Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 17
17
ÞRIÐJUDAGUR 6, NÓVEMBER 2001_________________________
DV _________________________________________Menning
í dordingulslíki
Hálfa leiö inn i
nýja skáldsögu
Matthíasar Jo-
hannessens,
Hann nærist á
góðum minning-
um, gæti lesanda
fundist titillinn
vera í mótsögn
við söguna sjálfa.
Atburðurinn sem sagan kemur að,
aftur og aftur, úr ólíkum áttum, er
harmleikur fjölskyldu söguhetju
þegar faðirinn yfirgefur eiginkonu
og böm vegna ástar á annarri
konu, en snýr aftur heim. Þó að
„harmleikur" sé sterkt orð hæflr
það atburðinum að því leyti að
leikendur eru manneskjur sem
mega ekki vamm sitt vita en örlög
ráða því að góði maðurinn veldur
góðu konunni og bömum sinum
sárri sorg. Auk þess gerist þessi at-
burður í Reykjavík um 1940 þegar
bærinn var lítill og almennir íbú-
ar eins berskjaldaðir fyrir slúðri
og þotuliðið er nú.
Bókmenntir
Við erum stödd í eins konar goð-
sögulegum frumheimi í þessari
sögu. Aðalsöguhetjan er einfald-
lega „hann“, drengurinn/maður-
inn, og kringum hann raðast „fað-
ir hans“, „móðir hans“, „systir
hans“ og fjarskyldari fjölskyldu-
meðlimir, uns „hún“ birtist, kon-
an sem verður eiginkona hans. Þó
er aldrei neinn vafi á hvað hver er,
heldur ekki höggormurinn í aldin-
garðinum sem fær einkunnarorðin
„þessi kona“. Þrátt fyrir nafnleys-
ið verða allar persónur skýrar,
ekki síst foreldrarnir, hinn þung-
lyndi faðir og sterka móðir sem
saumar sallaróleg út rósir þegar líf
hennar er lagt í rúst og heldur
áfram að láta út á við eins og ekk-
ert hafi ískorist. (ísaumsrósimar kallast svo
skemmtilega á við lifandi rósirnar sem enginn
veit hver leggur á leiði föðurins.) Skýrastur
verður þó „hann“ með sína viðkvæmni, fóbíur
og sterku ásthneigð - merkileg blanda úr báð-
um foreldrunum. Það er móðirin í honum sem
Matthias Johannessen
Skáldsaga hans, sem kemur út í dag, er frumsaga um fall mannsins
gerir honum kleift að hindra að sagan - harm-
leikurinn - endurtaki sig í hans lífi, en um leið
er sagan eins konar varnarskjal fyrir föður
hans.
Sagan hefst á upphafinu sjálfu: „Það fyrsta
sem hann man er að hann man ekki neitt. Svo
fer hann að muna andrúm en
áþreifanlegt." (7)
Bernskuminningarnar streyma
fram, ljúfar og lifandi, og frásagn-
araðferðin er framan af einföld
allt þar til hvörfin verða i lifi
drengsins þegar faðir hans fer.
Eftir það beitir höfundur eins
konar vitundarstreymi og fer
fram og aftur í tíma: „Það er eins
og hann sé í reiðuleysi og honum
er sama. Öll skynjun í einni
skynjun. Og hann er þessi skynj-
un í dordingulslíki, þessi eina
skynjun sem er allar hugsanir.“
(301) Stundum leysist tíminn al-
veg upp þannig að aðdáunarvert
er að flæðið skuli festast á pappír,
en yfirleitt á lesandi ekki erfitt
með að komast að því hvar hann
er staddur. Við fáum ekki að vita
hvað „hann“ gerir sér til lífsvið-
urværis, en hann ferðast mikið,
bæði einn og með konu sinni, og
á ferðalögunum lætur hann hug-
ann reika. Flest eru ferðalögin
um Ítalíu, og í Pompei árið 1979
lifir hann sig alla leið aftur til
ársins 79 og upplifir sjálfur hörm-
ungar eldgossins sem lögðu borg-
ina i eyði.
í sögunni er Matthías Johann-
essen augsýnilega að vinna úr
eigin minningum þó að við og við
rugli hann hænuhaus lesandans
með röngum upplýsingum, til
dæmis segist hann vera af dönsk-
um ættum og stundum kemur
sögumaður í fyrstu persónu og
gerir athugasemdir við söguna.
En úrvinnslan er óvenjuleg og
lyftir sögunni langt upp úr
„venjulegri" endurminningabók.
