Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 Skoðun DV Húsnæði, helgasti réttur fólksins #'r Þak yfir höfuöiö. Of dýru veröi keypt. Hvað hræðistu mest? Davíö Óli Kristjánsson nemi: Aö festast inni á tónleikum meö Herberti Guömundssyni. Einar Vilberg Einarsson nemi: Ég er lofthræddur. Hrafn Þorsteinsson nemi: Kóngulær og tannlækna. Þorsteinn Lár Ragnarsson nemi: Ég hræöist mest heimsstyrjöld. Tómas Huldar nemi: Dabba Grensás. Haukur Hafsteinsson nemi: Miltisbrand. Konráð Rúnar Friöfinnsson skrifar: Á íslandi hefur sú stefna verið ríkjandi í áratugi að hver maður eignist eigin íbúð. Ungt fólk sem ræðst í íbúðarkaup reisir sér hurðarás um öxl sem mun fylgja því eftir nánast ævina á enda. Hægt er að fá lán út á íbúðarkaup hjá hinu opinbera, lifeyrissjóðum og í bankakerfinu. En til þess að hljóta þessi íbúðarlán skuldbindur íbúðar- kaupandinn sig undantekningar- laust til að leggja íbúðina að veði. í raun eiga lánveitendurnir téða íbúð, ekki þeir sem í henni búa og eru skráðir eigendur. Kerfið tryggir sig sem sé í bak og fyrir gegn hugs- anlegum skakkafollum. Oft og tíð- um er kerfið sjálft að verja sig á kostnað þeirra einstaklinga sem reyna að eignast sitt þak yfir höfuð- ið. En þetta er gömul saga sem hvert mannsbam á íslandi þekkir. Síðan gerist það hjá kaupandan- um að halla fer undan fæti hjá hon- um og erfíðlega gengur að ná end- um saman og viðkomandi fer að fá til sin miður æskilegan póst sem bæði ergir hann og gerir honum líf- ið leitt. Hurðarásinn á öxlum hans gerist þyngri og hann sér fram á að missa sitt húsnæði, nema úr rætist á næstu dögum. Fjölskyldan veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Sömuleiðis er húsbóndinn að fara á taugum, enn aukast skuld- irnar og komið er að nauðungar- uppboði á eigninni. Kerflð mætir á staðinn með töskur sínar og skjala- möppur og uppboðið hefst. Að því loknu á fjölskyldan ekki lengur eig- ið húsnæði heldur verður hún að rýma það á tilsettum tíma, nema Sigurlaug skrifar: Tvö afar undarleg mál eru í gangi þessa daga og snúast bæði um ósk um upplýsingar. Að öðru leyti eru þau þó eins og hvitt og svart og sýna hvað stjómmál geta verið skrýtin. Annars vegar hefur Gísli S. Ein- arsson, þingmaður á Vesturlandi, verið að eltast við það hverjir flugu með vél Flugmálastjórnar tiltekna daga síðastliðið vor. Upplýst hefur verið að samgönguráðherra var þar á ferð, önnum kaflnn ráðherra að nýta dýrmætan tíma sem best með því að fljúga á milli viðburða sem hann þurfti að sinna. En menn eins og Gísli S. Einarsson horfa ekki á að tími er peningar. Góð nýting á tíma „Að hœgt skuli vera að kaupa húsnœðið ofan af fólki, vegna skulda, er ástand sem verður að linna í landinu. “ einhver ættingi skjóti skjólshúsi yfir fólkið eða önnur lausn finnist á húsnæðisvandanum í tæka tíð. Unga fólkið sem á sínum tíma réðst í húsakaup er orðið eignalaust og komið á svartan lista lánastofnana. Hvað gerðist? Einfaldlega það að húsnæði á íslandi er of dýru verði „En, nei, borgarstjórinn sér engan möguleika á að upp- lýsa slík „viðskiptaleyndar- mál“. Það er búið að tœma alla sjóði Orkuveitunnar - peningana okkar - í von- lausan rekstur Línu.Nets...