Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Side 7
7
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 _________________________________________________
I>V Fréttir
Sérfræðingurinn sem býður heimilisvitjanir fyrir 5000 kr. til umræðu á Alþingi:
Hvalfjörður:
Gefðu þér
tíma
Þegar þú þarft að gera allt sem þú átt eftir að gera.
Eða þegar þig langar að gera ekkert sérstakt.
Stundum er gott að vera bara á rölti í bænum.
Við mælum með P3 miðastæðunum þegar þú vilt gefa
þér góðan tíma.
P3-bílastæðin við hafnarbakkann, Skúlagötu og Landakot
eru hagkvæmustu langtímastæði miðborgarinnar.
Ðlil Bílastæðasióður
kJ / ...svo í borg sé leggjandi
Héraösdómur
Karlmaöur hefur verið dæmdur í Vveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
gegn stúlkubarni.
Tveir teknir
fyrir glæfra-
akstur
Hann var heldur betur að flýta sér
ökumaðurinn sem lögreglan í Borgar-
nesi mældi á 161 km hraða skammt
frá Fannahlíð í Hvalfirði í gærkvöldi.
Ökumaðurinn sem var tekinn í
gærkvöld er hins vegar ekki einn um
að stunda glæfraakstur á þessum
slóðum. Fyrir nokkrum dögum var
annar ökumaður stöðvaður á 163
kílómetra hraða.
Hann gaf lögreglu þær skýringar
að hann hefði talið að vaktaskipti
stæðu yfir hjá lögreglunni. Því hefði
ekki verið yfirvofandi hætt á að hann
yrði stöðvaður við aksturinn. -gk
Lágheiði:
Lenti út af og
valt eina veltu
Bílvelta varð á Lágheiði, milli
Ólafsfjarðar og Fljóta, í fyrrakvöld.
Jeppabifreið sem var þar á ferð
lenti út af veginum og fór eina
veltu.
Ökumaðurinn var einn á ferð og
meiddist lítils háttar. Bíllinn slapp
hins vegar ekki eins vel og er ónýtur
eftir veltuna. Sumarfæri er á Lág-
heiði þessa dagana, enda heiðin auð
eins og aðrir fjallvegir landsins. -gk
ítrekaðir glæpir kynferðisafbrotamanns í Eyjafirði:
Tveggja ára fangelsi
fýrir kynmök við telpu
Karlmaður í Eyjaflrði hefur verið
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
kynferðisbrot gagnvart stúlkubami.
Hann er einnig dæmdur til að greiða
stúlkunni kr. 600.000 í miskabætur.
Málið var dómtekið í september og
var ákært fyrir nokkur brot á áranum
1994-1995 fyrir kynferðismök við
telpuna. Samkvæmt gögnum málsins
barst Barnavemdamefhd Eyjafjaröar
tilkynning frá skólahjúkrunarfræðingi
5. desember 2000 vegna ætlaðra kyn-
ferðisbrota. Tilefnið var frásögn
telpunnar i venjubundnu sjálfs-
matsviðtali hjúkrunarfræðingsins.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Akur-
eyri barst formlegt kæruerindi vegna
þessa 7. desember í fyrra og var
ákærði handtekinn fimm dögum síðar
og í framhaldi vistaður í fangahúsi.
Samkvæmt vætti vitna, frásögn
ákærða og öðrum gögnum málsins var
telpunni komið í fóstur haustið 1995
hjá hjónunum og var tilefni þess að
einstæður faðir hennar hafði langar
útiverur vegna sjómannsstarfa. Faðir
teipunnar hóf sambúð með núverandi
sambýliskonu sinni haustið 1995 og fór
telpan þá á ný á heimili hans. Dóttur-
dóttir fósturmóður telpunnar dvaldi
tíðum á heimiii hennar á árabilinu
1993-1996. Er upplýst að telpumar
bundust vináttuböndum og fengu á
stundum að gista á heimili hvor ann-
arrar. Hófust þannig kynni með telp-
unni og ákærða en hann er faðir
nefndrar vinkonu.
Fyrir dómi, líkt og við skýrslugjöf
hjá lögreglu, játaði ákærði sakarefni
ákæraskjalsins og taldi að fjöldi tilvika
hefði getað verið allt að fimm sinnum.
Hann lýsti athæfi sínu þannig að mök-
in hefðu ávallt gerst seint að kveldi
ellegar á nóttunni þegar dóttir hans
var sofnuð og eiginkona fjarverandi af
heimilinu. Kvaðst ákærði hafa látið
telpuna krjúpa nakta á hjónarúminu,
en hann síðan komið sér fyrir fyrir aft-
an líkama hennar og nuddað stífum
lim á milli fóta hennar, við kynfæri,
stutta stund. Telpan var 10-11 ára göm-
ul þegar þetta var og minntist ákærði
að telpan hefði grátið í eitt eða tvö
skipti.
