Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 29
LAUGARDAGUR IS. MAÍ 2002 Helqarblctð I>V 2 «3 Kjartan Sveinsson í Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld segja að formúlur og kaldhæðni séu ekki þeirra stíll. „Ég held að þetta sé spurning um að vera trúr sjálfum sér. Margir eru alltaf að revna að reikna allt út og setja í formúlu til að ná markmiðum en mistekst yfirleitt hrapallega. Maður verður að fylgja sínum innri inanni og innra kalli og njóta sín. Við erum á einhverju svæði þar sein formúlur eiga ekki við, þær eru bara fyrir. Við sveigjum frá ef við sjáum formúlu við sjóndeild- arhringinn," segir tónskáldið. DV-myndir Hari flestir myndu hlæja að, brjóta niður og analýsera,“ segir Kjartan. „Við leyfum okkur að vera naív og ein- lægir. Það gerir svo ótrúlega margt þó að það sé kannski erfitt fyrir suma. Grunnurinn að okkar tón- list er einfaldleikinn. Það er rosalega erfitt aö horfa í spegilinn og brosa, sjá kannski bólu á enninu. Við reynum að taka ekki upp greiðuna og vera flottir." „Ég held að þetta sé spurning um að vera trúr sjálf- um sér,“ segir Hilmar Örn. „Margir eru alltaf að reyna að reikna allt út og setja í formúlu til að ná markmiðum en mistekst yfirleitt hrapallega. Maður verður að fylgja sínum innri manni og innra kalli og njóta sín. Við erum á einhverju svæði þar sem for- múlur eiga ekki við, þær eru bara fyrir. Við sveigjum frá ef við sjáum formúlu við sjóndeildarhringinn.“ „Þegar verkið er fullklárað koma allir spekúlant- arnir og sjá endalausar formúlur og pælingar sem við höfum ekkert spáð í,“ segir Kjartan. „Það er mjög gaman þegar okkur er líkt við Paul Hindemith í blaðagreinum vegna hinna flóknu pólýrytma sem komu meðal annars til af því við Kjartan komum ekki alltaf inn á einum á steinaspil- inu. Það hafa menn analýserað til dauða. Það er mjög gaman," segir Hilmar Örn. Það segir auðvitað mikið um stöðu ykkar sem tón- listarmanna þegar menn túlka tæknileg mistök sem einhvern brilljans. „Svo getur auðvitað verið að þessi tæknilegu mis- tök séu einhver brilljans,“ segir Hilmar. „Það er spurning." Hvað er það sem veitir ykkur innblástur? Hvert leitið þið eftir andlegu fóðri? „Það er misjafnt hvað veitir mér innblástur," segir Kjartan, „hvort það er að vera berfættur uppi í Heið- mörk eða að lesa góða bók. í rauninni reyni ég ekki að vera meðvitaður um hvaðan ég fæ innblástur." „Ég verð að segja það sama þótt maður geti alltaf litiö til baka og búið til ferli,“ segir Hilmar. „í þessu verkefni mætumst við en þar á milli skapast eitthvað sem er hvorki ég né þeir: margir litlir hlutir koma úr mörgum áttum. Síðan þegar horft er til baka þá gat þetta aldrei verið öðruvísi." Einlægni og naívisini „Það var mikil pressa á okkur í Hrafnagaldri," seg- ir Kjartan. „Við gátum lítið stoppað og staldrað við og krufið. Það hefur örugglega gert verkinu gott að það var engin bremsa á því.“ Það hljómar eins og verkið hafi verið samið í leiðslu. „Nei, nei,“ segir Hilmar Örn. „En það er samið af ákveðinni auðmýkt fyrir sköpunarverkinu. Við erum ekki með neinar teoríur. Við stöldrum ekki við og segjum: nú ættum við að gera þetta því doktor Hall- grimur Helgason mælti svo fyrir í íslenskum tón- menntum. Við ákváðum að Steindór væri ákveðinn barómeter, notuðum hann sem mælikvarða. í Stein- dóri er saman komin kvæðahefð nokkur hundruð ára, hrynjandi og bragfræði; hlutir ýmist hljóma rétt eða ekki. Það er eitthvað sem hann skilur og við höfum örlítinn skilning á. Það sem mér finnst stórkostlegt við Sigur Rós er hvað þeir félagar koma fram sem mikil heild. Það má troða hvaða hljóðfæri sem er upp í hendurnar á þeim og þeir byrja að spila hver sitt lag en eftir nokkrar mínútur eru þeir farnir að spila saman og það gerist „Það var mjög spennandi að standa á sviðinu án þess að hafa haft tíma til að fara í gegnum allt verkið auk þess sem það bœttist við verkið á síðustu stundu, “ segir Hilmar. „Ég held að það hafi verið ein- hver stœrsta stund lífs míns þegar ég áttaði mig á því að þetta myndi ganga uþp. “ eitthvað sem er Sigur Rós. Skiptir þá engu máli hvort spilað er á steinaspil eða banjó.