Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 17
LAUGARDACUR 18. MAÍ 2002 Helgarhlacf JZ>V I ~7 Spegill, spegill herm þú mér ... FEGURÐARDROTTNING ÍSLANDS 2002 verður valin úr hópi 23 stórglæsilegra keppenda á Broadway fostudaginn 24. maí nk. Kvöldið verður glæsilegt að vanda og húsið skreytt af skreytingameistara Blómavals. Tekið verður á móti gestum kl. 19.30 með fordrykknum „Absolut Mandri Fresh“, i boði heildv. Karls K. Karlssonar, og síðan verður snæddur fjögurra rétta gala-kvöldverður sem verður á þessa leið: Léttreykt unghanabringa með sesamviniagrette Krabbaker Lambakóróna með portvínsgljáa Súkkulaði-appelsínuterta á mokkakremi meö vanilluís Glæsileg atriði prýða kvöldið: söngvarinn Hreimur Örn Heimisson, söngatriði úr sýningunni „Le Sing“, sem frumsýnd verður á Broadway I haust, auk þess sem búast má við óvæntri uppákomu. Stúlkurnar sjálfar eru þó að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu og koma fram fjórum sinnum áður en krýningin hefst: í tísku- sýningum frá Mango, Boss og Blues, í Oroblu-undir- fatnaði og í síðkjólum. Keppninni er sjónvarpað beint á Skjá einum og hefst útsending kl. 22.00. Stílisti keppninnar er Lovísa Aðalheiður Guð- mundsdóttir, hárgreiðsla er í höndum Englahárs og um förðun sér Face. Auk þess hafa stúlkurnar verið í ljósum í boði Baza, Trimformi hjá Berglindi, líkams- rækt í World Class og neglur og önnur snyrting i boði • Sjá næstu opnu Heilsu og fegurðar. Framkvæmdastjóri keppninnar er Elín Gestsdóttir. Dómnefnd í ár skipa: Hákon Hákonarson Guðrún Möller Þórunn Högnadóttir Björn Leifsson Elín Maria Björnsdóttir Hans Guðmundsson Elín Gestsdóttir Stúlkurnar verða allar leystar út með veglegum gjöfum að vanda. M.a. hlýtur fegurðardrottning ís- lands Aries-rúm frá Sealy. Rúmið er sérstaklega val- ið fyrir Ungfrú ísland, er með 10 ára ábyrgð og að andviröi kr. 150.000. gefandi er Lystadún-Marco.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.