Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 27
LAUGARDAGUR . MAÍ 2002 HelQorblacf JO’V 2 V goðinn bölvaða vitleysu sem var í bókum um trúarbragða- fræði. Það er nefnilega þannig að bækur sem skrifað- ar voru um trúmál frá árinu 1920 til 1980 eru meira og minna vitleysa; þær eru skrifaðar af fólki sem heldur að það sé ekki kristið og telur sig því skrifa hlutlaust. ÖIl vestræn hugsun er hins vegar svo gegn- sýrð af kristinni hugsun að ekki er hægt að gefa hana upp á bátinn án þess að vita allt um hana.“ Alltaf verið talinn skrýtinn „Ég reyndi ýmsar klénar aðferðir til að stofna ása- trúarsöfnuð eins og til dæmis að benda mönnum á sóknargjöld sem menn fengju og gætu þá haldið blót- veislur fyrir og fengið ókeypis öl. Það þýddi ekkert. Það var alveg sama hvað ég reyndi. Einhvern tima ræddi ég við mann um slíkan söfn- uð og hann spurði hvort ég þekkti ekki Sveinbjörn Beinteinsson. Ég hafði heyrt af honum en maðurinn sagði mér að hann hefði lengi haft svipaða ætlun. Þessi maður þekkti Sveinbjörn, hringdi í hann og Sveinbjörn var mættur daginn eftir. Þetta gerðist viku fyrir sumardaginn fyrsta 1972 en þá stofnuðum við félagið. Þar voru mættir ellefu eða tólf. Það þurfti ekki meira því þá var þetta komið í blöðin og eftir á að hyggja álitu allir þetta hið sjálfsagðasta mál.“ Varstu þá ekki álitinn skrýtinn fram að því? „Nei... ja, ég hef vísast alltaf verið talinn skrýtinn; hef aldrei kunnað að fara að hlutunum nákvæmlega eins og aðrir: ég er sérvitur. Ég hef líklega verið ekta sérvitringur að því leyti að ég vissi aldrei af því sjálf- ur að ég væri skrýtinn. Ég hagaði mér eins og mér sýndist.“ Sjálfboðastarf í þijátíu ár „Ég lærði arkitektúr í Danmörku í gamla daga, fór út tæplega tvitugur og lærði byggingartæknifræði með það í huga að fara í akademíuna og taka próf þaðan. Mér hugnaðist nú ekki þessi byggingarlist sem var kennd því flestallt var þetta nokkuð sem nýttist ekki hér á landi. Kannski það einasta sem ég hafði út út náminu sé að það fer í taugarnar á mér ef ég sé vit- laust hlaðinn múrsteinsvegg. Síðan kom ég hingað heim og byrjaði að vinna fyrir Húsameistara ríkisins þannig að ég vann hjá frænda mínum sem var arki- tekt. Ég kom þvi aldrei inn á skrifstofu húsameistara þótt launin mín kæmu þaðan. Þegar leið að því að ég ætti að fá réttindi sem arki- tekt vegna þess að ég hafði unnið lengi á arkitekta- stofu var ég orðinn leiður á íslenskri húsagerðarlist. Þá vann ég lengi hjá fjölskyldufyrirtæki sem var inn- flutningsfyrirtæki og verslun sem margir könnuðust við undir nafninu Pólska búðin. Svo eignaðist ég fyr- irtæki sem framleiddi innréttingar, aðallega í fyrir- tæki. Það átti ég fram tO 1986 þegar ég fór að vinna að iðnhönnun og hönnun skartgripa og stúdera gam- alt norrænt handverk og hönnun þess. í framhaldi af því flutti ég til Litháens og var þar í tvö ár. Ég kom heim árið 1993 þegar Sveinbjörn dó. Þá varð ég að velja á milli hvort ég vildi gegna starfi alls- herjargoða eða vera í fastri vinnu. Þetta hefur verið eitt langt sjálfboðastarf í þrjátíu ár og þó sérstaklega eftif 1993.“ í mömmuleik öðru hverju Þú ert ekki fjölskyldumaður? „Nei.“ Og hefur aldrei verið? „Nei, ekki svona í alvöru, nei. Hef verið í mömmu- leik öðru hverju.