Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 28
28 Helgarblað DV LAUCARDACUR II. MAÍ 2002 Fjölqun mannkynsins er þegar farin að stofna öllu lífríki íhættu. Mannfjölqun á síðari áratuqum er fremur íætt við tímgun baktería en spendýra. Þeqar mannfjöldinn fór qfir 6 milljarða markið var lífmassi hans hundrað sinnum meiri en nokkurrar annarrar stærri dqratequndar frá upphafi lífs á Jörðu. Hvorki maðurinn né aðrar líf- verur þola 100 ár til viðbótar afsömu þróun. Maurar hafa lifað margfalt lengur á Jörðinni en maðurinn. EF MANNKYNIÐ HVERFUR af Jörðinni á næst- unni mun lífið halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. En hverfi hryggleysingjar af Jörðinni á morg- un efast ég um að mannkynið muni halda lífi í nema nokkra rnánuði." Þetta eru orð bandarisks skordýra- fræðings sem er sérfræðingur í maurum, lífsháttum þeirra og aðlögun að umhverfi. Edward 0. Wilson starfar við náttúrufræðistofnun Harvardháskóla og er ekki við eina fjöl felldur í rann- sóknum sínum og hefur lengi athugað hvernig lífver- urnar tengjast hver annarri og hvað skeður ef sú tenging rofnar. Upphafssetning greinarinnar er sótt í bók sem Wilson skrifaði og nefnist The Future Of Live, eða Framtíð lífsins. Þar skiptist á bölsýni og bjartsýni um framtíð mannsins og lífsins yfirleitt. Það er margt sem veldur því að maðurinn stofnar eigin framtið í hættu með atferli sínu og skammsýni. Hann umgengst náttúruna og aðrar lífverur af full- komnu tillitsleysi og fjarlægist uppruna sinn og nátt- úrulegt umhverfi æ meir og skortir skilning á að hann er hluti af lífrikinu og er ekki óskoraður herra Jarðarinnar eins og hann heldur í mikillæti sinu. Lítt sýnileg veröld hryggleysingja leggur meira af mörkum til viðhalds lífríkinu en fólk almennt gerir sér grein fyrir. En sjálfsagt þykir aö eyða skordýrum þegar manninum finnst þau flækjast fyrir sér og séu í samkeppni við hann þegar kemur til fæðuöflunar og helst vill nútímamaðurinn hvergi hafa hryggleys- ingja nærri sér. Náttúrunni er umbylt á stórfelldari hátt en áður þekktist. Vatnsbúskapur á þurr- lendi gjörbreytir lífsskilyrðum fjölda líf- vera og lofthjúpurinn tekur breytingum fyrir tilstuðlan mannsins. Allt hefur þetta áhrif á lífríkið, tegundir hverfa og aðrar umbreytast. Hættan liggur í því að langtímaáhrifin eru óþekkt og spádómar óná- kvæmir. Að hinu leytinu eykst þekking og tækniframfarir eru til þess fallnar að auka skilning á lífríkinu og þró- un þess ef maðurinn kærir sig á annað borð um að nýta þekkingu sína og kunnáttu til að bjarga sjálfum sér fremur en hagvextinum með tilheyrandi framfór- um. Þekkingin ein getur bjargað lífríkinu Dómsdagsspár og bjartsýni Wilson er sér þess vel meðvitandi að nýjar fréttir af ástandi Jarðar benda til að dómsdagur nálgist. Sú staðreynd að lofthjúpurinn er að breytast og hefur þegar breyst talsvert hefur þegar áhrif á fjölbreyti- leika lífríkisins. En þekkingin gerir manninum kleift að bregðast við aðstæðum og sé það gert á réttan hátt er lítil hætta á ferðum. Það er aðeins á síðasta áratug sem vísindamenn hafa áttað sig á umfangi og eðli vandamálsins. Samtök og stofnanir náttúruverndarsinna eru orðnar öflugar