Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 Askriftartilboð EINSTAKT ASKRIFTARTILBOÐ. í ti lefn i af 15 ára útgáfuafmæli okkar, bjóðum við foreldrum að gerast áskrifendur að tímaritinu Uppeldi á sérstöku afmælistilboði. I boði er áskrift að sex blöðum, auk fjögurra þemablaða, fyrir aðeins 3.734,- kr. Þeir sem bregðast fljótt við og svara innan 10 daga, fá að auki gjöf að eigin vali. Fjögur aukablöð Frítt á hverju ári UMÖNNUN UNGBARNA. Falleg og vönduð bók sem fjallar á skýran og aðgengilegan hátt um umönnun 0-18 mánaða ungbarna. BARNAUPPELDI. Vönduð og ríkulega myndskreytt bók, uppfull af hagnýtum ráðum og leiðbeiningum. / PANTAÐU NUNA www.uppeldi.is sími 570 9500 • fax 570 9501 Helgarblað DV Útistandandi lán námu um síðustu áramót 13 milljörðum hjá Byggðastofnun: Valgerður milli steins og sleggju - deilur ekki nýjar af nálinni hjá stofnuninni Deilur forstjóra Byggðastofnunar og stjómarformanns hafa vakið mikla athygli undanfarið og er störfum stofnunarinnar teflt i tví- sýnu að óbreyttu. Margoft áður hef- ur verið tekist á um störf Byggða- stofnunar. Frá því ný lög tóku gildi um stofnunina í ársbyrjun 2000 hef- ur oft blásið hressilega og hefur stjómarandstaðan gagnrýnt þær stjórnskipunarbreytingar sem þá voru gerðar á stofnuninni. Áður sótti Byggðastofnun vald sitt til Al- þingis, undir stjórn forsætisráð- herra, en nú sér iðnaðarráðherra einn um skipan stjórnar og ráðn- ingu forstjóra. Flutningur höfuð- stöðvanna frá Reykjavík til Sauðár- króks var einnig umdeOdur og varð mikO uppstokkun í starfsmanna- haldi. Aðeins einn starfsmaður flutti með stofnuninni tO Sauðár- króks. Byggöastofnun Flutningur höfuöstöövanna frá Reykjavík til Sauöárkróks hefur veriö umdeildur. Varaði við blóðtöku Guðmundur Malmquist, fyrrver- andi forstjóri Byggðastofnunar, lagðist gegn flutningnum norður og varaði á sínum tíma í DV við þeirri blóötöku sem stofnunin yrði fyrir vegna flutnhiganna. í viðtali DV við Örlyg HnefO Jónsson, stjómarmann í Byggðastofnun, kom hins vegar fram aö starfsfólkið á Sauðárkróki væri upp tO hópa mjög hæft en hann lýsti áhyggjum af deOumálun- um. „Mitt viöhorf er einfaldlega það að svona stofnun þarf að hafa góðan starfsfrið og ganga vel tO að geta þjónað landsbyggðinni. Hvort menn þurfa að vikja eða ekki tO að laga ástandið get ég ekki sagt tO um. Það er númer eitt, tvö og þrjú að stofn- unin starfi þannig að hún fái starfs- frið bæði út á við og inn á við. Byggðastofnun er stofnun sem landsbyggðin þarf virkOega á að halda,“ sagði örlygur Hnefill. Lítill starfsfriður Starfsfriðurinn undanfarið hefur verið 1001 sem enginn og ber mönn- um ekki saman um hvort stjómar- formaður eða forstjóri beri meiri sök. Kristinn H. Gunnarsson hefur löngum farið sínar eigin leiðir, „rekist Ola í flokkssál“, eins og einn flokksbróðir hans í Framsóknar- flokknum orðaði það i samtali við DV, en sátt ríkti um Theódór Bjamason forstjóra þegar hann var ráðinn úr hópi 12 umsækjenda. Síð- an hefur Kristinn gert ýmsar at- hugasemdir við störf hans og hefur óánægja forstjórans með kjör og umdeOd húsnæðismál vakið pirring hjá fleiri stjórnarmönnum en Kristni skv. heimOdum DV. Theó- dór hefur hins vegar sakað Kristin um óeðlOeg afskipti og jafnvel kúg- un. Hann segir að stjómarformað- urinn hafi niðurlægt sig og svívirt. Honum sé ekki gert kleift að starfa