Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Costgo pöntunarlistinn vekur umtal:
Býð líka matvöru
lægra en Bónus
- segir Goði Jóhann Gunnarsson
„Það eru 2 þúsund
manns þegar búnir
að greiða 5 þúsund
krónur fyrir pöntun-
arlistann. Ég get því
núna farið í að bjóða
matvörur á lægra
verði en Bónus og
aðrar vörur lægri en
Elko býður,“ sagöi
Goði Jóhann Gunn-
arsson sem hefur
^ auglýst pöntunarlist-
an - Ameríska dreif-
ingu og boðið ýmis
heimilistæki á
óvenju lágu verði - Nokia GSM
síma á 8210 á 5 þúsund krónur,
uppþvottavél á 10 þúsund krónur
og svo framvegis. Gegn þvi aö fá
vörurnar segir Goði að greiða
verði 5 þúsund krónur fyrir pönt-
unarlistann. Þegar hafi 2 þúsund
manns greitt fyrir listann, samtals
um 10 milijónir króna. Þetta segir
Goði vera „þjónustugjöld" - til að
hægt verði að fiármagna vörurnar.
„Við vonumst til
að vera búin að fá 20
þúsund manns á
næsta mánudag. Við
munum opna vöru-
skemmu og bjóðum
þá matvörur og raf-
magnsvörur á lægra
verði en Bónus og El-
ko,“ sagði Goði.
DV hafði vitneskju
um það í morgun að
lögreglan í Reykja-
vík væri að reyna að
hafa uppi á Goða til
að spyrja hann út i
starfsemina.
Goði segir að í ákveðinn tíma
muni hann bjóða vörurnar á heild-
söluverði. „Síðan munum við
leggja eitthvað á vöruna,“ segir
hann.
Aöspurður hvar hann muni
bjóða vöruna sagði hann að um
vöruskemmu yrði að ræða. „En
það er leyndarmál enn þá hvar
hún verður," sagði Goði. -Ótt
Costgo
Pöntunarlistínn - Amerísk dreifinc
SérrllboS monaborínt.
Dagana 5. nóv til 9. nóv
g, la vibtkiptavinii kuypt:
Nokio CSM 8210 o S.000 kr
loshibo forlslvo 750 Mh; ó 25.000 kr
Sony 29“ ijónvorp ó 15.000 kr
Scr.y ÐV0 spilcri ó 10.000 kr
AEG þvcltovrl fI600srún> o 25.000 kr
Örby’gjiíofn o 3.000 kr
Uppþ.ollavfl n 10.000 kr
553 0600
Vekur umtal
Auglýsing úr Fréttablaöinu
í gær.
Vetrarleiktækin dregin fram
Þaö hefur heldur kólnaö á landinu síöustu daga og snjór falliö víöa um land. Krakkarnir hafa tekiö fljótt viö sér og
dregiö fram sleðana. Búist er viö aö heldur hlýni á næstu dögum og vætutíö framundan aö sögn veöurfræöinga
þannig aö snjórinn staldrar væntanlega stutt viö aö þessu sinni.
^ Árnamálið:
Ákært verður
fyrir áramót
Rannsókn á þjófnaðarmálum Árna
Johnsens, fyrrverandi alþingismanns,
er að komast á lokastig. Efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra fer með
rannsóknina og mun í framhaldinu
ákæra og sækja málið. Málið er mun
víðfeðmara en fram kom í rannsókn
ríkisendurskoðanda. Samkvæmt
heimildum DV mun verða ákært í
málinu á næstu vikum eða í síðasta
lagi fyrir áramót. -aþ
Enn skelfur
í Bláfjöllum
Enn urðu jarðskjálftar á Bláfjalla-
svæðinu í nótt og varð þeirra m.a.
vart víða í Reykjavík. Skjáiftamir
mældust 2,8 og 2,9 á Richter og voru
upptök þeirra talin 7,5 km norður af
Bláfjallaskála.
Þessir skjálftar koma í kjölfar
tveggja annarra sem urðu á svæð-
inu á sunnudagsmorgun og voru af
svipaðri stærð. Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur segir að full
ástæða sé til að hafa auga með því
, sem þama er að gerast en hins veg-
ar sé ekkert komið fram sem gefi til-
efni til ótta, s.s. eldgos. -gk
Aukin bjartsýni fjárfesta á gengi sjávarútvegs:
Sjávarútvegur
hækkar mest
- við getum ekki kvartað, segir Guðbrandur Sigurðsson
Mikillar bjartsýni virðist nú gæta
varðandi rekstur sjávarútvegsfyrir-
tækja og kemur þessi bjartsýni m.a.
fram í aukinni trú fjárfesta á sjávarút-
vegsfyrirtækjum eins og hún birtist á
Verðbréfaþingi. I mánaðarskýrslu
Landsbankans-Landsbréfa er þetta
m.a. gert að umtalsefni og bent á að
vísitala sjávarútvegs, sem mælir í
raun tiltrú fjárfesta á greininni, hefur
hækkað einna mest allra atvinnu-
greinavísitalna á undanfórnum mán-
uðum. Síðastliðna 3 mánuði hefur
hún hækkað um 34,5% sem er mesta
hækkun allra atvinnugreinavísitalna,
en í októbermánuði hækkaði hún um
17,8%. „Þessi hækkun vísitölunnar
ætti ekki að koma fjárfestum á óvart
þar sem rekstrarskilyrðin í greininni
hafa stórbatnað á árinu miðað við
undanfarin tvö ár. Helstu breytingar í
rekstrarskilyrðun-
mn eru: sögulega
hátt afurðaverð,
veiking krónunn-
ar og lágt olíu-
verð,“ segir í
skýrslunni.
