Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Page 23
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002
33 V_____________________________________________________________________________________Helgarblað
Edvard Vogt er fæddur árið
1923, hann á kanadíska
konu og 4 böm og býr í
Björgvin í Noregi. Hann tók lög-
fræðipróf frá Óslóarháskóla 1950,
magisterspróf („lisensíat") í guð-
fræði (1957) og kirkjurétti (1959) í
Róm, hlaut doktorsgráðu í heim-
speki i Róm 1962. Vogt sat í þýsku
fangelsi 1943, var meðlimur af SIS
(Secret Intelligence Service) og MO-
org, hinni vopnuðu andspyrnu-
hreyfingu i Noregi, 1943-44, korpor-
áll í norska fótgönguliðinu í Svíþjóð
1944-45 og síðan í Noregi. Ritari
Æskulýðssambands Vinstriflokks-
ins 1947-48, tók kaþólska prests-
vígslu 1956, var prófessor við Al-
þjóðlega félagsfræðiháskólann í
Róm 1957-59, aðalritari við Institut
International de Sociologi 1959-64,
ráðgjafi fyrir Vatikanið 1965-73, dós-
ent í skipulagsfræðum við Verslun-
arháskóla Noregs 1970-87, dósent í
lögfræði við Björgvinjarháskóla frá
1987 og prófessor frá 1992, á eftir-
launum frá 1994. Ritaskrá hans hef-
ur að geyma u.þ.b. 100 verk.
Játningar
hryðjuverkamanns
Nú er mál að ég horfist í augu við
staðreyndir: Ég er hryðjuverkamaö-
ur, og glœpir mínir eru ekki fyrndir.
Það er hœgt að dœma mig og glœpa-
nauta mína til dauða meó leynileg-
um skyndiréttarhöldum við nýju
hermdarverkadómstólana í Banda-
ríkjunum. Þar yrói auðsannað að ég
hef stundað njósnir og gefió upp
sprengjuskotmörk fyrir alþjóðlega
hermdarverkanetið SIS. Síðar gekk
ég sannanlega í norsku hryðjuverka-
samtökin Milorg, þar sem ég tók
meöal annars þátt í sprengjutilrœó-
um. Þótt minn þáttur vœri aó vísu
þaó eitt aó flytja dýnamít, varðar
það dauöarefsingu. Ef til vill teldist
það mér til málsbóta að 1944 neitaói
ég að framkvæma skipun um að
taka uppljóstrara nokkurn af lífl.
Eina vöm mín er réttarblinda: Ég
hélt að andspyrna væri skylda
æskufólks í ólöglega hemumdu
landi. Daglegar fréttir frá Palestínu
hafa komið mér í skilning um ann-
að. Samkvæmt hemámsveldinu eru
það Palestínumenn sem búa ólög-
lega á landi sem tilheyrir hinum
ísraelska kynþætti. Samkvæmt
áþekkri kenningu „Blut-und-Boden“
á hermdarverkatímabili æsku
minnar var Noregur eðlilegur hluti
af hinu stórgermanska framtíðar-
ríki. Andspymuhreyfing okkar átti
minni rétt á sér en aðgerðir Palest-
ínumanna gegn hemámsvaldinu.
Við vorum hemumin bara í nokkur
ár, og ekki voru íbúar heilla þorpa
brytjaðir niður eins og i Deir Yass-
in - eða í Quiba, þar sem Ariel
Sharon var að verki með samþykki
Ben-Gurions. Ekki sölsuðu heldur
þýskir landnemar undir sig norska
jörð. Ég og aðrir hryðjuverkamenn
urðum að lokum að flýja til Svíþjóð-
ar, eins og Palestínumenn til Lí-
banons, en þýsku hershöfðingjun-
um tókst ekki að slátra okkur í
ílóttamannabúðum þar eins og
Ariel Sharon gerði í Sabra og
Chattila. Að þessu leyti er mikil
réttarbót og öryggi að nýju dómstól-
unum í Bandaríkjunum, sem sam-
kvæmt lögum mega dæma okkur og
alla aðra heimsins terrorista. Fjöldi
hryðjuverkamanna er mikill og því
rökrétt að dómstólar þessir byrji á
þeim sem hafa fr'amið hryðjuverk
gegn Bandaríkjunum og þeim her-
námsríkjum sem þau eru í banda-
lagi við. Svo kemur ugglaust röðin
að okkur sem frömdum hryðjuverk
gegn óvinum Bandaríkjanna.
hinna hernumdu linni ekki, en það
sé forsenda þess að þeir megi setjast
að „samningum milli deiluaðila“.
