Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 DV 15 Fréttir Kertavax hreinsaö af viöi Mýkið vaxið með hárblásara. Fjar- lægið vaxið með bréfþurrku og þvoið síðan með blöndu af ediki og vatni. Ráð fyrir tágahúsgögn Slóðar á sumardekkjum: Geta fengið á sig sök - þótt þeir séu í umferðarrétti lendi þeir í tjóni Til að koma í veg fyrir að tágahús- gögn gulni má þvo þau upp úr volgu saltvatni. Til að koma í veg fyrir ofþornun skal bera sítrónuolíu á þau af og til. Látið tágahúsgögn aldrei frjósa. Við það fer að braka og bresta í þeim. Tágahúsgögn þola iila þurrt loft. Notið því rakatæki þar sem þau eru. Blóðblettir á áklæði Hyljið blettinn strax með deigi úr kornsterkju og köldu vatni. Nuddið létt og setjið áklæðið út í sólina til þerris. Sólin dregur blóðið inn í korn- sterkjuna. Burstið af. Ef bletturinn fer ekki alveg skal reyna aftur. Skjögrandi stolfætur Festið lausa stólfætur með því að vefja smábút af nælonsokk eða tvinna um lausa endann áður en límið er sett á og endanum stungið á sinn stað. Timburstrekkjari gerir sama gagn. Þetta má reyna á skakkar myndir Setjið límband um miðjan ramma- vírinn. Vírinn er ólíklegri til að renna til á naglanum. Setjið málaralímband aftan á öll homin og þrýstið myndinni að veggn- um. Vefjið nokkra tannstöngla með málarcdímbandi (límhliðina út) og setjið neðst aftan á rammann. Að Ijúka við vanræktu rammana Nú er fyrsti snjórinn fallinn í Reykjavik en norðanmenn fengu hann mun fyrr þetta haustið. Dekkjaverk- stæði era full af bíleigendum sem þurfa að skipta yfir á vetrardekk en ekki hlýða allir lögunum um að vera komnir á vetrardekkin þegar snjórinn fellur eða hálka myndast á vegum. Á þessum árstíma má sjá ökumenn út um alian bæ spóla í brekkum, eða bara á jafnsléttu, eða renna nær stjómlaust niður brekkur. Þá viil það gerast að mikið verður um árekstra, bæði smáa og stóra, og margir lenda í töluverðum fjárútlátum vegna þeirra, hvort sem sökin var þeirra eður ei. En hver er réttarstaða þeirra slóða sem eru á göt- unum með bílana illa búna? Neytenda- síðan kannaði málið. Sumarliði Guðbjörnsson, deildar- stjóri ökutækjatjóna hjá Sjóvá-Al- mennum, segir að þeir sem eru á ferð um götumar án þess að vera búnir að setja vetrardekkin undir bílinn geti lent í slæmum málum lendi þeir í tjóni. „I lögunum er kveðið á um að menn eigi að vera með bOana sína út- búna til aksturs í snjó og hálku þegar það á við. Ef skilyrðin um búnað bíls- ins era ekki uppfyllt geti þeir fengið á Hjólbarðar athugaðir Þegar bílslys veröa athugar lögreglan búnaö þeirra ökutækja sem í hlut elga og þar á meöal hvort dekkjabúnaöur uppfylli kröfur. sig sök fyrir vanbúnað á ökutæki þó þeir séu að öðru leyti í umferðarrétti." Að- spurður segir Sumarliði að slík mál komi upp á hveiju ári. „í 88. gr. umferðarlag- anna segir að skipta eigi tjóni með tiltölu tU sakar, með hliðsjón af atvikum öll- um. Til dæmis má velta fyr- ir sér eftirfarandi dæmi: Ef ég ek í veg fyrir einhvem á aðalbraut og hann er á sum- ardekkjum, reynir að bremsa en bíllinn rennur áfram. Þá er bíllinn vanbú- inn til aksturs í snjó og hálku og gæti eigandi hans því þurft að bera hluta ábyrgðar. Það þýðir að hcmn fengi tjón- ið sitt ekki að fullu bætt og þyrfti að auki hugsanlega að bæta mér hluta af mínu tjóni.