Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Síða 5
5 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Tvö fyrirtæki deila hart um réttmæti reiknings sem hleður á sig kostnaði: Fokdýrar kynningarviðræður - segir annar aðilinn - réttmæt innheimta segir hinn „Það er ótrúlega ósvífið að senda okkur himinháan reikning sem eng- ar forsendur eru fyrir, enda engin vinna á bak við hann,“ sagði Isar Logi Arnarsson hjá Undirtónum ehf. vegna óvenjulegrar deilu sem fyrirtækið á í við Viðskiptamiðlun- ina. Forráðamenn Undirtóna áttu tvo fundi með fulltrúum Viðskipta- miðlunarinnar á dögunum. Hinir fyrmefndu töldu að einungis væri um kynningarfundi að ræða sem gætu verið undanfari frekari við- skipta. Síðan fengu þeir reikning frá Viðskiptamiðlun upp á tæplega 28 þúsund krónur. Þeir neita að borga og er reikningurinn nú kom- inn upp í 45.500 krónur með inn- heimtukostnaði. Að sögn ísars Loga ákváðu for- ráðamenn Undirtóna að kaupa sér bókhaldsþjónustu. Þeir leituðu til nokkurra fyrirtækja til að kynna sér þjónustu þeirra, þ.á m. Við- skiptamiðlunarinnar. Yfirleitt fóru Undirtónamennirnir í heim- sókn í fyrirtækin og ræddu við fulltrúa þeirra. Var m.a. farið í Viðskiptamiðlunina. Isar Logi Dýrt spaug Isar Logi Amarsson segir ekki koma til greina að Undirtónar greiöi reikning- inn frá Viðskiptamiðluninni, enda sé engin vinna á bak við hann. Hér hampar ísar Logi reikningnum umdeilda sem vefur upp á sig dráttarvöxtum og inn- heimtuþóknunum frá degi til dags. sagði að þeir hjá Undirtónum Fulltrúar Viðskiptamiðlunarinnar hefðu þurft frekari upplýsingar hefðu þá endilega viljað koma til þaðan og ætlað í aðra heimsókn. þeirra. Það hefði orðið úr. „Þeir komu tveir og það var set- ið í innan við hálftíma," sagði Isar Logi. „Þetta var eina fyrirtækið sem rukkaði okkur fyrir kynning- arviðræðurnar. Það var aldrei á neinum tímapunkti komið þannig að við værum í einhverjum við- skiptum við Viðskiptamiðlunina, enda vorum við ekki búnir að senda á þá eitt einasta plagg sem þeir hefðu getað lagt vinnu í. Við höfum reynt að fá leiðréttingu okkar mála hjá fyrirtækinu en þeir standa harðir á reikningn- um.“ Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptamiðlunarinnar, sagði að þaðan hefðu tveir menn farið til Undirtóna og verið þar í eina og hálfa klukkustund við að sækja bókhaldsgögn og fara yfir málin. „Þegar kynningarfundir við fólk sem leitar eftir þjónustu eiga sér stað þá er að öllu jöfnu ekki rukk- að,“ sagði Jón. „En þegar við erum boðaðir til framhaldsfundar um sama mál þá er klukkan farin að tikka.“ -JSS DV-MYND ORN ÞORARINSSON í sláturhúsinu Ásta Einarsdóttir og Camilla Sören- sen við störf í sláturhúsi KS í haust. Rýrari dilkar Meðalþungi dilka í sláturhúsi Kaup- félags Skagfirðinga á Sauðárkróki var 15,35 kg í haust. Það er um 400 grömm- um lakari meðalþungi en í fyrra en þá voru dilkar líka með alvænsta móti. Ef gert er ráð fyrir að kjötmáltíð vegi 200 grömm, sem er venjuleg viðmiðun, þá vantar máltíð fyrir tvo á hvern einasta dilk í haust. Alls var slátrað 45.869 lömbum á sláturhúsinu í september og október í haust. Það er liðlega 13 þús- und dilkum fleira en á síðasta ári. Eitt- hvað mun vera geymt af gimbrarlömb- um sem ætlunin er að slátra á næstu vikum. Aukin slátrun stafar af því að nú var flutt fé til slátrunar á Sauðárkrók af Vestfjörðum og úr Vestur-Húna- vatnssýslu. Gengu þeir flutningar vel og stóri flutningavagninn, sem keypt- ur var í haust, reyndist ágætlega, að sögn Ingótfs Helgasonar sem annaðist fjárflutningana. -ÖÞ íslendingar ofurseldir flugsamgöngum: Aðeins 6 farþegar geta ferðast með farþegaskipum — verðum að hafa fleiri en eina flutningsleið Katrín Fjeld- sted (D) spurði samgönguráð- herra, Sturlu Böðvarsson, á Al- þingi í gær hvort hann teldi rétt að tryggja skipafólks- flutninga allan ársins hring til landsins. Fyrir- spumin varðaði öryggismál íslendinga. Þingmaðurinn