Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V
Jeffrey Trail
var myrtur með klauf-
David Madison
var skotinn í hnakkann.
Lee Miglin
var sagaður á háls.
Willian Reese
- var skotinn.
Gianni Versace
- var myrtur af ástæöu
sem enn er ekki Ijós.
Slóð dauðans lá að
dyrum Versaces
Síðasta laugardag var sagt frá morði kaupsýslu-
manns sem framið var á Miami og var látið að því
liggja að það tengdist morðinu á tískufrömuðinum
Versace sem skotinn var í höfuðið á svipuðum
slóðum. Út er komin bók um örlög Versace þar sem
sýnt er fram á að dauðdagi hans tengist mafíunni.
í greininni sem hér birtist er sagt gjörla frá morðinu
og fleiri ódœðisverkum sem morðinginn framdi
áður en hann gekk frá sjálfum sér.
Tískuhönnuðurinn Gianni Ver-
sace var skotinn til bana á tröppum
villu sinnar, Casa Casuarina á Mi-
ami, að morgni 15. júli 1997.
Ungur maður á íþróttaskóm lædd-
ist aítan að honum, dró skammbyssu
úr bakpoka sínum og þrýsti henni að
hnakka hönnuðarins og bölvaði á
ítölsku og skaut tveim skotum gegn-
um heilann.
Tískukóngurinn valt niður mann-
aratröppumar og lá dauður á gang-
stéttinni með útlimina í allar áttir.
Dauð dúfa lá við hlið hans.
Var þetta maflumorð eða hefnd
samkynhneigðs morðingja? Þeirri
spumingu hefur ekki verið svaraö á
trúverðugan hátt.
Vissuiega stjómar mafían fataiðn-
aðinum í New York en ekki liggja
sannanir fyrir um hvort samtökin
eiga líka ítök í hátískuheiminum
þótt sumir telji það líklegt.
Ekki lengur markaöshæfur
Morðingi Versaces, Andrew Cun-
anan, var samkynhneigður og hélt
ranglega að hann væri haldinn
eyðni. Við krufningu kom í Ijós að
svo var ekki. En sú sannfæring hans
að vera við dauðans dyr fyllti hann
reiði sem braust út í morðæði og
veittist hann að samkynhneigðum
kynbræðmm sínum.
Cunanan var með ítalska hönnuð-
inn á heilanum. Hann taldi sig hafa
hitt hann í San Francisco-óperunni
árið 1990 og hafði iðulega orð á kunn-
ingsskap þeirra í samkvæmum.
Hann gerði líka mikið að þvi að
ganga í nærfötum sem vom með
vörumerki Versaces.
Miklar breytingar urðu á lífi Cun-
anans áriö 1997. Þá var hann orðinn
skuldugur upp fyrir haus og hlaut
ekki lengur náð fyrir augum ríkra
homma, en fram að þeim tima seldi
hann félagsskap sinn og var fylgi-
sveinn og elskhugi sterkefnaðra
karla sem haldnir vora samkyn-
hneigð. í síðustu veislumáltíðinni
sem hann tók þátt í meö vinum sín-
um í San Diego sagðist harrn vera á
förum og ætla að snúa sér að öðrum
störfum sem síðar kom í Ijós að vora
morð.
Raðmorð
Hann hélt til Minnesota og náði sam-
bandi við fyrrum elskhuga sinn, upp-
gjafaforingja í hemum, Jeffrey Trail,
og bauð honum í kvöldmat 29. apríl
1997 í íbúð Davids Madisons sem var
auðugur arkitekt og Andrew Cunanan
sagði öllum sem heyra vildu að þeir
heföu átt innilegt samband og ástríkt.
í íbúöinni var haus Jeffreys Trails
molaður með klaufhamri. Þegar David
Madison kom heim síðar um kvöldið
var hans beðið.
3. maí fannst lík hans í vatni 50 km
norður af Minneapolis. Hann hafði ver-
ið skotinn í hnakkann með verklagi
launmorðingja. Þegar lögreglan rann-
sakaði íbúð Madisons fannst lík Jef-
freys Trails. Þar fannst einnig poki
með nafni Andrews Cunanans og í hon-
um kassi með byssukúlum af sömu
gerð og Madison var skotinn með. Tíu
skot vantaði í kassann.
Þriðja hommalíkið fannst svo 3. maí.
Það var af Lee Miglin, 73 ára gömium
fasteignasala sem var auðugur af fé í
lifanda lífí. Lík hans var í hans eigin
bílskúr í auðmannahverfi í Chicago.
