Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 DV REUTER-MYND Daniel Ortega Fyrrum leiötogi sandínistastjórnar Nikaragva tapaói fyrir íhaldsmanni í forsetakosningunum á sunnudag. Ortega kennir Washington um kosningaósigur Daniel Ortega, leiötogi sand- ínistahreyfingarinnar, viöurkenndi ósigur sinn í forsetakosningunum í Níkaragva og sakaði gamla fjendur sína, stjómvöld í Washington, um að hafa beitt bolabrögðum til að koma i veg fyrir að hann kæmist aftur til valda. „Það var sterk íhlutun utanað- komandi afla,“ sagði Ortega þegar niðurstöður sýndu að hann hafði fengið miklu minna fylgi en keppi- nauturinn, íhaldsmaðurinn Enrique Bolanos, í kosningunum sem fram fóru á sunnudag. Ortega var háttsettur foringi í skæruliðaher sandínista þegar þeir komust til valda eftir byltingu á ár- inu 1979. Hann fór síðan fyrir stjórn Níkaragva næstu ellefu ár. Handtekinn á Chicagoflugvelli Fjórir öryggisverðir á O’Hare-flug- vellinum í Chicago hafa verið reknir eftir að hafa orðið á þau mistök um helgina að hleypa 27 ára gömlum nepölskum farþega í gegnum vopna- leit með rafmagnsstuðbyssu og nokkra hnífa í handfarangri sínum. Vopnin fundust ekki fyrr en við síð- ustu leit og bar maðurinn það fyrir sig að hann hefði gleymt að setja þau í farangur sinn sem fór í farangurs- rýmið. Maðurinn var tekinn til yfir- heyrslu og sagði hann þá að stuðbyss- an væri ætluð til sjálfsvarnar, en hnif- arnir væru vopnasafn. Hann var síð- an handtekinn og ákærður fyrir að reyna að smygla vopnum um borð í flugvél sem getur kostað hann allt að tíu ára fangelsi. Kúrdískt flóttabarn Gríska strandgæslan kom í gær 800 kúrdískum flóttamönnum á log- andi tyrknesku skipi til hjálpar. Kúrdískum flótta- mönnum bjargað við Grikkland Gríska strandgæslan bjargaði í gær um 800 kúrdískum flóttamönnum frá írak en þeir voru um borð í tyrknesku smyglaraskipi á leið frá hafnarborg- inni Izmir í Tyrklandi. Eldur hafði komið upp í vélarrúmi skipsins þegar það var statt í um 30 kílómetra fjar- lægð frá eyjunni Zakynthos á Ionian- flóa og var siglt þangað með skipið eft- ir að eldurinn hafði verið slökktur. Fengu um 200 konur og börn að ganga þar á land, en talið er að skipið hafi verið á leið til Ítalíu. Þriðji fundur Arafats og Peresar á fjórum dögum: ísraelar hófu brottflutn- ing þrátt fyrir skotárás Þeir Yasser Arafat, forseti Palest- ínu og Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, hittust á fundi í Belg- íu í gær, þar sem þeir sátu fund ráðamanna ríkja Evrópusambands- ins með forystumönnum arabaríkja. Fundur þeirra fór fram á heimili Guys Verhofstadts, forsætisráð- herra Belgíu, eftir að forsætisráð- herrann hafði hitt þá hvorn fyrir sig á einkafundum fyrr um daginn. Þetta var þriðji fundur þeirra Arafats og Peresar á síðustu fjórum dögum, eftir að þeir hittust á þeim fyrsta samhliða efnahagsráðstefn- unni á Mallorca á fostudaginn. Þrátt fyrir það virðist ekkert markvert hafa gerst í viðræðum þeirra, en mikil leynd hvíldi yfir fundinum i gær og var enginn fréttamannafund- ur haldinn í kjölfarið. Á sama tima og fundurinn fór fram var 16 ára drengur, sem drep- inn var í skotárásinni á strætis- vagninn í Jerúsalem á sunnudag- inn, jarðsettur í gyðingabænum Bet- Yasser Arafat Yasser Arafat ávarpar hér fund ráða- manna Evrópusambandsins meö for- ystumönnum arabaríkja sem haldinn var í Belgíu um helgina. ar Illit á Vesturbakkanum og sagðist Peres ekki hafa neitt umboð til að semja við Arafat fyrr en hann hefði gert grein fyrir aðgerðum palestínskra yfirvalda gegn palest- ínskum hryðjuverkahópum. „Þetta er ekki lengur spurning um afstöðu, heldur um aðgerðir. Þeir hafa ekki staðið við gefin loforð um aðgerðir og eftir þeim bíðum við,“ sagði Per- es og bætti við að það hefði verið erfitt að hitta Arafat eftir skotárás- ina á sunnudaginn, þar sem tveir unglingar létu líflð og um fimmtíu manns særðust. Þrátt fyrir árásina hóf ísraelski herinn að flyta hersveitir sínar frá bænum Qalqilya á Vesturbakkan- um á sunnudaginn, en fyrr í vik- unni höfðu þeir dregið heri frá yfir- ráðasvæðum Palestínumanna í Jer- úsalem og nágrannabænum Beit Jala. í gær kom til skotbardaga í bæn- um Rafah á Gaza og særðust tveir Palestínumenn i bardaganum. REUTER-MYND Lögreglufylgd í