Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 DV Fréttir DV-MYND E.ÓL. Ráöherraheimsókn Solomon Passi, utanríkisráðherra Búlgaríu, heimsótti Pharmaco í fyrradag. Hér ræðir hann við Sindra Sindrason, forstjóra fyrirtækisins. Vonast til frekari fjarfest- inga íslendinga í Búlgaríu Solomon Passi, utanríkisráðherra Búlgaríu, heimsótti höfuðstöðvar Pharmaco í fyrradag. Hann skoðaði fyrirtækið og fundaði síðan með eig- endum þess. Pharmaco rekur lyfjafyr- irtækið Balkanpharma, sem er stærsta lyfjafyrirtækið í Búlgaríu. í fréttatilkynningu frá Pharmaco kem- ur fram að ráðherrann sé ánægður með hvernig tekist hafi til í einkavæð- ingu lyfjamarkaðarins í Búlgaríu og vonaðist tO að íslendingar íjárfestu frekar í öðrum atvinnugreinum þar. Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, sagði ánægjulegt að hafa fengið ráðherrann í heimsókn. „Það er mikilvægt að við eigum góð sam- skipti við yfirvöld í Búlgaríu. Þó þau séu ekki beintengd inn í lyijaiðnaðinn þá skiptir máli að fyrirtækjum þar sé búið eðlilegt rekstrarumhverfi. Við rekum eitt stærsta fyrirtækið í Búlgaríu, erum með 5 þúsund manns í vinnu og fyrirtækið er því þýðingar- mikið i efhahagslífinu." í tilkynningunni segir einnig að vænta megi að efnahagslegar framfar- ir verði hvað örastar í Mið- og Austur- Evrópu á næstu árum og reynslan sýni að vöxtur heilbrigðiskerfisins fylgi hratt í kjölfar slíkrar þróunar. Hugsanleg innganga Búlgaríu í Evr- ópusambandið muni síðan styrkja fyr- irtækið enn frekar. -HI Dæmdur fyrir morð í Seljahverfi sl. haust: Áfram í öryggis- gæslu á Sogni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ásbjörn Leví Grétarsson til ör- yggisgæslu fyrir að hafa banað Finn- boga Sigurbjömssyni aðfaranótt laug- ardagsins 27. októher á sl. ári. Jafn- framt ber Ásbimi að greiða móður Finnboga um 1,6 millj. kr. í skaðabæt- ur og vegna lögfræðikostnaðar. Tildrög morðsins voru þau, eins og hefur komið fram í fjölmiðlum, að Ás- björn og Finnbogi hittust á veitinga- húsi í Reykjavík að kvöidi fóstudags- ins 26. október. Vel fór á með þeim og leiðin lá til þáverandi heimilis Ás- bjarnar í Seljahverfi í Reykjavík. Gerði Finnbogi sig þar líklegan til þess að koma við kynfæri Ásbjörns. Segir hann að við þetta hafi komið upp í huga hans atburður sem gerðist fyrir allmörgum árum, þegar fulitíða karl- maður misnotaði hann kynferðislega. „Segist ákærði hafa tryllst og hrint Finnboga í gólfið," segir í dómnum. Og með þessu hófst atburðarás sem leiddi til þess að Áshjöm varð Finn- boga að bana „... með mörgum hnífstungum í brjóstkassa, bak og háls og auk þess skorið hann marg- sinnis með hnífi á háls, höfuð og lik- ama og slegið hann mörg högg með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama," segir orðrétt. Ásbjörn sætti rannsókn geðlækna eftir morðið. Niðurstaðan þar er að hann sé ekki sakhæfur enda sýni hann einkenni þunglyndis, sturlunar og geðrofs. „Ljóst er að Ásbjöm Leví þarf nú fyrst og fremst meðferð við sínum sturlunarsjúkdómi og fangels- isvist yrði hér að litlu gagni en gæti oröið honum mjög erfið. Eðlilegast er því að hann vistist áfram á réttargeð- deUdinni á Sogni,“ segir í niðurstöðu geðlæknis. Er héraðsdómur þessu sammála'i niðurstöðu sinni. Þá er Ásbjöm jafnframt dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum á hörðum diski tölvu sinnar 291 ljós- mynd sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Tölvan var gerö upptæk. -sbs m& iia Við erum í sumarskapi og höfum opið frá