Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
Tilvera I>V
Skáldkonan
svnir kærastann
Breska skáldkonan JK Rowling
notaði frumsýningu fyrstu kvik-
myndarinnar um hina vinsælu
sögupersónu hennar, Harry Potter,
lil að sýna nýja kærastann sinn op-
inberlega í fyrsta sinn. Sá er skosk-
ur læknir og heitir Neil Murray.
Rowling hefur til þessa ekki vilj-
að ílika einkalífinu og því þykir
þessi atburður merkilegur. Sjónar-
vottar sögðu enda eftir á að vel
hefði farið á með þeim hjúum og að
þau væru greinilega ástfangin upp
fyrir haus.
Skáldkonan kaus hins vegar að
skilja sjö ára dóttur sína heima
vegna alls fjölmiðlafársins.
Harry stressadur
fyrir frumsýningu
Hinn tólf ára gamli Daniel Radcliffe
var rosalega stressaður fyrir frumsýn-
inguna á kvikmyndinni um Harry
Gfctter í London um helgina. Daniel
Æikur aðalhetjuna, töfrastrákinn víð-
fræga.
•„Ég er alveg dofinn og það hefur
aldrei gerst fyrr,“ sagði Daniel þegar
hann kom til frumsýningarinnar, við
gífurleg fagnaðarlæti aðdáenda
bókanna um Harry Potter.
Daniel vaknaði margsinnis upp
nóttina fyrir frumsýningardaginn af
spenningi einum saman. Allt fór þó
vel og myndin fékk góða dóma.
Kylie í giftingar-
hugleiðingum
Söngkonan Kylie Minogue var
staðin að verki á dögunum þar sem
hún var að skoða trúlofunarhringa
með kærastanum sínum, James
Gooding, þar sem þau voru stödd í
fríi á Puerto Banus á Suður-Spáni,
til að ná sér niður eftir amstrið sem
fylgdi útkomu topplagsins hennar.
..Can't Get You out of My Head“.
Það vakti strax grun forvitinna að
parið sýndi 50 þúsund punda dem-
antshring mikinn áhuga og þótti
það klingja ákveðnum giftingar-
bjöllum.
Það mæddi mikið á íslenska
landsliðinu í handknattleik um
helgina þegar það mætti Norðmönn-
um í þremur leikjum. Á sunnudag-
inn, áður en þriöji og síðasti leikur-
Biogagnryiii
inn fór fram, brugðu strákamir
okkar á leik í Vetrargarðinum i
Smáralind, árituðu veggmyndir og
spjölluðu við aðdáendur sína, unga
sem aldna. Þá gafst upprennandi
handboltastjörnum færi á að reyna
að hitta í mark hjá fílefldum mark-
vörðum landsliðsins og þeir sem
voru heppnir í skotkeppni unnu sér
inn miða á leik kvöldsins.
Sambíóin/Háskólabíó -
með höndum umsjón tónlistardeildar
þýska kvikmyndasafnins í Frankfurt
og leiðbeinir við skipulagningu kvik-
myndahátiða sem sýna þöglar myndir
með tónlistarflutningi.
Oihers: ★ ★
Reykjavík samtímans í Ljósmyndasafninu:
Bíótónleikar:
Leyndarmál og
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Höfuðborgin í
nýju
Ljósmyndasafn Reykjavíkur fagn-
ar 20 ára afmæli sínu á þessu ári og
af því tilefni var opnuð sýningin
Reykjavík samtímans í húsakynn-
um safnsins á laugardaginn. Þar
getur að líta myndir af höfuðborg-
inni eftir 17 ljósmyndara sem allir
ljosi
hafa náð langt í sinni grein. Ljós-
mjmdararnir eru jafnólíkir og þeir
eru margir og hefur hver sína sýn á
borgina þannig að útkoman verður
fjölbreytt og skemmtileg. Sýning-
unni lýkur þann 3. desember.
DV-MYNDtR EINAR J.
Spjallaö um borgarmyndirnar
Helgi Pétursson borgarfulltrúi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræða við
Maríu Karen Sigurðardóttur, forstöðumann Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
fæddur árið 1898 í Riga í Lettlandi og
vann fyrst við leikhúsuppfærslur áður
en hann hóf að starfa við kvikmynda-
gerð. Beitiskipið Potemkin er talið eitt
af fullkomnustu verkum kvikmynda-
sögunnar hvað varðar nákvæmni í
formgerð og fagurfræði. Kveikjan að
verkinu var 20 ára afrnæli byltingar-
innar 1905 en þungamiðja myndarinn-
ar er uppreisn borgara Odessa og skip-
verja beitiskipsins Potemkin gegn of-
riki tsarsins.
Sirkusinn eftir Chaplin er ein af
skemmtilegustu myndum Chaplins.
Flækingurinn leiðist inn í fjölleikahús
eftir eltingaleik við lögregluna og verð-
ur þar skjótt rísandi stjama vegna al-
ræmds klaufaskapar. Mörg eftirminni-
legustu atriðin í Sirkusnum sýna
Flækinginn í mögnuðum línudansi
með apa á bakinu og inni í ljónabúri
með sofandi ljóni.
Hljómsveitarstjóri er Frank Strobel
en hann hefur áður komið hingað til
að stjóma kvikmyndatónleikum. Hann
hefur fengist við margvíslegar tegund-
ir tónlistar, einkum nútíma- og fram-
úrstefnutónlist 20. aldar, auk leikhúss-
og kvikmyndatónlistar. Auk þess að
starfa sem tónlistarmaður hefur hann
Blómarósir
Ljósmyndararnir Berglind Björnsdótt-
ir og Katrín Elvarsdóttir eiga báðar
verk á sýningunni.
