Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Side 28
28 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 DV Helgarblað Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, er eng- inn venjulegur maður. í fyrsta lagi er hann þannig að vallarsýn að fáum gleymist sem hitta hann. I öðru lagi hefur hann beitt sér af mikiOi hörku í embætti forseta FFSÍ og verið ófeiminn við að segja útvegsmönnum til syndanna á kjamyrtu sjómannamáli. Það er saltbragð af flestu sem Grétar segir og hann dregur ekki úr höggunum þegar hann flýgst á við samtök út- gerðarmanna við samningaborðið. Margt af því sem hann hefur sagt hefur vakið athygli langt út fyrir raðir sjómanna. Andstæðingar hans draga heldur ekkert af sér því Grétar er umdeild- ur maður og ekki aUtaf við alþýðu- skap. Hann var kosinn forseti Far- manna- og fiskimannasambandsins á þingi þess fyrir fiórum árum við nokkuð einkennilegar aðstæður því í raun og veru var hann sjáif- kjörinn. Þannig var mál með vexti að Guðjón Amar Kristjánsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi forystu og Grétar Mar Jónsson og Bjarni Sveinsson buðu sig fram tU embættis forseta. Þegar tU þings var komið ákvað hópur þingfuU- trúa að safna undirskriftum og skora á Guðjón Amar að sitja áfram. Átján fuUtrúar munu hafa skrifað sig á listann en Guðjón sat fast við sinn keip. Bjarni dró við þetta framboð sitt tU baka og því var Grétar Mar sjálfkjörinn. í ljósi þess að einungis rúmlega fjörutíu fuiltrúar sitja þingið og með áskoruninni var tæplega helmingur þeirra að lýsa því yfir að hann vUdi hvorugan kandídatinn, má þá ekki halda því fram að Grétar Mar hafi aUs ekki haft meirihlutann á bak við sig? Enga talnaleiki „Ég veit ekkert um það,“ segir Grétar og verður frekar önugur þegar þetta mál er dregið fram. „Ég hef ekkert lagt mig eftir slík- um talnaleikjum. Ég hafði stefnt að þessu embætti lengi og var ánægð- ur með að ná settu marki. Mér hefði þótt gott að það hefði verið kosið miUi okkar. Ég hef ekki orð- ið var við neinn ágreining, hvorki innan stjórnar né utan.“ Þing FFSÍ verður haldið í lok nóvember næstkomandi og þar er meðal annars forsetakjör á dag- skrá. Grétar segist vera ákveðinn í því að leita eftir þvi að gegna starf- inu áfram og leita eftir umboði þingfulltrúa tU þess. DV hefur heimUdir fyrir því að meðal skip- stjórnarmanna á Norðurlandi sé nokkur urgur vegna starfa Grétars og þar hyggi menn á framboð gegn sitjandi forseta. „Ég veit ekkert um það,“ segir Grétar rólegur. „Ég hef reynt að gegna þessu starfi eins vel og mér er unnt og sækist eftir þvi áfram. Ég mun berjast fyrir því eins og ég get en ef ég verð undir þá verður svo að vera.“ - Er það ekki tilfeUið að þessir sömu skipstjórar á Norðurlandi fóru í einhvers konar samningavið- ræður fram hjá stjórn sambandsins síðast þegar sjómenn voru í verk- faUi? „Það er rétt að Norðlending- amir áttu einhverja fundi með útgerðarmönnum fyr- ir norðan. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað þar var rætt eða hve langt var gengið. Við vorum aUan tímann með samningsumboð fyrir Norölendingana og við fengum aldrei neina tilkynningu um að þeir vildu breyta því.“ Síðustu kjara- deilu sjómanna lauk síðan með gerðardómi. Það hefði verið áfaU fyrir Grétar Mar og hans menn ef samstaða innan raða félagsins hefði klofnað en samstaða með far- mönnum og vélstjórum brást og vélstjórar sömdu á síðustu stundu. Hrikaleg mistök „Samstaða i aUri kjarabaráttu er eitt mikUvægasta vopnið sem deUu- aðUar eiga. Vélstjórar brutu þessa samstöðu og þar gerði Helgi Laxdal að mínu viti mjög lélegan samning sem fól í sér launalækkun á mörg- um sviðum. Þetta voru mikil mis- tök enda hefur verið mikil óánægja innan raða vélstjóra síðan. Við urð- um mjög sárir þegar þetta gerðist." - Mun þetta ekki spiUa samstöðu félaganna tU lengri tíma litið? „Það reynir sennUega lítið á það þar sem vélstjórar sömdu til fjög- urra ára en lög voru sett á okkur til 2003.