Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Side 26
30 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 Tilvera Saga Bjargar C. Þorláksson: Kötuzetusonur fær heimasíðu Catherine Zeta Jones og Michael Douglas, frægustu foreldrar í heimi, hafa keypt heimasíðu handa fimmtán mánaða gömlum syninum, honum Dylan, fyrir tæpar fimm þúsund krón- ur. Slóðin er: dylanmichaeldou- glas.net. Það var fyrirtæki í Newcastle á Englandi sem útvegaði síðuna. „Við dáumst mjög að Zetu. Við er- um himinlifandi yfir að fá að vinna með henni,“ segja forráðamenn fyrir- tækisins, Zebra Communications. Vonandi fáum við að sjá myndir af litla guttanum og mömmu. Winslet kvik- nakin í vatnið Titanicstjaman Kate Winslet er ekkert feimin við að sýna sig kviknakta í nýjustu myndinni sinni, „Iris: A Memoir of Irish Mur- doch“. Að sögn fréttaþjónustunnar Ananova fer leikkonan úr hverri einustu spjör á vatnsbakka og hopp- ar út í. Með henni í nektaratriði þessu er leikarinn Hugh Bonneville. Eins og heiti myndarinnar gefur til kynna fjallar hún um ævi skáld- konunnar Iris Murdoch. Winslet leikur hana sem unga konu en Judy Dench tekur svo við. Status Quo frestar vegna slæmsku Gamla rokkgrúppan Status Quo varð fyrr í vikunni að aflýsa þrenn- um tónleikum, vegna slæmsku sem hrjáð hefur Rick Parfitt, gitarleik- ara sveitarinnar, en um er að ræða taugaklemmur i olnboga, sem þekkt er meðal gítarista. Parfitt er einn af stofnendum sveitarinnar, sem stofn- uð var árið 1966, en hún er nú í miðri tónleikaferð um Bretland. Uppselt er á alla tónleika sveitar- innar, sem bera nafnið „Never Say Never“, og sagðist Parfitt vera mjög leiður yfir frestuninni sem tilkynnt var með mjög stuttum fyrirvara. „Ég gat orðið ekki hreyft hendina og varð því að taka mér hvíld. Mér þykir leitt að valda aðdáendum okk- ar þessum leiðindum, en hjá því ^ varð ekki komist," sagði Parfitt, ™ sem segist klár í slaginn um helgina á tónleikum í Manchester. Harmsaga og hetjusaga - segir Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir prófessor Prófessor og rithöfundur Sigríður Dúna Krístmundsdóttir hefur kynnst Björgu C. Þoríáksson vel á und- anförnum árum. „Björg C. Þorláksson varð fyrst islenskra kvenna til að taka dokt- orspróf, árið 1926. Þegar ég var sjálf ung kona i doktorsnámi, með lítið bam, rakst ég á grein um hana og hún fangaði strax huga minn sem fyrirmynd. Svo var það löngu síðar sem ég byrjaði að skoða líf hennar og verk fræðilega. Það var árið 1992. Þetta em orðin ein níu ár sem við höfum fylgst að,“ segir Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir prófessor. Hún hefur lokið við að rita ævisögu Bjargar C. Þorláksson - afar áhugaverða bók upp á rúmar 400 blaðsíður. Það er ekki eini heiðurinn sem Björgu er sýndur um þessar mund- ir því í dag opnar Kvennasögusafn- ið sýningu í Þjóðarbókhlöðunni sem bregður ljósi á ævi hennar og starf. En hver var Björg C. Þorláks- son? Enginn er betur fallinn til að fræða okkur um það en Sigríður Dúna - og hún segir frá: Fékk ekki inngöngu í Læröa skólann „Björg var kona sem braust til mennta og var langt á undan sinni samtíð. Hún fæddist árið 1874 i Húnaþingi og ólst upp i gamla bændasamfélaginu. Komst á kvennaskóla á Skagaströnd og stóð sig svo vel að henni var boðið að gerast kennari þar. Þar var hún í þrjú ár. Hún lauk kennaraprófi árið 1900 í Kaupmannahöfn og Á undan sinni samtíö Björg C. Þoríáksson lét ekkert hindra sig í aö hijóta menntun á mörgum fræöasviöum. langaði að setjast i efsta bekk Lærða skólans í Reykjavík til að taka stúdentspróf en var neitað. Þá tók hún stúdentspróf utanskóla við menntaskóla í Kaupmannahöfn, fór í háskóla og tók cand.phil.-próf í heimspeki 1902. Þá var hún búin að kynnast Sigfúsi Blöndal sem var jafnaldri hennar norðan úr Húnaþingi og þau giftu sig 1903. Hún vildi læra meira og las kapp- samlega fyrstu hjúskaparárin. Svo þýddi hún rit margra helstu rithöf- unda Norðurlanda yfir á íslensku, þar á meðal Selmu Lagerlöf. Hún prófarkalas og byrjaði fljótlega sjálf að skrifa greinar í blöð og tímarit. Fyrstu greinamar voru um kvenréttindi því hún var mikil kvenréttindakona." Bjó viö kröpp kjör „Það tíðkaðist á þessum árum að þótt konur hefðu einhverja mennt- un hættu þær aö nota hana eftir að þær giftust en Björg hélt sínu striki. Hún vann að orðabókinni með Sigfúsi og eðlilegt hefði verið að hún hefði verið skráð meðhöf- undur verksins. En um 1920 var orðabókin komin úr hennar hönd- um og hjónabandið farið I vaskinn. Sagan segir að hún hafi fundið aðra konu handa Sigfúsi. Hið rétta er