Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 28
32 Tilvera FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 I>V Sýning í Gallerí smíöar og skart Birna Smith opnar á morgun sýn- mgu i Gallerí Smíöar og skart á Skóla- vörðustíg 16A. Þar eru 20 verk, öll unnin meö olíu á striga og gerð á þessu ári. Birna er Reykvíkingur og stundaði myndlistarnám á sínum heimaslóðum á árunum 1990 til 1996. Einnig hefur hún lagt stund á por- trettmálun í Flórens undanfarið. Þetta er þriðja einkasýning Birnu og hún er opin frá 10-18 alla virka daga en frá 10 til 16 á laugardögum. Iþrjótandi formgerðir og litadýrð Tékknesk glerlistasýning verður opnuð á Kjarvalsstööum í dag, fóstu- dag. Þar eiga verk nokkrir af eftirtekt- arverðustu glerlistamönnum Evrópu um þessar mundir. Sýningin ber yfir- skriftina „Leiðin að miðju jarðar“ og listamennirnir sem þar eiga verk eru þau Stanislav Libenský og Jaroslava Brychtová, ásamt meðlimum Rúbí- kon-hópsins, þeim Bohumil Eliá, Jaroslav Matoua, Jan Exnar og Jaromír Rybák. Sýningarstjóri er Ivo Kyen, grafískur hönnuður, safnvörð- ur og hugmyndafræöingur Rúbíkon- hópsins. Efnistök listamannanna eru ólík og endurspegla sérstöðu hvers og eins. Þannig gefur að líta fjölbreyttan þver- skurð af þeim óþrjótandi formgerðum og litadýrð sem glerið hefur upp á að bjóða, ýmist eitt og sér eða með öðr- um efnum. Fróðleikur um faldbúninginn Elsa E. Guðjónsson, textíl- og bún- ingafræðingur, mun fjalla um ís- lenska faldbúninginn í máli og mynd- um á morgun á Laufásvegi 2. Fyrir- lesturinn er á vegum Heimilisiðnaðar- skólans og hefst kl. 14. íslenskar kon- ur klæddust faldbúningnum á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta þeirrar 19. Elsa gerir grein fyrir hinum ýmsu ílíkum sem búnipgnum tilheyra, heit- um þeirra, gerð og efni. Svo gefin séu smásýnishorn af heitum má nefna fald, kraga, treyju upphlut, hálsklút, handlínu og höfuðklút. Gönguleiðir Gengið um Seltjarnarnes: Angan af sjó, þangi og fuglum Á Seltjarnarnesi eru göngustígar sem gaman er að þræða. Um það geta þau borið hjónin Amþór Helga- son og Elín Árnadóttir. Þeirra upp- áhaldsleiðir eru stígarnir utan viö byggðina vestast á nesinu, úti við Gróttu, meðfram Seltjörn og hring- inn í kring um golfvöllinn. Þau fara ýmist gangandi eða hjólandi, jafnvel svo snemma morguns að fuglarnir eru ekki komnir á fætur! Arnþór rifjar upp eina slíka ferð: „Mér er ógleymanlegur einn morgunn þegar við hjónin komum hjólandi að Bakkatjörn. Þá var fjöldi fugla sof- andi á bakkanum og hrökk upp með látum. Ég spurði Elínu hvað væri á seyði og hún sagði mér að fugla- skarinn væri allur að foröa sér und- an okkur út á tjörnina. Síðan skil ég vel hugtakið „Það varð uppi fótur og fit.“ Njóta náttmyrkurs og stjörnuskins Þau hjón eru ekki bara á ferð um nesið snemma morguns heldur líka seint á kvöldin þegar stjörnurnar skína og norðurljósin dansa um hvolfið. Þá elska þau að fara út í Suðurnes þar sem Elín lýsir fyrir Arnþóri fegurð himinsins. Þau við- urkenna að vissulega sé ljósmengun frá byggðinni en þarna séu þau þó komin út úr skærustu birtunni. „Hér á Seltjarnarnesi gilda næstum því þau skilyrði sem Vinstri grænir orðuðu svo fallega í ályktun lands- fundarins: „að nauðsyn beri til að varðveita aðstæður í nágrenni þétt- Ganga um nesiö sitt seint og snemma Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir. Gönguleiöakort sem umhverfisnefnd Seltjarnarness lét gera fyrr á þessu ári og dreiföi í öll hús á svæöinu. býlis til að menn geti notið nátt- myrkurs og stjörnuskins!