Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
DV
Norðurland
Neytendasamtökin á Akureyri:
Allt að 28% munur
á lausasölulyfjum
apótekið oftar ódýrara en Lyf & heilsa
Neytendasamtökin hafa gert
könnun á lyfjaverði í lyfjaverslun-
um á Akureyri. Á undanfömum
árum hefur lyfjaverslun á Akureyri
tekið þeim breytingum að nú er lyf-
sölukeðjan Lyf & heilsa með þrjá út-
sölustaði á Akureyri - i verslunar-
miðstöðinni Glerártorgi, í Hafnar-
stræti og Hrísalundi. Apótekið, sem
einnig er lyfsölukeðja, er með lyfja-
verslun í Hagkaupshúsinu. Kannað
var verð á 12 tegundum lausasölu-
lyfja og 28 tegundum lyfseðils-
skyldra lyfia.
Helstu niðurstöður varðandi
lausasölulyf voru þær að Apótekið
var með lægra verð í öllum tilfellum
nema einu þar sem báðir aðilar
voru með sama verð. Mesti munur á
einstökum tegundum var 28% á 500
mg Paratabs-töflum í 30 stykkja
pakkningu, sem kostaði 168 krónur
í Apótekinu en 215 krónur í Lyf &
Munur á lyfjaverði
Allt að 28% munur reyndist vera á lausasölulyfjum milli lyfjabúða á Akureyri í
könnun sem Neytendasamtökin hafa gert.
heilsu. Þess skal getið að Lyf &
heilsa veitir 5% afslátt af lausasölu-
lyfjum ef viðkomandi tekur fram að
hann sé elli- eða örorkulífeyrisþegi.
Varðandi lyfseðilsskyld lyf voru
helstu niðurstöður þær að Apótekið
var með lægra verð í öllum tilfellum
nema einu, Ventoline var 2,7%
ódýrara í Lyf & heilsu. Mesti verð-
munur á einstökum tegundum var
26,5% á Roaccutan, 50 stk., sem
kostaði 1.731 krónu í Apótekinu en
2.189 krónur í Lyf & heilsu.
Varðandi lyfseðilsskyld lyf til líf-
eyrisþega reyndist Apótekið vera
með lægra verð í öllum tilvikum.
Mesti munur á einstökum tegund-
um var á Fosamax sem kostar 778
krónur i Lyf & heilsu en lifeyrisþeg-
ar þurfa ekkert að greiða fyrir það
lyf í Apótekinu.
í könnuninni er um beinan verð-
samanburð að ræða á nákvæmlega
sömu vörutegundum en ekki er lagt
mat á verslanirnar með tilliti til
umhverfis eða þjónustu.
Samfylkingin leggur til á þingi að skipuð verði sérstök nefnd:
Skoði ferðamöguleika
norðausturhornsins
- þjóögarður á Langanesi kæmi vel til greina
Össur Skarphéðinsson ásamt fjór-
um félögum sínum í Samfylkingunni á
Alþingi hefur lagt fram tillögu til
þingsályktunar þar sem samgönguráð-
herra er falið að láta gera sérstaka
áætlun til að efla ferðaþjónustu á norð-
austurhomi landsins. Er talað um að í
þessari áætlun verði m.a. skilgreind
þau verkeíni sem nauðsynlegt er að
ráðast í, svo og kostnaður við átakið og
leiðir til að fjármagna það. Gert er ráð
fyrir í tillögunni að vinnu nefndarinn-
ar verið lokið fyrir árslok 2003 og þá
verði niðurstaðan kynnt á borgara-
fundum í héraði.
í greinargerð með tillögunni kemur
fram að flutningsmenn telja brýna
nauðsyn á að ýta undir ferðaþjónustu
á norðausturhomi Islands sem búi að
rómaðri náttúm- fegurð ásamt sér-
stakri sögu og mannlífi, og þar sem ný
störf vantar. Bent er á að heföbundin
ferðaþjónusta hafi áratugum sama
blómstrað í Mývatnssveit, Ásbyrgi,
Jökulsárgljúfrum og á Húsavík. Þar
austan við tekur við svæðið sem tiilag-
Ferðamennska
Úr Mývatnssveit. Þingmenn Samfylkingar hafa áhyggjur af
því að þeir ferðamenn sem heimsækja Mývatn og kunna
ferðamannastaði í Þingeyjarsýslum fari ekki áfram á norð-
austurhornið og skoði það sem þar er í boði.
an tekur til og nær yfir Melrakka-
sléttu, Öxarfjörð og Langanes, þar sem
er að frnna þrjá þéttbýlisstaði, Kópa-
sker, Raufarhöfh og Þórshöfn. „Þrátt
fyrir nándina
við þessa miklu
ferðamanna-
staði nýtur
norðausturhom-
ið í sorglega
litlu gestafjöld-
ans sem sækir
það heim. Fyrir
vikið skipar
ferðamennska of
veigalítinn sess
í atvinnulífi
þar,“ segir í
greinargerðinni.