“ er augsýnilega bruðl og flottræflls- háttur að mati Gísla. Væntanlega hefði verið ódýrast að ráðherrann ferðaðist á nýlega inn- fluttum Musso. Það hefði aðeins kostað nokkra litra af disilolíu. Fræg eru orðin sem Gísli S. viðhafði í til- éfni af Musso-málinu: „There is keypt og hér er verið að veita lán sem hinn almenni maður ræður ekki við að greiða til baka með eðlilegum hætti. Að hægt skuli vera að kaupa húsnæðið ofan af fólki, vegna skulda, er ástand sem verður að linna í landinu. Lánveitandinn getur hirt bilinn og innanstokksmuni af fólkinu, en ætti samt ekki að geta tekið sjálfa eignina. Með því er kerf- ið að ráðast gegn sjálfu friðhelgi heimilisins og einstaklingsins og því að hver maður búi undir þaki, í upp- hituðu rými. Þarna er helgasti réttur hvers manns og hornsteinn samfé- lags sem vill standa undir nafni. something spooky going on here“. Já, það fer vel á að kasta steinum úr glerhúsi! Hins vegar eru sjálfstæðismenn i borgarstjórn að óska eftir upplýsing- um um það hvernig hundruðum milljóna króna af fjármunum skatt- greiðenda í Reykjavik hefur verið varið í tengslum við Línu.Net. En, nei, borgarstjórinn sér engan mögu- leika á að upplýsa slík „viðskipta- leyndarmál". Það er búið að tæma alla sjóði Orkuveitunnar - pening- ana okkar - í vonlausan rekstur Línu.Nets, gæluverkefni borgarfull- trúanna Helga Hjörvar og Alfreðs Þorsteinssonar. Og það sem verst er; við Reykvíkingar fáum ekkert að vita meira um þennan fjáraustur. Undarleg upplýsingaþörf Pisskeppni Það er gaman að fylgjast með pisskeppni strák- anna sem nú takast á um Reykjavíkurborg. Alfreð Þorsteinsson hefur verið iðinn við að fara í taug- amar á pólitískum andstæðingum sinum í Sjálf- stæðisflokknum, sérstaklega með því að leggja ljós- leiðara um alla höfuðborgina án þess að spyrja Landsímann um leyfi fyrst. Fyrir vikið hefur Alfreð uppskorið mikinn fjandskap borgarfulltrúa Sjáfl- stæðisflokksins, sem núorðið enda allar ræður sín- ar á stílbrigði við kunnan eftirmála á ræðum Catós gamla í Róm forðum daga. Hjá Cató hét þetta „auk þess legg ég til að Karþagó verði i eyði lögð“ en hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans er þetta svona - „auk þess legg ég til að Lina.net verði seld.“ En Alfreð hlustar ekki á þetta tal, ekki einu sinni þótt það komi frá sjálfum Davið, en hann er í vaxandi mæli farinn að skipta sér af málefnum borgarinnar og gera hvað hann getur til að aðstoða sitt fólk í bardaganum við Reykjavíkurlistadrekann. Pissar lengst Eitt af þvi sem Alfreð lét eftir sér í þessari bar- áttu allri og skipaði honum samstundis í flokk þeirra sem pissa allra, allra lengst, var að leggja til að Perlan yrði seld. Þetta væri hvort sem er óarð- bær baggi á Orkuveitu Reykjavíkur og þess utan minnismerki um Davíð Oddsson, sem fráleitt væri að skattgreiðendur væru að halda úti. Þarna spark- aði Alfreð náttúrlega í Davíð fyrir neðan beltisstað - ekki síst í ljósi þess að þær verkefnahugmyndir sem Alfreð hefur talað um að Orkuveitan ætti frek- ar að snúa sér að eru þorskeldi við Hvammsvík og risarækjueldi fyrir austan fjall. Spælingin var alger - því það var ekki nóg með að ætla að selja mont- hús Davíðs heldur átti frekar að fara í að rækta rækjur en reka þetta minnismerki. Enda var Davíð spældur þegar hann mætti í viðtal á Stöð 2 á fóstu- dag. Spælt á móti En Davíð dó ekki ráðalaus og greip tO þess ráðs að spæla Alfreð á móti. Fyrst prófaði hann að spæla Alfreð með því að tala um Línu. net og segja að það væri nú nær að selja það en Perluna. Svo virðist hann hafa áttað sig á að þessi spæling var ekki að hrífa þannig að hann ákvað að spæla