Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
Fréttir
Forseti FFSÍ hótar framkvæmdastjóra LÍÚ málsókn:
Forystumenn
komnir í stríð
- ásakanir á víxl um þjófnað, undirróður og lygi
Eins og fram kom í DV í gær hef-
ur Gétar Mar Jónsson, forseti Far-
manna- og flskimannasambands-
ins, ákveðið að kæra Friðrik J.
Amgrímsson, framkvæmdastjóra
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. Er það vegna ummæla
Friðriks í leiðara Útvegsins, mál-
gagns LÍÚ. Þar segir hann að Grét-
ar hafi stundað það áður en hann
varð forseti FFSl að selja fisk á
fiskmarkaði en stela af áhöfninni
áður en til skipta kom.
Grétar sagði í samtali við DV að
Friðrik færi með lygar og fleipur.
„Þetta eru ærumeiðandi ummæli.
Ég hef því ákveðið að fara í meið-
yrðamál."
Sviptur veiöileyfi
Mál þetta er ekki nýtt af nálinni
og hefur margoft verið um það
skrifað i DV. Þann 13. nóvember
1999 var frétt um að linubáturinn
Látraröst ÍS 100 hefði verið sviptur
veiðileyfi í hálfan mánuð það
haust vegna meints kvótasvindls
og 330 kílóa af þorskflökum sem
landað hefði verið fram hjá vigt þá
um sumarið. Grétar Mar Jónsson,
sem kjörinn var formaður Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins þá um haustið, sagði við DV að
þessi þorskflök hefðu aldrei farið í
land. Kokkurinn hefði flakað þetta
að mestu og sett í bjóðafrysti. Síð-
an hefði þetta verið tekið upp til að
salta og ætlunin heföi veriö að
skipta hluta þess niður á mann-
skapinn og nota annað í fæði um
borð. Sagðist Grétar þá stefna í
skaðabótamál gegn Fiskistofu
vegna málsins.
„Ég er með bréf í höndunum frá
sýslumanni í Keflavík sem hafnaði
málsrannsókn á þessu. Það var
enginn glæpur framinn og ekki
neitt og þeir sáu ekki neina ástæðu
til þess að halda áfram með málið,“
sagði Grétar Mar í samtali við DV
í gær. Hins vegar hefur hann ekki
enn höfðað skaðabótamálið gegn
Fiskistofu. Hann segist ekki enn
hafa látið verða af því. „Ég fór frá
þessu starfi um mánaðamótin sept-
ember/október 1999 og var því ekk-
ert að fylgja þessu eftir. Þá fór ég
að snúa mér að þessu starfi hér.“
- Nú þjófkennir Friðrik þig -
hefur hann þá ekkert
til sins máls?
SAMSETT DV-MYND
Mætast stálin stlnn
Grétar Mar Jónsson og Friörik J. Arngrímsson vanda hvor öðrum ekki kveðjurnar þessa dagana. Ásakanir um lygar,
þjófnað og undirróður ganga á víxl og málaferli eru yfirvofandi.
Forsetaslagur
Aðdragandi þess að Grétar Mar
Jónsson var kjörinn forseti FFSÍ var
reyndar ekki hávaðalaus. Hann var á
þeim tíma formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Vísis á Suðumesj-
um. Grétar Mar hafði starfað sem slík-
ur í sjö ár er.hann ákvað að taka slag-
inn um forsetaembætti FFSÍ í nóvem-
ber 1999. Guðjón A. Kristjánsson, þá-
verandi forseti FFSÍ, hafði ákveðið að
hætta, enda orðinn þingmaður. Þá var
mikil ólga innan sambandsins en verið
var að skoða mögulegan samruna
flestra fiskimannafélaga sem þá myndu
yflrtaka stóran hluta verkefna FFSÍ. Á
þessum tíma var einnig rætt um að
Bjami Sveinsson, varaformaður i
stjóm FFSÍ, gæfi kost á sér i forseta-
embættið. Hafði hann þá staðið i hörð-
um deilum við Guðjón
„í DV á laug-
ardag segir
hann að ég hafi
landað öllum
fiskinum á
fiskmarkað sem
er helber lygi.
Það er bara ekk-
ert öðruvísi. Ég
er með pappíra
inn það að ég
landaði 11
tonnum á fisk-
markaði í það heila. Helm-
ingurinn af því var kvóta-
bundinn, hitt ekki. Friðrik
fullyrðir að við höfum land-
að öllum afla sem við veidd-
um á þessum tíma inn á fiskmark-
að sem er bara rangt.“
- Liggur þá ekkert annað fyrir
en að fara í meiðyrðamál við Frið-
rik?
