Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiþ DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þeir hafa ekkert lœrt Fulltrúar vesturlanda á stórfundi Heimsviðskiptastofn- unarinnar í eyðimörkinni í Katar á Arabíuskaga hafa ekk- ert lært af heimssögulegum atburðum haustsins. Þeir eru ákveðnir í að halda til streitu kröfum um aukna skekkju í heimsviðskiptum á kostnað fátækra þjóða heims. í stað þess að samþykkja orðalaust kröfur þriðja heims- ins um innflutnings- og tollfrelsi landbúnaðarafurða og vefnaðarvöru, stinga vesturlönd enn við fótum og krefjast að auki herts eignarréttar á hugbúnaði og lyfjum og auk- ins svigrúms vestrænnar fjármálaþjónustu. Viðskiptafrelsið í heiminum nær einkum til iðnaðar- vara, sem vesturlönd framleiða, en ekki til landbúnaðar- afurða og vefnaðarvöru, sem þriðji heimurinn framleiðir. Hin nýlega Heimsviðskiptastofnun hefur haldið áfram hinni eindregnu ójafnaðarstefnu forvera síns. Vesturlönd hafa notað Heimsviðskiptastofnunina til að halda þriðja heiminum niðri og þriðji heimurinn veit það. Viðskiptafrelsi búvöru mundi eitt út af fyrir sig bæta kjör fátækra þjóða um 600 milljarða dollara á ári hverju. Fyr- ir þá upphæð eina má mennta allan þriðja heiminn. Síðasti fundur Heimsviðskiptastofnunarinnar var í Seattle fyrir tveimur árum og fór út um þúfur vegna ofsa- fenginna mótmælaaðgerða. Ekki er aðstaða til slíkra mót- mæla í eyðimörk oliufurstanna, en eigi að siður mun fara út um þúfur fundurinn, sem nú stendur yfir. Eins og venjulega er talað tungum tveimur í Katar. í ræðupúltum fjalla fulltrúar vesturlanda fjálglega um gildi markaðsafla og mikilvægi frelsis, en á baktjaldafundum makka þeir gegn því, að þessi hugtök nái til einu afurð- anna, sem þriðji heimurinn framleiðir ódýrt. Vesturlönd styrkja landbúnað sinn um einn milljarð dollara á dag, sexfalt hærri upphæð en samanlögð aðstoð þeirra við þróunarríkin. Dálæti vesturlanda á eigin land- búnaði hindrar samkomulag í Katar um aukið viðskipta- frelsi i heiminum, alveg eins og í Seattle. Afleiðingar vestræns hroka eru alvarlegar. Hann sáir eitri i huga fólks, hatri á vesturlöndum. Stórkarlalegast kemur það í ljós í heimi íslams, þar sem hatrið brýzt út í hugarfari hryðjuverka, þar sem þúsundir manna bætast á hverju ári við sjálfsmorðssveitir framtíðarinnar. Mikilvægur þáttur í aðgerðum vesturlanda til að efla öryggi borgaranna á viðsjárverðum timum hryðjuverka er að skrúfa fyrir vestrænan hroka, sem framleiðir hatur í þriðja heiminum, sem framleiðir hryðjuverk gegn vest- rænum hagsmunum og vestrænum mannslífum. Þess vegna hefði 11. september átt að vera alvarleg áminning til vesturlanda um að gefa þriðja heiminum frelsi á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar í Katar. Þetta tækifæri hefur ekki verið notað. Þvert á móti hafa vestur- lönd ákveðið að læra ekkert af reynslunni. Höfuðrit hrokans i heiminum, Wall Street Journal, hrósaði meira að segja happi yfir því, að mótmælendur gætu ekki truflað fundinn í Katar, af því að þeim yrði þá miskunnarlaust líkt við hryðjuverkamenn. Wall Street Journal skilur alls ekki hvaða alvara er á ferðinni. Ekki gengur upp sú veröld, þar sem ríkar þjóðir fela sig að baki tollmúra og arðræna fátækar þjóðir, ekki frekar en það þjóðfélag, þar sem rika fólkið felur sig í lokuðum íbúðahverfum og arðrænir fátæklinga. í báðum tilvikum verður bylting fyrr eða síðar, nema menn vakni. í Katar munu vesturlönd og Heimsviðskiptastofnunin neita að fallast á frjálsa verzlun afurða þriðja heimsins og missa af einstæðu tækifæri til að læra af reynslunni. •Jó nas Kristjánsson ________________________________________LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 JOV Viðhald góðærisins Forstjóri Sorpu kom fram i sjón- varpsviðtali fyrr í vikunni og vitn- aði um ótvíræð merki þess að góð- ærið væri um garð gengið. Mæli- kvarði hans er einfaldur. Það berst minna sorp frá fólki nú en þegar velmegunin var mest og uppgangurinn virtist endalaus. Innkaup almennings hafa dregist saman. Öskukarlarnir hafa ekki eins mikið að gera, öskubílarnir þvælast um hálftómir og minna berst af dótinu í flokkunarstöðvar Sorpu. Góðæri getur verið áþreifanlegt og stuðið mikið þegar vel veiðist, virkjanir rísa og verslunarmið- stöðvum fjölgar. Fylgi kjarasamn- ingar með búbót í kjölfarið fer hringekjan á fulla ferð. Húsgögn- um fjölgar í stofunum, skiðum og skautum í geymslunum og sú freisting læðist að hjá mörgum að gott væri að fá sér nýjan kæliskáp með klakavél þótt sá gamli sé enn i fullu fjöri. Láti menn þetta eftir sér þarf að henda til þess að koma nýja dótinu fyrir nema fólk eigi því betri geymslur. Hér er ótalið helsta góðærismerkið, nýr bíll i heimreiðinni eða bUskúrnum. Huglægt hallæri Góðæri eða hallæri eru hins vegar að hluta til huglægt ástand. Þar sem við höfum lifað hátt und- anfarin ár hefur innra með okkur blundað óttinn við timburmenn- ina. Nú hefur okkur tekist, með átaki nokkru, að tala okkur frá góðærinu. Sektarkenndin vegna velmegunarinnar hefur þjakað okkur svo við sækjum beinlínis í samdráttinn. Verslunarmiðstöðin stóra er að sönnu risin og nokkur bið eftir því að önnur rísi og nýjasta virkjunin á hálendinu að kalla fullgerð. Þá hafa álfélögin tvö lokið stækkun- um vera sinna í bili. Hitt stendur óhaggað að vel veiðist, jafnvel svo að menn telja sig hafa efni á að henda hluta aflans aftur í sjóinn, og við fáum gott verð fyrir þær af- urðir sem koma að landi. Örlítil bið er eftir virkjunum og álveri á Austfjörðum en á móti kemur áhugi forráðamanna álveranna tveggja, við Straumsvík og í Hval- firði, að stækka ver sín enn frekar með tilheyrandi virkjunum, þenslu og gleði. Það er því engin ástæða til þess að fara á taugum. Sjóið ætti að halda áfram. Það var með þetta í huga, og harmagrát Sorpuforstjórans, sem ég ákvað að leggja mitt af mörkum til hagkerfisins. Þótt ég sé ekki framtakssamur í eðli mínu gat ég ekki hlustað á þetta væl lengur. Ég ákvað að viðhalda góðærinu, eða styrkja ímynd þess að minnsta kosti. Ef góðærið er mælt í Sorpu þá skal svo vera. Ég ákvað því að henda og það duglega, bæði úr kjallarageymslunni og bílskúrn- um. Það var raunar ekki vanþörf á. Geymslan hefur lengi verið svo full að varla er hægt að opna dyrn- ar. Ástandið í bílskúrnum var ekki betra. Langt er síðan hægt var að stinga nefi á fjölskyldubíl þangað inn, hvað þá heilum vagni. Ég sagði konunni frá áætlunum mínum og dreif hana með. Við fengum lánaða kerru til stórræð- anna og hengdum aftan í bílinn. Sorpuforstjórinn mátti ekki gráta lengur. Hann varð að taka gleði sína á ný, Fortíðarblik Viö byrjuðum í geymslunni, ýtt- um vel á hurðina svo við gætum smeygt okkur inn. í bjartsýniskasti rótuðum við úr hillum, kössum og pokum. Allt skyldi út. Við hættum ekki fyrr en dótið var allt á gangin- um fyrir framan geymsluna. Þá hófst flokkunin. „Hendum þessu,“ sagði ég og greip tvo stóra poka fulla af fótum. „Bíddu aðeins," sagði kon- an. „Ég ætla að fara í gegnum þetta fyrst.“ Hún settist fyrir framan pok- ana og byrjaði að róta. „Sérðu litla kuldagallann," sagði hún og lyfti hvítum galla smábarns með loðfóðr- aðri hettu. „0, hann var svo sætur i þessu,“ sagði hún og sá fyrir sér' frumburð okkar á öðru ári. Gallinn var lagður til hliðar, gott ef konan strauk honum ekki blíðlega áður en hún kafaði dýpra og kom upp með rauðan kjól. „Manstu," sagði hún með blik í augum. „Við keyptum hann fyrir fyrstu jólin hennar.