Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 54
54- Helgarblaö DV LAUGARDAGUR II. MAf 2002 Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Margrét Björnsdóttir frá Neistastöðum er sjötíu og fimm ára á morgun Margrét Björnsdóttir frá Neistastöðum, nú Hverfisgötu 106 A í Reykjavík, er sjötíu og fimm ára á morgun, 12. maí. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík 12. maí 1927. Hún fluttist milli Langholtsparts í Hraungerðishreppi, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fyrstu árin með foreldrum sínum en þegar hún var fimm ára flutti fjölskyldan að Neistastöðum í Villingaholtshreppi. Þar átti hún heima til fjórtán ára aldurs en missti mðður sína þegar hún var níu ára. Margrét gekk í Austurbæjarskólann í Reykjavík, Þingborgarskóla í Hraungerðishreppi og lauk barnaskóla í farskóla í Villingaholtshreppi. Strax eftir fermingu fór hún að heiman og var á Eyrarbakka, Reykjavík og Selfossi. Hún fór í Laugarvatnsskóla sextán ára og var þar tvo vetur. Að loknu héraðsskólaprófi vann hún á Laugarvatni fram á haust, en fór þá til Reykjavíkur og vann við afgreiðslustörf. Hún stundaði nám í leiklistarskóla Ævars Kvaran í þrjá vetur og söngnám hjá Guðmundu Elíasdóttur í einn vetur. Þá tók hún þátt í leikstarfsemi, aðallega með IOGT. Fór svo í Húsmæðraskólann á Hverabökkum í Hveragerði veturinn 1950-51. Margrét bjó i Reykjavik með manni sínum, Sigurði Björgvinssyni, frá 1951-55, en þá fluttu þau að Höfuöstafír Nú hysja menn upp um sig haldið grátt, harma örlög sín dimmum róm Lionessuklúbburinn Engey í Hafnarfirði stóð fyrir hagyrðingakvöldi miðvikudaginn 1. maí. Fimm hag- yrðingar voru mættir til leiks undir stjórn Ómars Ragnarssonar. Yrkisefni voru einkum helstu viðburð- ir síðustu daga og vikna. Stefán Vilhjálmsson orti um för Davíðs Oddssonar til Víetnams þar sem hann lagði blómsveig á leiði „Hos frænda": Hverfull og skrítinn er heimurinn, hugsjónir ganga úr skorðum. Heiðrar nú Davíð hann Ho Chi Minh. Hver hefði trúað því forðum?! Sigríður Jónsdóttir orti um Lionessumar, gestgjaf- ana: Allar konur Engeyjar eru landsins prýði. Feitar, grannar, fjallhressar, fjörugar og smáskrítnar. Eitt af því sem varð að yrkisefni þetta kvöld var sagan um stúlkuna sem fór til New York, hitti þar Tyson nokkurn, fékk hjá honum glæsilegan kjól og vann í honum fegurðarsamkeppni. Kristján Jóhann Jónsson orti: í New York fór námsmey til fata, og náði meó klœkjum að plata útúr Tyson kjól, eftir kjass og hól; allt liðió það lá eins og skata. Hagyrðingar áttu líka að yrkja hver um annan. Stef- án Vilhjálmsson setti þetta saman um Kristján Jó- hann: Búinn kostum bestum tel, blœs í andans glœóur. Kristján Jóhann virði vel, vió erum skólabrœður. Ómar Ragnarsson orti um borgarstjóm- arkosningarnar: Víst ertu snjall og vís, Björn Og vin engan betri ég kýs, Björn. You solve my case and you save my face so sweetly with grace and ease, Björn. Og frétt dagsins var að borgarstjórn hefði sam- þykkt bann við einkadansi á nektarstöðunum. Kristján Jóhann kvað: Nú hysja menn upp um sig haldið grátt, harma örlög sín dimmum róm, sígandi inn í svarta nátt, súlurnar linar og veskin tóm. Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson Neistastöðum og bjuggu þar til 1983. Þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Fór Margrét þá að vinna á Landspítalanum. Hún var ritari í stjórn Sóknar og trúnaðarmaður á vinnustað, og um tíma i stjórn starfsmannaráðs spítalans. Hún hélt oft ræður, bæði hjá Alþýðubandalaginu og verkalýðshreyfingunni, meðal annars talaði hún á mótmælafundi á Hagatorgi þegar Nató var með fund á Hótel Sögu. Þegar Margrét bjó á Neistastöðum lék hún og setti upp leikrit hjá UMF Vöku í Villingaholtshreppi og UMF Baldri í Hraungerðishreppi - þar á meðal Ævintýri á gönguför, Tengdamömmu og Hreppstjórann á Hraunhamri. Einnig lék hún í Nýársnóttinni sem Eyvindur Erlendsson setti upp. Margrét starfaði í kvenfélagi Villingaholtshrepps og Alþýðubandalagi Selfoss og nágrennis á meðan hún bjó á Neistastöðum og í Starfsmannafélaginu Hundraö ára Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir, Álfaskeiði 64 A5, í Hafnarfirði er hundraö ára í dag. Hún fæddist í Kolbeinsvík í Ámeshreppi á Ströndum og ólst upp í Birgisvík í sama hreppi. Hún bjó á Kleifum í Kaldbaksvík og síðar á ísafirði. Lengst af ævinni hefur hún þó búið í Hafnarfirði. Maður Kristínar var Viggó Guðmundsson. Hann er látinn. Sókn og Alþýðubandalaginu í Reykjavík eftir að hún flutti suður. Fjölskylda Margrét giftist 12.7. 1953 Sigurði Björgvinssyni, f. 28.1. 1924, loftskeytamanni. Hann er sonur Björgvins Árnasonar, bónda í Garði í Mývatnssveit, og k.h., Stefaníu Þorgrímsdóttur húsfreyju. Böm Margrétar og Sigurðar eru Björn, f. 26.7. 1956, verktaki, kvæntur Sigríði Júlíu Bjarnadóttur kennara, f. 22. 11. 1957. Dætur þeirra eru Árný, f. 3.6. 1992, og Unnur f. 14. 6. 1996. Sonur Bjöms og Önnu Bjargar Þormóðsdóttur er Þormóður Logi, f. 30.10. 1981; Soffia, f. 18.9. 1957, útvarpsstjóri á Útvarpi Suðurlands, gift Sigurði Inga Andréssyni, tæknifræðingi og kennara, f. 23.9. 1945. Börn þeirra eru Andrés Rúnar f. 12.4. 1979, Margrét, f. 7.5. 1981, og Sigurður, f. 17. 3. 1984; Stefanía, f. 19.1. 1960, búfræðingur og bóndi í Vorsabæ á Skeiðum. Maður hennar er Björn Jónsson, búfræðingur og bóndi, f. 21. 9. 1955. Börn þeirra eru Margrét f. 1.5.1986, Jón Emil f. 3.4. 1991, og Sigurbjörg Bára f. 12.5. 1995; Guðbjörg, 13.4. 1964, húsmóðir. Maður hennar er Stefán Hrafn Jónsson, f. 2.1. 1965, háskólanemi í Bandaríkjunum; Sonur þeirra er Vilhjálmur, f. 26.1. 2000; Sigurður Björgvin, f. 25.5. 1965, prentsmiður, kvæntur Þorbjörgu Erlu Sigurðardóttur, húsmóður, f. 17. 9. 1967. Synir þeirra eru Rúnar f. 1.7. 1993 og Hjörtur f. 16.8. 1999. Margrét er einbirni en faðir hennar og seinni kona hans, Guðrún Signý Jónsdóttir, ólu upp Björgu Örnólfsdóttur og Guðrúnu Lilju Ingvadóttur. Foreldrar Margrétar voru Björn Einarsson, verslunarmaður, kennari og lengst af bóndi á Neistastöðum, f. 26.5. 1902, d. 8.3. 1968, og k.h., Soffía Einarsdóttir húsfreyja, f. 4.1. 1905, d. 18.1. 