„Ég á ekkert von á öðru. Ég hef
bara haft svo mikið að gera að ég
hef ekki enn haft tíma til að tala
við lögfræðinga,“ segir Grétar Mar
Jónsson. Friðrik J. Amgrímsson
segir hins vegar um væntanlega
málsókn gegn sér: „Það er fínt.“
_____________________________________ A. Kristjánsson
jitefiw volír j-ftr nikfwmmt Fttrmatir.it it4kin«mw»M*mK>iKfc.in».
Ofund og hræösla
vegna skerðing-
ar á lífeyrisið-
gjöldum. Var
Qrttar M«r Mmmk, aUprtttrt atklrtiMi tortatl FRl. saMut wa hvttowMI:
Ég er saklaus
.-stwfnð imdirutdnm. vofir yfir OrMari wyak «| tw cðttUM. Bakslda
Úrklippur úr DV17. nóvember 1999.
þá skorað á Guðjón Amar að gegna for-
setaembættinu áfram. Hins vegar fór
svo að Bjami dró framboð sitt til baka
og Guðjón Amar hætti. Þar með stóð
Grétar Mar uppi sem forseti. Nú er enn
forsetakjör fram undan í FFSÍ undir
lok mánaðarins. Enn hefur enginn boð-
ið sig fram gegn Grétari Mar en vitað
er að hann er langt frá því að vera
óumdeildur foringi.
Höröur
Kristjánsson
blaðamaður
Vélstjórinn i mál
Þann 16. nóvember 1999 kom
frétt í DV um að vélstjóri, sem
hafði verið með Grétari Mar á
Látraröstinni, undirbyggi mála-
ferli á hendur honum vegna kvóta
sem landað hefði verið fram hjá
vigt. Hann hefði hætt störfum eftir
að hafa neitað að taka þátt í lönd-
un fram hjá vigt. Vakti málið
mikla ólgu meðal skipstjómar-
manna þar sem Grétar hafði verið
kosinn forseti FFSl aðeins viku
áður. Þótti mönnum því strax far-
ið að hitna undir Grétari í forseta-
stólnum.
Eg er saklaus
í DV 17. nóvember 1999
segir Grétar Mar um áð-
umefnt mál: „Ég er sak-
laus af öllum ákærum
um kvótasvindl og annað
sem á mig hefur verið
borið. Það eru bersýni-
lega margir sem vilja
kom á mig höggi og hef
ég orðið var við öfund og
hræðslu í minn garð
vegna væntanlegra starfa minna í
forsetastóli Farmanna- og fiski-
mannasambandsins. „
í frétt DV kemur fram að Grétar
hafi leitað sátta við skipverjann
fyrrverandi á Látraröstinni sem
hann rak úr skipsrúmi. Segir
Grétar málið snúast um laun en ít-
rekar fyrirhuguð málaferli vegna
sviptingar Fiskistofu á veiðileyfí
bátsins.
Þegar hér var komið sögu var
vart um annað rætt í talstöðvmn
íiskiskipaflotans en meint kvóta-
svindl forseta FFSÍ. Grétar sagði
að það hvarflaði að sér að þarna
væri um aðfor að ræða. Hann
sagðist þó ekki vera í neinni
spennitreyju félaga sinna og að
hann myndi berjast áfram. „Ég er
saklaus,“ sagði Grétar Mar Jóns-
son.
Sættir náöust
Þann 18. nóvember 1999 er rætt
við fyrrverandi skipveija á Látra-
röst sem lýsir sáttafundi fulltrúa
Grétars Mars daginn áður. Sagði
hann sættir hafa náðst og málið
væri því úr sögunni. „Ég vil ekk-
ert upplýsa hvað Grétar Mar borg-
aði mér. Ég ætla mér bara að hafa
það út af fyrir mig en ég fékk
kaupið mitt,“ sagði skipveijinn
fyrrverandi sem hafði undirbúið
að stefna Grétari vegna málsins.
Ekki tilviljun
Grétar segir vinnubrögð LÍÚ-
manna í þessu öllu saman dálitið
sérkennileg. Þeir svari aldrei
neinu málefnalega sem hann segi
eða skrifi um. Það sem farið hafi
hvað mest í taugamar á LÍÚ-
mönnum að undanfomu sé gagn-
rýni sín á vigtun á uppsjávarfiski.
„Ég tel að þar sé beinlínis verið
að stela undan vigt. Það er enginn
smámunur. Þegar munar 12-15% á
vigt, landað á íslandi og í Færeyj-
um, þá er það helvíti mikið. Fyrir
svo utan það að þeir eru að borga
lægra verð fyrir hráefnið hér.