skólann Lögregluþjónar úr nýrri deild lögreglunnar á Noröur-írlandi fyigja kaþólskum börnum til Holy Cross-grunnskólans á Ardoynegötu í Belfast, inni í miðju hverfi mótmælenda. íbúar hverfisins hafa margir gert hróp aö nemendunum á und- anförnum vikum og ekki er langt síöan nærri sauö upp úr. Fellibylurinn Michelle varð fimm að bana hjá Castro Fellibylurinn gerði töluverðan usla á Bahamaeyjum í gær, daginn eftir að hann olli miklu tjóni á Kúbu þar sem að minnsta kosti fimm manns týndu lífi í hamfórunum. Vatn flæddi í stríðum straumum um götur Nassau, höfuðborgar Ba- hamaeyja, í gær og féllu bæði tré og rafmagnsstaurar. Yfirvöld á eyjun- um sögðu hins vegar að tjón hefði verið lítið, enda nær allur vindur úr fellibylnum eftir að hann hafði farið yfir Kúbu á sunnudag. Kúbverjar höfðu hins vegar ekki séð það svartara í þessum efnum frá árinu 1944. Vindurinn náði 217 kíló- metra hraða á klukkustund þegar mest var. Honum fylgdi úrhellis- regn og flóðbylgjur skullu á land. Fjórir létu lífið þegar hús hrundu og einn maöur drukknaði, að því er starfsmenn almannavarna á Kúbu greindu frá í gær. REUTER-MYND Skemmdirnar skoöaöar Fidel Castro Kúbuleiötogi viröir fyrir sér skemmdir á ræktarlandi eftir fellibylinn Michelle. Með dauðsföllunum á Kúbu hefur Michelle því orðið aö minnsta kosti fimmtán manns að bana á leið sinni um Karíbahafið. Tíu manns létust og þúsundir misstu heimili sín í Miö-Ameríku í síðustu viku. Fidel Castro Kúbuleiðtogi fór um hamfarasvæðið í miðhluta landsins, þar sem miklar skemmdir urðu á sykurökrum, kannaði tjónið og stjómaði björgunaraðgerðum. „Hafið ekki áhyggjur. Við mun- um lifa fellibylinn af. Við erum vel undirbúin, mjög öguð, mjög skipu- lögð. Sem betur fer fór hann hratt yfir,“ sagði Castro. Yfirvöld á Kúbu tóku rafmagn af allri eyjunni áður en fellibylurinn kom á land til að koma í veg fyrir dauðsfóll af völdum rafmagnslína. Tugir þúsunda verkamanna hófu þegar í gær hreinsunarstarf á syk- ur- og kaffiökrum. um Trimble Norður-írska þingið greiddi aftur atkvæði um fyrsta ráðherra heima- stjómarinnar nú skömmu fyrir há- degi. Búist var við að David Trimble, leiðtogi hófsamra mótmælenda, myndi ná kosningu í þetta sinn en hann fékk ekki nægan stuðning um helgina. Dómstóll hafnaði í gær kröfu harðlínumanna mótmælenda um að stöðva at- kvæðagreiðsluna. Snurða á þráðinn Kosið aftur Snurða virðist hlaupin á þráðinn í tilraunum þings Makedóníu tU að samþykkja breytingar á stjómar- skránni eftir að fregnir bárust um að fundist hefði fjöldagröf þar sem albanskir uppreisnarmenn köstuðu líkum tólf Makedóníumanna. Ógnir steðja að frelsinu George W. Bush Bandaríkjafor- seti ætlar að vara leiðtoga ríkja Austur-Evrópu við því í dag að enn einu sinni steðji ógn að frelsinu, að þessu sinni frá hryðjuverkamönn- um. Leiðtogarnir sitja ráðstefnu um öryggismál í Varsjá. Barist í Tsjetsjeníu Þungvopnaðar rússneskar þyrlur skutu flugskeytum að bækistöðvum uppreisnarmanna i Tsjetsjeníu í gær eftir að uppreisnarmennirnir drápu tvo rússneska liðsforingja. Bové ætlar til Katar Franski bænda- leiðtoginn José Bové sagði í gær að hann ætlaði til Persaflóaríkisins Katars tU að mót- mæla alþjóðavæð- ingunni, þótt hann hafi ekki fengið vegabréfsáritun. Heimsviðskipta- stofnunin ætlar að þinga í Katar. Serbar hvattir til að kjósa Júgóslavar og sendinefnd SÞ í Kosovo undirrituðu í gær sam- komulag sem ætlað er að hvetja Serba til að greiða atkvæði í þing- kosningunum síðar í mánuðinum. Cherie gegn einelti Cherie Blair, for- sætisráðherrafrú í Bretlandi, sagði í gær að einelti væri félagslegt vandamál sem ekki myndi hverfa. Á eins dags ráðstefnu um þetta gamla vandamál sagði Cherie að einelti einskorðað- ist ekki við skóla, heldur birtist það á vinnustöðum og jafnvel inni á heimilunum. Hættulegar flugvélar Nýjustu orrustuþotur tékkneska flughersins eru svo óáreiðanlegar að þær eru hættulegri flugmönn- unum en óvininum, að sögn land- varnaráðherra Tékklands. Vélarnar eru tékknesk smiði. Miltisbrandur í Pentagon MHtisbrandur hefur fundist í póstmiðstöð bandaríska landvama- ráðuneytisins. Yfirvöld eru engu nær um hverjir standa fyrir mUtis- brandssendingunum sem hafa orðið fiórum að bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.