frjálst að daglegum verkefnum. Kristinn leggi sig í einelti. Vestfirðir orðið út undan Tvímenningamir hafa borið af sér sakir jafnharðan en Kristinn segir að lykiOinn að friði sé um- ræða og að starfsmenn átti sig á hlutverki sínu. Ef menn virði það sé Theódór Bjarnason. Guðmundur Malmquist. afla jafna hægt að komast í gegnum mál. Spurður hvort hann telji forstjór- ann taka sér vald umfram heimOdir játar Kristinn því hvorki né neitar. Hins vegar segir hann ljóst að stjórn eigi að taka ákvarðanir um ráðstöf- un fjár en embættismenn undirbúi málin. „Menn verða að virða hlut- verk stjómar,“ segir Kristinn. Kristinn segir aðspurður að hann telji ekki nauðsynlegt að annar eða báði víki. Hann segir ekki rétt að hann hafi reynt að hygla Vestfirð- ingum meira en góðu hófi gegnir á kostnað hins faglega. Hann segir áð Austurland og Vestfirðir hafi orðið út undan á vissan hátt. Aðgengi þeirra landsvæða að fjármunum sé takmarkað og ekki sé óeðlOegt að Byggðastofnun beiti sér sérstaklega fyrir hag þessara svæða. Annar eða báðir víki Aðrir telja einsýnt að annaðhvort Kristinn eða Theódór þurfi aö víkja. Sumir viðmælenda DV telja líkleg- ast að þeim verði báðum fómað með umtalsverðum kostnaði fyrir rikið þar sem forstjórinn er ráðinn tO fimm ára. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaöar- og byggðamálaráöherra, er á mOli steins og sleggju í málinu. Hún þarf að huga að hagsmunum Framsóknarflokksins en á sama tima er heldur stirt samband mOli hennar og Kristins. Sem dæmi um það má nefna þegar Valgerður sagði í DV ekki aUs fyrir löngu að Krist- inn væri ekki „talsmaður flokksins" en hann gegnir þó stöðu þingflokks- formanns. HeimOdarmenn DV segja að í raun sé hætta á gagnrýni á fjárveit- ingar Byggðastofnunar meðan nú- verandi stjórnkerfi sé við lýði. Breyta þurfi lögum um stofnunina þannig að forstjórinn starfi eins og bankastjóri. Hann taki sjálfur ákvarðanir um fjárveitingar og beri ábyrgð á útlánunum. Stjórnin sjái hins vegar um ráðningar og verði forstjóranum tO halds og trausts. í þessari deOu láti forstjórinn ekki segja sér fyrir verkum. Miklum fjármunum ráðstafað í ársskýrslu Byggðastofnunar fyr- ir árið 2000 kemur fram að stofnun- in lánaði 2,4 mOljarða á því ári sem var veruleg aukning frá árinu áður. Ógreidd lánsloforð námu af því fé um 1.000 m.kr. um áramótin 2000-2001 en útistandandi lán voru í ársskýslunni talin nema nálægt 13 mOljörðum í árslok 2001. „Ásókn í lánsfé hefur ekki verið meiri en nú og kemur þar m.a. tO að stærri fyrirtæki á landsbyggðinni eru aftur farin að snúa sér tO Byggðastofnunar, enda vaxtakjör þar hagstæðari," segir í ársskýrsl- unni. Byggðastofnun hefur í tímans rás styrkt fjölda fyrirtækja á lands- byggðinni en mörg þeirra hafa end- að í þroti þrátt fyrir öflugan stuðn- ing. Öddviti eins af stærri sveitarfé- lögum landsbyggðarinnar segir óumdeOt að einhverja stofnun þurfi tO að styrkja atvinnulíf á lands- byggðinni en menn verði að vinna á faglegum forsendum. SEXHJOL Vetur, sumar, vor og haust þá er þetta verkfærið. Þaulprófað við okkar aðstæður til margra ára sem vinnuvél, verkfæri og ekki sist leiktæki sem kemur þér á staði sem þig hefur ekki dreymt um að komast á. Til sýn'is ogsöluhjá POLARIS umboðinu i Lágmúla 9. B R Æ Ð U R N I R POLARIS Lágmúla 9 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.