Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 24
24 Helcjarblað 33'V LAUGARDAGUR 18. IVIAÍ 2002 Varði á veginum Grímur Hákonarson hefur gert aðra heimildamgnd um Varða vin sinn og að þessu sinni fjallar mgndin um leit Varða að frægð á strætum Færegja og Evrópu. Varði gerist götusöngvari og lendir íútistöðum við lögregluna. MÁNUDAGINN 29. MAÍ VERÐUR frumsýnd í Há- skólabíói ný íslensk heimildarmynd eftir Grím Há- konarson sem heitir Varði goes Europe. Myndin fjall- ar um ferðalag Hallvarðs Ásgeirssonar, Varða, með gítarinn að vopni um Norðurlönd og Evrópu og til- raunir hans til að hasla sér völl sem götusöngvari í stórborgum. Þetta er heimildarmynd númer tvö sem Grímur gerir um þennan unga atvinnuleysingja en fyrri myndin hét Varði fer á vertíð og fjallaði um nokkuð misheppnaða tilraun umrædds Varða til þess að ger- ast gítarleikari í sveitaballahljómsveit eitt sumar á íslandi. Grímur er sjálfmenntaður kvikmyndagerðarmaður sem augljóslega ætlar að fást við gerð heimildar- mynda en hann viðurkennir að ekki standi til að gera fleiri myndir um Varða en hann og Grímur eru góð- ir vinir og hafa þekkst síðan á skólaárunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Grímur segir að myndin verði sýnd í Háskólabíói i viku eða lengur ef aðsókn verður góð. En um hvað er þessi mynd nákvæmlega? „Þetta er nokkurs konar vegamynd. Við fórum fyrst með Norrönu til Færeyja þar sem Varði reyndi fyrst fyrir sér. Það gekk eiginlega ekki nógu vel því það er engin hefð fyrir tónlistarmönnum úti á götu í Þórshöfn og það voru aðallega rónar sem söfnuðust að okkur,“ segir Grímur þegar hann segir blaöa- manni DV frá þessu nýja hugverki sínu. Sofið í görðum Þaðan lá leið þeirra félaga til Noregs og um ýmsa hluta Skandinavíu, Amsterdam, Hamborg, París og fleiri borgir á meginlandi Evrópu. „Við vildum reyna að gera skil þeirri menningu sem þrífst í kringum götulistamenn og samskipti þeirra við yfirvöld og áhorfendur. Við blönduðum geði við þá og Varði spilaði með nokkrum þeirra og við ferðuðumst að þeirra hætti aöallega á puttanum milli staða og sváfum oft undir berum himni í al- Varði var söguhetjan í fyrstu inynd Gríms. Varði heitir fullu og réttu nafni Hallvarður Asgeirsson og á þessari inynd situr hann á Hlemmi og bíður eftir strætó. Grímur Hákonarson er sjálfmenntaður kvikmvndagerðarmaður sem hefur gert tvær heimildarmyndir um Varða vin sinn. Hann segir að flestir geri niyndir af ástríðu í oflætisköstum án þess að hugsa um peninga. menningsgörðum eins og þetta fólk gerir. Við kynntumst mörgum undarlegum karakterum sem sumir hverjir eru þjóðsagnapersónur í þessum bransa." Það eru mjög mismunandi reglur um götulista- menn eftir löndum. Á íslandi er ekki leyft að skemmta á götum úti nema með sérstöku leyfi en sums staöar er þetta alveg frjálst en í sumum borg- um þarf leyfi til þess aö spila nema á ákveðnum svæðum. „Hluti af myndinni fjallar um árekstra Varða við lögregluna þegar hann áttaði sig ekkert á því hvað mætti og hvað ekki. Það er verið að sauma að þessari menningu víða og reyna að útrýma henni af götunum og hluti af reynslu okkar var að læra á það á hverjum stað.