Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 23 Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páli Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt tii að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Samkeppnishœfni þjóða Finnar eru samkeppnishæfastir þjóða samkvæmt ný- legri könnun, hafa á einu ári skotizt upp fyrir Bandaríkja- menn. Eru þó skattar tiltölulega háir í Finnlandi og verka- lýðsfélög öflug, svo að ekki er einhlítt, að þetta séu tveir helztu þröskuldar i vegi samkeppnishæfni. Þjóðum getur vegnað vel með mismunandi aðferðum eins og Finnar og Bandaríkjamerm sýna. Lækkun skatta á fyrirtæki er engin galdraformúla fyrir aukinni samkeppn- ishæfni, þótt hóflegir skattar séu mikilvægir, þegar fjöl- þjóðlegum fyrirtækjum er valið ríkisfang. Rekstrarumhverfi fyrirtækja ræðst af fleiri atriðum en sköttum, til dæmis þjónustunni, sem sköttum er ætlað að greiða. Góð nýting skattfjár skiptir eins miklu máli og hóf- legir skattar. Gott og skilvirkt velferðarkerfi hefur eins mikilvægt aðdráttarafl og lágir skattar. Ráðamenn fyrirtækja vilja aðgang að vel menntuðu starfsliði á sínu sviði. Þeir vilja halda í gott starfsfólk, sem vill vera þar sem lífsgæði eru almennt góð. Þar koma inn í myndina ýmis atriði, sem erfitt er að reikna til fjár, svo sem hreint loft og ósnortin víðerni. Kannanir sýna víða á Vesturlöndum, að meirihluti fólks væri fús til að greiða hærri skatta, ef þeir tengdust bættri þjónustu á sviðum, sem skipta fólk máli. Þetta sýn- ir, að það er fremur nýting skattpeninganna en prósentan sjálf, sem ræður úrslitum um samkeppnishæfni. Það fælir frá, ef skattar eru notaðir í fortiðarþrá, svo sem til að halda uppi atvinnu í öldruðum atvinnugreinum eða fámennum sveitarfélögum. Þjóðir, sem vilja efla sam- keppnishæfni sína á fjölþjóðlegum markaði, eiga að forð- ast byggðastefnu eins og heitan eldinn. Það fælir frá, ef fortíðarþrá ræður notkun gjaldmiðils og vaxtastigi, svo sem þegar þjóð neitar sér um að taka upp fjölþjóðlega mynt og vill nota gengislækkanir sem hagstjórnartæki. Fjölþjóðleg fyrirtæki vilja vera þar sem mynt er traust og útbreidd og vextir hóflegir. Afnám byggðastefnu og krónunnar eru dæmi um atriði, sem mundu bæta samkeppnishæfni íslands meira en lækkun skatta á fyrirtæki, þótt ekki sé beinlínis ástæða til að vanþakka skattalækkanir, ef þær eru þáttur í heildar- mynd aðgerða, sem fyrirtæki laðast að. Fyrirtæki sogast til landa, þar sem þjóðir horfa fram á veg fremur en til fortiðar. Þau sogast til landa, þar sem rekstrarumhverfi er traust, þar sem réttarstaða er einföld og augljós og allir eru jafnir fyrir lögunum. Þau sogast til landa, þar sem útboð hafa leyst spillingu af hólmi. Þau sogast til landa, þar sem starfsfólki þeirra líður vel. Það eru lönd, sem hafa gott skólakerfi, gott heilbrigð- iskerfi og gott öryggisnet, ef eitthvað kemur fyrir. Það eru lönd, sem hafa hreint loft og góða aðstöðu til útivistar, menningar og afþreyingar í frístundum. Það merkilega er svo á tímum netvæðingar heimsins, að fyrirtæki og starfsfólk vilja vera á sama stað og önnur fyrirtæki og annað starfsfólk er á sama sviði. Þannig varð til Sílikon-dalur í Bandaríkjunum og svipaðar þyrpingar tölvufyrirtækja í ýmsum öðrum