Þetta fer í taugamar á þeim en
þeir þora ekki að mæta mér í mál-
efnalegri umræðu, heldur reyna
þeir að gera mann persónulega
tortryggilegan.
Málið er það að í endaðan mán-
aöarins eru kosningar hérna í Far-
mannasambandinu. Það er því
ekki tilviljun, tímasetningin á
þessu upphlaupi núna. Sem betur
er er Friðrik þar aö fara með fleip-
ur og lygar,“ segir forseti FFSÍ.
Umsjón: Birgir Guömundsson
netfang: birgir@dv.is
Hvorki lína né net
Valsmenn héldu hið árlega herra-
kvöld sitt á laugardagskvöldið og var
Guðlaugur Þór
Þórðarson borgar-
fulltrúi ræðumað-
ur. Borgarfulltrú-
inn kom víða við í
ræðu sinni og með-
al annars gerði
hann að umtalsefhi
þær ráðagerðir Al-
freð Þorsteinsson-
ar að borgin selji Perluna, eins og
hann mun raunar leggja formlega til
á stjórnarfundi í Orkuveitunni í dag.
Sagði Guðlaugur að þegar Reykjavík-
urlistinn hefðu unnið borgina fyrir
sjö árum mætti segja að perlum hefði
verið kastað fyrir svín - en nú væri
svo komið að svínin ætluðu að kasta
Perlunni. Annar sjóðheitur Valsari,
sem einnig var á herrakvöldinu, var
einnig í brandarastuði og sagði frá
vini Alfreðs sem réðst til starfa hjá
Línu.Neti. Hann mætti til starfa með
sjópokann sinn en þegar á kajann
kom uppgvötaði hann að umrætt fyr-
irtæki væri ekki í útgerð - hvorki á
hnu né netum.
Kippir í kynið
Ungur og kjaftfor höfundur kveður
sér hljóðs í nýjasta hefti Tímarits
Máls og menningar,
heimspekingurinn
Guðmundur
Steingrimsson. í
grein sinni leggst
hann i samanburð-
arfræði á íslensku
stjórnmálaflokkun-
um og spyr meðal
annars hvort orðin
vinstri, hægri og miðja séu ekki orðin
merkingarlítil i stjómmálunum. „Eins
og flokkamir líta út í dag, þá er
spuming hvort það sé hugsjón á
hærra plani að vera flokksbundinn
framsóknarmaður en að mæta á völl-
inn á hverjum sunnudegi og styðja
Fylki,“ segir í greininni. Ýmsir hafa
lagt út frá greininni meðal annars
hvort Guðmundur sé með þessu að
ýja að því að hasla sér völl í stjóm-
málum, eins og hann á kyn til, forsæt-
isráðherra í beinan karllegg, sonur
Steingríms Hermannssonar, Jónas-
sonar...
Tvídrepinn!
Og úr því farið er að ræða um
kunna framsóknarmenn er ekki úr
vegi að nefha Ingv-
ar Gislason, fyrrum
alþingismann og ráð-
herra, sem á dögun-
um mun hafa hlustað
á umræður manna i
kringum afmæli
Kristmanns Guð-
mundssonar. Ingvar
er hagmæltur og orti þessa limru:
Þeir foröum tíó kýldu kauðann
og kölluóu getusnauöan.
Nú telja menn rétt
aó taka á sprett
og tvídrepa karlinn dauöan.
Konan fundin?
Eins og fram hefur komið í heita
pottinum áður hafa framsóknarmenn
á Akureyri verið að leita sér að konu
á framboðslistann en þær konur
sem prýddu listann
síðast í efri sætum
eru ýmist famar suð-
ur eða hættar í póli-
tík. Á það við um
Elsu Friðflnnsdótt-
ur sem er aðstoðar-
maður Jóns
Kristjánssonar héilbrigðisráðherra,
Sigfríði Þorsteinsdóttur og svo Ástu
Sigurðardóttur sem er að hætta í
pólitík. Einungis þeir Jakob Bjöms-
son og Guðmundur Ómar Guð-
mundsson eru því eftir af efstu
mönnum frá því síðast og þykir kven-
mannsleysið há þeim og listanum. Nú
heyrist að ung kona, Guðný Jóhann-
esdóttir, sé orðin heit í eitt af efstu
sætunum en hún hefur um árabil ver-
ið á lista flokksins en neðarlega. Guð-
ný er blaðamaður og dóttir Jóhann-
esar Geirs Sigurgeirssonar, fyrrum
þingmanns Framsóknar...