Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Qupperneq 27
31 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001___________________________________________________ DV Tilvera Verst hvað húfurnar eru ljótar! - segir Sveinn Kristján Rúnarsson „Ég hef gengið með þann draum alveg frá þvi ég var strákur að verða lögga og lét hann rætast," seg- ir Sveinn Kristján Rúnarsson sem starfar í götudeild lögreglunnar i Reykjavík. Harrn er nýmættur á kvöldvakt á lögreglustöðina á Hlemmi þegar viðtalið fer fram. Spurður hvort löggulifið hafi verið jafn eftirsóknarvert og hann hugði kveður hann já við því en segir þó einn galla á gjöf Njarðar. Það séu launin. „En þetta er skemmtilegt starf og góöur skóli því maður kynnist vel öllum hliðum mannlífs- ins,“ segir hann. - Eru það ekki einkum þær dökku? spyr blaðamað- ur. „Nei, nei, við sjáum líka margt spaugilegt," svarar hann hinn hressasti. Hefur lent í ýmsu átakanlegu Sveinn er frá Hvolsvelli en kveðst hafa flutt suður áöur en hann hafði aldur til að byrja í löggunni þar. Vorið ‘99 hóf hann draumastarfið hjá lögreglunni í Reykjavík, sem af- leysingamaður og fór í lögregluskól- ann um haustið. Hann segir námið þar ekkert einfalt. Efnið sé mikið sem farið sé i á stuttum tíma og prófskilyrðin ströng. Þegar haft er orð á að nú til dags sjáist aldrei gangandi lögregla á götum úti segir hann engan mannskap vera í það. „Við rétt mönnum bílana," segir hann en bætir við að miðbæjarlögg- urnar séu reyndar oft á labbi um helgar. Mótorhjólin tilheyra um- ferðardeildinni. „Löggan er deilda- skipt,“ útskýrir hann. „En ef eitt- hvað er að þá hlaupa þeir til sem næstir eru, úr hvaða deild sem er, því öll erum við að vinna að því sama.“ Sveinn kveðst hafa lent í ýmsu átakanlegu, bæði þegar slys hafi orðið, ölvun og leiðindi í heimahúsum og óöld í miðbænum. Kveðst samt aldrei hafa orðið hræddur um líf sitt - ekki enn þá. „Yfirleitt nær maður að róa fólk með spjalli. Svo erum við aldrei ein á ferð. Það eru alltaf tvær lögreglur saman og yfirleitt stutt í aðstoð ef eitthvað kemur upp á, því við erum með talstöðvar og getum kaUað á Sjáum margt spaugilegt Sveinn Kristján Rúnarsson hefur gengiö meö lögguna „í maganum“ frá því hann var lítill. DV-MYND E.ÓL. hjálp,“ segir hann. Syngur 1. tenór og trimmar Sveinn syngur í lögreglukórnum - 1. tenór og æfir tvisvar í viku. Annars segir hann ekki mikið fé- lagslíf í gangi. „Við fáum bara helg- arfrí á sjö vikna fresti og eigum svo frí í miðri viku, þannig að við eig- um litla samleið með öðru fólki í skemmtanalífinu," segir hann. Vaktirnar eru þrískiptar og eftir átta daga töm á hverri vakt koma tveir frídagar, að sögn Sveins. En þarf hann ekki að æfa lyftingar til að geta tekið á þegar með þarf? „Maður reynir aö halda sér við. Ég hleyp úti og syndi töluvert,“ segir hann en tekur fram að engin krafa sé um slíkt af hálfu vinnuveitand- ans. „Það mætti vera meira aðhald. Minnsta kosti þannig aö menn haldi sig innan þriggja stafa tölunnar í kílóafjölda!" Búningurínn ekki tilkomumikill Sveinn er í flíspeysu með merki lögreglunnar og svörtum sportlegum buxum. Hann er spurður hvort „uni- formið" hafi átt sinn þátt í lokka hann í löggustarfið. Ekki vill hann viðurkenna það. „Mér fmnst þessi búningur nú ekki tilkomumikill, þótt flísjakkamir séu góðir. Verst þykir mér hvað húfumar em ljótar. Hvíta húfan var lögð niður fyrir nokkrum árum. Hún var miklu virðulegri. Kannski var einhverjum uppsigað við hana,“ segir Sveinn en bætir við: „Þó held ég að bæði lögreglan sjálf og borgararnir hafl borið virðingu fyrir henni." Gun. Sumum er uppsigað við lögregluna - segir Þórný Þórðardóttir Þórný Þórðardóttir hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík sumarið 1996, var tvö sumur sem aðstoðar- maður og dreif sig svo í lögreglu- skólann. „Þetta var eitthvað sem mér datt i hug á unglingsárum og ákvað að fylgja eftir. Ég sé ekki eft- ir því. Margt er mjög gefandi í þessu starfi þar sem allt snýst um fólk og samskipti við það.