Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 9
9
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002_
PV Útlönd
Anfinn Kallsberg
Lögmaður Færeyja ætlar aö sitja
áfram þótt hann hafi ekki meirihluta.
Meirihlutastjórn
er ekki í augsýn
hjá Færeyingum
Anfmn Kallsberg, lögmaður Fær-
eyja, staðfesti við færeyska útvarpið
í gær að í bráö væri ekki útlit fyrir
að tækist að mynda landstjóm með
drjúgan meirihluta á lögþinginu.
Þetta kom í ljós eftir viðræður hans
við leiðtoga annarra stjórnmála-
flokka á uppstigningardag.
Samsteypustjóm Kallsbergs situr
því áfram, eins og hann tilkynnti á
þriðjudagskvöld, þótt hún hafi að-
eins fengið sextán menn kjöma í
kosningunum í apríllok. Stjórnar-
andstaðan fékk jafnmarga þing-
menn kjöma.
í viðtali við útvarpið sagði Kalls-
berg að dyrnar að stjómarráðinu
væm enn opnar.
Ungir karlar lifa
hættulegu lífi
Danskir karlmenn á aldrinum 20
til 24 ára eru þrisvar sinnum lík-
legri tii að týna lífinu en konur á
sama aldri, að því er fram kemur í
nýjum tölum frá dönsku hagstof-
unni. Munurinn hefur aukist nokk-
uð undanfarin tíu ár.
Danska blaðið Jyllands-Posten
segir að ungir karlar séu líklegri til
að taka eigið líf en konur og þeir
verða fremur fómarlömb obeldis.
Stærsti sökudólgurinn í þessu efnu
er þó umferðarslysin. Þannig létust
52 ungir karlar í umferðarslysum á
árinu 2000 á sama tíma og aðeins
níu jafnaldrar þeirra af kvenkyni.
Að sögn sálfræðingsins Mette
Moller eru ýmsar skýringar á því að
ungir karlar lenda í fleiri umferðar-
slysum en konur.
„Ungir karlar aka meira en ungar
konur og lenda þess vegna í fleiri
slysum. En karlar aka líka miklu
glannalegar og ofmeta oft eigin
getu,“ segir Mette Moller.
George Robertson
Framkvæmdastjóri NATO segir aö
aukinn stööugleiki á Balkanskaga
kalli á breytta stefnu í friöargæstu.
NATO fækkar í
Balkanskagaliði
NATO ætlar að fækka í friðar-
gæsluliði sínu í Bosníu og Kosovo
um tuttugu af hundraði á þessu ári
vegna aukins stöðugleika í stjóm-
málalífi á Balkanskaga. NATO hef-
ur nú 57 þúsund menn í gæsluliði
sínu á þessum stöðum.
Að sögn Georges Robertsons,
framkvæmdastjóra NATO, hefur
fjölmargt breyst til batnaðar frá því
bandalagið fyrst sendi hermenn til
Balkanskaga og að stefna þess
breytist i samræmi við það.
Sex létust í lestarslysi á Englandi í gær:
Farþegar flugu
út um gluggana
Sex manns týndu lifi í gær þegar
farþegalest fór út af sporinu við
brautarstöðina í Potters Bar á
Englandi í gær. Tugir manna urðu
fyrir meiðslum, sumir alvarlegum.
Sjónarvottar sögðu að þeir hefðu
heyrt gífurlegan hvell og að farþeg-
ar hefðu þeyst út um glugga lestar-
innar. Hluti fjögurra vagna lestar-
innar fór upp á brautarpallinn i
Potters Bar sem er skammt norður
af Lundúnum.
„Ég heyrði hvell og sá lestina fara
upp á brautarpallinn. Þessu næst
kváðu við mikil öskur og ringul-
reiðin var algjör," sagði líkams-
ræktarkennarinn Andy Perversi
sem var á brautarpallinum þegar
slysiö varð um hádegisbiliö.
Slysið í gær var funmta dauða-
slysið í breska lestarkerfmu á jafn-
mörgum árum. Margvísleg önnur
vandræði hafa plagað lestarsam-
REUTERSMYND
Slösuðum bjargaö
Björgunarsveitarmenn koma slösuö-
um burt úr flaki lestar sem fór út af
sporinu í Englandi í gær.
göngur í landinu undanfarin ár.
„Karlar í jakkafotum með bindi
voru hvarvetna á gangi í losti, með
hendur um höfuð sér. Það var blóð
hvert sem litiö var. Þetta var hræði-
legt,“ sagði Perversi við fréttamann
Reuters á staðnum.
Björgunarsveitarmenn sögðu að
tíu væru alvarlega sárir, þar af voru
sex taldir í lífshættu. Þá slösuðust
tugir manna til viðbótar en þeir
gátu gengið óstuddir frá flaki lestar-
innar.
Railtrack, fyrirtækið sem átti
lestina, sagði að hún hefði verið á
um 160 kílómetra hraða á klukku-
stund þegar hún fór út af sporinu.
Slysið í gær varð aðeins í átta kíló-
metra fjarlægð frá stað þar sem ann-
að slys varð árið 2000. Þá fór lest út
af sporinu og létust fjórir. Lestin
var á leið frá King’s Cross stöðinni
í London til King’s Lynn í Norfolk.
