Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
Fréttir
Guðni Ágústsson um samþykktir SUF:
Endurskoðun ráðuneyta
er heppileg í haust
- unga fólkið tekur stórt upp í sig, segir ráðherrann
Guöni Ágústsson, landbúnaðarráð-
herra og varaformaöur Framsóknar-
flokksins, telur koma til greina að
skipting ráðuneyta milli stjómarflokk-
anna verði endurskoðuð nú á haust-
dögum. Stjómarsáttmálinn kveði
raunar á um að slíkt verði gert á miðju
kjörtímabili. Þetta segir ráðherrann í
tilefhi af ályktun þings Sambands
ungra framsóknarmanna sem haldið
var um helgina. Þar krefjast ungliðar
Framsóknar þess að fá til sín
öfl þau ráðuneyti sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur í dag.
„Unga fólkið tekur stórt upp
í sig, eins og þess er raunar sið-
ur þegar því rennur í skap og
hleypur kapp í kinn,“ sagði
Guðni Ágústsson í samtali við
DV í gær. Hann segir efni
ályktunarinnar vera óraun-
hæft og að hluta til sett fram í
gáska augnabliksins og líta
Guðni
Ágústsson.
megi á hana sem mótleik við
þeirri samþykkt landsfúndar
sjáifstæðismanna að krefjast
þess að fá heilbrigðisráðu-
neytið. Því ætla framsóknar-
menn hins vegar að halda
áfram... og það verður engin
einkavæðing í grannþjón-
ustu þess málaflokks," segir
Guðni.
„Jafhræði rikir meðal
Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks í stjómarsamstarfinu þó
hvomgum flokknum takist að koma
öllum sínum stefiiumálum í gegn.
Slíkt gerist alltaf í samstarfi tveggja
ólíkra flokka,“ segir Guðni. Um end-
urskoðun á skiptingu ráðuneyta milli
flokkanna vill hann ekki segja til um
í hvaða ráðuneytum þeir geti hróker-
að en telur að þetta gæti þó orðið af-
farasælt fyrir Framsóknarflokkinn
sem hafi átt undir högg að sækja í
skoðanakönnunum undanfarið. -sbs
Haustblíðan:
Rjúpnaveiöi fer
hægt af stað
Rjúpnaveiði hefur víðast hvar
farið hægt af stað og rekja menn
ástæðuna einkum til blíðviðris
fyrstu vikumar í október. Að sögn
Sigmars B.
Haukssonar, for-
manns Skot-
veiðifélags ís-
lands, hefur
veiðin verið
skást fyrir aust-
an en yfir landið
allt hefur hún
verið dræm það
sem af er vetri.
„Haustið var
náttúrlega óvanaleg gott og lengi
vel var hiti á hálendinu ásamt
snjóleysi. Að undanfomu hafa svo
umhleypingar sett strik í reikning-
inn en við vonum að hagur veiði-
manna taki nú að vænkast enda
farið að snjóa í fjöll víða um land,“
segir Sigmar.
Veiðin í fyrra var dræm en að
sögn Sigmars má gera ráð fyrir að
rjúpan sé nú í tíu ára lágmarki.
„Menn vænta þess að hún fari að
sveiflast aftur upp á við,“ segir Sig-
mar.
Árleg veiði hérlendis eru um 130
til 140 þúsund rjúpur. „Það virðist
vera markaður fyrir um 100 þúsund
rjúpur og liklegt má telja að rjúpan
sé jólamatur hjá um 50 þúsund
manna hópi. Ég hef ekki áhyggjur af
því að menn þurfi að halda rjúpu-
laus jól enda em tveir mánuður
tæpir til stefnu. Ég er bjartsýnn á að
úr rætist," segir Sigmar B. Hauks-
son. -aþ
Sigmar B.
Hauksson.
DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON
Rutningabíll valt
Vöruflutningabíll meö tengivagn, frá Samskipum, valt á hliöina fyrir helgina fyrir vestan Ólafsvíkurenni í miklu roki af
suövestri. Ökumaöurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Nokkur fiskkör voru í bílnum auk búslóöar. Fljótlega
var hafist handa um aö rétta viö flutningabílinn. Maöur frá Vátryggingafélagi íslands, tryggingafélagi bílsins, og öflugir
bílar frá flutningafyrirtækinu ET komu vestur og réttu bílinn viö lítiö skemmdan. Röö bíla myndaöist beggja vegna viö
staöinn par sem bíllinn valt. -PSJ
Talsveröar skemmdir uröu í íbúöinni
af völdum elds og reyks.
Kviknaði í
steikarpotti
Slökkvilið var í gær kallað að ein-
býlishúsi við Skjólvang í Hafnar-
firði en þar hafði komið upp eldur í
elldhúsi.