“ Það má halda því fram að kaldhæðni hafi verið áberandi í íslensku listalífi síðustu árin. Síðan komið þið og talið um einlægni og naívisma. „Ég gæti aldrei fengist við nokkurn hlut með kald- hæðni að leiðarljósi," segir Hilmar. „Kaldhæðni er einhver fyrirfram syndakvittun: ég er að gera þetta en ég meina það ekki. Mér finnst það absúrd. Mér finnst maður eigi ekki að vera að afsaka sig og nálg- ast hlutina með klofnum huga.“ Prufukeyrsla í Barbican Hrafnagaldur, sem fluttur verður í Laugardalshöll á fostudaginn, er ekki nákvæmlega sá sami og fólk upp- lifði í Barbican Centre fyrir nokkrum vikum. Hann er aðeins þróaðri," segir Kjartan. Við ákváðum að hnýta endana ekki al- mennilega saman í Barbican. Við vorum eiginlega að prufukeyra verkið þar; hvað virkar og hvað virkar ekki,“ segir Hilm- ar Örn. „Það er ofsalega gott að fá tækifæri tU að þróa verkið lengra áður en við komum á heimavöll." Það verður að teljast ágætt að geta prufukeyrt verk í Barbican Center! „Já, já,“ segir HUmar. „Það er dálítið fáránlegt en það er eins og með margt í kringum þetta verk: mér flnnst i rauninni ekki óeðlilegt að hafa fengið að prófa það þar.“ „Verkið hefur þróast og heldur því eflaust áfram," segir Kjartan. „Við ætluðum að spara textann úti því við bjuggumst við einhverjum TjöUum með ljótan framburð. Svo var það ekki raunin. Við vUdum samt ekki troða 24 erindum á Bretana. Textinn verður i meira aðalhlutverki hér heima.“ „Við erum óskaplega heppnir að hafa fengið Árna Harðarson tU að stjórna," segir Hilmar Örn. „Hann fellur algjörlega inn í kemistríuna. Við vorum í ótrú- legu kapphlaupi við timann og vorum auk þess að færa nóturnar mUli tveggja tölvuforrita sem ekki töl- uðust við. Það var ótrúleg handavinna, yfirlega og prófarkalestur. Mest af þeirri vinnu lenti á Kjartani og Maríu Huld Markan sem vöktu þrjá síðustu sólar- hringana við að koma þessu saman. Og það slapp ekki feUnóta í gegn. Það var ótrúleg heppni að hafa Maríu með sér. Hún var rétt manneskja á réttum stað. Minni menn en Árni Harðarson hefðu bugast við að bíða eft- ir því að gengið væri frá nótunum." „Þetta var svona í Englandi en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður hér heima," segir Kjartan. „Ég segi ekki að ég sé með fóbíu gagnvart góðum undirbúningi en það er oft gott að halda hlutum opn- um,“ segir Hilmar. „Þessi rokkbakgrunnur býður upp á að maður sé ekki alveg niðumjörvaður; ef hugurinn bankar á dyrnar er opnað fyrir honum.“ Semi-heiinsfrægð Sigur Rós er orðin heimsfræg. „Semi-heimsfræg,“ leiðréttir Kjartan. Þiö eruð komnir með útgáfu um allan heim. Er ekki ágætt að þurfa ekki að hugsa um „jólaplötuna í ár“? „Við höfum reynt að hugsa aldrei um „jólaplötuna í ár“. Plöturnar koma út þegar þær eru tilbúnar," svarar Kjartan. „Það eru alltaf jól hjá Sigur Rós,“ segir Hilmar Örn. „Þeim verður allt að jólum.“ Sigur Rós er ekki mikið fyrir fjölmiðla? „Nei,“ svarar Kjartan. Þið höfnuðuð tækifæri til að koma fram hjá David Letterman? „Við fengum bara að spila í fjórar mínútur en eins og margir vita þá eru öll lögin okkar minnst fimm eða sjö mínútur. Að minu mati er tilgangslaust að vera að flytja brot úr lögum. Við sögðum nei og sjáum ekki eftir því.“ Þetta er af virðingu fyrir tónsmíðum ykkar frekar en stælar? „Já, ég myndi segja það. Það er alveg hægt að spila brot úr lagi þannig að fólki finnist það flott en það er ekki það sem ég vil gefa. Ég vil leyfa fólki að heyra heilt lag, helst heila plötu, en þessi markaðsvæni heimur virkar ekki þannig. Og þá tekur maður ekki þátt i því.“ Hvernig tók Letterman þessu? „Ég bara veit það ekki, okkur var hlíft við þeirri vitneskju. Ég hef heldur ekki hugsað mikiö um það.“ En þið eruð mest hér heima á íslandi? „Já, við erum að klára nýju plötuna okkar sem er búin að vera alltof lengi í smíðum. Við ætlum að reyna að klára hana í júní og gefa hana út í október en það gæti teygst fram í janúar. Við höfum verið hérna heima frá í haust en farið í stuttar ferðir. í haust byrjum við svo aftur að túra. En við höldum ör- ugglega tónleika hér heima þegar nýja platan kemur út.“ -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.