Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 32
36 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 I>V Við langeld land- námsmannsins Framtíð menningarminj a í miðbæ Reykjavíkur er efni fundar sem haldinn er í Grófar- húsi, 'Tryggvagötu 15, kl. 20.00 í kvöld. Umræðan snýst um varðveislu mannvistarleifa frá tið landnmámsmanns Reykja- víkur, í byggingarreit væntan- legs hótels. Meðal frummælenda eru Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur og Guðný G. Gunnars- dóttir borgarminjavörður. Leikhús ■ VEROLDIN ER VASAKLUTUR Leikfélagið The lcelandic Take Away Theatre sýnir Veröldin er vasaklútur í Kaffileikhúsinu kl. 21. Fundir og fyrirlestrar ■ FJANDMAÐUR FÓLKSINS Siöfræöistofnun heldur málþing um Fjandmann fólksins, eftir Henrik Ibsen, í samvinnu við Borgar- leikhúsiö, I kvöld kl. 20.00. Þar halda þau Soffía Auður Birglsdóttir bókmenntafræöingur, Róbert H. Haraldsson heimspekingur og Ragnar Aðaisteinsson logfræöingur erindi um verkiö frá ýmsum hliöum. Málþingiö er Borgarleikhúsinu. ■ DYGGÐAFRÆÐI OG UMHVERFISMAL Nvsiálenski heimsþekingurinn Rosalind Hursthouse heldur fyrirlestur á vegum Hugvísindastofnunar og heimspekideildar HÍ í dag kl. 16.15. Hann nefnist „Envionmental Virtue Ethics" og veröur fluttur á ensku. ■ FJÖLL OG PALIR Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor j rafmagns- og tölvuverkfræöi viö HÍ, heldur fýrirlestur í Odda, stofu 101, í dag kl. 17.15. Hann nefnist F]öll og dalir í svörunum yfirfærsluhalla og flallar um nýlegar rannsóknir hennar. ■ MAKAMISSIR ÁN JAWÐAR- FARAR Valgerður Hjartardóttir djákni flytur erindiö Makamissir án jarðarfarar á fundi hjá Geisla, félagi um sorg og sorgarviðbröög, í Safnaðarheimili Selfosskirkju í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. ■ TÍSKUSÝNING FJALLKONU Kvenfélag Fjallkonunnar verður meö fund í Safnaðarheimlll Fella- og Hólaklrkju í kvöld kl. 20. Tískusýning. Aliar konur velkomnar. ■ UM VÍNSMÖKKUN Fvrirlestur veröur um vínsmökkun á Vínbarnum viö Kirkjutorg í kvöld kl. 20. ■ LIÁÐU ÞEIM EYRA í kvöld veröa kynntar á Súfistanum nýjar bækur eftir Steinunni Jóhannesdóttur, Ónnu Kristine Magnúsdóttur, Alfrúnu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur og Alexöndru Cavelius í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Einnig syngur Kristjana Stefáns- dóttir djassdrottning lög af nýútkomnum diski sínum. Dagskráin hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. ■ RÁÐGJÖF j STARFSMANNA- MALUM Svali H. Björgvinsson vinnusálfræðingur flytur erindiö Ráögjöf í starfsmannamálum. Hefur þaö eitthvaö með sálfræöi aö gera? í Odda, stofu 201, kl. 12.05 á morgun. Tónleikar P RICHARD SIMM SPILAR A Háskólatónieikum í Norræna húslnu sem hefjast kl. 12.30 á morgun leikur Richard Simm á píanó verk eftir Scarlatti, Listzt, Ravel, Schumann og Debussy. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Sigurður Hróarsson er á förum frá Leikfélagi Akureyrar: Búinn að sitja nógu lengi - framtíðin óskrifað blað DV-MYND SBS. Leikhússtjóri á förum Siguröur Hróarsson, fráfarandi leikhússtjóri LA, viröist ætla aö skila góöu búi og er sáttur viö veru sína á Akureyri. Siguröur Hróarsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við félagið og mun því hverfa á braut fyr- ir næsta leikár. Sigurði var boðið að starfa áfram enda hefur ríkt ánægja með störf hans ólíkt því sem stundum hefur verið um fyrirrennara hans. í stuttu viðtali DV við Sigurð kemur fram að hagnaður varð á starfsemi LA síðasta leikár. - Hvers vegna ertu á forum þegar svona vel gengur? „Ég kom að sunnan í upphafi leik- árs árið 1999 og gerði samning til þriggja og hálfs árs. Stjórn Leikfélags Akureyrar bauð mér framlengingu á samningnum til allt að þriggja ára en ég ákvað að þiggja það góða boð ekki. Ég mun því formlega verða við störf hjá félaginu til 1. september árið 2002 en ástæða þess að ég er á fórum er einkum sú að ég ætlaði aldrei að vera lengur en þennan tíma. Ég er búinn að vera við stjóm í atvinnuleikhúsum í 11 ár og tel það langan tíma án þess að ég sé að gera lítið úr þeim sem hafa kosið að sitja lengur." Sigurður segir að framtíðin sé gjör- samlega óskrifað blað. Hann hafi ekki að neinu vísu að hverfa en sé ánægð- ur með starf sitt undanfarið og starfs- skilyrði ef undan em skilin viðhalds- mál Samkomuhússins sem DV hefur þegar greint frá. LA skilaði 9,5 millj- óna króna hagnaði sl. leikár og er stefnt að 5-8 milljóna króna hagnaði á yfirstandandi leikári. „Þá verður leik- húsið komið með jákvæða Qárhags- stöðu sem þarf helst að vera.