Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 37 Tilvera Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Allir fóru að sjá Ófreskjurnar Það var stór helgi í Bandaríkjunum sem byrjaði á fímmtudegi en þá var hrekkjavaka (Halloween) og þótti við hæfi að frumsýna teiknimyndina Monster Inc., þegar allir krakkar ganga um með grimur. Fyrir fram var búist við miklum vinsældum og var talað um íyrstu stóru ,jólamyndina“. Væntingamar stóðust líka vel því Monster Inc. fékk aðsókn upp á 63 milljónir dollara á fjórum dögum. Víst þykir að hún haldi efsta sætinu í næstu viku en vikuna þar á eftir kem- ur sjálfur Harry Potter og þá er eins gott að aðrir séu ekki með miklar væntingar. Gagnrýnendur voru að mestu sáttir við Mon- ster Inc. en einhverjir voru þó á þvi að Shrek væri betri mynd, en margt þykir lfkt með þessum myndum. Tvær aðrar nýjar myndir náðu einnig góðri aðsókn, The One og Domestic Dis- burbance. Síðarnefnda myndin er nýjasta kvikmynd Johns Travolta og hefur hún ekki farið vel í gagnrýnend- ur sem segja að hún bætist viö í safn lélegra mynda hans að undanfórnu. -HK Mike og James Billy Crystal og John Good- man Ijá þeim félögum radd- ir sínar. HELGIN l._4. nóvember ALLAR UPPHÆÐIR I PUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆTl FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÓLDI BÍÓSALA O Monsters, Inc. 62.557 62.577 3237 © The One 19.112 19.112 2894 © Domestic Disburbance 14.003 14.033 2910 o 1 K-PAX 10.065 31.524 2545 0 2 13 Ghosts 7.875 27.692 2781 o 4 Riding in Cars With Boys 4.056 24.562 2554 o 3 From Hell 3.504 26.246 1947 o 5 Training Day 3.502 69.569 1805 o 6 Bandits 2.824 36.270 2116 © 7 Serendipity 2.393 43.465 1640 © 8 The Last Castle 1.740 15.941 1813 © 10 Bones 1.410 5.721 847 0 9 Corky Romano 1.327 22.151 1410 © 11 On the Line 1.007 3.617 901 © 12 Don't Say a Word 996 53.051 884 © 14 Zoolander 731 43.423 1012 © © 19 The Others 678 96.080 1663 17 Hardball 674 37.844 710 © The Man Who Wasn’t There 664 683 39 © - Life as a House 584 976 88 Vinsælustu myndböndin: Stórtækur dópsmyglari Spennumyndin Blow, sem kemur ný inn á listann þessa vikuna, fer beint í efsta sætið og önnur ný mynd, One Night at McCools, situr í fjórða sæti listans. Blow, sem vakið hefur nokkra athygli, er byggö á sönnum atburðum og segir frá því hvemig smyglleiðir opn- uðust frá Suður-Ameriku til Bandaríkjanna. Myndin gerist á áttunda áratugnum þegar al- þjóðleg eiturlyfjaviðskipti tóku miklum, ofbeldisfullum og ábatasömum breytingum. I miðju hringiðunnar var venjulegur Bandaríkjamaður. Hann gat alveg eins hafa verið nágrann- inn sem fór úr því að vera ruðningsstjama í smábæ í Bandaríkj- unum í að verða stærsti innflytjandi kókaíns frá Medellin- eiturlyfjahringnum í Kólumbíu og breyta þar með gangi heillar kynslóðar. Maðurinn er George Jung sem á stuttum tíma breytt- ist úr venjulegum verkamanni í mann sem flutti inn eiturlyf fyrir 35 milljarða doll- ara. í helstu hlutverk- um em Johnny Depp, Penelope Cruz, Franke Potente, Rachel Griffiths, Paul Reubens og Ray Liotta. SÆTI FYRRI VIKA TITILL (DREIRNGARAÐILI) VIKUR ÁUSTA O _ BIOW (MYNDFORM) 1 © 1 Exit Wounds (sam myndbóndj 3 ; o 2 The Mexican isam myndbönd) 0 _ One Night at McCool’s (skIfan) O 3 Miss Congeniality isam myndböndi 6 : O 4 Valentine (sam myndböndi 2 | © 6 Spy Kids ískífan) 4 o 9 All the Pretty Horses (skífan) 2 © 5 The Grinch isam myndbönd) 4 © 7 Men of Honor (skífanj 7 © 11 Blinkende lygter (myndform) 2 © 17 Chocolat (SKÍFAN) 8 0 15 Save the Last Dance (sam myndbönd) 7 © 8 Bait (SAM MYNDBÖND) 5 © 10 Enemy at the Gates isam myndbönd) 8 © 18 The Gift (HÁSKÓLABÍÓ) 11 © 12 About