. Ráðgerð er
skírnarathöfn á jólunum - en
nafnið verður ekki Oddný, það
sagði unga móðirin í gær. -Eg.
bamtoK stornuo
Hér má sjá fundarmenn á stofnfundi Samtaka fýrirtækja á Noröurlandi.
byggðinni, séum einhvers konar
baggi á Reykjavíkursvæðinu og að
okkur beri að þakka fyrir allt sem
þar er ákveðið og gert, jafnvel þó
að við séum ekki alltaf sammála
þeim gjörðum?“
Hún gerði ójafna samkeppnis-
stöðu landsbyggðarfyrirtækja að
umræðuefni og sagði ekki hægt að
skýla sér bak við þróunarkenning-
una eina og sér. Gjarnan heyrðist
að aðeins þeir hæfustu myndu lifa
en staðreyndirnar væru flóknari.
„Þær segja okkur að þegar hinn gíf-
urlegi flutningskostnaður er kom-
inn á vöruverðið þá er varan orðin
6% dýrari á Akureyri en í Reykja-
vik og 14% dýrari á Þórshöfn, svo
Handfriálsi búnaðurinn:
Upphafið
lofar góðu
- segir lögregla
Lögreglan hef-
ur um helg-
ina áminnt
ökumenn
sem hafa orð-
ið uppvísir að
því að tala í
farsíma undir
stýri. Notkun
farsíma í bíl-
um var
bönnuð um
mánaðamót-
in nema í
þeim tilvik-
um sem ....
menn nota handfrjálsan búnað.
Að sögn varðstjóra hjá umferðar-
deild lögreglunnar lofar upphafið
góðu. Tölur yfir þá sem stöðvaðir
voru um helgina liggja ekki fyrir en
að sögn varðstjóra voru færri
áminntir en gert hafði verið ráð fyr-
ir. „Við erum bjartsýnir og teljum
útlitið gott í þessum málum. Menn
eru auðvitað enn að átta sig á þess-
ari breytingu en það þarf ekki ann-
að en að líta í kringum sig í umferð-
inni til að sjá mikla fjölgun hand-
frjálsa búnaðarins," sagöi varð-
stjóri.
Lögreglan mun halda áfram að
hnippa í menn sem tala í farsíma
undir stýri en eins og kunnugt er
verður ekki fariö að beita sektum
fyrr en að ári. -aþ
Lögbundinn búnaöur
Ökumönnum er skylt
aö nota handfrjálsan
búnaö viö akstur.
Olvaður í
hraðakstri
- og próflaus að auki
Átján ára unglingur var tekinn
fyrir hraðakstur í Njarðvík aðfara-
nótt laugardags.
Bifreið unglingsins mældist á 89
km hraða. Sjálfur sat hann drukk-
inn undir stýri og hafði þar að auki
verið sviptur ökuleyfi.
Lögreglan í Keflavík hafði í ýmsu
að snúast um helgina og var mikið
af því hefðbundið vegna
drykkjuláta. í umferðinni urðu
nokkur óhöpp, m.a. ein bílvelta á
Reykjanesbraut, tvær á Sandgerðis-
vegi og ein á Grindavíkurvegi. 1 ein-
hverjum tilfellanna urðu meiðsli á
fólki en þau voru ekki alvarleg. -gk
Barn á hlaupum
- um miðja nótt
Aðfaranótt sunnudagsins barst lög-
reglu í Reykjavík ábending vegfaranda
um að fjögurra ára gamalt barn væri á
hlaupum utandyra í vesturbænum. At-
vikið átti sér stað um þrjúleytið. Veg-
farandinn kvaðst hafa farið með barn-
ið heim til sín en þegar þangað kom
var þar aðeins eins árs barn fyrir en
enginn fullorðinn sjáanlegur. Lögregla
fór þegar í stað á staðinn ásamt full-
trúa bamavemdaryfirvalda. Skömmu
síðar birtist heimilisfaðirinn en í sam-
ráði við barnavemdaryfirvöld var
börnunum komið fyrir á ömggum
stað. -aþ
Tíð umferðaróhöpp:
Þrettán grun-
aðir um ölvun
Um helgina urðu 53 umferðar-
óhöpp í Reykjavík og i átta tilfellum
urðu slys á fóíki.
Þrettán ökumenn voru teknir, grun-
aðir um ölvun við akstur. Mörg
slysanna má rekja til hálku og á laug-
ardag varð til dæmis árekstur og slys á
mótum Sæbrautar og Dugguvogs. Öku-
maöur missti stjóm á bifreið sinni
vegna hálku, rann yfir umferðareyju
og lenti framan á annarri bifreið. öku-
maðurinn var fluttur meö sjúkrabifreið
á slysadeild.
Að sögn lögreglu var mikill erill á
dekkjaverkstæðum um helgina. Lög-
reglu barst kvörhm á laugardagsmorg-
un vegna langrar bílalestar sem tafði
umferð í Breiðholti. Þegar betur var að
gáð kom í ljós að þar vom viðskipta-
vinir dekkjaverkstæðis á ferð. -aþ