“ - Er erfitt að samhœfa annars vegar listrœnan metnaö leikhússtjóra og hins vegar kröfur um velgengni og aðsókn í ekki stœrra samfélagi en Akureyri? Ef ég þarf að svara þeirri spum- ingu játandi eða neitandi verð ég að viðurkenna að svo er, já. Það er alltaf ákveðinn höfuðverkur að tengja þetta tvennt og miðað við þann fjárhags- ramma sem okkur er skammtaður þá er erfitt að halda fjölbreytni þessa níu mánuði á ári sem okkur er ætlað að starfa. Það er strembið að láta enda ná saman en ein leiðin sem við höfum farið er að leita til samstarfsaðila og fylla upp með gestasýningum. Sam- komuhúsiö sem slikt setur okkur líka skorður þannig að maður býr við það eins og flest allir leikhússtjórar að geta ekki gert allt sem hugur stendur til. Engu að síður tel ég að við höfum ekki þurft að fara í miklar málamiðl- anir. I mínum huga setur leikhús ekki á neinn hátt niöur eða þarf að ganga á eigin metnað með því að setja upp gamanleiki og farsa. Það er fullgilt leikhúsform og ekki síður ögrandi fyr- ir leikhúsið en önnur verk. Farsar eru t.a.m. mestu áhættuverk sem leikhús setur upp. Þeir annaðhvort virka eða alls ekki. Þar er enginn millivegur." - Feröu sáttur frá Akureyri? „Já, en leiklist kostar peninga og hún stendur ekki undir sér og mun aldrei gera án styrkja. Auðvitað vild- um við fá meira íjármagn og mér finnst enn þá að hlutur okkar hér fyr- ir norðan sé fullrýr miðað við höfuð- borgarsvæðið. Að öðru leyti er ég mjög sáttur." -BÞ Maður Irfandi ímyndaðir vinir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Stundum les maður maður bækur sem hafa þau áhrif á mann að mað- ur vill að allir aðrir lesi þær líka. Maður gengur á milli fólks og reyn- ir að ota bókinni að þeim. Þetta henti mig um daginn þegar ég las bók Dave Pelzer „Hann var kallaður þetta". Og svo gerðist þetta aftur um helgina. Ég greip bók sem mér hafði borist, byrjaði að lesa og fann hvemig sagan fangaði mig og gerði mig að þátttakanda. Ég heillaðist gjörsamlega. Síðan hef ég verið að ota Pobby og Dingan að öllum sem ég hitti. Ég hef þegar náð nokkrum árangri þvi Ásdís vinkona, bóksölu- kona, min las bókina og umsögn hennar er: „mannbætandi". Ég vissi ekkert um þessa bók áður en ég hóf lesturinn. Hafði aldrei heyrt höfundinn nefndan. Hann heitir Ben Rice og Pobby og Dingan er fyrsta bók hans. Kellyanne er lítil stúlka sem býr ásamt foreldrum sínum og bróður í litlum bæ í Ástralíu. Kellyanne á ímyndaða vini Pobby og Dingan sem era virkir þátttakendur í dag- legu lífi hennar. Þessir vinir Kellyanne setja fjölskyldulífið veru- lega úr skorðum en einn dag ákveð- ur drykkfelldur faðir hennar að við- urkenna ímynduðu vinina sem raunverulega og fer með þá í bíltúr. Þegar hann snýr aftur heim spyr dóttir hans hann hvar Pobby og Dingan séu. Hann bendir á sóffann og segir: „Þau eru þarna.“ Dóttir hans segir að þar séu þau alls ekki, hann hafi týnt þeim. Síðan hefst leitin að Pobby og Dingan. Þar reyn- ir mest á bróðurinn Ashmol. Þetta er ákaflega falleg saga, fynd- in og tregafull. í henni finnst ekki tilgerð, hún er sögð á mjög einfald- an en sterkan hátt af drengnum As- hmol. Hugmyndin er auðvitað góð, margir hafa einhvem tíma í æsku átt ímyndaða vini, en jafnvel þeir sem hafa aldrei gert ímyndun að raunveruleika ættu að geta hrifist af hugmyndinni. Reyndar er það svo að í lok bókarinnar öðlast túlk- unin á ímynduðum vinum nýja dýpt. Gagnrýnandi Sunday Times sagöi þessa bók vera frumraun ársins „Ég greip bók sem mér hafði borist, byrjaði að lesa og fann hvemig sag- an fangaði mig og gerði mig að þátttakanda. Ég heillaðist gjörsamlega. Síðan hef ég verið að ota Pobby og Dingan að öll- um sem ég hitti. “ 2000. Ekki ætla ég að draga þau orð í efa. Þetta er töfrandi bók. Og það er alltaf jafn gott að lesa skáldverk sem hrífur mann tilfnningalega. Slíkt gerist ekki nægilega oft. Þetta er bókin sem ég gef bestu vinum mínum í ár og ef þeim líkar hún ekki fá þeir ekki jólagjöf næstu árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.