framfaralöndum. Hér hafa verið talin upp ýmis atriði, sem skipta miklu, ef stjómvöld kjósa í alvöru að hefja stefnu aðlöðunar fjölþjóðafyrirtækja. Sumt af þessu er á góðum vegi hér á landi og annað í afleitu ástandi. Skattalækkanir duga engan veginn einar sér til að setja hjólið af stað. Fengur væri að breiðsíðu opinberra aðgerða, sem allar stefndu saman að því eftirsóknarverða marki, að fólki og fyrirtækjum líði hér vel og vilji helzt vera hér. Jónas Kristjánsson I>V Skoðun Heimskuleg húsnæðisstefna í hinum „siðaða heimi“ hefur hvarvetna þótt sjálf- sagt að allir haii öruggt húsnæði eins og heilsu- gæslu, menntun og nær- ingu. Allt þetta er grund- völlur velferðarkerfis sem aftur er grundvöllur allrar félagshyggju sem byggist svo á því að lífið er félags- legt viðfangsefni. Hér á landi hefur húsnæðiskerfið aldrei verið sú kjölfesta vel- ferðarkerfis sem það hefur lengi verið i nágrannalönd- unum. Þetta kemur t.d. skýrt fram í skrifum Jóns Sveinssonar félagsfræðings, Jón Kjartansson frá Pálmholti. formaöur Leigjenda- samtakanna. Rúnars en Jón Rúnar hefur sérhæft sig í sögu hús- næðismála á alþjóðlega vísu. Allt önnur þróun íbúðabyggingar Evrópulandanna einkenndust af stórvirkum aðferðum þar sem verulegur hluti allra íbúða- bygginga voru leiguíbúðir á félags- legum grundvelli. Þessi þróun átti sér stað tiltölulega óháð pólitískum lit rikisstjóma. Hérlendis varð þró- unin allt önnur. Hér urðu menn að eignast húsnæði af eigin rammleik, oft í mjög svo bókstaflegum skilningi. Menn byggðu sjálfir yfir sig. Allar þjóðir hins „siðaða heims“ hafa varið verulegu fé til að nið- urgreiða húsnæðiskostnað, sérstaklega leiguna, Hér hefur nær öll aðstoðin runnið til eigenda íbúð- anna. Félagslega kerfið var hluti af eignakerfmu, en það varð því loks að falli. Auk niðurgreiddra vaxta og skattfrjálsra vaxtabóta átti verðbólgan stærsta þáttinn í mótun stefnunnar og viðhaldi. Óverðtryggð lán greiddust upp nær sjálfkrafa og innstæður brunnu upp í bönkum og urðu að engu. Fólk reyndi að bjarga fé sinu með þvi að leggja það í hús vegna skorts á verð- tryggingu. Það eru tuttugu ár síðan þessum tíma lauk og enn situr við sama. Um næstu áramót fá leigjend- ur loks skattfrjálsar húsaleigubætur, en framboð á íbúðum er ekkert og okrið eftir því. íslenska húsnæðis- kerflð er það dýrasta i veröldinni. Stór stofnun lánar fé til íbúðavið- skipta með lögákveðnum kjörum. Þessu sinna bankarn- ir víðast hvar. Hér þarf fólk að taka margar milljónir króna að láni eða eiga þær fyrir vegna mikillar útborg- unar, sem er líka nær óþekkt í öðrum lönd- um. Þar greiðir fólk kaupverð með mánað- arlegum afborgunum eins og leigu. Fóik get- ur svo velt fyrir sér hvort sé hagkvæmara, að gera kaupsamning eða leigja. Það fer eftir verðinu. Hér er nær ekkert nema kolsvartur skyndimarkaður utan við öll kerfí. Fátækt fólk og sjúkt kringum húsnæðismálin? íbúðir eru þó ekki annað en umbúðir utan um heimilin og það er hægt að framleiða þessar um- búðir í verksmiðjum og eftir stöðluðum teikning- um, gera áætlun um þörf- ina og fylgja henni. Mark- aðsstefna eins og hér er dýrt rugl og spennir upp kaupkröfur. Við þurfum skipulag sem tryggir hverju heimili öruggt hús- næði án skuldsetningar. íbúðir eru ekki til að