“ Hún viöurkennir að samskiptin geti verið misánægjuleg. „Auðvitað em sum mál erfið sem maður kemur nálægt en mikilvægt er að reyna að kúpla sig frá þeim þegar maður fer heim og ná að hvilast," segir hún. Gengi ekki að vera ólétt í götulöggunni Þórný segir þeim stúlkum fara fjölgandi sem gangi til liðs við lög- regluna. Aðspurð segir hún þær þó ekki komnar í kórinn. En gæti hún verið ólétt í löggunni? „Ég held það gengi nú ekki á götunni," segir hún. „Þegar slík tilvik hafa komið upp hafa stúlkur verið færðar í aðrar deildir, rannsóknardeild, for- varnardeild eða annað. Hún kveðst enn hafa sloppið við að klippa fólk út úr bílum eftir stórslys en þó hafi hún unnið á slysavettvangi, við lokanir á vegum. En hefur hún oft þurft að neyta afls? „Já, við reyn- um auðvitað í lengstu lög að kom- ast hjá því að leggja hendur á fólk, heldur tala það til,“ svarar Þómý. Hún segir samt greinilegt að sum- um sé uppsigað við lögregluna en kveðst aldrei hafa orðið verulega hrædd í vinnunni. „Það er þá frek- ar þegar eitthvert mál er yfirstaðið að manni verður hugsað til þess að það hefði getað farið verr. En það þýðir ekkert að spá í það. Þetta er vinnan manns og svo veður maður ekkert inn í eitthvað sem fyrirfram er séð að maður getur ekki klárað, heldur bíður eftir aðstoð," segir hún. UV-MYNU t.UL. Anægð í iöggunni Þórný Þóröardóttir segir starfið snúast um fólk og samskipti viö þaö. Verður að víta sinn rétt Hún kveðst halda sér i formi með því að fara í ræktina og stunda sund. „Maður verður að vera vel syndur. Það er eitt af skilyrðunum sem sett eru fyrir starfmu," segir hún. Verður hún ekki líka að vera vel að sér í lögum og reglum? „Jú, maður þarf að kunna ansi margt utan að,“ segir hún og bætir við. „Við þurfum að taka ákvarðanir á staönum og verðum því að vera viss um hvaða heimildir við höfum.“ En skyldi hún sjá mun á því hvort fólk er undir áhrifum áfengis eða ann- arra fíkniefna? „Já, yflrleitt er það örara og ofstopafyllra ef þaö er und- ir áhrifum fíkniefna. Notkun slíkra efna er ört vaxandi vandamál. Mér flnnst hún hafa aukist síðan ég byrj- aði í löggunni." Nú er Þómýju ekki til setunnar boðiö lengur. Skyldustörfin kalla. Innbrot hefur verið framið i borg- inni, þótt bjartur dagur sé. Þá kem- ur til kasta lögreglunnar. -Gun. Mikil aðsókn að lögregluskólanum: Heilbrigði og hreint sakavottorð skilyrði Gunnlaugur Snævarr yfirlögreglu- þjónn hefur umsjón með grunnnámi lögreglumanna. Hann segir ágæta að- sókn að lögregluskólanum. „Síðast þegar við auglýstum sóttu 122 um 40 pláss. Nú hefur verið ákveðið að fjölga um átta eftir áramótin." En hver eru inntökuskilyrði í skólann? Því lýsir Gunnlaugur svo: „Til að komast inn verður umsækjandi að hafa lokið tveggja ára námi í framhaldsskóla og vera á aldrinum 20-35 ára. Hann þarf að hafa hreint sakavottorð og vera heilbrigður, andlega og líkamlega. Við megum reyndar víkja frá aldurshá- markinu ef maðurinn hefur starfað að einhverju hliðstæðu. Lögin kveða á um að tekin séu inntökupróf í ís- lensku og þreki og valnefndin hefur leyfi til að prófa í fleiri greinum svo tungumálakunnáttan er könnuð líka. Lögreglumaður verður að geta talað ensku eða þýsku og eitt Norðurlanda- mál, fyrir utan íslenskuna. Starfið snýst um að geta leiðbeint öðrum og því er nauðsynlegt að kunna erlend mál.“ Gunnlaugur segir líkamlegu kröf- umar þær að strákar verði að geta hlaupið þrjú þúsund metra á 15 og hálfri mínútu og stelpur á 17 og hálfri. Einnig að geta synt 600 metra á sama tíma. Reyndar segir hann breytingar á reglunum í vændum. Dregið verði úr hlaupa- og sundkröfum en meiri áhersla lögð á styrk í handleggjum. „Þetta fólk þarf að geta lyft öðru fólki og dregið það upp úr díkjum og gjót- um. Því þarf það að vera vel að manni.“ En hvaða greinar eru það svo sem kenndar eru við skólann? „Það er í fyrsta lagi lögfræði og einnig lögreglu- fræðigreinar eins og umferðarfræði, skýrslugerð og vettvangsteikningar. Svo er sálfræði kennd og síðan erum við með stóran þjálfunarpakka. Þar erum við bæði að kenna fólki að verja sig og bjarga öðrum," segir hann. Guniiaugur segir lögreglunámið aðeins taka eitt ár núna. Bóklegt í fjóra mánuði, verklegt i fjóra og svo aftur bóklegt í fjóra. Áður var námið lengra og Gunnlaugur býst við að það eigi eftir að lengjast aftur. „Þetta er svona meðan við erum að fylla í götin því við höfum ekki haft undan að mennta fólk í þær stöður sem losna.,“ segir hann. Gun. Yfirvarðstjóri lögregluskólans Gunnlaugur Snævarr segir nauösynlegt aö kenna fólki aö verja sig og bjarga öörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.