Stíllinn er ljóðrænn og heillandi,
og þó að sagan sé löng og laus í
sér eru margar setningar meitlað-
ar eins og þessi kjamasetning: „...
það er úr átökunum sem endur-
fæðingin verður.“ (125) Erfiðleikar geta einnig
af sér góðar minningar sem við nærumst á.
Silja Aðalsteinsdóttir
Matthías Johannessen: Hann nærist á góöum minn-
ingum. Skáldsaga. Vaka-Helgafell 2001.
101 Reykjavík frumsýnd í París:
Hilmir Snær í hlutverki Hlyns Björns
„Kvikmyndin ræktar áhyggjuleysi og frelsi aföllu tagi en tapar hvergi tilfinninga-
legum ferskleika. “
Svo er að sjá sem Frakkar séu í
meira lagi ringlaðir yfir kvik-
myndimii 101 Reykjavík eftir
Baltasar Kormák sem frumsýnd
var í París síðasta dag október-
mánaðar því það sem gagnrýnend-
ur hafa helst um hana að segja er
að hún sé „trés spéciaT - mjög
sérstæð. Gagnrýnandi dagblaðsins
Libération segir að hún byggist á
„afar nútímalegri tilfinninga-
flækju". Síðan bætir hann við að
myndin sé lýsing á „mjög frjáls-
lyndu þjóðfélagi sem reyni að fela
leiðindin" og vitnar í orð sem lögð
eru í munn einni persónunni:
„Jafnvel draugunum leiðist
hérna.“ Eins og ýmsir aðrir gagn-
rýnendur lýkur hann lofsorði á
tónlistina eftir Damon Albam og
„fyrrverandi Sykurmolann" Einar
Öm Benediktsson. En niðurstaða
gagnrýnanda Libération er sú að
kvikmyndin sé „raimverulegt
furðuverk og kannski eitthvað
meira“.
í öðrum dagblöðum er lítið
minnst á myndina og það er
kannski merki um ráðleysi að Le
Monde hefur aðeins nefnt hana i
stuttri kynningu í vikulegum menningarkálfi
sínum. Lætur blaðamaðurinn þar hóglega í
ljós undrun sína yfir því að nokkur mannleg
vera skuli geta heitið Hlynur! En í hinu út-
breidda vikublaði Télérama, sem birtir sjón-
varpsdagskrá og fréttir af öllum helstu menn-
ingarviðburðum, er ítarleg og jákvæði gagn-
rýni um myndina. Þar segir að hún sé „fram-
andleikinn í algleymingi" - þótt
það sé að vísu skýrt tekið fram
að áhorfandanum sé hlift bæði
við túrhestakynningu á Reykja-
vík og félagsfræðilegum mála-
lengingum - en á eftir kemur
svo að flækjan sé „sýndarögrun
en sönn ástarsaga: eins og hinn
afslappaði Hlynur ræktar
myndin áhyggjuleysi og frelsi af
öllu tagi en tapar hvergi tilfinn-
ingalegum ferskleika."
í kvikmyndatímaritum er
flallaö enn ítarlegar um mynd-
ina. í timaritinu Studio er
greinin að vísu stutt en myndin
fær tvær stjömur og Baltasar
Kormáki er spáð glæstri fram-
tið. Þetta er á vissan hátt ítrek-
að í tímaritinu Repérages því
þar er ekki aðeins mjög jákvæð-
ur dómur heldur líka langt við-
tal viö Baltasar Kormák um
myndina og allan hans feril.
Þegar eftirlitsmaður DV í
Latínuhverfinu í París fór á
stúfana á fostudagskvöldið virt-
ist aðsókn að myndinni vera í
meðallagi. Var það nokkuð gott
þegar á það er litið að hún hef-
ur ekki verið mikið auglýst, og viðbrögð áhorf-
enda voru mjög jákvæð.
Einar Már Jónsson, París
Hvernig getur nokkur
maöur heitiö Hlynur?
ps
Hvaða verðlaun?
Nota Bene-höfundur
breska bókmenntatíma-
ritsins TLS gerir nokkurt
gys að því í nýju tölublaði
að breskir ráðamenn hafi
ekkert hreykt sér af því að
V.S. Naipaul skyldi hljóta
nóbelsverðlaunin í ár. Þó
er þetta i fyrsta sinn síðan
1983 að breskur þegn fær
þessi verðlaun (þá fékk William Golding
þau). Striðnispúkarnir á TLS hringdu í for-
sætisráðuneytið og spurðu hvort forsætis-
ráðherra hefði látið hafa eitthvaö eftir sér
um verðlaunin. „Ekki það ég veit,“ ansaði
ritarinn, „hvenær var þetta tilkynnt?"