Eldurinn kom upp í steikarpotti
sem var í notkun, en sá sem var að
nota hann brá sér í símann og
gleymdi að huga að pottinum. Eld-
urinn læsti sig í timburklætt loft
sem þurfti að rífa til að hefta út-
breiðslu eldsins. Það gekk þó vel, en
tjón i íbúðinni af völdum elds og
reyks varð umtalsvert. -gk
Snjóflóð í Hval-
nesskriðum
Lögreglan á Höfn í Homafirði
lokaði þjóðvegi 1 um Hvalnesskrið-
ur í gærkvöld eftir að snjóflóð höfðu
fallið þar á veginn.
Um var að ræða „nokkrar spýjur"
eins og lögreglan orðaði það, en þó
nóg til þess að vegurinn var ófær
fólksbílum og ekki talið óhætt að
hafa hann opinn fyrir umferð í nótt.
Tekið var til við að ryðja veginn
snemma í morgun og hann þá opn-
aður að nýju. -gk
300 þúsund tonn
af kolmunna
Kolmunnaaflinn á árinu er nú orð-
inn svo gott sem 300 þúsund tonn en í
gær höfðu íslensku skipin sem stunda
þessar veiðar fengið alls 297.853 tonn,
samkvæmt upplýsingum Samtaka
fiskvinnslustöðva, og hafði öllum afl-
anum verið landað hér á landi nema
rétt tæplega 10 þúsund tonnum.
Þetta er langmesti kolmunnaafli
sem íslensk skip hafa fengið á einu
ári til þessa. Langmestum hluta aflans
hefur verið landað á Austfjörðum og
eru hæstu löndunarstaðir Eskifjörður
með 83 þúsund tonn, Neskaupstaður
með 65 þúsund tonn og Seyðisfjörður
með 63 þúsund tonn. -gk
Visórlft í kvold
ms
%
-V'
&r'
Dálítil snjókoma austanlands
Norövestlæg átt, víða 8 til 13 m/s, en hægari
um landið sunnan- og austanvert síðegis.
Dálítil snjókoma austanlands en annars víöa
él, einkum norðan til. Frost 0 til 8 stig,
kaldast inn til landsins.
1 Sol.tr;'.iiij‘ur og ájavarto
HEYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.55 16.29
Sólarupprás á morgun 09.30 09.25
Síödegisflóö 21.48 02.21
Árdegisflóö á morgun 10.20 14.53
Skýrírsga/ á VdðurtákiHim
í*^.VINDÁTT
10°
-io° ^SVINDSTYRKUR Vcpact í metruTi a sekúndu ^rttua i HEIÐSKÍRT
íD £> O
LÉTTSKÝJAO HÁIF- SKÝJAD SKÝJAO ALSKÝJAD
w ^ 'O $
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKONIA
w. w :
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEDUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Hálka víða á vegum
Víða er hálka eða hálkublettir á vegum
landsins og því er vegfarendum bent á
að fara varlega.
El eða skýjað með köflum
Noröan og norðaustan átt á morgun, víða 8 til 13 m/s og él, einkum
norðan og austan til, en skýjaö með köflum suðvestanlands. Frost 0 til 8
stig, kaldast inn til landsins.
imros®ií; hiugnfibjgu/
Vindur: C vJL/ 5-8n./s\ Vindur: / "v 8-13 m/s^ V? Vinduni^- \ 5-8™^r L/
Hiti 0° til 4* ^ Hiti 0“ tii 4* WSW Hiti 2° til 4” W
Fremur hæg norölæg eöa breytileg átt og víöa bjart veður en suöaustlægari og þykknar upp þegar liöur á daginn. Frost 0 tll 6 stlg. Suövestan 8 til 13 m/s og víöa rigning eöa skúrir. Hlti 0 tll 6 stig. Vestlæg átt og skúrir eöa él og hiti kringum frostmark.
AKUREYRI skýjaö -1
BERGSSTAÐIR snjókoma -2
B0LUNGARVÍK snjóél -2
EGILSSTAÐIR úrkoma -2
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað -1
KEFLAVÍK skýjaö 0
RAUFARHÖFN alskýjaö -2
REYKJAVÍK snjóél 0
STÓRHÖFÐI alskýjaö 0
BERGEN léttskýjaö 1
HELSINKI léttskýjaö -5
KAUPMANNAHÖFN rigning 5
ÖSLÓ skýjaö -1
STOKKHÓLMUR -4
ÞÓRSHÖFN skýjaö 3
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 1
ALGARVE hálfskýjað 17
AMSTERDAM rigning 12
BARCELONA léttskýjaö 9
BERLÍN rigning 4
CHICAGO heiöskirt 5
DUBLIN hálfskýjaö 9
HALIFAX rigning 7
FRANKFURT þokumóða 3
HAMBORG rigning 7
JAN MAYEN skýjaö -6
LONDON skýjaö 10
LÚXEMBORG þokumóöa 4
MALLORCA rigning 15
MONTREAL heiöskírt 3
NARSSARSSUAQ háifskýjað -3
NEW YORK heiöskírt 8
ORLANDO skýjaö 16
PARÍS skýjaö 6
VÍN skýjaö 5
WASHINGTON heiöskírt 4
WINNIPEG heiöskírt 4