braska með, þær eru til íbúðar. Þeir sem eiga peninga geri svo vel og geymi þá öðruvísi. Enn heyrist „Hvaða vit er í öllu peningasukkinu kringum húsnæðismálin? íbúðir eru þó ekki annað en umbúðir utan um heimilin og það er hœgt að er svikið um þann rétt framleiða þessar umbúðir í verksmiðjum og eftir t>etta geðveikisiega buli að geta átt sér heimili , . .T . - ^ r •• r- aðauðævi þjóðarinnar séu Og neyðist jafnvei tii að stoðluðum teikmngum, gera aœtlun um þorfina fólgin j húsum> með skuld. gerast hústökumenn. Og fylgja henni. “ - HÚsnœðÍSStjÓm fundar. ir upp á 700 milljarða kr. Ég tel að þetta fólk sé í ...................... Álíka og öll fjárlögin. Af- fullum rétti. Hver maður hefur rétt til að bjarga lífl sínu. Svo eru flest húsin reist fyrir opinbert fé meira eða minna. Formaður Húseigendafélags- ins er hins vegar trúr fortíðinni og tel- ur að ábyrgð í húsnæðismálum felist í þvi að verja húsin fyrir fólkinu! Peningasukk Hvaða vit er í öllu peningasukkinu nám skuldsetninga er besta leiðin til betri lífskjara. Félagsmálaráðherra hefur brugðist við á réttan hátt. - Vonandi er það byrjun á meini. Jón Kjartansson frá Pálmholti Ummæli Frumstæð hugsun Háskóli íslands er fjármagnaður með skattfé. Þar eru að sjálfsögðu meðtalin laun prófessora. Á meðal prófessora við Háskóla íslands hefur um langt árabil verið Gunnar G. Schram. Oft hefur mér fundist hann hafa haft gott til mála að leggja í ís- lenskri þjóðmálaumræöu. Kjallara- grein hans í DV finmmtudaginn 1. nóvember var þar þó undantekning. í greininni mælir Gunnar G. Schram með því að ísland verði gert að „skattaskjóli" og hvetur okkur í því efni að fara „að dæmi Lúxem- borgar, Bahama og Jersey". Greinar- höfundur fræðir okkur um að á Ba- hamaeyjum sé enginn skattur inn- heimtur, á Ermarsundseyjunum sé boðið upp á skattfrelsi í margvíslegri mynd og Landsbanki Islands er dá- samaður fyrir þá hugkvæmni að hafa „skapað sér þar fótfestu og keypt þar einkabanka, án efa vegna þeirrar löggjafar sem þar er í gildi“. Landsbankinn á Ermarsundi Tilefni er til fleiri tilvitnana í þessa grein Gunnars G. Schram. Það „Eftirminnileg er yfirlýsing íslensks milljónera með vinnukonuútsvar sem hélt með fjölskylduna til London. Hann kvaðst vilja mennta böm sín í enskum einkaskólum, ekki fjársveltum íslenskum skólum. “ er mikið rétt að Landsbanki íslands hefur stofnað til við- skipta af þessu tagi á Ermarsundi til að veita ís- lenskum skattflóttamönnum skjól. Um þétta hefúr ítrek- að verið spurt á Alþingi en Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur svarað með þögninni einni. Einnig varð fátt um svör hjá ráð- herranum þegar hún var spurð um það nú fyrir skemmstu hvað hefði komið út úr athugun á vegum OECD, Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, að ís- land virti ekki þann þröskuld sem aðildarríkin væni að reyna að koma upp til þess að spoma gegn ósiðlegri skattasamkeppni. Hvað ísland snertir var vísað í samstarfsverkefni viðskiptaráðu- neytisins og Verslunarráðs um að laða fyrirtæki hingað til lands með 5% tekjuskatt og fleiri ívilnanir að gulrót. Innan OECD hafa menn af því þungar áhyggjur að erfitt muni reyn- ast að fjármagna velferðarþjónustu samfélaganna ef aflögufær fyrirtæki og einstaklingar