Al- freð með einhverju öðru. Og Davíð klikkaði ekki á því frekar en fyrri daginn. Davíð sagði að ef Reykjavíkurlistinn ætlaði að fara að byggja sér minnismeki - þá gæti það aldrei orðið nein perla heldur bara lítil þúfa í Hljómskálagarðinum. Svo lítilfjörleg væru verk hans. Þetta fannst Garra nátt- úrlega gríðarsmart hjá Davíð sem rauk upp í áliti á samri stundu. Hér greip forsætisráðherra lýðveldis- ins til hins gamalkunna „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“ spælingarbragðs og sagði einfaldlega: Mitt minnismerki er og verður alltaf flottara en þitt minnismerki. Á andartaki breytist staðan í pis- skeppninni og nú er það Davíð sem getur pissað lang, langlengst. Davíð er nefnilega konungur pis- skeppnanna. Garri Sjúkdómurinn skráöur Allt til að hafa reglu á hlutunum. Skráð á lyfseðilinn Friðrik Kristjánsson skrifar: Brátt fáum við nýjar reglur um lyfseðla og ávísun lyfja sem ég tel til mikilla bóta, þótt ekki sé nema fyr- ir það að lyfseðlarnir taka sérstak- lega til þess hvaða sjúkdómi eða við hverju viðkomandi lyf er. Og því á að vera samsvarandi merking utan á pakkanum eða glasinu sem lyfið hefur að geyma. Þetta hjálpar veru- lega til að halda til haga og aðskilja þessi lyf sem maður hefur fengið og geta séð nákvæmlega við hverju hver lyfjategund er. Þeir sem eru á mörgum lyfjum, eins og sagt er, eiga þá auðveldara með að átta sig á hlutunum. Ég get ekki séð hvernig fólk getur verið á móti því að til- greina sjúkdóm á lyfseðlum. Eða þá lyfsalar. Allt er þetta til að afstýra mistökum og misskilningi. Það er af hinu góða. Furðulegur dómur H.Þ. skrifar: Nýlegur dómur um málfrelsi hefur vakið mikla athygli. í mismiklum mæli grínast menn með niðurstöðu dómsins, enda margt alvarlegra verið sagt og skrifað um hina ýmsu hópa hér á landi. Þannig verður mér hugs- að til þeirra skrifa sem t.d. margir hundaeigendur haifa mátt láta yfir sig ganga, og hvað sumu fólki gengur tO með neikvæðum alhæflngum um hunda og eigendur þeirra. Hvernig er það; Eru aOir starfsmenn saksóknara svona ólýsanlega húðlatir að þeir nenna ekki einu sinni að lesa blöðin og fylgjast með þeim árásum sem sumir samborgarar þurfa að láta yfir sig ganga? - Hvað rekur þá eiginlega tO að hafa meiri áhyggjur af alhæf- Oigum einhvers strákpjakks um lata blökkumenn? Hverjir hata okkur? Þórunn Stefánsdóttir skrifar: Ungur maður með BA-próf og mörg MA-próf kom i þáttinn Silfur EgOs fyrir viku eða svo og var beðinn um að rökræða þá spurningu sem hann hafði sett fram á fyrirlestri hér á landi: Hvers vegna hata þeir okkur? Átti þar við Vestur- lönd, einkum Bandaríkin þar sem menn spyrðu þessarar spurning- ar vegna hryðjuverka heittrúar- manna víða um hinn vestræna heim. Drengurinn talaði slæma íslensku (tæpti t.d. oft á „misturlönd", og hóf eina setningu með þessum orðum: „Á annan bóginn ...“). Maður náði þó þræðinum. Það sem kom á óvart var að íslendingur hjá bandarískum há- skóla skyldi halda því fram að skjól- stæðingar hans, múslímar og aðrir austurlenskir, sæju ofsjónum yfir velgengni Vesturlandabúa, og þess vegna tækju þeir tO óspOltra mál- anna að herja á okkur hér með voða- verkum. - Ég spyr því einfaldlega: Hverjir fleiri hata okkur Vestur- landabúa? Kannski einhveijir „lukk- unnar pamfOar" meðal samborgara okkar? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í sima: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.