“ En hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá þér? „Svo ég vitni í Biblíuna þá er það ekki alltaf það góða sem maður vill sem gerist. Ef dagurinn gengur upp þá er það þannig að milli hálfníu og níu fer ég í Þjóðarbókhlöðuna og vinn að þýðingum á verkum Finns Magnússonar og fleiri verkum og er þar til hálfellefu. Þá kem ég vanalega hingað á Kaffi París og ræði við menn um pólitík, kjaftasögur og ýmsa óá- byrga hluti en alltaf er það samt þannig við borðið okkar að að því kemur ótrúlegur fjöldi af fræðimönn- um og fróðum mönnum. Það er þvi yfirleitt þannig að ef ég kemst út í horn i starfi mínu þá fæ ég úr því skorið við þetta borð. Síðan reyni ég alltaf að fara aft- ur í Þjóðarbókhlöðuna. En þegar fólk vill fá að tala við mig reyni ég að koma því fyrir á bilinu eitt til þrjú. Sá tími fer í að tala við þá sem finnst að ég viti eitthvað. Síðan fer ég bókhlöðuna og sit þar til fimm eða sjö. Þetta er svona óskadagurinn. síðan skeður það náttúrlega að ekki gengur allt upp.“ Þori eltlti að raka mig Eitt af helstu einkennum þínum er skeggið. Er ein- hver saga á bak við það? „Nei, sumir halda að ég hafi safnað skeggi til að vera eins og Sveinbjörn en við vorum báðir skeggjað- ir þegar við hittumst. Þá var kolsvart skegg Svein- bjarnar byrjað að grána en skeggið á mér var hárautt eins og á flestum íslendingum. En nei, ég byrjaði að safna skeggi með þeirri afsökun að ég tímdi ekki að kaupa mér rakvélarblöð þegar ég var í Kaupmanna- höfn i námi. Þetta var óttalegur hýjungur þá en svona um ‘65 var ég kominn með skegg. Ég hef einu sinni rakað skeggið af mér og það var þegar ég var í framboði fyrir O-listann, sællar minn- ingar. Þá munaði engu að ég kæmist inn á þing og síðan hef ég ekki þorað að raka mig. Svo er það nú einu sinni þannig að þegar maður hefur verið með skegg þá er það svo mikill hluti af manni sjálfum að maður þorir vart að raka það af sér. Ég komst að því þegar ég rakaði mig forðum að þeir sem þekktu mig vel tóku aldrei eftir því að ég var orðinn skegglaus. Hinir sem þekktu mig tilsýndar þekktu mig alls ekki án skeggsins. Þetta er því einhver albesti dulbúning- ur sem til er; ef ég vildi fara huldu höfði þá þarf ég ekki annað að gera en raka mig. ■ —g held að líkt og mér fannst ég alltaf vera j \ ásatrúar að mér hafi alltaf fundist að H-4 svona væri ég innan í mér. Og allt i einu ' J spratt þetta út og ég var ánægður. Þetta er ® ™ nú kannski eins og tveir ágætir rithöfund- ar sögðu, sinn í hvoru lagi, Kurt Vonnegut og Halldór Laxness, að maður er það sem maður þykist vera. Þess vegna ætti maður að passa sig á því hvað mað- ur þykist. Hvort sem það á við mig eða alla er svo annað mál.“ Sagði Þórarinn Eldjárn ekki: maður er það sem hann væri? „Já, það er kannski ein leiðin í viðbót til að segja það sama. Ég hef oft reynt að finna góða íslenska þýð- ingu á því sem Ameríkanar segja: you never change, you only become more so. Það væri kannski hægt að segja: maður breytist aldrei, maður verður bara eins og maður væri.“ -sm „Ég var bara á leiðinni í skólann og allt í einu var eins og ég vissi þetta. Upþlifunin var þannig að það var allt í einu eins og ég myncLi að ég vœri ásatrúar, já, ég held því verði best lýst þannig. Það kom mér ekkert á óvart. Eg var svo sem búinn að eyðileggja ferminguna mína og slíkt með furðulegum hugmyndum. Ég lét til leiðast að fermast en fermingarmyndirnar urðu ekki mjög glæsilegar og hafa aldrei verið dregnar upp í fölskylduboðum, “ segir Jörm- undur Ingi Hansen allsherjargoði. DV-myndir Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.