geta komið sér und- an því að greiða til samfélagsins með því aö leita skjóls í svokölluðum skattaparadísum. Þessa undanskots verður nú mjög vart hér á landi því íslenskir fjárgróöamenn hafa haldið utan með miklar fúlgur fjár á allra síðustu árum til þess að komast í skattaskjól svo þeir þurfi ekki að greiða til samfélagsþjónustunnar hér á landi. Sumir þessara manna em reyndar Ogmundur Jónasson alþingismaöur og form. BSRB kunnir fyrir bíræfni við að svíkja undan skatti hér á landi. Eftirminnileg er yfir- lýsing íslensks miUjónera með vinnukonuútsvar sem hélt með fjölskylduna til London. Hann kvaðst vUja mennta börn sín í enskum einkaskólum, ekki fjársveltum íslenskum skólum. Að svíkja undan skatti og svelta skóla Ekki sá hann samhengið á mUli eigin gjörða og fjársveltis skólanna fremur en hinn ríkisrekni prófessor Gunnar G. Schram. Að vísu myndi Gunnar G. Schram eflaust svara því tU að fyrirtæki og auðkýfingar sem kæmu til með að flýja hingað tU lands með fé sitt myndu þegar saman kæmi gefa talsvert af sér, sú hefði aUavega verið reynslan á Karíbahafi og Ba- hamaeyjum. „Fjölþjóðleg bankastarfsemi og skattaskjól getur orðið stór atvinnu- vegur hér á landi“, fuUyrðir Gunnar G. Schram. Eflaust telur hann sig geta fært rök fyrir því að í ljósi þessa mætti áfram ríkisreka prófessora viö Háskóla íslands. En hætt er við því að einhvers staðar í öðrum háskól- um þyrfti að fækka um einn ef ekki fleiri prófessora þegar skattgreiðend- ur. á þeim bænum væru aUir Uúnir af hólmi. Ekki er mikU reisn yfir þessari hugsun. Sjálfum finnst mér hún meira að segja vera afar frum- stæð og ekki samboðin jafnágætum manni og Gunnari G. Schram. Ögmundur Jónasson Misskipting og mikill vandi „Verðbólga er meiri en ásættanlegt er, vextir ofgera greiðslugetu fyrir- tækja og heimila, gengið hefur látið undan síga, flestir fiskistofnar eru af stærð sem ekki er ásættanleg og þeir fískistofnar sem eiga að vera öflugir veiðast ekki. ... Misskipting hefur aukist mUli þeirra sem vinna á almennum vinnumarkaði og þeirra sem vinna hjá ríkinu, þeim síðamefndu í hag. VerkfaUsvopninu er linnulaust beitt af þeim sem ekki þurfa að óttast að missa vinnuna ef of langt er gengið í kröfugerð. Þýð- ingarmikið er að aUir geri sér grein fyrir þeim vanda sem við er að etja og leysi hann með farsælum hætti." Kristján Ragnarsson á aðalfundi LÍÚ. Ekki bara þrotabúið „Eftir sex ára stjómarsamstarf er kominn timi tU þess að sjónarmið framsóknarmanna fái að njóta sín í þeim ráðuneytum sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur nú með höndum. ... Ef áframhald á að verða á ríkis- stjómarsamstarfmu er nauðsynlegt að stokka spUin upp og gefa að nýju. Framsóknarflokkurinn er þátt- takandi í þessu stjómarsamstarfi tU þess að hafa áhrif á öU svið þjóðlífs- ins, ekki aðeins í þeim málaflokkum sem svo vUdi tU að Davíð og Jón Baldvin sömdu um að kratarnir fengu 1991 og Framsókn tók við af þrotabúi rikisstjórnarþátttöku Al- þýðuflokksins árið 1995.