að hún reyndi að finna konu handa honum og keypti á hann brúðkaupsfótin þegar hann gifti sig aftur. Sjálf vildi hún halda áfram að læra og lagði fyrir sig sál- arfræði og heimspeki, bæði í Þýskalandi og Frakklandi. í nám- inu fannst henni hún vera með fjöregg íslenskra kvenna í höndun- um af því hún var fyrsta konan sem tókst á við doktorsnám. En við ýmislegt var að stríða. Hún fékk krabbamein í brjóstið, var ein og peningalítil og álagið var gífurlegt. Svo fór að hugur hennar truflaðist og hún taldi sig ofsótta. Þó voru verk hennar vel unnin, allt til dauðadags. En eftir að doktorspróf- inu lauk fékk hún ekkert starf við sitt hæfi, hvorki á íslandi né í Dan- mörku, og bjó við kröpp kjör. I des- ember áriö 1929 tók Parísar-lög- reglan hana og lokaði hana inni á geðveikrahæli í eitt ár. Hún lifði í þrjú ár eftir útskrift þaðan en dó úr krabbameini í Kaupmannahöfn í febrúar 1934.“ Á sniö viö viðteknar hug- myndir „Björg var fjölfræðingur. Fyrir utan vinnu sína við orðabókina skrifaði hún mikið. Hún tileinkaði sér sálfræði, heimspeki, lífeðlis- fræði og næringarfræði og ritaði greinar á öllum þessum sviðum. Svo orti hún líka ljóð og skrifaði leikrit. Sagan hennar er því bæði harmsaga og hetjusaga. Hún fór á snið við viðteknar hugmyndir þess tíma um hlutverk konunnar en þótt hún ætti skyldmenni og kunn- ingja bæði i pólitík og meðal fræði- manna þá fékk hún engin störf við sitt hæfi. Ég segi í bókinni og vitna þar í Sigurð Guðmundsson, rithöf- und og myndlistarmann, að þótt karlar séu flestir gagnkynhneigðir kynferðislega þá virðist þeir and- lega samkynhneigðir. Björg var fyrst kvenna til að fara inn á fræðasviðið. Hún rauf þar með andlegt ástarsamband karla við sjálfa sig á fræðasviðinu og uppsk- ar þögn. Fyrirbærið kona átti ekki heima á þeim vettvangi." -Gun. Ný mynd Sólveigar Anspach umdeild í Frakklandi: Fjallar um dauðarefsingu Heimildamyndin „Made in the USA“, eftir Sólveigu Anspach og Cindy Babski, sem frum- sýnd var í París miðvikudaginn 14. nóvember, virðist ætla að vekja tals- verða athygli en hefur fengið nokkuð misjafna dóma. Sól- veig Anspach, sem er íslensk í aðra ættina og bandarísk í hina en uppalin í Frakklandi og starf- andi þar, varð þekkt fyrir kvikmynd sína „Haut les coeurs" sem sýnd var víða, m.a. á íslandi. 1 þessari nýju kvikmynd heldur hún til ættlands síns Bandaríkjanna og fjallar um mál sem hefur verið ofar- lega á baugi um langa hríð: dauða- refsingu. Hún tekur fyrir mál svert- ingjans Odell Barnes sem dreginn var fyrir rétt í Texas 1989, ákærður fyrir morð og síðan tekinn af lífi 1. mars 2000 í hinu illræmda fangelsi í Huntsville, þótt hann lýsti jafnan yfir sakleysi sínu og ljóst væri að máls- meðferðin hefði verið í meira lagi gölluð. Fengu aldrei aö hitta Odell Barnes Myndin sem Sólveig Anspach gerði í samvinnu við bandaríska blaðakonu, Cindy Babski, er byggð á viðtölum við ýmsa sem tengjast málinu og á bréfum Odell Barnes, sem kvikmyndakonurnar fengu þó aldrei að hitta. í opnuviðtali sem birtist í vikublaöinu „Journal du dimanche" segir Sólveig Anspach frá þeim erfið- leikum sem fylgt hefðu gerð myndarinnar. Eftir eitt viðtal neitaði saksókn- arinn að ræða frekar við hana og lögregluþjón- um sem tengd- ust rannsókn málsins var bannað að hafa nokkur samskipti við kvik- myndakonumar. Svo er að sjá að andinn í Texas á stjórnartímum Ge- orges W. Bush, þáverandi ríkis- stjóra, hafi verið mótsnúinn öllu því sem kom frá Frakklandi, þar sem búið er að koma fallöxinni fyrir á safni. En í mjög jákvæðum dómum sem birtust í blaðinu „Libération" og vikuritinu „Télérama" er lokið miklu lofsorði á það hvemig kvik- myndakonurnar hefðu gert grein fyrir hinum ýmsu hliðum málsins og sýnt fram á veilumar viö rann- sókn þess. Gagnrýni hins kunna blaðs, „Le Monde“ er stutt en einnig jákvæð og er þar talað um „ótrúleg- ar svipmyndir" og „spennandi heim- ildamynd". Þeir sem eru neikvæðir segja að myndin sé nokk- uð einhæf og viðtöl- in hvert öðru lík, en Sólveig Anspach bendir á að það stafi af því að þær hafi ekki viljað hafa áhrif á áhorfendur með mismunandi sjónarhornum og slíku, þær hafi stefnt að sem mestu hlutleysi í kvikmyndatökunni: myndin sé ekki áróðursmynd gegn dauðarefsingu heldur heimilda- mynd um eitt ákveðið mál. Kemur á réttum tíma Þótt það sé sjálfsagt tilviljun má segja að myndin komi nú alveg á réttum tíma þegar Frakkar gerast æ tortryggnari á stjómarstefnu ríkis- stjórans fyrrverandi i hinu nýja embætti sínu. Einar Már Jónsson í París

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.