Eisenstein
og Chaplin
Á fimmtudagskvöld verður Beiti-
skipið Potemkin, meistaraverk Eisen-
steins frá 1925, flutt við tónlist Dmitri
Shostakovitch. Undirleikinn annast
Sinfóníuhljómsveit Islands og verður
sýningin haldin klukkan 19.30. Á laug-
ardag verður síðan Sirkusinn eftir
Chaplin frá 1928 sýnd klukkan 15.00,
einnig við undirleik Sinfóníunnar.
Beitiskipiö Potemkin
Kona og barn liggja í valnum
í frægu atriði
Landsliðið í handknattleik í Smáralind:
Strákarnir okkar bregða á leik
Ljósmyndarinn og borgarstjórinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri óskar Páli Stefánssyni Ijós-
myndara til hamingju með hans
framlag til Reykjavíkur samtímans.
Sergei Mikhailovich Eisenstein er
talinn einn af helstu frumkvöðlum
þögla tímabilsins í kvikmyndagerð
ásamt bandaríska kvikmyndagerðar-
manninum D.W. Griffíth. Hann er
Einbeitt skytta
Löng röð myndaöist í skotkeppni
landsliösins enda voru vegleg verð-
laun í boði fyrir skotvísa, miöi á
landsleikinn um kvöldiö.
Uppnuminn
Sigfús Siguröson handknattleikskappi brosir til ungs aödáanda sem ergreini-
lega uppnuminn af nýja áritaöa veggspjaldinu sínu.
óskiljanleg fyrirbæri
Alejandro Amenábar (f. 1973) er nýja
undrabamið í spænskri kvikmynda-
gerð. Hann leikstýrði fyrstu stuttmynd-
inni sinni 19 ára og sló í gegn á Spáni
með fyrstu kvikmynd sinni í fúliri
lengd, Tesis, sem hann gerði árið 1996.
Ári síðar gerði hann Abre los ojos (opn-
aðu augun) sem varð óhemjuvinsæl á
Spáni og ferðaðist víða enda er Camer-
on Crowe búinn að endurgera hana í
Hollywood með sjálfúm Tom Cruise
(sem er einn af framleiðendum The
Others) og Penelope Cruz sem einnig
lék aðaihlutverkið í spænsku útgáf-
unni. Og nú er Alejandro Amenábar
sjáifur kominn til Hollywood til að leik-
stýra The Others.
Sögusviðið i The Others er eyjan
Jersey rétt eftir endalok síðari heims-
styrjaldarinnar. Grace (Kidman) býr
ein á herragarði með bömum sínum
tveimur, hinni uppreisnargjömu Anne
(Alakina Mann) og hinum hræðslu-
gjama Nicholas (James Bentley). Dag
einn birtast þrjár ókunnugar persónur
/m.
m $
Móöirin og börnin
Nicole Kidman ásamt Alakina Mann
og James Bentley sem leika börnin
hennar.
á útidyratröppunum sem eru að leita
sér að vinnu. Þau em aldeilis á réttum
stað á réttum tima þvi þjónustufólk
Grace er allt nýgengið úr vistinni.
Grace ræður þau öll, Frú Mills sem
ráðskonu, mállausu Lydiu í hreingem-
ingar og hinn aldna Tuttle í garðinn.
Heimilislífíð hjá Grace er óvenjulegt
vegna þess að bömin em haldin sér-
kennilegu ofnæmi, þau þola ekki ljós,
þannig að dregið er fyrir aila glugga á
þessu heljarstóra húsi. Eiginmaður
Grace hefur ekki sést eftir að stríðinu
lauk og bömin eru farin að sjá og heyra
einkennilega hluti.
The Others nær upp óhuggulegri
stemningu með leyndannálum og
óskiljanlegum fyrirbærum. Sagan er
ekki óáhugaverð en hún hefði þurft
nokkrar lagfæringar og jafnvel viðbæt-
ur til að hún næði að halda dampi i tvo
tíma. Hún er ansi langdregin og teygð,
td. er fyrri hlutinn ekkert nema kynn-
ing á persónunum. En allt útlit á mynd-
inni er til fyrirmyndar, skuggar teygja
sig innandyra og það er eitt atriði úti í
þokunni sem er sérdeilis áhrifaríkt.
Hljóð leikur líka stórt hlutverk, það
heyrast hróp í fjarska, leikið er á píanó
og fótatak færist nær.
Nicole Kidman er ægifógur og gerir
vel í hlutverki móðurinnar. Henni tekst
að telja okkur trú um að hún sé venju-
leg kona í óvenjulegum aðstæðum, en
mér þykir hún þó heldur köld sem dreg-
ur úr áhrifunum. Fionnula Flanagan
leikur Frú Mills og er mátulega óræð og
Eric Sykes sem leikur garðyrkjumann-
inn er fínn við hlið hennar. Bömin tvö
em líka sannfærandi.
En The Others er einhvem veginn
hvorki fugl né fiskur. Hún verður
aldrei nægilega óhugnanleg. Þó aö ailt
sé gert til að fá hnakkahárin til að rísa
liggja þau vel greidd og strokin nánast
alla myndina. Auk þess er óþægilega
mikið af lausum endum í lokin. Þaö er
óhjákvæmilegt annað en að minnast
The Sixth Sense eftir M. Night
Shyamalan og maður fyllist aðdáun enn
og aftur yfir því hvemig hann hélt
manni í heljargreipum aila myndina.
Amenábar getur ýmislegt af honum
lært. Sif Gunnarsdóttir.
Leikstjóri, handrit og tónlist: Alejandro Amena-
bar. Kvikmyndataka: Javier Aguirresarobe. Að-
alleikarar: Nicole Kidman, Christopher
Eccleston, Fionnula Flanagan, Elaine Cassidy,
Eric Sykes, Alakina Mann, James Bentley