“ Finnur Þór Björgvinsson á Hrifla.is Spurt og svaraö Hefur kœruleysi einkennt efhahagsstjómina Konráð Alfreðsson, formadur Alþydusambands Norður- lands. Höfum lifað ^ um efhi fram „íslendingar hafa bruðlað á undan- fómum árum og lifað um efni fram. Auðvitaö verður að viðurkennast að kjör almennings i landinu em ekki nógu góð og verkefnið að bæta þau er sístætt. En fyrst og síðast verður fólk að stóla á sjáft sig, þó erfitt geti reynst þegar vextir í landinu eru orðnir 20% og ómögulegt er að fá hinn sjálfstæða Seðlabanka tU að lækka vextina nokkuð. Launaliður kjarasamninga verður endurskoaður í febrúar á næsta ári og verði honum sagt upp finnst mér ljóst að vá sé fyrir dymm. Einnig verður sjálfsagt deUt um hvaða leiðir skuli fara við efnahagsstjómina, en á henni virðast aUir landsmenn hafa skoðun. Viö skU- um bara vona að aUir aðUar sem málið varðar nái saman um það svo og að sátt náist i þjóðfélaginu." Sigfiís Kristinsson, byggingameistari á Selfossi: Ökrið að fella stjómina „Ég er búinn að segja við einn af ráðherrum ríkisstjómarinnar að svo geti farið að vaxtaokrið koUeUi rikisstjómina í næstu kosningum. Því þarf að setja mélin upp í seðlabankastjórana hið fyrsta, þannig að linni þessu okri sem veldur því að fjöl- skyldum og fyrirtækjum í landinu blæðir út. Eng- inn græðir á þessu háum vöxtum nema hákarlam- ir sem æfia að kaupa Perluna og Símann. Varlega ber að fara þegar kemur að endurskoðun launaliðs kjarasamnings í febrúar á næsta ári og sjálfur vUdi ég að farin yrði leið þjóðarsáttar svo stöðugleikinn mætti haldast. Þó má ekki leggja byrðamar einar á launafólkið og nota kjör þess sem eins konar skipti- mynt fyrir hina efnameiri." Steingrímur J. Sigfusson, formaður VG: Andvaraleysi í þrjú ár „Undir það verður að taka, hvaða orð menn kjósa síðan að nota nákvæmlega. Kæruleysi, andvaraleysi, mistök; aUt eru þetta orð sem nota má um ástandið og þau mis- tök sem gerð hafa undanfarin tvö tU þrjú ár að minnsta kosti. Hér var keyrt áfram í gríðarleg- um viðskiptahaUa og linnulaust tal var haft uppi um góðæri þótt innstæðan fyrir því færi ört minnkandi. Þá var andvaraleysi sýnt gagn- vart vaxandi verðbólgu og ofþenslumerkjum í hagkerfinu þangað til lokið fauk af pottinum, gengi krónunnar hrundi og svo framvegis. í reynd er því síst of djúpt í árinni tekið að tala um kæruleysi við stjóm efnahagsmála." Trúarbragðafræði ekki skyldugrein Eftir hinar skelfilegu árásir hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum þann 11. september síðastliðinn, og umræður um íslam sem fylgdu í kjölfarið, hefur komið í ljós hversu lítið flest okkar vita í raun um aðra menningarheima og önnur trúarbrögð en þau sem við erum alin upp við. Framvinda sögunnar Á hátíðisstundum er gjaman talað mikið um hið nýja fjölmenningarlega samfélag sem er að verða tU á íslandi. En tU þess að fjöl- menningarlegt samfélag geti náð að þróast öUum borgurum til góðs þarf að ríkja skilningur á mUli ólikra menningarhópa. For- senda þess er að menn hafi skUning á trúarbrögðum og siðum hverjir Sr.