Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 Fréttir iOV Golfmaður lét lífið í umferðarslysi í Lúxemborg: Bætur eftir tuttugu ára málaþras Sameiginlegur sjóður tryggingafé- laga í Lúxemborg hefur samþykkt að greiða dánarbætur og slysabætur eftir bílslys sem varð 21. sepember 1981. Það hefur tekið lögfræðinga meira en tvo áratugi að ná fram bótum. Fjórir ís- lenskir golfmenn voru á ferð með lúx- emborgskum ökumanni þegar slysið varð. Farþegi í sæti við hlið ökumanns- ins lést við áreksturinn. „Þetta hefur verið martröð í mörg ár, en núna er þetta vonandi frá,“ sagði Sigurjón Gíslason, en hann hlaut mikinn skaða á fæti i slysinu og fer senn í aðgerð af þeim sökum. Bílslysið varð með þeim hætti að ungur sonur auðmanns í Lúxemborg var að aka íslendingunum. Þeir komu frá veitingahúsi og voru á leið til næt- urstaðar síns. Sigurjón segir að fyrst og fremst hafi ofsaakstur valdið því að bíliinn lenti utan vegar og á umferðar- skilti. Ökumaðurinn greinir frá því að bíll hafi komið á röngum vegarhelm- ingi á móti bíl þeirra félaga. Hann hafi neyðst til að sveigja út af veginum með hörmulegum afleiðingum. í kjölfar slyssins kom í ljós að bíllinn var tryggður í Þýskalandi og trygging- in hafði runnið út þremur vikum fyrir slysið. Tryggingafélagið neitaði því að bæta tjónið. Fram kom að blóðsýni sem var tekið af ökumanni eftir slysið týnd- ist í meðforum lögreglunnar í Lúxem- borg. Þá var ungi maðurinn gerður arf- laus af fóður sinum í kjölfar slyssins. Bótaþegamir skrifuðu undir samþykki sitt til þess að sjóður tryggingafélag- anna sækti endurgreiðslu til öku- mannsins þegar og ef hann verður borgunarmaður fyrir greiðslunum. Allan tímann hafa lögfræðingar reynt að ná niðurstöðu í þessu bóta- máli. Kona, lögmaður í Lúxemborg, hefur allan tímann barist við kerflð og einnig lögfræðingar hér heima. Niður- staöa fékkst eftir að Hreinn Loftsson fékk málið í hendur fyrir 2-3 árum. Hann fór tO Lúxemborgar, kannaði málavöxtu þar og tókst að ljúka mál- inu. Bætur eru hæstar til ekkju hins látna en lágar bætur til bama þeirra. Siguijón fær nokkrar milljónir í miskabætur. Ættingjar hins látna í slysinu báðu DV að geta ekki nafna í fréttinni og verður blaðið við því. -JBP Argentískur tangóhópur beint frá Buenos Aires El Escote-hópurinn kom frá Argentínu í gær og héit rakleiöis í íslensku óper- una til aö skoöa staöhætti. Margir atburðir á Listahátíð opnir án endurgjalds: Boðið til veislu Fyrstu stóru hópar listamanna á Listahátíð komu tii landsins í gær. Annar þeirra, E1 Escote-hópurinn, kom beint frá Buenos Aries og byrjaði á að fara niður í íslensku óperu til að skoða staðhætti. Sýningin þeirra, Cenizas de Tango, er fýrsta frumsýning erlendra listamanna á hátíðinni og þau munu dvelja hér lengst allra, sýna funm sinn- um og halda námskeið í Kramhúsinu fyrir tangóunnendur. Þetta verður svo kórónað með miklu tangóballi í Lista- safiii Reykjavíkur - Hafnarhúsi eftir síðustu sýningu þeirra, 16. maí. Einnig kom i gær franski fjöllistahóp- urinn Mobile Homme sem lætur hífa sig upp í 40 metra hæð yfir Tjömina á morgun kl. 14. Nóg pláss í stæðum! Setning Listahátíðar er í dag og frumsýningar á baUettinum Sölku Völku og Hollendingnum fljúgandi. Á morgun, sunnudag, hefst dagskrá kl. 13 með því að Fjöruverk eftir Sigurð Guð- mundsson verður afhjúpað við Sæ- braut á móts við Snorrabraut - og í beinu framhaldi af því verður Vatns- veitan eftir Kari Elise Mobeck vígð á sömu slóðum. Kl. 13.30 verður sýningin Listamaðurinn á hominu opnuð í Ráð- húsinu og rifjuð upp „homverk" fjöl- margra myndlistarmanna frá því í vet- ur. Sýningar verða einnig opnaðar í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Galleríi i8 og er ókeypis inn á söfiiin á morgun. Ókeypis er einnig inn á há- degistónleikaröðina Fyrir augu og eyru á komandi vikum og geta gestir þá skoðað myndlistina í leiðinni! -SA Atlanta stofnar flugfélag á Spáni: Hagnaður þrátt fyrir hryðjuverkin Flugfélagið Atlanta skilaði ágætum hagnaði í fyrra að sögn Amgríms Jó- hannssonar, stjómarformanns félags- ins. Eftir hryðjuverkin 