““ segir Arnþór sposkur á svip. Þau segja að gönguleiðakerfi á nesinu hafi verið gert vel úr garði og nú sé hægt aö ganga og hjóla meðfram allri strönd nessins. Stíg- urinn meðfram golfvellinum sé að vísu ekki hjólafær en greiðfær gang- andi fólki. Elín segir að það pirri þau stundum hversu mikiö af tak- mörkuðu landi Seltjamamess fari undir golfvöllinn og að þau séu ekki allskostar ánægð með umgengni golfklúbbsins við ýmsar náttúru- minjar á svæðinu. Sagan horfin óþarflega hratt Talið berst að Gróttu. „Grótta er dýrðareyja sem liggur hér undan landi og er tengd með granda við nesið," segir Amþór. Elín segir betra að vera vel skóaður þegar haldið sé þangað þvi um hála steina sé að fara. „Maður getur lent í að labba í blautum þara,“ segir hún. En kostinn við Gróttu segja þau að þar sé allt tiltölulega ósnortið, nefna til dæmis gamlan grjótgarð sem ef- laust hafi verið hlaðinn sem girðing kring um túnið. Fyrir nokkrum ára- tugum hafi verið talsvert um grjót- garða á Seltjarnarnesi en þeir eru því miður horfnir. Varirnar séu flestar farnar líka, Nýjabæjarvör, Nesvör, Nýlenduvör Pálsvör og Bollagarðavör því grjóti hafi verið hlaðið meðfram ströndinni til að verjast sjávargangi. „Sagan hefur horflð óþarílega hratt,“ segir Elín en bætir við: „Nesstofa og Ráða- gerði eru þó gamlar byggingar. Búið er að gera Ráðagerði upp í sinni upprunalegu mynd og einnig að dytta að gömlum hákarlaskúr sem stendur þar rétt hjá.“ Arnþór bætir því við að meðal minja á nesinu sé líka gamalt útsýnisskýli frá stríðs- árunum. „Þar voru hermennimir með aðstöðu til að fylgjast með skipaferðum," segir hann til skýr- ingar. Borðið að komast á kaf Arnþór segir sólarlagið fegurra á Seltjarnarnesi en víðast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og fuglalíf sé fjölskrúðugt að sumrinu. Þar hafi sést um 100 tegundir og milli 20 og 30 tegundir verpi þar. Elín bætir við að það sem geri nes- ið sérstakt líka sé þessi sterka ang- an af sjó, þangi og fuglum. Margs konar náttúruupplifanir sem höfði til allra skilningarvita. Hún segir að á einum stað við Seltjörnina sé borð með bekkjum, næstum grafið ofan í jörðina. Þangað hafi þau nokkrum sinnum farið með morgunmatinn sinn. „Stundum erum við með smá- fólk með okkur. Því þykir mikið sport að fara í fjöruferð með mat!“ segir hún og bætir við að gjarnan mætti fjölga borðum og bekkjum meðfram stígunum. Tilkomumikið brim Meðfram Seltjörninni, milli Gróttu og Suðurness, segir Elín yndislega skeljasandsfjöru og á Suð- urnesinu útsýni bæði til Snæfells- ness og Reykjaness. „Vestast á Suð- urnesinu finnst mér alltaf gaman að staldra við í hvernig veðri sem er því við klappirnar þar er alltaf til- komumikið brim,“ segir hún. Arn- þór tekur i sama streng. „Það er vissulega stórkostlegt að geta kom- ist á hálftíma göngu það langt frá byggðinni að maður heyrir ekki annað en hljóð náttúrunnar." -Gun. í fjöruferð með mat Hringur Árnason og Birkir Karlsson hlakka til að taka til matar síns úti við Seltjörn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.