“ Undanfarin ár hafa sjómenn ít- rekað staðið í hörðum kjaradeUum sem hefur lyktað með lagasetning- um sem stöðvað hafa verkföU þeirra. Grétar heldur því reyndar fram að sjómenn hafi verið meira og minna undir lögum síðastliðin þrjátíu ár. „Það var alveg kristaltært að mínum dómi í síðustu kjaravið- ræðum að LÍÚ vUdi ekki semja við okkur og það hefur áreiðanlega aldrei staðið tU því þeir treystu á lagasetningu. Þeir ætluðu aldrei að semja við okkur nema við vUd- um beygja okkur eins og vélstjór- ar.“ Frá sjónarhóli leikmanns kristaU- ast kjarabarátta sjómanna í nokkrum persónum þótt þær séu allar fuUtrú- ar ákveðinna breiðfylkinga. Það eru Helgi Laxdal, Grétar Mar Jóns- son. Sævar Gunnarsson á móti Kristjáni Ragnars- syni og Friðrik Arn- grímssyni hjá LÍÚ. 4 Ekki verður vart við annað en fylk- ingarnar tak- ist á af mikiUi hörku og deUurnar verða oft mjög persónulegar. Eru þær ekki of persónulegar? LÍÚ hjólar í mig „Þetta er auðvitað sorglegt að þetta skuli vera i þessum farvegi. Ég hef ekki verið í persónulegum deilum við menn en ég hef verið ófeiminn við að setja fram skoðan- ir mínar. Samt hef ég forðast að nefna nöfn en LÍÚ hefur ákveðið að hjóla í menn persónulega og sérstaklega mig.“ í síöasta fréttabréfi LÍÚ vændi Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, Grétar Mar um þjófnað þegar hann hélt því fram að hann heföi stolið fiski frá áhöfninni og selt á fiskmörkuðum án uppgjörs. Grétar segist ætla í mál við Friðrik vegna þessara um- mæla en viðurkennir að hann hafi ekki enn ráðið lögfræðing vegna anna. Þessar þjófkenningar snúast um tveggja ára gamalt mál sem kom upp á Látraröstinni þegar Grétar var skipstjóri þar. í DV í vikunni kom fram að hann heföi samið við vélstjórann sem ætlaði að kæra hann vegna kvótasvindls. „Þessi strákur var vélavörður hjá okkur. Það er ofmælt að ég hafi samið við hann. Það gerðu fé- lagar mínir. Hann var aldrei nema viku um borð hjá okkur svo hann hefur varla verið neinn sérfræð- ingur. Hann fékk uppgert að fullu og reyndar meira en hann átti skilið. Þessar ásakanir snúast ekki um þetta mál heldur um að forráða- menn LÍÚ vilja koma mér frá. Það er ekki tilviljun að þeir koma fram með þetta mál þegar stutt er til kosninga í Farmanna- og fiski- mannasambandinu." Mjölframlelöendur stela - Grétar hefur í kjölfarið vakið athygli á þeirri staðreynd að kolmunnaskip sem landa i Færeyj- um fá 10-15% hærri vigt upp úr skipinu en þegar landað er á ís- landi. Hann segir að í tilviki „Ég þekki náttúrlega allar þessar brellur og ég hef tekið þátt í því að henda fiski á mínum ferli þótt ég sé ekki stolt- ur af því. Þetta er óskap- legt vandamál og er ein stœrsta ástæðan fyrir því að fiskifrœðingar vita ekkert um það sem er í gangi. Það er svindlað fram hjá vigt, fiktað í ísprufunum og margt fleira sem menn gera til að snúa á kerfið. “ stærstu skipanna, eins og Ingunn- ar AK, geti þetta munað 300 tonn- um. Eina undantekningin er mjöl- verksmiðjan á Norðfirði, þar er vigtað með öðrum hætti en annars staðar. Þarna eru mjölframleiðendur auðvitað að stela frá sjómönnum og þegar verömunurinn sem er milli íslands og Færeyja á kol- munna leggst við þetta verður munurinn enn meiri." Þegar ásakanir ganga svona á víxl verður þetta ekki kallað ann- að en stríð. „Þeir hafa ákveðiö að koma mér frá völdum. Staðreyndin er sú að LÍÚ hefur ekki áður fengið í þenn- an stól sem ég sit í mann sem er því eins erfíður og ég. Aðrir voru kannski mun samvinnuþýðari við þá en ég og mér sýnist að aðrir for- ystumenn séu ekki eins hispurs- lausir. Ég hef kallað hlutina sínum réttu nöfnum og þess vegna vilja þeir losna við mig,“ segir Grétar. Nú er það þekkt fyrirbæri í stjórnmálum að menn berjast eins og ljón í ræðustólum en eru bestu vinir þess utan og slíðra sverðin og kankast á. Þetta er ekki með þessum hætti í verkalýðsbaráttu sjómanna. Þú færð þér ekki kaffi mjog Þetta er Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, berst við útgeröarmenn. Hann talar við DV um baráttuna, sjóinn, listina og Næsta bar. S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.