Þórhallur Heimisson, prestur viö Hafnarfjarö- arkirkju, stundaöi fram- haldsnám í trúar- bragöafræöum viö Upp- salaháskóla í Svíþjóö og Árósaháskóia í Dan- mörku. annarra. Segja má að ómögulegt sé að skilja fram- vindu sögunnar og þau fé- lagslegu öfl sem skapa hana og móta, án þess að skilja átrúnaðinn sem að baki býr. Trúarbragðafræði heit- ir sú fræðigrein sem fjallar um trúarbrögð hvers konar eins og nafnið bendir tU. Innan trúarbragðafræðinn- ar eru trúarbrögð rannsök- uð og borin saman við ann- an átrúnað. Markmið trúar- bragðafræðinnar er að kom- ast til botns í því hvers vegna átrúnaður er tU, hvað átrúnaður er og hvaða áhrif átrúnaður hefur á samfélagið í fortíð, nútíð og framtíð. Sjálfsagöur hlutur af menntakerfinu Eins og sést af þessu er trúar- Ingvi Hrafii Óskarsson, formaður Samb. ungra sjálfst- manna: Efnahagsstefn- an varfœrin „Nei, það er ekki hægt að halda því fram. Hafa verður í huga að mikUvægar breytingar voru gerð- ar á skipan peningamála síðastliðið vor með auknu sjálfstæði Seðlabankans. Þegar slíkar breytingar á íjármagnsmarkaði eiga sér stað er eðlUegt að þær hafi einhvem óróleika tU skemmri tíma í fór með sér, þó svo að afleiðingarnar tU lengri tíma séu já- kvæðar. Þvert á móti hefur efnahagsstjómin verið fremur varfærin undanfarin misseri. Of varfærin að mínu mati. Eitt brýnasta verkefni stjómvalda er að draga úr umsvifum og útgjöldum rikisvaldsins og er ástæða tU róttækra aögerða í þeim efnum. Það er forsenda fyrir því að gera umhverfið hér aðlaðandi fyrir atvinnurekstur og erlent fjármagn." (Þetta segir í ályktun trúnaðarmannaráóstefnu Rafibnaðarsambands íslands senfi háldin var um helgina.) „íslenskir nemendur fara á mis við frœðslu sem jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum okkarfá. Þeir verða því vanhœfari til þess að mceta öðrum menningarhópum og skilja þá til hlítar. Þessi skortur á trúarbragðafrœðslu gerir okkur fátœkari sem menningarþjóð. Og þar með eiga fordómamir greiðan aðgang. “ bragðafræðin mjög yflrgripsmikil fræðigrein og lætur sér fátt mann- legt óviðkomandi. Þessi fræðigrein hefur orðið æ mikUvægara á síðustu árum, þar sem flutningar fólks á mUli menningarsvæða gerast algeng- ari og þar með hættan á árekstrum og átökum. í þeim löndum sem við á íslandi gjaman vUjum bera okkur saman við, er trúarbragðafræðin sjálfsagður hluti af menntakerfinu. í grunnskólum og framhaldsskól- um á Vesturlöndum er skylda að lesa trúarbragðafræði og á háskóla- stigi eru starfandi stórar og öflugar deUdir í trúarbragðafræðum sem út- skrifa kennara til starfa fyrir öU stig skólakerfisins. Þar eru stundaðar rannsóknir á fornum og nýjum á- trúnaði og tekið á deUum miUi trúar- hópa í samtímanum. Sjálfur hef ég í ein 12 ár verið í samstarfi við eina slíka deUd, „Dialog Center International", sem starfar á vegum háskólanna í Árósum og Kaup- mannahöfn. Hvers vegna engin fræðsla? Hér á landi er trúar- bragðafræðin aftur á móti nærri óþekkt fræði- grein. Að vísu fræðast börn og unglingar grunn- skólans um kristna trú í kristinfræðitímum og um heimstrúarbrögðin í sam- félagsfræði. En í fram- haldsskólum er engin trú- arbragðafræði kennd, nema sem valgrein, stundum. Þar er heldur engin fræðsla um sögu og trú hins kristna menn- ingarsvæðis. Hvers vegna? Fátt er um svör. íslenskir nemendur fara á mis við fræðslu sem jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum okkar fá. Þeir verða því vanhæf- ari tU þess að mæta öðr- um menningarhópum og skUja þá til hlítar, van- hæfari í minnkandi heimi. Þessi skortur á trúarbragðafræðslu gerir okkur fátækari sem menningarþjóð. Og þar með eiga fordómamir greiðan aðgang. Þórhallur Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.