“ Tekið skal fram að ekki er gerður greinarmunur á því hvort menn eru á negldum eða ónegldum vetrardekkjum. Eingöngu er skylda að hafa bifreiðina á hjólbörðum með vetr- armynstri og mega þeir ekki vera orðnir mjög slitnir. Þessar reglur eiga ekki eingöngu við um dekkjabúnað bifreiðar heldur einnig fleiri hluti, svo sem ljósabúnað og fleira. „Gerðar eru ákveðnar kröfur Nóg að gera / gær var örtröö á flestum dekkja- verkstæöum borgarinnar enda vita ökumenn aö búnaður bílsins veröur aö vera í samræmi viö lög og reglur. til búnaðar ökutækja, bæði í umferðar- lögunum og í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Ef það sannast að ein- hverju af þessu er áfátt hjá eigendum ökutækja og það tengist og er bein ástæða fyrir árekstri þá getur það orð- ið til þess að menn þurfi að bera ábyrgð á tjóni sem þeir hefðu annars ekki fengið á sig,“ segir Sumarliði að lokum. Staðall um byggingarstig husnæðis - ómissandi þegar verið er að kaupa og selja nýtt eða ófullbúið húsnæði Fokhelt eöa lengra komiö? Algengt er aö ágreiningur rísi þegar ófullbúin hús eru keypt eöa seld. Velkist menn í vafa er tilvalið aö nýta sér staðal frá Staölaráði. Gerið þá ígulfagra með því að bera á þá skóáburð. Berið á rammana og látið þoma. Berið þá aftur á. Bónið með góðu vaxbóni. Brúnn skóáburð- ur gerir viðinn eins og hnotu. Ox- blood skóáburður gefur svipaðan lit og mahóní. Með Ijósbrúnum skó- áburði færðu svipaðan lit og hlynur. Hringur um kragann Notið lítinn málningarpensil og burstið hársjampói á óhreina skyrtu- kraga áður en þeir fara í þvottavél- ina. Sjampó er til að leysa upp lík- amsolíur. Nuddið kalki vel á kragann. Kalkið dregur í sig olíurnar og þegar olían er fjarlægð losna önnur óhreinindi auð- veldlega. Þessa meðferð þarf kannski að endurtaka nokkrum sinnum, sér- staklega ef gula línan hefur verið á kraganum í einhvem tíma. Ef skyrt- an er ný ætti ein meðferð að duga. Kekkjótt málning Besta sigti sem hægt er að fá er gamall nælonsokkur. Gamall eggjaþeytari er afbragðs- góður til að hræra málningu. Skerðu þéttriðið net aðeins minna en dósarlokið. Láttu netið síga ofan í dósina. Þegar netið sígur þrýstir það kekkjunum til botns um leið. Úr Húsráðahandbókinnl. í nýjasta Staðlamáli, fréttabréfi Staðiaráðs íslands, er fróðleg grein um fasteignaviðskipti. Þar segir að í fast- eignaviðskiptum almennings sé aleig- an venjulega í húfi og reyndar gott bet- ur. Þess vegna ríði á að viðskiptin séu traust og örugg. Enn fremur segir að fyrirtæki, stofnanir, ríki og sveitarfé- lög eigi einnig mikið undir þvi að fast- eignaviðskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Til þess að svo megi verða þurfi að tryggja að skilningur kaupenda og selj- enda sé hinn sami á ákvæðum samn- inga sem þeir gera sín á milli. Þegar verið sé að kaupa og selja nýtt eða ófullbúið húsnæði er staðallinn „ÍST 51 Byggingarstig húsa“, ómissandi. Grípum niður í greinina: „Neytendasamtökin fá reglulega inn á borð til sín mál sem varða fasteigna- viðskipti og Staðlaráð fær oftsimiis upphringingar frá fólki sem er ósátt við afhendingu húsnæðis þar sem kaupandi og seljandi eru ekki á einu máli um hvað átt var við til dæmis með því að húsnæði skyldi afhendast tilbúið til innréttingar. Hægt er að komast hjá flestum slikum málum með því að nota ÍST 51. Reyndar er fráleitt að styðjast ekki við staðalinn þegar höfð eru í huga þau verðmæti sem um er að tefla. Stofnanir sem koma að lán- veitingum til fasteignakaupa