Adam (skífanj 3 © 13 The Boondock Saints (bergvík) 12 © _ Screwed isam myndböndi 1 © 14 Proof of Life isam myndbönd) 11 MMMHI 7. BE í Vogaskóla í heimsókn á DV Krakkarnir í 7. BE í Vogaskóla komu í heimsókn á DV um daginn í framhaldi af verkefni sem þau hafa veriö aö vinna í tengslum viö fjölmiöla. Arndís Jóna Guömundsdóttir, Arnór Kári Davíösson, Bergur Ólafsson, Díana Maliphon, Elí Þór Gunnarsson, Elías Rafn Heimisson, Gunnbjörn Þorsteinsson, Hallvaröur Jón Guömundsson, Hallveig Ólafsdóttir, Harpa Guölaugsdóttir, Hlynur Kristinn Rúnarsson, Hólmfríöur Helgadóttir, Ingimar Örn Böðv- arsson, íris Barkardóttir, íris Tara Sturludóttir, Sara Matthíasdóttir, Valtýr Svanur Ragnarsson, Víöir Orri Reynis- son og kennarinn þeirra, Bára Elíasdóttir. Alþjóðlegur dagur dreifbýliskvenna í fyrsta skipti á Suðurlandi: 250 konur í 7 hreppum sameinuðust í Aratungu Konur á aldrinum 7 til 92 ára úr sjö hreppum á Suðurlandi komu nýlega saman í Aratungu í Reykholti. „Þarna ríkti óvenjumikil gleði og bjartsýni," sagði einn þátttakenda við DV. Hvert skemmtiatriðið rakti annað og var áberandi hve samhugur var mikill ungra sem eldri. Konurnar voru úr Biskupstungum, Laugardalshreppi, Þingvallahreppi, Gríms- og Grafningshreppi, Skeiða- hreppi, Hrunamannahreppi og Gnúp- verjahreppi. Forsaga málsins er sú að á alþjóð- legri ráðstefnu sem Sameinuðu þjóð- irnar héldu í Bejing í Kína var lagt til að 15. október ár hvert yrði alþjóðleg- ur dagur dreifbýliskvenna. Á þessum degi skyldi vakin athygli á lífi kvenna sem búa í dreifbýli eins og best hent- aði á hverjum stað og stund. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Gýgjar- hólskoti, heyrði dagsins getið á ráð- stefnu í Finnlandi og kom með þá hugmynd að gera eitthvað til hátiðar- brigða hér heima. Hún fékk til liðs við sig ferðamálafulltrúa uppsveita Ár- nessýslu sem hóaði saman konum úr framangreindum hreppum. Á þeim fundi voru línur lagðar, síðan rúllaði boltinn og fjölmargar konur í öllum sveitum unnu ötullega að undirbún- ingi. Boðið var til kvennakvöldvöku í Aratungu, þar sem fjölbreytt skemmtiatriði voru töfruð fram, söng- atriði af ýmsum toga, ljóð, dans og sitthvað fleira til skemmtunar. Einnig * - var opnuð listsýning með úrvali list- muna og handverks sem 26 konur í uppsveitum hafa unnið. Gífurleg stemning var á staðnum og aðsókn fór fram úr björtustu vonum. Konurnar á Suðurlandi telja að markmiðunum hafi veriö náð. „Við áttum góðan dag saman og vöktum mikla athygli, fjöldi kveðja og skeyta bárust víða að,“ sögðu aðstandendur kvöldsins. -Ótt Unga kynslóðin mætt Yngri sem eldri skemmtu sér hið besta. Dreifbýlistútturnar Konurnar á myndinni eru frá Laugardalshreppi. Þær kalla sig dreifbýlistútturnar og sungu nokkur lög fyrir alla gestina í Aratungu. r t Nemendur í heimilisfræði við Grundaskóla: Setja lífrænt sorp í safnkassa DV-MYND HRAFNKELL PROPPÉ Allt í tunnuna Nemendur í heimilisfræöi ásamt kennurum viö safnkassana þar sem ágætis gróöurmold veröur til. Allt lífrænt sorp úr heimilisfræði- stofunni í Grundaskóla er sett í safnkassa og taka nemendumir virkan þátt í því. Heimilisfræði- kennararnir, Katrin og Ingibjörg, hafa haft frumkvæði að þessu fram- taki og er þegar búið að fylla einn tank frá því í haust. Bömin tóku það ekki í mál að fara að henda dýr- í~ mætu hráefni í ruslið á meðan moltan næði fullum þroska og hægt væri að byrja að nýju. Því var brugðið á það ráð að bæta við tunnu þannig að ekki þyrfti að gera hlé á jarðgerðinni. Núna eru tæplega 200 heimili á Akranesi þátttakendur í heimajarðgeröarverkefninu sem er einsdæmi á landsvísu. .* -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.