Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 35
LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 35 Courtney Love: Þarf ekki í rann- sókn Það virðist sem við verðum áfram að hafa okkar eigin skoðan- ir á því hvort söngkonan og leik- konan Courtney Love sé 1 sál- rænu jafnvægi. Hún stendur í málaferlum við þá sem voru í hljómsveitinni Nirvana með Kurt Cobain sem var sambýlis- maður hennar. Love vill fá út- gáfurétt yfir öll- um verkum sveitarinnar þrátt fyrir skriflega samninga um annað. Hún bar því við í réttinum að hún hefði ekki verið með réttu ráði þegar hún skrifaði undir afsalið. Andstæðingar hennar úr Nir- vana vildu þá að fram færi úttekt eða rannsókn á því hvort fröken Love sé yfírhöfuð með réttu ráði eða í andlegu jafnvægi eins og það heitir. Þessu vildi Love alls ekki una og dró eitt og annað í land sem varð til þess að dómarinn kvað upp þann úrskurð að hún þyrfti ekki að fara í slíka rann- sókn og það væri hér eftir sem hingað til hennar einkamál hvem- ig geðheilsu hennar er háttað. Kathleen Turner: Allsber á sviðinu Leikkonan Kathleen Turner er ekkert unglamb lengur þótt hún sé kannski ekki beinlinis lögst í kör. Hún er enn að leika og meðal annars á sviði. Hún tróð upp í London í fyrra í The Graduate og þá vakti það at- hygli að hún kom fram á Evu- klæðum einum. Þetta þótti breskum gagn- rýnendum harla kjarkað af stjörnunni og hrósuðu henni fyrir það án þess að fara neinum orðum beinlínis úm líkamsbyggingu hennar eða vöxt miðað við aldur. Nú er verið að sýna þetta sama leikrit á Broadway og þar er ann- að uppi á teningnum. Aftur fer Turner úr öllum fötunum en gagn- rýnendur tala lítið um leik hennar en þess meira um vöxtinn. Einn þeirra sagði að hún væri eins og allsber hafnarverkamaður meðan annar sagði að hún væri eins og kvenkyns glímukappi. Þó tók steininn úr þegar einn gagnrýn- andi sagði að það væri eins og að sjá hokkíleikara á eftirlaunum striplast að horfa á sýninguna. Þetta mun Tumer hafa þótt ómak- legt, sérstaklega að bæta eftir- launaaldrinum inn í þessa um- ræðu. ________________i Kathleen Turn- er má þola um- sagnir uni nekt sína á prenti. fer ekki í geð- rannsókn sam- kvæmt dómi. HeIqgrblctö 33V Avísun á góða ferð Ferðaávísun MasterCard 5.000 kr. Ferðaávísun við stofnun korts Upphæð ávísunar tengd veltu kortsins innanlands síðustu 2 ár. ATLAS korthafar safna 4 kr. af hverjum 1.000 kr. og Gullkorthafar 5 kr. af hverjum 1.000 kr. Nánari upplýsingar á www.europay.is eða í síma 550 1500. TCHHA ’HOVA FERÐIR Ferðaávísun MasterCard er hægt að nýta sem greiðslu inn á eina pakkaferð i leiguflugi með ferðaskrifstofum i samstarfi við MasterCard. Greiða þarf ferðina með MasterCard kortinu sem ávísunin er stiluð á. Masten Vertu íbeinu sambcmdi við þjónustudeildir DV 550 5000 nr*a ER AÐALNUMERIÐ Mk §|É, % Jgr 'W: ‘ : I § Smáauglýsingar Auglýsingadeild Dreifing Þjónustudeiid Ljósmyndadeild íþróttadeijd 550 5700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 550 5880

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.