1937. Ætt Faðir Björns var Einar, verslunarstjóri i Reykjavik, sonur Björns, b. á Þúfu í Ölfusi, og Guðbjargar Oddsdóttur. Móðir Guðbjargar var Jórunn, ljósmóðir í Ölfusi, Magnúsdóttir, Beinteinssonar, útvegsb. og lögréttumanns í Þorlákshöfn, af Bergsætt. Móðir Björns var Margrét ljósmóðir Sigurðardóttir, b. í Langholti. Móðir Sigurðar var Ingveldur Þorsteinsdóttir, Bjólu í Holtum. Móðir Margrétar Sigurðardóttur var Margrét Þorsteinsdóttir Stefánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, Galtalæk í Biskupstungum. Margrét átti systkinin, Þorstein, bónda í Langholti, Sigurð, ráðunaut og alþingsmann, og Ingibjörgu, húsfreyju í Byggðarhorni. Soffía var dóttir Einars, b. á Hnúki á Fellsströnd og í Dagverðarnesseli á Skarðsströnd, Oddssonar, söðlasmiðs á Ormsstöðum, Jónassonar, hreppstjóra og dbrm. á Hnúki í Klofningshreppi. Kona Odds var Helga Guðmundsdóttir, húsfreyja á Ormsstöðum. Móðir Helgu var Þuríður Oddsdóttir, bónda i Sælingdalstungu og formanns í Dritvík, Guðbrandssonar. Faðir Helgu var Guðmundur Jónsson, dbrm. og hreppsstjóri á Hnúki. Foreldrar hans voru Jón Gíslason, bóndi á Hnúki, og k. h., Helga Búadóttir. Móðir Þuríðar var Þuriður Ormsdóttir, af Ormsætt. Móðir Soffíu var Guðrún Sturlaugsdóttir frá Ytri- Fagradal. Foreldrar Guðrúnar voru Sturlaugur Tómasson, bóndi i Ytri-Fagradal, og kona hans, Júlíana Jóhanna Helgadóttir. Messur Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarnefndin. Breiðholtskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólöf Ólafsdóttir messar. Bústaðakirkja: Uppskeruhátíð barnastarfsins kl. 11. Grill og leikir í kirkjuskógi. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Prestur: Hulda Hrönn Helgadóttir. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ingólfur Guðmundsson prédikar. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Barnakór Fellaskóla flytur, undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur, Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í útfærslu Elísabetar Jóhanns- dóttur. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breytt- an tíma. Barnakór Grensáskirkju syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson. Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Hjallakirkja: Tónlistarandakt kl. 17. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjónar. Kópavogskirkja: Messa kl. 11. Sóknarprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítali Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir. Laugarneskirkja: Vorferðalag Laugarneskirkju og Foreldrafélags Laugarnesskóla. Samveran hefst í kirkjunni kl. 11. Rútur standa i hlaðinu uns lagt verður í hann upp í Vindáshlíð. Eldri borgarar, barnafólk og fatlaðir, öll saman, óháð aldri og heilsufari. Komið heim kl. 15.30. Kvöldmessa kl. 20.30. Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Neskirkja: Stutt helgistund kl. 11 i umsjá sr. Arn- ar Bárðar Jónssonar. Að henni lokinni verður lagt af stað í safnaðarferð Neskirkju að Úlfljótsvatni. Þar verður boðið upp á dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Áætlað að koma heim kl. 16. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Gunnar Eyjólfs- son leikari prédikar. Guðmundur Gislason syngur einsöng. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari. Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kvartett Seltjarnarneskirkju syngur. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Barna- starf á sama tíma. Veislukaffí fyrir nýja félaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.