Héraðsdómur Norðurlands telur
brotin alvarleg. Maðurinn hefur ekki
áður gerst sekur um kynferðisbrot.
-BÞ
Heilbrigöisráðherra líst
illa á einkaheimsóknir
- utan almannatryggingakerfisins - lögmæti kannaö
Bryndís Hlöðversdóttir (Sf) gerði
einkaþjónustu i heilbrigðiskerfinu að
umræðuefni í utandagskrárumræð-
um á alþingi í gær. Hvatinn að um-
ræðunni varðaði ekki síst sérfræðing-
inn í heimilislækningum sem boðið
hefur einkaheimsóknir á heimili án
þess að Tryggingastofnun ríkisins
niðurgreiði þjónustuna. Bryndís lýsti
áhyggjum yfir skorti á heimilislækn-
um og sagði að þúsundir fólks væra
án læknis á höfuðborgarsvæðinu.
Heilbrigðiskerfið hefði lengi verið
deilumál meðal stjórnmálaflokka og
Sjálfstæðisflokkurinn hefði mjög tal-
að fyrir tvöfóldu kerfi, þ.e.a.s. að efn-
aðir gætu keypt sér forgang. Því vildi
hún vita hvort búast mætti við rofi á
þeirri þjóðarsátt sem hér hefði ríkt
um jöfnuð og gott almannatrygginga-
kerfi.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra viðurkenndi að uppbygging
heilsugæslu hefði gengið hægar en
hann hefði gert sér vonir um en það
væri alveg skýrt að heilsugæsluþjón-
ustan yrði áfram hluti af grunnþjón-
ustunni. Um mál heimilislækninga-
sérfræðingsins sagði ráðherra að
honum hugnaðist ekki ef heimilis-
læknar væru farnir að bjóða upp á
vitjanir i heimahúsum fram hjá sam-
eiginlegu kerfi landsmanna. Hann
■cr?
Jón
Kristjánsson.
Bryndís
Hlöóversdóttir.
hygðist kanna hvort það stæðist lög
og landlæknisembættið myndi fylgj-
ast með málinu.
Ráðherra sagði ennfremur að
grunnþjónusta heilsugæslunnar væri
sterkari en svo að einn hgimilislækn-
ir í Reykjavík ógnaði þvi fyrirkomu-
lagi. Varðandi skortinn á heimilis-
læknum hefði hann skipað nefnd til
að fara yfir málin og komið hefðu
fram vísbendingar um að áhugi
lækna á heilsugæslu væri mjög að
glæðast. Heilbrigðisráðherra varaði
við umræðu um bág launakjör heim-
ilislækna. Fréttir af slíku væru ýktar.
Ýmsir þingmenn kvöddu sér hljóðs
í umræðunni og m.a. Ásta Möller (D)
sem sagði að fjölmargar stofnanir
væru reknar af einkaaðilum innan
heilbrigðiskerfisins og þær ættu það
sameiginlegt að vera kunnar að áreið-
Sigríöur Sverrir
Jóhannesdóttir. Hermannsson.
anlegri og góðri þjónustu. Heilbrigð-
isþjónustuna ætti að mestu að fjár-
magna úr sameiginlegum sjóðum en
einnig bæri ríkinu að semja við
einkaaðila til að létta á. Stjórnarand-
staðan væri að gera stefnu flokksins
tortryggilega en það væri rangt að
tala um að sjálfstæðismenn vildu tvö-
falt kerfi.
Sverrir Hermannsson (F) talaði á
öðrum nótum en aðrir stjórnarand-
stöðuþingmenn. Hann sagði vanda
heilbrigðisþjónustunnar risavaxinn
og stjórnvöld hefðu ekki náð að taka
Asta
Möller.
á honum. Þörf
væri á endurskoð-
un á Trygginga-
stofnun ríkisins
því þar væri pott-
ur brotinn.
Biðlistar væru
allt of langir og
það væri óeðlilegt
að hann þyrfti að
bíða í 2 ár ef hann
kenndi sér fóta-
meins og gæti ekki gengið. Eðlilegt
væri að hann gæti keypt sér einka-
þjónustu til að ráða bót á ef hún væri
í boði á öðrum stað.
Sigríður Jóhannesdóttir (Sf) sagði
að búið væri að rifa gat á það örygg-
isnet sem sátt hefði verið um. Sjálf-
stæðisflokkurinn væri með heilsu-
gæsluna í svelti þannig að biðlistar
lengdust og neikvæð umræða skapað-
ist. Einstæðar mæður eða öryrkjar
yrðu örugglega ekki í hópi unga sér-
fræðingsins sem áður er getið. -BÞ