Hann hafði verið pyntaður áður en sög
var brugðið á háls honum. Á brjóstinu
voru stungusár eftir garðkiippur.
Sá grunur vaknaði að fasteignasal-
inn heföi verið faðir eins af ástmönn-
um Andrews en lögreglan hélt að þeir
heföu hist fyrir tilviljun og að Lee Migl-
in heföi verið myrtur í eigin bíl. Bíll
Madisons fannst yfírgefinn þar
skammt frá.
Næsta fómarlamb var Wiiliam
Reese, umsjónarmaður kirkjugarös í
Pennsville í New Jersey. Hann hvarf 9.
maí. Bíll Lee Miglins fannst skammt
frá kirkjugarðinum en bill Reese var
hvergi sjáanlegur.
Þaðan hélt Andrew Cunanan til Mi-
ami á Flórída til að deyða Gianni Ver-
sace.
Sjálfsmorö
Skömmu eftir það dráp var óttast
að Cunanan hefði myrt sjötta fóm-
arlambið þegar sást til manns sem
líktist honum hlaupa frá lúxusvillu.
Þar inni lá líkið af eigandanum, dr.
Silvio Alfonso, með buxumar á hæl-
unum og skotsár á höföi. Getgátur
voru um að hann heföi húkkað Cun-
anan á hommabar og það kostað
hann lífið. En engar sannanir liggja
fyrir um að svo hafi verið og má því
allt eins vera að morðingi doktors-
ins gangi enn laus.
Miðvikudaginn 23. júlí var lög-
reglan á Miami kölluð aö smábáta-
höfninni viö Indian Creek þar sem
einhver sem laumast haföi um borð
í húsbát skaut að umsjónarmanni
bátahafnarinnar. Skyttur lögregl-
unnar komu sér fyrir umhverfis
bátinn, þyrla sveimaöi yfir og hund-
ar og lögreglumenn umkringdu
svæðið.
Eftir fimm klukkustimda umsát-
ur heyrðist skothvellur frá húsbátn-
um. Ándrew Cunanan brá skamm-
byssuhlaupi upp í sig og hleypti af.
Haldinn moröæði
Andrew Cunanan var haldinn morð-
æði eftir að hann hélt sig vera kom-
inn með eyöni.
Helmingur andlits hans var horf-
inn. Við hlið hans lá skammbyssa
sem síðar kom í ljós að notuö var tU
að myrða Versace og tvö önnur
fómarlömb Cunanans.
Mafíutengsl
En dauði Andrews brá samt ekki
ljósi á leyndardóminn um hver það
var í raun og vera sem stóð að baki
morðinu á Versace.
Orðrómurinn um að hönnuðurinn
hefði fallið fyrir hendi atvinnumorð-
ingja VcU- hvorki sannaður né af-
sannaður. Lögreglunni þykir ólík-
legt að launmorðingi hafi notað svo
stóra og öfluga byssu sem skotið var
úr af örstuttu færi. Minni kúlustærö
var líklegri tU að rúlla um í heila-
hvelinu og drepa fómarlambið fljótt
og vel. En með því að nota stóra kúlu
og öfluga var sú hætta fyrir hendi að
hún færi gegnum höfuðið og þá gæti
sá sem myrða átti lifað af.
Eftir sem áður útUokar lögreglan
á Flórída ekki að um skipulagt
mafíumorð hafi verið að ræða.
Einkaspæjarinn Frank Monte hefur
veriö yfirheyrður en hann vann
áður fyrir Gianni Versace. Hann er
l&a höfundur bókarinnar sem
systkini hins myrta hefia málaferli
út af.
Einkaspæjarinn heldur því fram
aö mafiuforingjar hafi fyrirskipað
að myrða Versace og telur að skotin
tvö í hnakkann séu vörumerki
þeirra. Dauða dúfan við hlið líksins
er líka skUaboð um hverjir voru aö
verki. Venjulega er það spörfugl
sem lagöur er við hlið þeirra sern
mafían lætur myröa. Það er vamað-
armerki tU þeirra sem eftir lifa og
freistast tU að kjafta frá. Á mafiu-
máli er það kaUað að syngja og því
eru söngfuglar lagðir með likum.
En dúfan hefur aðra merkingu sem
er augljós þeim sem tU þekkja.
Eigandi húsbátsins er Torsten
Reineck, áberandi hommi sem flúði
frá Þýskalandi þar sem hann á yfir
höföi sér ákærur vegna fiársvika.