benti á að þjóðin hefði að mestu treyst á Flugleiðir til þessa en nú hefðu veður skipast skjótt í lofti sbr. hryðjuverkin 11. sept sl. íslendingar væru ofurseldir fluginu sem flutn- ingsmáta og það væri áhyggjuefni. Sem dæmi nefndi Katrín að hún hefði grennslast fyrir hjá Eimskip og kom- ist að því að þar væru aðeins tvö skip sem gætu siglt með farþega, Dettifoss og Goðafoss. Samanlagður farþega- fjöldi með þessum tveimur skipum er hins vegar aðeins sex. Samgönguráðherra tók undir að ís- lendingar ættu mikið undir greiðum samgöngum en sem betur færi væri flugþjónust- an mikil og góð. Vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu væri einkum vegna tíðra flug- ferða og svo yrði áíram. Hins vegar myndi ný og öfl- ugri ferja leysa Norrænu af innan tíðar og það skref yrði í þágu allrar þjóðarinnar. Hugs- anlegt væri að lengja siglingartimann jafnvel þannig að nýja ferjan gæti siglt til og frá íslandi flesta daga árs- ins. Sigríður Jóhannesdóttir (Sf) sagð- ist hafa orðið vör við að fólk veigraði sér við flugferðum og það væri gott ef hægt væri að lengja þjónustutíma Norrænu. Tómas Ingi Olrich (D) varaði við að byggð væri upp vantrú á flugsam- göngum. Þótt áfall hefði orðið yrði að styrkja flugið og tryggja forsendur þess að þvi yrði viðhaldið. -BÞ Katrín Fjeldsted. Tekur vinnuna með sér á spítalann Hinn kunni sjónvarpsmaður Jón Ársæll Þórðarson er ekki af baki dottinn þó kappinn eigi við gigt aö stríða i bakinu. Hann tók klippigræjurnar með sér upp á spítala nú í vikunni þegar hann fékk þar meðferð meina sinna og klippti þar saman sjónvarpsþætti sína um Sjálfstætt fólk á milli þess sem hjúkrunarfólkið sinnti honum. Þættir Jóns hafa notið vinsælda í haust, enda vanur spyrill á ferð framan við kunna samferðamenn. Hafsteinn Númason á hægum batavegi eftir bílslys: er bara allur að braggast - erfið endurhæfing eftir slysið fram undan „Ég kom heim fyrir mánuði og er bara allur að braggast. Þó er langt í land með fullan bata,“ seg- ir Hafsteinn Númason bif- reiðastjóri sem lenti i bílslysi í Þrengslunum að kveldi 18. septem- ber. Honum var haldið sofandi í viku eftir slysið og um tima var honum vart hugað líf. Bíll Hafsteins lenti út af veginum við mót Svínahrauns og Þrengsla- vegar og steyptist ofan í gjótu. Far- þegi sem var með í for slasaðist nokkuð en Hafsteinn stórslasaðist. Hafsteinn Númason. Hann beinbrotnaði á vinstri hendi, hægra hné og rifbeinsbrotnaði. Þá hlaut hann augnskaða og meiddist mikið á höfði. Höfuðkúpubrotnaði á hnakka hægra megin. Spengja þurfti kjálka hans og kinnbein. Haf- steinn sem upplifði miklar hörm- ungar þegar hann missti þrjú börn sín í snjóflóðinu í Súðavík er nú heima hjá sér á Kjalarnesi og bíður þess að komast í erfiða endurhæf- ingu sem búist er viö að taki allt að ár. Hann og Berglind M.Kristjáns- dóttir kona hans eiga tvær stúlkur, þriggja og fimm ára. „Ég vonast til að geta farið að vinna aftur seint á næsta ári. Ég gefst aldrei upp og hlakka til þess að byija að keyra aftur," segir Haf- steinn. -rt DV, MYND KO Bílslysiö Hafsteinn Númason var milli heims og helju eftir að hann lenti í bíisiysi í Þrengslunum í septembermánuði. Norræn bóka- safnsvika á Akureyri Norræna bókasafnsvikan er hald- in hátíðleg á Amtsbókasafninu á Akureyri í þessari viku. Amtsbóka- safnið er eitt af rúmlega 1000 söfn- um á Norðurlöndum sem taka þátt í vikunni að þessu sinni en þema vik- unnar er orð og tónar i norðri. Nokkrir dagskrárliðir eru á hverjum degi í Amtsbókasafninu og má nefna að í dag kl. 14.30 er sögu- stund þar sem lesinn verður kafli úr „Sagan af bláa hnettinum" og stutt- ir kaflar úr sögum Astrid Lindgren. •Þá verður myndin „Vi pá Salt- krákan" sýnd kl. 15.30. Á morgun fóstudag verður myndin Jón Oddur og Jón Bjarni sýnd kl. 15, en kl. 15.30 verður verðlaunaafhending í Smásagnasamkeppni Amtsbóka- safnsins. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.