„Ég held að auk-
in bjartsýni fjár-
festa ráðist m.a. af
Sigurðsson. aukinni fjármuna-
myndun í grein-
inni og góðum milliuppgjörum og níu
mánaða uppgjörið hjá okkur bendir
til að það kynnu að vera á leiðinni
svipuð uppgjör sem sýna þá að þetta
er á réttri leið,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa. „Ég sagði
það 1 upphafi þessa árs að árið 2001
hefði alla burði til þess að verða eitt af
betri árum í íslenskum sjávarútvegi
og það hefur alveg gengið eftir, ef við
undanskiljum mjög óhagstæða gengis-
þróun,“ segir Guðbrandur en minnir
þó á að þótt gengistapið sé fært til
gjalda á árinu séu menn að borga það
niður á þetta áratug þannig að lausa-
fjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja sé
góð. „Verðin eru góð og aflinn oftast
sæmilegur þannig að við getum í raun
ekkert kvartað," segir Guðbrandur.
Athygli vekur i greiningu Lands-
bankans-Landsbréfa í mánaðar-
skýrslu sinni að landvinnslan er að
sækja í sig veðrið gagnvart útgerð. Út-
gerðarfélag Akureyringa er einmitt
með mikla landvinnslu og bendir
Guðbrandur á að sérgreining og ótrú-
lega mikil framleiðniaukning séu
skýringar á þessu.
-BG
Músaveisla hjá köttum bæjarins
Talsvert hefur borið á músagangi í
húsum utan við þéttustu byggð í Mos-
fellsbæ og nágrenni og fólk kvartað yfir
ágangi músanna. Ef útihurð er opin
smástund hafa mýsnar séð sér leik á
borði og flust inn i íbúðir fólks. Ein
músin settist að í brauðskúffu mosfell-
skrar ijölskyldu. Heimiliskötturinn var
settur í skúffuna og lauk meindýraeyð-
ingunni. Sumir bæjarbúar hafa fengið
sér kött og kisumar eru hátt skrifaðar
í héraðinu þessa dagana.
Hjón nokkur úr Mosfelisbæ brugðu
sér 1 sumarhús við Svignaskarð i Borg-
arfirði um helgina og ætluðu að hafa
það náðugt. En ekki tók betra við, því í
Borgarfirðinum virðist líka vera músa-
fár, f bústaðnum fengu þau þrjár mýs i
Kattafjör
Mikiö er kvartaö undan músagangi
í Mosfellsbæ þessa dagana.
gildrur sem þau fengu hjá staðarhald-
aranum. Flúðu þau heim i Mosfelisbæ
á laugardagskvöld, læstu aö sér og lok-
uðu öllum gluggum!
„Þetta er nú árstíminn, mest er þetta
í Mosfellsbænum og í jaðarbyggðum,
t.d. í Grafarvogi, en minna I þéttu
byggðinni," sagði Smári Sveinsson
meindýraeyðir hjá fyrirtækinu 1001
mús. Hann sagði að veður hefði verið
gott undanfarið, fólk skildi eftir opnar
dyr húsa og bílskúra, og þá skjótast
mýsnar inn, í góðu skjóli til að gjóta.
„Það kom svolítið skot í fyrri viku, sér-
staklega í Mosfellsbænum, en ég á von
á enn stærra skoti seinna," sagði
Smári. Hann segir að fólk sem fær inn
til sín húsamús eða hagamús geri rétt í
að kaupa sér gildru á bensfnstöð eða
byggingavöruverslun. Verði fólk vart
við fleiri en fjögur dýr sé rétt að biðja
um meindýraeyði. -GG/JBP
Sólskinsmet
Veður í október var milt og gott
um allt land. Hámarkshitinn mæld-
ist f Reykjavík 15.6 gráður þann 18.
október og hefur aðeins einu sinni
mælst hærri hiti i höfuðborginni í
október, árið 1958.
Sólskinsstundirnar voru margar í
Reykjavík, mældust 107.5 sem er
24.5 stundum yfir meðallagi. Úr-
koma var fjórðungi minni en venja
er og hitastig almennt tæpum 2
gráðum yfir meðallagi.
Sólskin var ekki jafnmikið á Ak-
ureyri en þar mældust sólskins-
stundir 46, sem er 6 stundum minna
en venja er . -aþ
Verðbólguþrýst-
ingur eykst
í gær var gengi íslensku krón-
unnar í sögulegu lágmarki. Krónan
veiktist um 0,75% innan dagsins.
Þrátt fyrir þetta kom ekki til inn-
gripa Seðlabankans i gær.
Opinbert sölugengi Bandaríkja-
dollars við lokun markaða í gær var
skráð á 105,74 krónur. Lækkun
krónunnar eykur verðbólguþrýst-
ing en verðbólga hérlendis er um
fiórum sinnum hærri en í helstu
viðskiptalöndum okkar. Talið er að
frekari veiking krónunnar dragi úr
líkum þess að Seðlabanki lækki
vexti. -HKr.
iólakort
STYÐJUM’KRABBAMEINSFÉLAGIÐ f STARFI
Útiljós
Rafkaup
Ármúla 24 • S. 585 2800