kl. 8-16 í sumar. Við bjóðum þér trausta fjármögnun bfla og atvinnutækja og leggjum okkur fram við að veita lipra þjónustu. Njóttu sumarsins og veldu léttari leið til fjármögnunar. SP- FJÁRMÖGNUN HF ** léttarí lélÖ til fjármögnunar SP-Fjármögnun hf. Sigtúni 42 Sími 569 2000 www.sp.is Sumartími Opið frá 8-16 Kæra á Álborg Portland: Engir óeðlilegir viðskiptahættir - er niöurstaöa samkeppnisráðs Samkeppnisráð telur ekki tilefni til aðgerða vegna kæru Sementsverksmiðj- unnar hf. á Akra- nesi um meinta óréttmæta við- skiptahætti fyrir- tækisins Álborg Portland á íslandi hf. Kynnti ráðið nið- urstöðu sína á fimmtudag, en mál- ið var tekiö fyrir á fundi samkeppnis- ráðs þann 30. apríl. Málið snýst um harðar deilur þessara tveggja keppinauta á íslenskum sements- markaði. Taldi Sementsverksmiðj- an, sem reyndar er með ráðandi markaðshlutdeild hér á landi (um 80%), að íslenskt dótturfyrirtæki danska sementsfyrirtækisins Álborg Portland væri að selja sem- ent hér á landi á óeðlilega lágu verði. Mótmælti APÍ þeim fullyrð- ingum og benti m.a. á að fyrirtæk- inu hefði t.d. ekki reynst unnt að selja sement í miklu magni til Steypustöðvarinn- ar hf. og BM- Vallár hf. þar sem þau fyrirtæki hefðu tjáð forráða- mönnum APÍ að þau væru ekki samkeppnisfær við Sementsverk- smiðjuna í verð- lagningu. Samkeppnisráð bendir á að Sem- entsverksmiðjan sé markaðsráðandi fyrirtæki og í skil- greiningu laga á skaðlegri undirverðlagningu sé mið- aö viö bann samkeppnislaga við markaðsráðandi stöðu. Álborg Portland á íslandi sé hins vegar að- eins með um 20% markaðshlutdefid. Ekki verði heldur séö að APÍ hafi af ásetningi verðlagt sement undir innkaupsverði. Álborg Portland kærði Sements- verksmiðjuna síðan fyrir óeðlilega viðskiptahætti í janúar á þessu ári og mun samkeppnisráð fjalla um það sérstaklega. -HKr. Sementsverksmiöjan kæröi Samkeppnisráð telur ekki tilefni til aðgerða vegna kærunnar. Barnaverndarstofa: Ekki kunnugt um athuga- semdir við skýrslutöku Bamaverndarstofu er ekki kunn- ugt um að gerðar hafi verið athuga- semdir við skýrslutöku þá sem lögð var til grundvallar í dómsmáli vegna kynferðisbrota á stúlkubami, en maðurinn sem var ákærður í málinu var sýknaður í Hæstarétti. Héraðsdómur Vesturlands sakfelldi manninn hins vegar fyrir að hafa misnotað stúlkuna frá því hún var átta ára þar til hún var komin á fjórtánda ár. Taldi Hæstiréttur í niðurstöðu sinni að rannsókn máls- ins hefði verið áfátt og stúlkan ver- ið spurð leiðandi spuminga. Því var ákærði sýknaður. ítarlega var fjallað um þetta mál í Helgarblaði DV um sl. helgi. Þar sagði móðir stúlkunnar að réttar- kerfið hefði brugðist dóttur sinni. í yfirlýsingu Bamarvemdarstofu í gær vegna þessa máls segir að sér- fræðingar Bamahúss, sem annist þessar skýrslutökur, hafi fengið til þess sérstaka þjálfun - og yfir- heyrslumar séu eftir viðurkennd- um alþjóðlegum aðferðum. Fylgist og dómari, fulltrúi lögreglu, ákæru- valds, réttargæslumaöur bams og verjandi sakbomings með yfir- heyrslunum og geti spurt spuminga eins og þurfa þykir. „Bamaverndarstofu er ekki kunnugt um að dómstólar hafi áður gert samsvarandi athugasemdir við framkvæmd skýrslutöku og hér um ræðir síðan Bamahús tók til starfa fyrir um þremur og hálfu ári,“ seg- ir í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Segir þar enn fremur að áfram verði hlutast til um að nýta þá bestu þekkingu á sviði rannsóknarviðtala sem bjóðist. -sbs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.