Aldrei er okkur bent á að leiðtogar
Palestínumanna á hernumdu svæð-
unum eru í sömu stöðu og leiðtogar
andspymuhreyfingar okkar undir
hernámi Þjóðverja, og að það sem
ísrael krefst mundi samsvara því að
þessir leiðtogar hefðu afhent Þjóð-
verjum - ekki aðeins okkur, hryðju-
verkamennina í Milorg, heldur
einnig yfirráð yfir Óslóborg, öll
bestu „búsetusvæði“ landsins og
rétt til eftirlits í landinu öllu.
í norskum fjölmiðlum eru stríðs-
glæpir ísraels, sprengjuárásir og
markvissar skothríðir gegn grjót-
kastandi bömum daglega skýrðir
sem skiljanleg „viðbrögð" við
hryðjuverkum Palestinumanna.
Aldrei er sett fram krafa um íhlut-
un og að Ariel Sharon, sannur að
Norski lagaprófessorinn
og guðfrœðingurinn Ed-
vard Vogt horfir á sam-
tímaviðburði frá óvœnt-
um sjónarhóli í grein í
Dagbladet í Noregi
hryðjuverkum, ásamt terrorflug-
mönnum sínum og einkennisklædd-
um bamamorðingjum, verði dreg-
inn fyrir Haagdómstólinn eða hina
nýju bandarísku dómstóla.
Þann 4. desember síðastliðinn
fékk fréttamaður sjónvarps loks þá
hugmynd að hafa tal af ísraelska
sendiherranum sjálfum en ekki hin-
um heiladauða talsmanni hans. Ár-
angurinn varð fleðuleg vella um
hörmungar hins saklausa hemáms-
veldis. Þessum aðlaðandi sendi-
herra var - eins og öllum ísraelsk-
um leiðtogum sem komið hafa í
nánd við norska hljóðnema - hlíft
við skuldaskilum fyrir 55 ára brot
ísraels á öllum ályktunum Samein-
uðu þjóðanna og ákvæðum bæði
þjóðréttar og stríðsréttar.
Siðferðilegt sjálfsmorð
Meðan ég sat í fangelsi árið 1943
hitti ég gyðinga á leið í gasklefana
og reyndi sem „gangastrákur" að
létta þeim lífið af veikum mætti. í
grein sem ég skrifaði 1948 gagn-
rýndi ég ríkisstjómina harkalega
vegna tregðu hennar til að viður-
kenna Ísraelsríki. Árið 1957 kannaði
ég sjálfur ástandið i ísrael og birti
grein í amerísku tímariti þar sem
ég lét í ljós alvarlegar áhyggjur af
framtíð ísraels sjálfs og af gyðingum
og menningu gyðinga utan ísraels,
því að samtök þeirra létu í sívax-
andi mæli misnota sig til stuðnings
við afbrot Ísraelsríkis. Þetta var ein
fyrsta gagnrýna greinin eftir ísra-
elsvin í viðurkenndu alþjóðlegu
málgagni og Jewish Agency í Paris
gerði sitt ýtrasta til að draga úr
áhrifum hennar. En greinin hlaut
stuðning frá fulltrúum ýmissa máls-
metandi hópa gyðinga, m.a. Der
Bund í PóÚandi og The Jewish
Council í Bandaríkjunum.
Við sem ólum í brjósti heitan
draum um mannúðlegt Ísraelsríki
sem athvarf fyrir ofsótta gyðinga
grátum í dag það siðferðilega sjálfs-
morð sem ríkið er langt komið að
fremja. Það er ótrúlegt að meðal
þeirra sem eru ábyrgir fyrir áfram-
haldandi glæpaverkum er virtur
norskur rabbíni sem nú á sæti í rík-
isstjórn ísraels.
Helgi Haraldsson þýddi
Hver er „Palestínuvandinn"?
Já, svona er hægt að hafa alvar-
leg mál í flimtingum. Beiskjufyndni
verður einatt þrautalendingin þegar
fréttamenn nútímans Eifskræma
raunveruleikann með skilningsleysi
sínu á hyldjúpri örvæntingu Palest-
ínumanna sem í síauknum mæli
eru flæmdir frá landi sínu og jörð
feöra sinna. í rösk 50 ár hafa norsk-
ir fréttamenn verið gjallarhom fyr-
ir snilldarlegan áróður Israels-
manna. Að undanfórnu hefur mátt
merkja vissa framför, þótt enn haldi
norskir fjölmiölar áfam að tyggja
það í okkur að „Palestínuvandinn"
sé í þvi fólginn að hryðjuverkum
verð frá kr. 1.990
c.\4++Vl'
ais\áttur
ÖRNINNP*
STOFNAÐ 1925
Skeifunni 11, Sími 588 9890