„Þann 11. október - á öllum fréttamiðlum
í heimi.“
„Og hvaða verðlaun sagðirðu aö þetta
væru?“
Hann lofaði að hringja aftur en gerði það
ekki svo blaðasnápar sneru sér að ráðuneyti
menningarmála, fjölmiðla og íþrótta. Þar
hljóðaði samtalið svona:
„Þetta er á TLS, við hringjum vegna
nóbelsverðlaunanna sem féllu V.S. Naipaul
í skaut."
Þögn. „Viljið þér hinkra aðeins ... er þetta
út af Booker-verðlaununum?"
„Nei, nóbelsverðlaununum."
„Einmitt. Bíðið aðeins." Löng þögn. „Við
erum ekki vön að tjá okkur um verðlaun og
svoleiðis."
„En þetta eru merkilegustu bókmennta-
verðlaun í heimi og breskur þegn hafði ekki
fengið þau í 18 ár.“
„Mér finnst endilega eins og einhver ráð-
herrann hafi sagt eitthvað um þetta...“
Hún lofaði að gá en fann augljóslega ekki
neitt.
Hefði nú ekki orðið fleira um svör ef
breskur þegn hefði hoppað soldið hærra en
aðrir?
Óvinsœl stórskáld
Blaöið bætir við að
Naipaul hafi ráðist harka-
lega á Blair-stjórnina fyrir
ári síðan, kallað hana
„þessa ömurlegu ríkis-
stjóm, gagnrýnt hana fyr-
ir hræsni og lágkúru sem
leiddu til menningar sem
hælir sér af því að vera
lágkúruleg. „Þessu var
aldrei svarað," segir blaðið að lokum,
„nema þögnina nú beri að skilja sem svar.“
Nóbelsverðlaunin koma sér sannarlega
ekki alltaf vel. Skemmst er að minnast kín-
verska rithöfundarins sem fékk þau i fyrra
i óþökk stjórnvalda í sínum fæðingarhreppi;
ekki fógnuðu heldur allir ítalir þegar stjórn-
leysinginn Dario Fo fékk þau og ekki urðu
allir glaðir í S-Afríku þegar Nadine Gordi-
mer hlaut þau.
Innan sviga má líka minna á að ekki var
Halldóri Laxness fagnað af ráðamönnum á
litla íslandi þegar hann kom heim með þessi
„merkustu bókmenntaverðlaun í heimi".
Blóðug fortíð
Áhugamenn um barna-
bókmenntir munu fagna
því að í nýju hefti af tíma-
ritinu Börnum og menn-
ingu er birtur fyrirlestur
Dagnýjar Kristjánsdóttur
prófessors frá því í vor
um uppeldisstefnu og æv-
intýri: „Blóðug fortíð".
Þar lýsir Dagný ævintýr-
unum sem við þekkjum svo vel - t.d. Rauð-
hettu, Þymirósu - eins og þau voru upphaf-
lega í munnlegri geymd og rekur þróun
þeirra stig af stigi uns þau urðu þessar sið-
prúðu barnasögur. Ævintýrin eru breytileg
frá einni gerð til annarrar, segir hún, „en
hin eiginlega ritskoðun þeirra fór fram þeg-
ar þau voru færð í letur og aðlöguð meint-
um þörfum barna. Þá voru valin fágaðri til-
brigði þar sem hinn alþýðlegi uppruni var
enn skýr en ósiðlegustu og gróteskustu at-
riði munnlegu gerðanna voru felld burt.“ I
staðinn kom bælingin - siðaboðskapur og
viðvaranir sem aðallega beinast gegn for-
vitni og óhlýðni bama.
Meðal annarra skemmtilegra greina í
heftinu má nefna „Lokast inni í lyftu: ung-
lingar, vandræðaunglingar og önnur ung-
menni" eftir Úlfhildi Dagsdóttur bók-
menntafræöing, „Unglingabókafylliríið
góða“ eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur þar sem
hún riíjar upp hin sælu ár þegar hún lá alla
daga í unglingabókum; Þórdís Claessen
myndlistarmaður skrifar grein um fyrir-
bærið graffití og Valgerður Benediktsdóttir
veltir fyrir sér framtíð barnabóka. Ritstjóri
er Guðlaug Richter.