11. september sl. urðu mikil umskipti í flugheiminum til hins verra og skiluðu afar fá flugfé- lög hagnaði árið 2001. Árangurinn er því rós í hnappagat Atlanta. Atlanta er með ýmis jám i eldinum. Er verið að stofiia nýtt flugfélag í sam- starfi við Pullmantur, eina stærstu ferðaskrifstofu Spánar. Atlanta mun eiga 49% í nýja félaginu en Pullmantur 51%. Ferðaskrifstofan hefur einkum selt ferðir á skemmtiferðaskip og mun sjá nýja flugfélaginu fyrir farþegum til skipa í Mexíkó og Karíbahafmu. Atlanta mun sjá um flugrekstrarhlið- ina og leigja félaginu vél. Stofhhlutafé verður nálægt 100 milljónum króna en nýja félagið tekur til starfa í október. Aðalfundur Atlanta verður haldinn fljótlega og verða þá kynntir ársreikn- ingar. Að sögn Amgríms hefur öflun verkefna fyrir þetta ár gengið vonum framar og em nú þegar næg verkefiii fyrir vélar félagsins fyrir komandi sumar. -hlh 12 Pi Ákveðin í að færa þjóð sinni frelsi Erlent fréttaljós Reykjavík er eins og herstöð Morten Schmidt Söngvarinn í ferðatöskunni Kolbelnn Ketllsson 32 Auðvelt að elda Skötuselur Er ekki skemmti- kraftur Davíö Oddsson Baráttukona bamslega sýn Marsibil Sæmundsdóttir Líður áreynslulaust Stuttar fréttir Fariækningasamningur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra skrifaði í gær undir samning Landspítala við heilbrigðisstofn- anir á Austurlandi, Suðausturlandi og ísafirði um sérfræði- þjónustu í bama- lækningum. Landspitalinn mun með farlækningum sinna þjónustunni á hveijum stað á þriggja mánaða fresti Mælt með sameiningu Samstarfsnefnd um sameiningu Austur-Héraðs og Fellahrepps hefur nú lokið gerð málefnasamnings milli sveit- arfélaganna og hefur hann verið sam- þykktur. Nefndin mælir eindregið með sameiningu, enda muni það skapa fjölda nýrra sóknarfæra. Búnaðarbankkinn lækkar Búnaðarbankinn lækkar vexti óverðtryggðra útlána um 0,30 prósentu- stig. Lækkun mnlánsvaxta er heldur minni. Þetta er í samræmi við vaxta- breytingar Seðlabankans fyrr í vik- unni. Búnaðarbankinn segir svigrúm til vaxtalækkana nú vera töluvert. Fjallaö um þungaðar mýs Vordagar Landspítala - háskólasjúkra- húss verða í næstu viku í tengslum við ársfund hans. Fjölbreyttir fyrirlestrar verða haldnir, svo sem um bólusetningu þungaðra músa, síþreytu íslendinga og reynslu aldraðra einstaklinga af lífsgæð- um á hjúkrunarheimilum. Tóbaksmál ekki fyrir dóm Ekki verður af málarekstri íslend- inga gegn bandarísk- um tóbaksframleið- endum. Jón Steinar Gunnlaugsson og Gunnar G. Schram athuguðu hvort ís- lendingar sem skað- ast hefðu af reykingum gætu höfðað skaðabótamál. Ekki tókst að koma mál- unum fyrir dóm ytra. RÚV greindi frá. Eldur á Brúnastöðum Talsverðar skemmdir urðu þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi við Brúna- staði í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Eldurinn kom upp í eldhúsi og þar urðu mestu skemmdimar. Skamman tíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Böm sem vom í íbúðinni vora komin út þegar slökkvilið kom á vettvang. Framboðslisti gildur Héraðsdómur Norðurlands vestra kvað í gær upp þann úrskurð að yfir- kjörstjóm á Blönduósi skyldi taka til greina framboðslista bæjarmálafélags- ins Hnjúka en sem kunnugt er barst hann eOefu mínútum of seint og var úr- skurðaður ógOdur. Formaður Hnjúka fagnar niðurstöðunni. Óbreytt tómataverð Verð á íslenskum tómötum virðist ekkert hafa lækkað frá því í febrúar. RÚV greindi frá því í gær að Georg Ott- ósson, formaður Sölufelags garð- yrkjumanna, hefði sagt fyrir mánuði að framboð á islenskum tómötum hefði verið litiö og en verðið myndi væntanlega lækka hratt næstu vikur. Það hefur ekki gengið eftir. íslenskir tómatar kosta í dag um 700 kr. kg. -sbs Röng nöfn Tvívegis var farið rangt með nöfii tveggja Mýrdælinga í blaðinu í vOc- unni. í fyrsta lagi var Þór Jónsson kaOaður Þórir. í annan stað var Eyjólfur Sigurjónsson bóndi og rútu- bOstjóri í Eystri-Pétursey kaOaður Sigm-jón EyjóO'sson í myndatexta. Rangnefnin eru hér með leiðrétt og viðkomandi beðnir afsökunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.