Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
29
tölvui takni og visinda
Dökkt yfir hjá tölvuframleiöendum:
Sala á heimilistölvum
dregst saman
Svo virðist sem
framleiðendur
tölva séu nú að
sigla i gegnum
þó nokkurn
öldudal þessi
misserin. Markaðsrannsóknarfyrir-
tækið Gartner Dataquest sendi i
seinustu viku frá sér yfirlit yfir sölu
seinasta ársijórðungs. Þar kom
fram að annan ársfjórðunginn í röð
hefðu sölutölur fallið í Evrópu.
Seinustu sex mánuðir eru búnir
að vera erfiðir hjá fyrirtækjum í
tækniiðnaðinum og er það ekki síst
talið tilkomið vegna hrunsins í net-
fyrirtækjageiranum. Ofan á þetta
hefur efnahagsástandið almennt i
heiminum verið i nokkurri lægð.
Þetta hefur gert það verkum að fyr-
irtæki, stór og smá, hafa haldið að
sér höndum i endurnýjun á tölvu-
búnaði sínum. Einnig hafa almenn-
ir neytendur ekki verið jafn dugleg-
ir við að kaupa sér nýjar tölvur.
Samkvæmt Gartner Dataquest
var samdrátturinn mestur í Þýska-
landi þar sem sala á heimilistölvum
dróst saman rúm 15%. Samdráttur-
inn er minni annars staðar en aftur
móti hefur orðið aukning á Ítalíu,
um 10%, og Rússlandi, upp um rétt
rúm 50%. Ekki lítur út fyrir að sala
heimilistölva taki við sér í bráð þar
sem mörg fyrirtæki eru nú í að-
haldsaðgerðum. Útkoma nýja stýri-
kerfis Micorsoft, XP, er ekki talin
hjálpa til þar sem flest fyrirtæki
ætla að bíða með uppfærslu á hug-
búnaði sínum.
Birtan í myrkrinu er að mati sér-
fræðinga sú að botninum hafi verið
náð. Flestir telja að enn um sinn
verði lítil aukning í sölu tölva, sér-
Samustu sm. mámðir
em:búmrað mm
hjé ffrMmkjum i taakm>
iðnaðmum; og m jmð
akki sM taM tMkmmð
vegna hrmsim ímtfyr-
iriækjagefrmum:, Ofm á
þeíta befw afrmhagsá-
stamfíð aímermí í heim-
mum ¥mtð i mkkurn
lægð. Þetta hefutt ge#t
það vmrkum að fyriríæki,
stór og smá. hafa hakMð
að sér hðndttm i emÍMt-
.jtjpnt á tðbmbúmði sm-
utrt
Flestir sérfræðingar telja að söluaukning á heimilistölvum verði ekki fyrr en
á næsta ári þegar stórfyrirtæki fara endurnýja tölvukerfi sín. Sumir telja þó
að jólaverslun hins almenna neytanda eigi eftir að færa kipp í sölu á
heimiiistölvum.
staklega ekki næstu sex mánuðina.
Þar sem fyrirtæki þurfa að klára að-
haldsaðgerðir til að losa um fjár-
magn. Hins vegar telur varaforseti
tölvuframleiðandans Dell að sölutöl-
ur aukist fyrir jólin með kaupum al-
mennings. Auk þess bendir hann á
að mörg fyrirtæki hafi fjárfest mik-
ið í nýjum tölvum fyrir aldamótin
1999-2000 vegna 2000-vandans. Þau
tölvukerfi séu nú að verða úr sér
gengin og því megi búast við að
bjartara verði á næsta ári.
Vínsmökkun
uppspuni einn
Þefskyn er of tengt sjón til að hægt
sé að treysta á nefiö eitt í lýsingu á
lykt eru niðurstöður rannsóknar.
að fráskilja lykt frá útliti. Þeir telja
að sérfræðingar í vínsmökkun
hefðu ekki verið jafnauðveldlega
plataðir og sjálfboðaliðar rannsókn-
arinnar.
Vínsmökkun er
ekki jafnmikil
„vísindaleg" at-
höfn og haldið
er fram. Þetta
eru niðustöður
rannsóknar
hóps franskra vísindamanna. Þeir
vilja halda því fram að skynjun
fólks á mismunandi vínum hafi
meira með lit vínsins að gera en
sjálfan ilminn. Til að sannreyna
þetta fengu þeir 54 sjálfboðaliða til
að taka þátt í könnun.