mættu hugleiða að þjóna betur að þessu leyti þeim viðskiptavinum sínum sem hyggjast kaupa eða selja nýtt eða ófúll- búið húsnæði, tryggja að þeir fái stað- alinn og geti stuðst við hann í samn- ingum. Lán til fasteignakaupa eru iðu- lega hærri en sem nemur hefldareign lántakenda og verð eins staðals er í því samhengi smámunir einir. Staðallinn getur hins vegar ráðið úrslitum um farsæld viðskiptanna. Það er allra hag- ur að ÍST 51 sé notaður við gerð kaup- samninga um nýtt og ófullbúið hús- næði. Þótt staðallinn sé fyrst og fremst ætlaður þeim sem eru að kaupa eða selja nýtt eða ófúllbúið húsnæði þá er að frnna i staðlinum mjög ítarlegan at- riðalista eða gátlista sem kemur öllum sem eiga í fasteignaviðskiptum að góðu gagni. í staðlinum eru skilgreind sjö bygg- ingarstig: 1. Byggingarleyfi 2. Undirstöður 3. Burðarvirki fullreist 4. Fokheld bygging 5. Tilbúin til innréttingar 6. Fullgerð án lóðarfrágangs 7. Fullgerð bygging Engir sem nota staðalinn í samning- um þurfa að velkjast í vafa um hvað felst í því að húsnæði skuli afhendast tilbúið tfl innréttingar, svo dæmi sé tekið. Byggingarstig 5 er nákvæmlega skilgreint og tiltekið hvað skuli vera til staðar þannig að byggingin teljist uppfylla þetta tiltekna byggingarstig. Gildandi staðall er frá árinu 1998. Byggingastaðlaráð hefur unnið að end- urskoðun hans og nú liggur fyrir frum- varp að nýrri útgáfú.“Úr Stoólamálum Lambakótelettur með rifsberjasósu Nú er nýtt lambakjöt og nýjar ís- lenskar kartöflur á boðstólum í flest- um matvöruverslunum. Einnig eiga margir frábært heimalagað rifsbeija- hlaup eftir sumarið og því ekki úr vegi að nýta þessi gæði náttúrunnar saman í frábærri uppskrift. Þeir sem ekki voru svo forsjálir að frysta hluta af rifsbeijauppskerunni geta keypt frosin ber eða hreinlega sleppt þeim. 1200 g lambakótelettur 3 msk. matarolía salt og pipar Steikið lambakótelettumar á báðum hliðum í heitri oliu í 3-4 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Haldið heitum í 150° C heitum ofhi. Rifsberjasósa 100 g rifsber 3 msk. vatn 2 msk. rifsberjahlaup 3 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr- teningur) 1 pk. rauðvínssósa 1 stk. grænn kúrbítur (Zucchini) 12 stk. vorlaukur 6 msk. sykur 1 dl rauðvinsedik 2 msk. smjör 1 tsk. timian Sjóðið vorlaukinn í léttsöltu vatni í 3 mínútur. Blandið saman sykri, vatni og rifsbeijum og sjóðið þar til sykur- inn er orðinn að karamellu. Bætið þá rauðvinsediki saman við ásamt kjúklingasoði og rifsbeijahlaupi og sið- an rauðvínssósuduftinu. Blandið síðan smjöri og timian saman við og sjóðið í 2-3 mínútur. Skerið kúrbítinn í ten- inga og sjóðið með, ásamt vorlaukn- um, síðustu 2-3 mínútumar. Annað meðlæti Borið fram með soðnum eða sykur- brúnuðum kartöflum. Reiknið með 3-4 stykkjum á hvem fúllorðinn. Örlítíð hollarí sykurbráð Þeim sem vflja minnka við sig fitu er bent á að ekki er nauðsynlegt að nota smjörlíki þegar kartöflur eru brúnaðar. Reyndar er auð- veldara að sleppa því alveg. Þegar það er gert er gott að setja nokkra dropa af sítrónusafa, annað- hvort ferskum eða úr brúsa, á pönn- una auk skvettu af vatni. Sykrinum er helit á pönnuna og hann bræddur. Úr þessu kemur hin besta sykurbráð sem ekki myndast kekkir í þó eitthvað mis- takist, auk þess sem í henni er ekkert af hinni hörðu, óhollu fitu smjörlíkisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.