Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 26
26 Helqarblctð 33"V LAUGARDACUR IS. MAÍ 2002 Sumarfrí hundaeigenda Nú dynja yfir fólk auglýsingar um sumarfrí, innanlands og utan. Hundaeigendur, sem kgnnu að vilja uerja sumarlegfi sínu utan heimilis innanlands, verða gfirleitt að velja á milli þriggja (ó)kosta: þ.e. að setja hund- inn á hundahótel, fá einhvern til þess að sjá um hann heima eða, eins og oftast ímínu til- felli, að sleppa þvíað fara í„hefðbundið“ sumarfrí. EKKI KEMUR TIL GREINA AÐ FARA TIL útlanda í sumarfrl með hundinn, en það sem verra er, er að hér- lendis er fólki nær alls staðar hannað að hafa með sér hunda, hvort sem er í sumarbústöðum eða hótelum. Sama af hvaða stærð eða gerð hundurinn er. Fyrir um áratug sótti ég um dvöl í sumarbústað hjá þeim félagasamtökum sem tilheyrðu starfi mínu þá. Sá sumarbústaður sem ég sóttist eftir er við suðurströndina og nær algjörlega einangraður, engin byggð í nánd. Ég fékk vilyrði fyrir þessum bústað i byrjun sumars og hlakkaði mikið til þess að fá að vera með fjölskyldunni og hundinum langt frá mannabústöðum, þar sem marg- ir þéttbýlismenn virðast halda að hundar eigi eingöngu heima í sveitum. Ég spurði umsjónarmann sumarbústaðaleigu félagsins hvort hundur minn mætti fylgja mér og fjölskyldunni, ég & § mð u nrm .... 30. mai-2.juni 2002 Allt það nýjasta í vörum og þjónustu fyrír sumarhúsa- og garðeigendur. ítilefni af 10 ára afmæli tímaritsins Sumarhúsið verður haldin stórsýning f fþróttamiðstöðinni að Varmá íMosfellsbæ dagana 30. maí- 2.júní2002. ábyrgðist að hann yrði ekki til trafala og mundi þrifa bú- staðinn mjög vel eftir dvölina. Svarið var á þá leið að í reglum um leigu bústaðarins væri tekið fram að gælu- dýr mættu ekki vera með í fór. Þessi umsjónarmaður var þó svo velviljaður að hann sagði mér að ef ég hringdi í þá fjóra eða fimm sem hefðu bústaðinn á leigu vikurn- ar á eftir mér (4-5 vikur) og þeir samþykktu að ég kæmi með hund á mínum tíma, gæti hann e.t.v. horft framhjá hundabanninu. Hundurinn úr leik - fríið fokið Vitanlega var um að ræða hættu á hundaofnæmi arf- taka minna í bústaðnum. Ég hringdi samviskusamlega í alla viðkomandi og var misjafnlega tekið. Einn aðilinn þurfti þó að fá álit læknis og hringdi síðan aftur í mig. Viðkomandi átti vikuna þremur vikum á eftir mér. Barn hans haíði greinst með mjólkurofnæmi og læknir ráð- lagði honum að hafna beiðni minni. Þar af leiðandi var ég úr leik og hundurinn og fríið með. Mjög skiljanlegt er að foreldrar séu hræddir um heilsu barna sinna. Annað mál er að nær hvergi er hægt að fá inni fyrir fjölskyldu með hund í sumarhúsum, hvað þá hótelum, en þar eru hundar víðast hvar velkomnir gest- ir erlendis. Margir þeirra bústaða sem leigðir eru út hér- lendis eru nærri bæjum þar sem hundar, kettir, kýr, hestar, kindur og fleiri ónefnd dýr eru hluti af sveitalíf- inu. Á ég þar sérstaklega við bústaði eða herbergi á veg- um ferðaþjónustu bænda. Á sínum tíma kannaði ég mál- it íækt Fræðsla Á sýningunni verður boðið upp á stutt erindi sem tengjast sumarhúsum og ræktun Brugðið á leik Góðu íslensku leikirnir rifjaðir upp Umhverfislist Listamenn úr ýmsum listgreinum sýna umhverfislist Háhotti 14 f Mosfellsbæ • Sfmar: 586 8003-897 9332 • www.rit.is • rit@rit.is in þar og var þá það sama uppi á teningnum, hundar ekki leyfðir, jafnvel þótt bústaðirnir væru svo til inni á lóðinni og hundar væru á bænum. Ég skrifa þetta einkum í tilefni af tölvupósti sem ég fékk fyrir skömmu og hljóðar svo í lauslegri þýðingu úr ensku: Má hundurinn koma með? Maður skrifaði bréf til hóteleiganda í þeim bæ þar sem hann hafði hugsað sér að verja sumarleyfi sínu. Bréfið var svohljóðandi: „Mér þætti mjög vænt um að fá að hafa hundinn minn með mér í sumarleyfí mínu á hóteli yðar. Hundurinn er þrif- inn og mjög þægur og ljúfur. Væri í lagi að hann fengi að vera hjá mér í herberginu minu að nóttu til?“ Stela ekki - og fara ekki á fyllerí Örskömmu síðar kom svar frá hótelstjóranum þar sem hann skrifaði: „Ég hef stjórnað þessu hóteli í mjög mörg ár. í öll þessi ár hef ég aldrei vitað til þess að hund- ur steli handklæðum, rúmfótum, silfurbúnaði eða vegg- myndum. Ég hef þar að auki aldrei þurft að reka hund út um miðja nótt fyrir fyllerí og læti, og ég hef aldrei orðið fyrir því að hundur hlaupist á brott án þess að greiða reikninginn. Ef hundur þinn mælir með þér, þá ert þú velkominn." Eva Hreinsdóttir, hundaeigandi eva@ik.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.