Fyrst voru sjálfboðaliðarnir
fengnir til að lykta af tveim gerðum
Bourdeaux-vína, einu hvítu og einu
rauðu. Þessu næst voru þeir látnir
gera sömu athugun nema hvað búið
var að lita hvítvínið rautt með lykt-
arlausu litarefni. Lýsingar á
hvítvíninu breyttust og urðu þær
sömu og þegar lykt af rauðvíni er
lýst. Vísindamennirnir telja að með
þessu sé sannað að þefskyn, bragð-
skyn og sjón séu nátengdar skynjan-
ir og virki ekki sín í hverju lagi.
Þefsérfræðingar segja niðurstöð-
ur rannsóknarinnar ekki koma á
óvart. Dagsdaglega þurfi fólk ekki
að lýsa lykt og því geti verið erfitt
Uvóúi
. ....
Eitt ár frá opnun alþj
geimstöðvarinnar
Laugardaginn síöastliöinn var eitt ár liðiö frá því að fyrstu geimfararnir sett-
ust aö í Alpha, alþjóölegu geimstööinni. Á þessu eina ári hafa 79 geimfarar
komið til geimstöðvarinnar, þ. á m. einn almennur borgari. Það var milljóna-
mæringurinn Dennis Tito sem keypti sér far og nokkuð öruggt að hann á
heimsmetið í dýrasta og óvenjulegasta fríinu. Bygging geimstöðvarinnar er
stærsta alþjóðlega samvinnuverkefni sem unniö hefur verið utan andrúms-
lofts jaröar. Bygging stöðvarinnar hefur verið gagnrýnd nokkuð. Einn rit-
stjóri dagblaðsins virta The Economist telur þaö hættulegt, kostnaðarsamt
og gagnslaust að senda fólk út í geiminn aimennt. En fylgjendur rannsókna
í geimnum telja þaö nauðsynlegt þar sem tölvur og vélmenni geti ekki fram-
kvæmt allar nauösynlegar rannsóknir.
Gæludýr geta veikst af því að borða eða komast í snertingu við furöulegustu hluti og nýja forritið er talið geta hjálp-
að til við að greina óljós tilfelli.
Forrit aöstoöar dýralækna
Starf dýralækna
hefur verið gert
auðveldara, alla
vega þegar kem-
ur að því að
sinna köttum og
hundum, vinsæl-
ustu gæludýrunum. Fyrirtækið Texas
Medical Informatics, TMI, hefur nú
gefið út forrit sem gerir dýralæknum,
sem ekki eru vissir í sinni sök með
ákveðin einkenni, kleift að fletta upp
í gagnagrunni þar sem hægt er að
finna einkenni fjölmargra sjúkdóma
sem hrjá hunda og ketti. Forritið er
kallað Associate sem gæti snarast á
íslensku sem samstarfsmaður. Yfir
550 hundasjúkdómar og 475 kattasjúk-
dómar og einkenni þeirra eru skráð í
gagnagrunninn. Talsmaður TMI telur
að Associate komi til með að nýtast
dýralæknum vel þegar erfitt er að
sjúkdómsgreina dýr. Aðeins þarf að
slá inn einkenni sjúks dýrs og Associ-
ate birtir lista yfir mögulega kvilla.
Gagnrýni hefur komið fram á for-
ritið. Sumir dýralæknar telja að fólk
innan stéttarinnar verði að vara sig á
því að reiða sig algjörlega á Associate.
Bein raunveruleg skoðun og kunnátta
dýralæknisins sé sú besta sem til er.
Auk þess sé alltaf möguleiki á að
Associate raði þvi sem virkilega hrjái
dýrið neðarlega á lista sjúkdóms-
greininga. Talsmaður TMI viðurkenn-
ir að dýralæknar séu færir um að
greina flesta sjúkdóma en það komi
fyrir að einkenni séu óvenjuleg og þá
komi Associate til hjálpar. Einnig er
viðurkennt að forritið sé ekki galla-
Forritíð er katlað Associ-
ate sem gætí snarast á
islensku sem samstarfs-
maður. Yfir 550 hunda-
sjúkdómar og 475 katta-
sjúkdómar og einkenni
þeirra eru skráð í gagna-
grunninn.
laust. Hins vegar sé verið að vinna í
því að bæta það enn frekar. Auk þess
á eftir að bæta við hunda- og katta-
sjúkdómum sem og færa sjúkdóma
fleiri gæludýra inn í gagnagrunninn.