Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Síða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd REUTER-MYND Rudy Giuliani Skuggi fráfarandi borgarstjóra New York mun hvila þungt á þeim nýja. Hart barist um ráðhúsið í NY Demókratinn Mark Green og repúblikaninn Michael Bloomberg börðust hart um atkvæði íbúa New York í gær, á síðasta degi kosninga- baráttunnar fyrir borgarstjórakosn- ingamar. Síðustu kannanir benda til að mjög mjótt verði á mununum. Kosningabaráttan hefur verið haldin í skugga hryðjuverka- árásanna 11. september og sívax- andi vinsælda Rudys Giulianis, frá- farandi borgarstjóra. Frambjóðendurnir, Giuliani og stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan hafi verið ein hin mikilvægasta í sögu borgarinnar. Auk hefðbundinna verkefna, eins og menntamála og baráttu gegn glæpum, bíður nýs borgarstjóra gríðarlegt verkefni við uppbyggingu í kjölfar árásanna. Óeirðir í Halifax annan daginn í röð Mikil ólæti brutust í ensku borg- inn Halifax í vestur Yorkshire-hér- aði í gærkvöld, annan daginn í röð og voru þrír handteknir að sögn bresku lögreglunnar á staðnum. Ólætin í gær hófust með því að grjóti og múrsteinum var kastað að húsi í vesturhluta bæjarins og kveikt í tveimur bílum. Eftir að sér- sveit bresku óeirðalögreglunnar hafði verið kölluð til náðist loks að róa óeirðaseggina, en þeir köstuðu eldsprengjum og grjóti að lögregl- unni. Baráttan um atkvæðin komin á fullt í Danmörku: Innflytjendur geta ráðið úrslitum í kosningunum vinnuvéla ^ npr»l / i ; Til a • lager } )' KRAFTVÉLAR Dalvegur 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 • www.kraftvelar.is Áhersla lögð á að undirbúa stórsókn Norðurbandalagsins: Bandaríkjamenn segja mannfall í röðum talibana aldrei meira Afstaða Breta til evru ekki breytt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að afstaða breskra stjómvalda til sameigin- legrar myntar Evrópusambandsins hefði ekkert breyst. Hann vísaði á bug vangaveltum um að klofningur væri innan stjórnarinnar vegna af- stöðunnar til aðildar Breta að mynt- bandalaginu. Blair sagði á fundi með forystu- mönnum í viðskiptalífmu að málið yrði lagt í dóm kjósenda ef efna- hagslífið stæðist þau fimm skilyrði á samhæfingu við evrusvæöið sem stjómin hefði sett. Þá hvatti breski forsætisráðherr- ann til aukinna umbóta í Evrópu og til þess að hindrunum við frjálsa samkeppni í orkusölu, Qármálaþjón- ustu og flutningum yrði aflétt. Vangaveltur hafa verið uppi um að Blair sé áhugasamari um að taka upp evruna en fjármálaráðherra hans, Gordon Brown. Rúmlega eitt hundrað þúsund innflytjendur og afkomendur þeirra í Danmörku geta ráðið úrslitum um niðurstöður þingkosninganna í Danmörku, sem haldnar verða 20. nóvember, að því er fram kemur í danska blaðinu Jyllands-Posten í morgun. Innflytjendahópar vinna nú að því hörðum höndum að tryggja kosningu íslamstrúarmanns á danska þingið. Borgaralegu flokkamir eru famir að biðla til innflytjenda til að reyna að tryggja sigur sinn í kosningun- um. Til þessa hafa danskir kjósend- ur af erlendu bergi brotnir fremur greitt jafnaðarmönnum eða öðrum vinstriflokkum atkvæði sitt. Það kann þó að breytast að þessu sinni. Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi íhaldsflokksins Venstre, fór um helgina í kosningaferð með stjóm- málamanninum WaUait Khan, sem er af pakistönsku bergi brotinn. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráöherra og leiðtogi jafhaðarmanna, hefur átt í mesta basli með að halda málefnum útlendinga frá kosninga- baráttunni. íhaldsmenn saka for- sætisráöherrann um að gera gys að kjósendum með því að hafna að leggja fram tillögur um að tak- marka sameiningu innflytjendafjöl- skyldna og viil í staðinn láta kanna hvernig þessum málum er fyrir komið í öðrum Evrópulöndum. Þeim finnst ótækt að jafnaðarmenn ætli að bíöa með tillögur sínar þar til eftir kosningamar. Talsmenn bandaríska hersins segja að mannfali talibana hafi verið mikið í loftárásunum á stöðvar þeirra síð- ustu daga, en sögðust þó ekki hafa ná- kvæmar staðfestar tölur um mannfall. Að sögn Johns Stufflebeems, foringja í bandaríska flotanum, segir hann að það séu nokkrir dagar síðan talibanar hafa svarað skothríðinni. „Þeir virð- ast í felum eða þeir hafa ekki lengur vopnastyrk til að svara fyrir sig,“ sagði Stufflebeems. „Við leggjum nú alia áherslu á að undirbúa jarðveginn fyrir stórsókn Norðurbandalagsins, en vitum ekki nákvæmlega hvenær þeir láta til skarar skríða,“ bætti Stufflebeems við. Talsmaður talibana varaði á móti við því að hersveitir þeirra væru til- búnar í langt stríð, þrátt fyrir áfóll í loftárásunum. „Ef þeir eru svona sterkir eins og þeir segja sjálfir, af hverju eru þeir þá ekki menn til að mæta okkur augliti til auglitis. Við bíðum spenntir," sagði Amir Khan Muttaqi, talsmaður talibana, í gær. REUTER-MYND Bangsi fær sér sígarettu Rússinn Viktor Kírpítsjníkov býöur bangsa sínum sígarettu þar sem þeir spókuöu sig um á götum síþerþíska bæjarins Maríinsk í Kemeróvhéraði í gær. Kírpítsjníkov keypti þrjá þjarnarhúna af veiöimönnum fyrir nokkrum árum og nú er sá stærsti þeirra oröinn þriggja metra langur og vegur nærri fjögur hundruð kíló. Hermenn Norðurbandalagsins í viðbragðsstöðu Herir Norðurbandalagsins búa sig nú í óöaönn undir stórsókn í Norður- Afganistan, á Mazar e-Sharif-svæöinu. Sjónarvottar sögðust í gær hafa séð fjölda talibana falla þegar bandarískar orrustuþotur skutu flugskeytum á hótel sem talibanar höfðu hertekið í höfuðborginni Kabúl, en árásum var i gær aðallega beint að svæðunum í ná- grenni borganna Mazar e-Sharif í norðri og Keshendeh, Herat og Kandahar í suðri. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að betri árangur hafi náðst síðustu daga við aö sprengja upp helia og göng, þar sem talibanaforystan er talin felast, og þakka það góðum upplýsingum Rússa og eigin sérsveita sem sendar hafa verið inn í landið. Til þess hafa verið notaðar sérstaklega öflugar 5000 punda sprengjur sem ætlað er að springa neðanjarðar. Þá vörpuðu bandarískar sprengju- flugvélar í fyrsta skipti um helgina öflugum eldsprengjum á búðir tali- bana, en slíkar sprengjur voru mikið notaðar í Vietnam-stríðinu og segja talsmenn hersins að þær hafi valdið miklum usla í búðum talibana. REUTER-MYND Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráöherrann hefur veriö gagnrýndur fyrir aö leggja ekki fram tillögur um innflytjendamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.