“ Eig- Hún skoðaði meira. Tutt- ugu og átta ára saga kom smám saman upp úr pok- unum. Konan varð óvirk skjól drapplitum bryddingum og gula skó með rauðri rönd. Jú, ég gat ekki neit- að því. Þarna var kominn brúðarkjóll hennar og brúð- arskór. Fallegur kjóll og skór að sönnu en vitni um uppreisnar- anda þess tíma. Okkur fannst út í hött og smáborgara- legt í meira lagi að hún væri í hvítu. „Hvar eru þá tweed-föt- in góðu sem ég var i á brúðkaupsdegi okkar?“ spurði ég. „Gildir ekki jöfn- uður í þessari fatasöfnun?" „Uss, ég er löngu búin að henda þeim,“ sagði konan og komst um stund í tiltektinni enda horfin langt aftur í tímann. inkona mín fór höndum um agnarsmáan kjól eldri dóttur okkar, braut hann síðan sam- an og lagði ofan á gallann. Hún skoðaði meira. Tuttugu og átta ára saga kom smám saman upp úr pokunum. Konan varð óvirk í til- tektinni enda horfln langt aft- ur í tímann. „Svona,“ sagði ég, „enga tilfinninga- semi. Við ætlum okkur að taka til í geymslunni. Þá þarf eitt- hvað að víkja. Áfram með smjörið." „Þekk- irðu þetta?“ sagði frúin og Fljúgandi ráðherra DV hefur enn og aftur afhjúpað stjórnmálamann sem ekki kunni sér hóf þegar peningar ríkisins eru annars vegar. Samgönguráðherr- ann hélt að hann gæti notað ríkis- flugvélina TF- FMS að vild sinni. Með þessu móti hefur ráðherrann afgreitt fjölmörg erindi víða um land á einum degi. En vélin er vinnutæki Flugmálastjórnar og ör- yggisflugvél, en ekki keypt til að snattast með Pétur og Pál, ráðherra og vildarvini. Ég get ekki séð að þessi erindi ráðherrans hafi verið aökallandi - en vissulega er stæll á því að koma fljúgandi á fund lands- byggðarfólksins í stað þess að hoss- ast eftir ófærum vegum. Eins og vænta mátti hefur DV komið að lokuðum dyrum þegar spurt er um gesti ráðherrans og samferðamenn. Leyndin og dulúðin vekur spurningar en það verður fátt um svör og verra en það. Gögn- um hefur veriö eytt, og málið gerist enn tortryggilegra. Skjölum ríkis- ins ber að halda til haga og það er þjóðskjalavarðar að ákvarða hvað verður geymt og hvað ekki. Þjóð- skalavörður segist hafa bent flug- málastjóra á að Flugmálastjórn væri óheimilt að eyðileggja far- þegalistana. Flugmálastjóri kemur af fjöllum og kannast ekki við þetta. Þessir menn tala ekki sama tungumál. Sleikjuskapur Ég las í sumar bók eftir fyrrum framkvæmdastjóra í samgöngu- ráðuneyti Bandaríkjanna, Mary Schiavo. Hún fékk flugbakteríuna sem barn, lærði flug og síðar sálar- fræði og stjórnmálafræði. Mary „Stundum hef ég á til- finningunni að sam- gönguráðuneytið gegni ekki því eftirlitshlutverki með flugmálastarfsem- inni sem það œtti að hafa. Vonandi er það röng tilfinning. “ kom eins og stormsveipur inn í rotna ameriska flugmálastjórn- sýslu. „Eins og milljónir Amerík- ana hélt ég að FAA (Flugmálastjórn Bandaríkjanna) hefði það hlutverk að fylgjast með flugmálastarfsem- inni og tryggja öryggi flugsins,“ segir Schiavo. Hún komst að öðru og tók flugmálastjómina á beinið fyrir sinnuleysi, óeðlilegan sleikju- skap við flugfélögin, flugvélafram- leiðendur og aðra flugrekendur - en varhugavert sinnuleysi við flug- farþegana og öryggi þeirra. Flug' vélar FAA voru meðal annars mis- notaðar til að flytja vini og vanda- menn.um allar trissur i skemmtit- úra og menn í ábyrgðarstöðum not- uðu vélarnar til að fullnægja flug; flkn sinni. Kostnaður af þessu flugi fór i himinhæðir. Mér var stundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.