“ Undanfarnar vikur hefur verið mikið rætt um starfsemi svokallaðra „undercover“ kvikmynda- gerðarmanna og deilt hart um það hvort leyfilegt sé að nota í heimildarmyndir myndskeið sem tekin eru af fólki án þess að því sé ljóst hvort nota eigi þaö í kvikmynd. Eftir mikið málþóf var sett lög- bann á heimildarmynd Hrannar Sveinsdóttur, í skóm drekans, sem fjallar um þátttöku hennar í fegurðarsamkeppni. Grímur hefur staðið í áþekk- um skóm því þegar hann gerði fyrri myndina fékkst hún ekki sýnd fyrr en að undangenginni rit- skoðun. „Sjónvarpið keypti hana og þá urðum við að sýna náungunum sem Varði var með í hljómsveitinni myndina. Það endaði síðan með þvi að tvö atriði, samtals um tvær mínútur, voru klippt út úr mynd- inni áður en hún fékkst sýnd til þess að forða henni frá lögbanni." Það sem ekki má - En fannst þér þá allt í lagi að nota myndirnar án þess að spyrja þá leyfis? „Þegar við fórum út i þetta var ég ekki viss um aö þetta yrði að nothæfri mynd og var ekkert sérstak- lega að spá í það og talaöi aldrei við þá um það. Mér fannst sjálfsagt að leita samþykkis þeirra áður en myndin yrði sýnd og annað atriðið sem var klippt út skipti mig engu máli en hitt fannst mér mjög mikil- vægt en það varð að fara líka.“ Það kemur í ljós að í umræddum Evróputúr sagði Grímur alltaf frá því að efnið sem hann tæki upp yrði ef til vill notað i heimildarmynd sem yrði sýnt á ís- landi í íslenska sjónvarpinu. „Mönnum fannst það ekkert athugavert fyrst það var ísland.“ Hver notar hvem? - Grímur segir að í tengslum við gerð myndar- innar hafi verið gerður hljómdiskur með nokkrum lögum Varða og hann hafi þegar selst í 50 eintökum sem Grímur segir að sé meira en búist var við. Nú sést vel í fyrri myndinni að Varði er ekki gæddur þvi sem væru kallaðir augljósir hæfileikar. Ertu ekki bara að notfæra þér einfeldni hans? „Þetta er bara okkar húmor og sjálfsagt hefur hann virkað einfaldari í fyrri myndinni en hann í rauninni er. Hann er meiri hetja i nýju myndinni og finnur sig betur sem götutónlistarmaður en sem sveitaballagaur." - Hefur þú aldrei verið spurður hvort þú sért að gera grín að honum? „Jú. Það hefur komið fyrir,“ segir Grímur og seg- ir að hann og Varði séu ekki mikið fyrir að spá í það hvernig atriðin eigi að þróast áður en þeir byrja að filma og tala ekki mjög mikiö saman um gerð myndarinnar. „Við viljum bara láta þetta gerast," segir Grímur og vill taka sérstaklega fram að allt sem gerist í heimildamyndum hans sé samt ekki leikið eða und- irbúið fyrir fram heldur veruleikinn eins og hann kemur af skepnunni. - Grímur segist um þessar mundir vera að skrifa handrit að leikinni kvikmynd sem verði óhjá- kvæmilega dýrari í vinnslu en heimildarmyndirn- ar. En peningar eru eitt af því sem kvikmyndagerð- armenn telja sig aldrei eiga nóg af og verður sú um- ræða ekki rakin frekar hér. „Stafræna tæknin hefur gert mörgum kleift að gera myndir sem heföu áður ekki gert það. Menn hafa ekki verið að hugsa mjög mikið um peninga heldur gert heilar myndir upp á von og óvon i ein- hverju oflæti. Það er mikið þannig sem við höfum unnið okkar myndir," segir Grímur að lokum. Að lokum má geta þess að verið er að vinna að því að fá leyfi til þess að Varði og Eiríkur Norðdahl komi fram sem götuspilarar á Lækjartorgi daginn sem kvikmyndin verður frumsýnd en Eiríkur kem- ur fram með Varða í myndinni og spilar meö hon- um í Færeyjum. Þá gefst fólki fágætt tækifæri til þess að sannfærast um að Varði er ekki hugarfóst- ur Gríms og félaga hans heldur raunverulegur listamaður. PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.