REUTERSMYND
Umdelldur stjórnmálamaöur kvaddur
Þúsundir manna rööuðu sér meö fram leiö iíkfytgdar hollenska stjórnmálamannsins Pims Fortuyns sem var jarösettur
í heimaborginni Rotterdam í gær. Öfgasinnaöur dýraverndarsinni hefur veriö ákæröur fyrir aö myröa Fortuyn þar sem
hann kom úr útvarpsviðtali í borginni Hilversum í síöustu viku. Fortuyn var afar umdeiidur stjórnmálamaöur sem haföi
andúð á útlendingum meðal annars á stefnuskrá sinni. Búist er viö aö hægriöfgafiokki Fortuyns vegni vel í þingkosn-
ingunum í Hollandi í næstu viku.
Bush fagnar lausn á umsátrinu um Fæðingarkirkjuna:
Vonast til að aftur kom-
ist skriður á friðarferlið
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lýsti í gær ánægju sinni með að
tekist hefði að binda enda á liðlega
fimm vikna langt umsátur ísra-
elskra hermanna um Fæðingar-
kirkjuna í Betlehem. Jafnframt lýsti
forsetinn þeirri von að lausnin yrði
til þess aö koma aftur skriði á frið-
arferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.
„Þetta eru jákvæðar fréttur frá
þessu óróasvæði," sagði Bush í
ræðu sem hann flutti á fjáröflunar-
samkomu fyrir Bob Taft, ríkisstjóra
í Ohio.
Fyrr um daginn hafði Bush sent
frá sér yfirlýsingu þar sem hann
sagði meðal annars að með endalok-
um umsátursins væri rutt úr vegi
hindrunum fyrir áframhaldandi
samvinnu deilenda í öryggismálum.
„Ég sé fyrir mér friö svo að fólk
REUTERSMYND
Vopnin skoðuö
ísraelskir hermenn skoöa vopn og
skotfæri sem þeir fundu í Fæöingar-
kirkjunni í Betlehem eftir aö Palest-
ínumenn fóru þaöan í gær.
geti lifað hlið við hlið í friöi,“ sagði
forsetinn i Ohio.
Palestínskir baráttumenn yfir-
gáfu Fæðingarkirkjuna í morgun og
héldu þegar í stað í útlegð, sam-
kvæmt samkomulagi við ísraelsk
stjómvöld sem fulltrúar Evrópu-
sambandsins höfðu milligöngu um.
Hluti Palestínumannanna fór til
Kýpur en aðrir fóru til palestínska
sjálfstjómarsvæðisins á Gaza, þar
sem þeim var fagnað sem hetjum.
Bush þakkaði bandarískum
stjómarerindrekum í þessum
heimshluta, svo og Evrópusamband-
inu fyrir þátt þess í lausn deilunn-
ar. Forsetinn hvatti deilendur
einnig til að snúa baki við ofbeldis-
verkum og taka aftur upp pólitískar
samningaviðræður til að reyna að
koma á friði.
Gegn glæpum
Nýskipuð ríkis-
stjórn Jeans-Pierres
Raffarins í Frakk-
landi kom saman til
fyrsta fundar síns í
gær og setti skatta-
lækkanir og barátt-
una gegn glæpum á
oddinn. Chirac for-
seti, sem stjómaði fundinum, gaf
stjóminni tíu daga til að koma fram
með frumvarp til laga um herta lög-
gæslu í landinu.
Minnst á mannréttindi
Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari sagðist hafa rætt
ástand mannréttindamála þegar
hann heimsótti Islam Karímov, for-
seta Úsbekistans, í gær.
Líkfundur í skoskri á
Lögregla i Skotlandi sagði í gær
að búkur af ungri konu hefði fund-
ist i ánni Leven og að verið væri að
rannsaka málið.
Þræta fyrir vopnahlé
Leiðtogi uppreisnarmanna
maóista í Nepal hefur vísað á bug
fréttum um að skæruliðar hafi til-
kynnt mánaðarlangt vopnahlé í bar-
áttu sinni til að steypa konungi
landsins af stóli.
Fjórir hellar sprengdir
Breskir landgönguliðar sprengdu
í gær fjóra hella í austurhluta
Afganistans þar sem þeir höfðu
fundið vopnabúr talibana eða víga-
manna úr röðum al-Qaeda.
Brosandi sprengjuandlit
Luke Helder, 21
árs gamall háskóla-
nemi sem grunaður
er um að hafa kom-
ið fyrir rörsprengj-
um í fimm ríkjum
Bandaríkjanna,
reyndi með athæfi
sínu að mynda
munstur í líki andlits brosandi
manns á landakortinu. Helder tókst
hins vegar ekki að ljúka ætlunar-
verki sínu áður en hann var hand-
tekinn í Nevada.
Létt á skuldunum
Gordon Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, lagði til í gær að gerður
yrði samningur við fátæk ríki um
að létta á skuldum þeirra og auka
aðstoð við þau og viðskipti gegn því
að þau berðust gegn spillingu.
IAndófsmenn vilja kjósa
Hópur kúbverskra andófsmanna
aihenti yfirvöldum undirskriftalista
með ellefu þúsund nöfnum þar sem
hvatt er til þess að boðað verði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um umbæt-
ur á stjómkerfl landsins.
Kardínáli yfirheyrður
EBernard Law,
kardínáli kaþólsku
kirkjunnar í Boston
í Bandaríkjunum,
þurfti aö svara
fleiri spurningum í
gær um hvemig
kirkjan tók á máli
prestsins Johns
Geoghans. Presturinn misnotaði
fjölda barna en í stað þess að svipta
hann kjóli og kalli kusu yfirmenn
kirkjudeildarinnar í Boston að
flytja hann bara á milli sókna. Fórn-
arlömb Geoghans hafa höfðað mál á
hendur kirkjuhni.