og færar um að spyrna við fótum á einstaka sviðum, að minnsta kosti til verndar lifrík- inu. Það sem helst ber að varast er að rjúfa tengslin milli lífvera með vanhugsuðum aðgerðum. Verði fjöl- breytileika lífríkisins ekki við haldið er hætta á ferð- um. Því ber að forðast að útrýma tegundum, af hvaða gerð sem þær annars eru. En ofíjölgun tegunda getur líka haft hættur í för með sér. Fjölgun mannkynsins er þegar farin að stofna öllu lifríki í hættu. Mannfjölgunin á síðari áratugum er fremur í ætt við tímgun baktería en spendýra. Þegar mannfjöldinn fór yfir 6 milljarða markið var lífmassi hans hundrað sinnum meiri en nokkurrar annarrar stærri dýrategundar frá upphafi lífs á Jörðu. Hvorki maðurinn né aðrar lífverur munu þola 100 ár til við- bótar af sömu þróun. Ef orkunotkun og sókn í gæði jaröarinnar heldur áfram á sömu braut og að sístækkandi mannnkyn nái sömu lífskjörum og nú tíðkast meðal iðnaðarþjóð- anna, eins og draumarnir standa til, mun maðurinn þurfa fjórar sams konar jarðarkringlur til viðbótar til að sinna þeim hugsjónaríku framtíðarþörfum. Óráðin franitíðarsýn Wilson trúir því að maðurinn sé að vakna upp úr því sem hann kallar deleríum þeirrar fortíðarþráhyggju að auðlindir Jarðarinnar gangi aldrei til þurrðar. Vísindi og tækni munu leiða manninn út úr ógöngunum áður en það verður um seinan. Skilningur er að vakna á nauðsyn þess að lífríkið fái að halda fjölbreytileika sínum. Þegar tegundir deyja út af völdum mannsins eða af öðrum orsökum vitum við ekki hvers framtíðin fer á mis hvað varðar til dæmis fæðuöflun eða þróun lyfja. Maðurinn áttar sig stundum á því að hann er hluti af náttúrunni og runninn úr skauti hennar. Hann er kominn af tegundum sem liföu á gresjum og ber þess ýmis merki ef vel er að gáö. En einhvers konar sjálfseyðingarhvöt er innbyggð í mannskepnuna og henni er einkar lagið að taka rangar ákvarðanir og hegða sér undarlega. Maðurinn er ekki skógardýr og þegar hann lendir inni í skógi vill hann ryðja hann og sléttudýrið vill þurrka votlendi. Þegar maðurinn mætir villtu dýri eru fyrstu viðbrögðin drápslöngun. En ef til vill hefur það mest áhrif á lífs- mynstrin að maðurinn hefur litla hæfileika til að taka langtímaákvaröanir. Sérstaklega er honum ósýnt um að hegða sér og skipuleggja langt fram í tímann, eða sjá fyrir afleiðingar gjörða sinna i óráðinni framtíð. Fjögurra ára kjörtímabil stjórnmálamanna og árs- uppgjör fyrirtækja þykja eðlileg og sýna ekki mikla framtíðarhyggju. Maðurinn er yfirleitt ekki gefinn fyr- ir að skipuleggja framtíð sína af neinu viti og gagn- rýnni framsýni. Maðurinn er fullur upp meö trú á kenningar Darwins um að hinir hæfustu lifi af og hefur ekki áhuga á öðru en nánasta umhverfi sínu og frama. Þeg- ar kemur að vandamálum sem varða allt mannkyn eða jafnvel allt lífríkiö er maðurinn heldur tómlátur og læt- ur sér ekki koma við hvernig einhverjum lífverum sem hann hefur aldrei séð og kærir sig ekki um að frétta neitt af vegnar. Þess vegna mega hryggleysingjar og plöntur fara sinn veg og skilja Jörðina eftir fátækari en áður þegar tegundir verða aldauða. En sú hætta vofir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.