Fram kemur
að flutnings-
menn telja skort
á kynningu
helstu ástæðu
_____________ þess að ferða-
menn sem koma
á ferðamannastaðina við Mývatn eða
Húsavík halda ekki áfram austur. Þeir
telja hins vegar að sú uppbygging
mannvirkja sem orðið hefur á svæðinu
gæti gagnast vel til að auka aðdráttar-
afl svæðisins og nefna þeir m.a.
íþróttahúsið á Þórshöfn og hótelið á
Raufarhöfn. Flutningsmenn tillögunn-
ar benda á hvemig Hornstrandir á
Vestfjörðum hafa orðið að göngupara-
dís og telja að hægt væri að byggja upp
Langanes með svipuðum hætti sem eft-
irsótt göngusvæði.
„Landslag, dýralíf og saga gera
Langanesið einstakt jafht í sögulegu
sem náttúrufarslegu tilliti. Það hlýtur
því að koma sterklega til greina að
fara að dæmi Vestfirðinga og gera
friðland á Langanesi. Flutningsmenn
em raunar þeirrar skoðunar að vel
komi til greina að stíga skrefi lengra:
Frá sjónarhóh sögu og mannlifs, að
ógleymdri einstakri náttúm, er allt
sem mælir með þvi að Langanes verði
gert að fjórða þjóðgarði landsins. Norð-
austurhomið væri þá í reynd rammað
inn af tveimur þjóðgörðum, Jökulsár-
gljúffum að vestan og Langanesi að
austan,“ segir m.a. í greinargerðinni.
DV-MYND: -SBS.
Góðar gjafir
Frá afhendingu gjafanna til dvalar-
heimilsins Hlíðar í síðustu viku.
Góðar gjafir
til Hlíðar
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri var
í fyrri viku afhent að gjöf sjúkrarúm,
baðstólar og sjúkralyftur. Kaupin á
þessum búnaði voru fjármögnuð úr
Framtíðinni, sem er stuðningssjóður
aldraðra á Akureyri. Til sjóðsins var
stofnað fyrr á þessu ári þegar Kvenfélag-
ið Framtíðin var iagt niður en það hafði
i meira en hundrað ára haft það höfúð-
markmið að styrkja fátæka og sjúka. I
samvinnu við Félag aldraðra á Akur-
eyri var stofhað til áðurnefnds sjóðs, en
helsta fiáröflunarleið hans verður sala á
jólamerkinu sem nú er að hefjast. -sbs.
Leikfélag Akureyrar:
Rúmlega níu
milljóna króna
tekjuafgangur
„Já, þetta var rekið með hagnaði og
það er meiningin að halda þvi áfram til
að éta upp skuldahalann," segir Val-
gerður Bjarnadótt-
ir, formaður Leik-
felags Akureyrar, í
samtali við DV en
aðalfundur félags-
ins var haldinn fyr-
ir skömmu. Val-
gerður segir að þeg-
ar leikárið í fyrra
hafi verið gert upp
hafi það skilað
rúmlega 9 milijóna
afgangi en styrkir
frá ríki og bæ
námu um 59 milljónum króna. Valgerð-
ur segir að öllum kostnaði hafi verið
haldið í algeru lágmarki og að það hafi
verið meðvituð ákvörðun að standa við
þá skilmála samningsins við bæinn sem
kveða á um að reksturinn verði halla-
laus, frekar en þann sem kveður á um
að reksturinn verði viðameiri til sam-
ræmis við stighækkandi framlög milli
ára. „Þannig hefur bæði á síðasta ári og
þvi leikári sem nú er nýhafið allt verið
gert til að halda kostnaði i lágmarki og
ná félaginu skuldlausu," segir Valgerð-
ur. Hún segir að á síðasta leikári hafi
jafnframt verið tekin sú ákvörðun að
selja húseign sem LA átti við
Helgamagrastræti og það hafi gert
tvennt - annars vegar gefið félaginu
beinharða peninga og hins vegar lækk-
að rekstrarkostnað. Valgerður segir að
húsið hafi verið gamalt og kallað á mik-
ið viðhald, en það var notað sem gisti-
heimili fyrir þá sem voru að vinna í
bænum á vegum LA. Útreikningar hafi
sýnt að ódýrara væri að leigja húsnæði
handa þessu fólki annars staðar. -BG
Valgerður
Bjarnadóttir, fór-
maöur Leikfé-
lags Akureyrar.
m
Jreqiéé
midWlíurfagjnn.
hMtHvm lekii Id. IJ.
UJ'
Aðpins 35 kr. röðin!
V I K I N G A
isnv
Til mikils að vinna!
‘Áætlaður fyrstí vinningur í tvöf öldum pottí að viðbættum 150 milljónum.