Hann á það sammerkt með Gi-
anni Versace að vera grunaður um
skattsvik og stendur rannsókn yfir í
þeim málum. Hugsanlegt er talið að
þessir tvefr menn hafi stundað pen-
ingaþvott fyrir mafíuna, eða hafi
tengst slíkum málum á einn eða
annan hátt. Er nú leitað eftir vís-
bendingum um hvemig þeir tengj-
ast mafíunni og hver öðrum, Þjóð-
verjinn, ítalski hönnuðurinn og am-
eríska hommameUan. Mörgum
spumingum er enn ósvarað og ef til
viU kemur aUur sannleikurinn
aldrei í ljós.
Húsbáturinn
Alríkislögreglumenn bera lík Andrews Cunanan úr húsbátnum þar sem
hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa framið mörg ódæðisverk.
Banvænn kokkteill
Hjón sem eru
kráareigendur í
Bretlandi voru
sýknuð af
morðákæru. B.
Gates var fast-
ur viðskiptavinur á krá þeirra.
Dag nokkurn var hann búinn að
innbyrða margar bjórkoUur og
var vel hífaður þegar hjónin buðu
honum 27 pund ef hann gæti
drukkið kokkteil í einum teyg.
Stór koUa var fyllt af viskíi, gini,
vodka, rommi og koníaki.
Gates svolgraði þessu í sig og
steinlá eftir afrekið. Kráareigend-
ur gerðu grín að þvf að karUnn
þyldi ekki kokkteilinn og lögðu
hann upp á bekk þar sem hann
fékk aö hrjóta í friði. En brátt
hljóðnuðu hroturnar og Gates var
hættur að anda. Var nú kallað á
sjúkrabíl en ekki tókst að vekja
fylliraftinn til Ufs á ný.
Hjónin voru sýknuð af morð-
ákærunni, en dómarinn úrskurð-
aði að veitingaleyfið yrði tekið af
þeim og þau fá ekki að reka krá
það sem eftir er ævinnar.
bílþaki
Ungur mað-
ur ók á mann á
áttræðisaldri á
vegi í York-
shire og
kastaðist sá
fullorðni upp á
þak bílsins og lá önnur hönd hans
niður í gegnum sóllúguna og
skorðaðist þar, svo að maðurinn á
þakinu, sem dó þegar eftir árekst-
urinn, hékk þar.
Ungi maðurinn ók áfram og
sinnti engum viðvörunum frá öðr-
um vegfarendum sem reyndu aö
benda á að maður væri á þaki
fólksbílsins. Svona var ekið nokk-
urra kílómetra leið þar til bllnum
var lagt í bílastæði við krá.
Þegar hafðist uppi á unga
manninum sem ók á karfinn bar
hann því við að hafa misst alla
stjórn á sér þegar hann ók á
manninn sem síðan losnaði ekki
af þaki bílsins. Hann sagði að eina
hugsun sín hefði verið að ná til
föður síns til að fá hjálp.
Morðingjaást
Tveir fræg-
ir morðingjar
á ítah'u hafa
farið fram á
að fá að deila
fangaklefa
því þeir séu
orðnir ástfangnir hvor af öðrum.
TulUo Brigida afplánar 40 ára
dóm fyrir að hafa myrt þrjú böm
sín og eiginkonu. Mario Gargiulo
myrti nána vinkonu sína og dótt-
ur hennar.
Fyrrum eiginkona Brigida lét
blaðið hafa eftir sér innilegustu
hamingjuóskir þegar tveir mestu
óþverrar ítaUu felldu hugi saman
og ætluðu að verja ævinni saman
i Utlum fangaklefa.
Barist í dauðadeild
Desmond
Jennings var
dæmdur til
dauða í Texas
fyrir að hafa
skotið tvær
manneskjur
til bana í eiturlyfiagreni árið
1993.
Dómnum var svo fuUnægt i
nóvember 1999. En þegar leiða
átti fangann um ganga dauða-
deildar fangelsisins og í klefann
þar sem átti að taka hann af Ufi
með eitursprautu neitaði Jenn-
ings að fara með góðu og barðist
um á hæl og hnakka. Fimm fanga-
verðir áttu fullt í fangi með að
koma Jennings áleiðis í dauða-
klefann. Samt var hann bundinn
á höndum og fótum og hélt samt
áfram að berjast um eftir að búið
var að leggja hann á bekkinn þar
sem aftakan fór fram.
Dauður á