Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 31
LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 HelQarblað 30 V 31 lenskan arkitektúr og borgina Reykjavík. „Það er augljóst að Reykjavík er byggð á flatlendi. Núna er hún mjög dreifð. Hér er ekki jafn mikið af trjám og ég þekki frá öðrum Norðurlandaþjóð- um og borgin er því mjög nakin. Ég veit að íslendingar eru mjög al- þjóðlega sinnaðir og framarlega í tísku á mörgum sviðum. Mér sýn- ist íslendingar hafa sterka þörf til að finnast þeir vera hluti af heim- inum, kannski er það vegna þess hve landið er einangrað hér norð- ur í hafi. Það hefur áhrif á bygg- ingarnar hérna og upplifun borgar- lífsins. Ég held að lausnin fyrir Reykja- vik sé að þétta byggðina. Eitt af því sem gerir New York að heillandi borg er hversu þéttbýl hún er. íslendingar eiga marga góða arkitekta sem hafa gert marga góða hluti. Góður arkitektúr er þó aðeins í brotum, hann er ekki sjá- anlegur alls staðar í borginni. Reykjavík er að sumu leyti eins og herstöð. Hér eru engin tré til að hylja nektina." Vægi líirkjunnar Um síðustu helgi var sagt frá því að samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði fyrir skömmu álíta Reyk- víkingar Hallgrimskirkju vera feg- urstu byggingu borgarinnar. Mort- en er spurður út í kirkjuna á hæð- inni. „Hún er auðvitað einkennis- merki Reykjavíkur. Mér finnst hún að mörgu leyti ágæt en ég veit ekki hvernig arkitektúr hennar er,“ seg- ir Morten og þegir smástund. „Ég veit ekki hvað skal segja. Kirkjan er ekki gömul... Allt leiðir að þess- ari kirkju, hún er miðja borgarinn- ar. Það veröur ekki í framtíðinni. Það mun koma til önnur bygging sem verður tákn Reykjavíkur. Ég veit ekki hvernig það er hér en trú- in hefur mun minna vægi víðast hvar í heiminum en áður var. Áhersla á trúarleg tákn minnkar og því mun vægi Hallgrímskirkju minnka i borgarlandslagi Reykja- víkur.“ Arkitektafjölskyldan „Allir í fjölskyldu minni eru arkitektar: móðir mín, faðir minn, frændi minn, afi, bróðir, systir og konan mín. Það er því nóg af arki- tektum. Mér var aldrei ýtt út í þetta heldur þróaðist þetta hægt. Æska mín var á arkitektastofu föð- ur míns og þar sá ég hvernig arki- tektar unnu. Þetta þróaðist því náttúrulega. Foreldrar mínir eru á áttræðis- aldri og vinna enn á stofunni hjá mér. Þau eru enn hluti af starfinu og mér þykir mjög vænt um það. Hæfileikar eldra fólks eru oft van- nýttir." Ég spyr Morten hvort hann líti á sjálfan sig sem listamann. „Það áhugaverða við arkitektúr er að hann er mjög afmarkað listform. Það er ekki hægt að segja að arki- tekt sé listamaður sem ekki er bundinn af mjög ströngum skilyrð- um. Hann þarf aö taka fullt tillit til formsins. Höggmyndalistamaður- inn hefur fullt frelsi til að skapa hvað sem hann vill; frelsi hans er ótakmarkað. Arkitektinn þarf að hafa jafnvægi í sköpun sinni. Ofan á hina jarðbundnu þætti kemur sköpunargáfan. Þar kemur listin inn í spilið. Margir þekktir arki- tektar hafa einmitt velt fyrir sér spurningunni um hvað arkitektúr er.“ Listamenn eru spurðir hvert þeir sæki innblástur, ég spyr Mort- en sömu spurningar. „Þetta er áhugaverð spurning því margir telja að hugmyndir fæðist af sjálfu sér. Það er mikil vinna sem liggur á bak við góðar hugmyndir." -sm hMrnm uiijjj ííi k jjijjiijjiíij'íij'íjj Sérhannaður hraðíiskihátur í dagakerfíð Uppiýsingar í síma 892-7995 eða 565-1850 • ISPO-múrkerfið samanstendur af einangrun sem sett er utan á húsið, líni, glertrefjaneti og múr úr hvítu Portland- sementi, möluðu kvarsefni og akrýlblöndu. Hægt er að fá margar áferðir og mismunandi grófleika. • Einangrun utan frá - betri kostur • ISOP-MÚR er einnig hægt að nota innanhúss, bæði til skrauts og viðgerða. • Ef húsið er ekki mjög illa farið er hægt að gera við það með ISPO- MUR, án þess að einangrun sé nauðsynleg. •Ódýrasti kosturinn. • ISPO-MÚR á ný hús og þú þarft ekki að óttastjfost- eða alkalískemmdir. ISPO-MÚR hleypir ekki frostinu inn í veggina.- • Ef þú velur ISPO-MÚR á nýja húsið þitt sparar þú bæði sement og járnbindingu því steyptir veggir mega vera þynnri.- MÚRKLÆÐNING SMIÐSBÚÐ 3, 210 GARÐABÆ S. 565-8826 F. 565-8824 ílílíll V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíöa: www.i-t.is iLagerhreinsun 70-70% a»(attor Eldhúsvaskar Helluborð Háfar og viftur Bakarofnar -—~.... v • O f •«» ».ía»'SvrÆ Gufunudd endast sturtuklefar Hornba&kör meb nuddi 2ja manna hjartalaga Ba&innréttingar Eldhúsinnréttingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.