Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 31
LAUGARDAGUR IS. MAf 2002 He Iqci rb laö X>V 3 annarra manna líf. Þegar ég vann í Tollinum var ég heldur aldrei neinum til ama af því ég fann aldrei svo mikið sem sígarettupakka hjá neinum einasta manni! Þar á ég heldur enga óvini.“ Verður fátækur á að gefa út bækur — Þú hefur vakið athygli fyrir bækur þínar undanfarin ár, Tabula rasa sem hefur verið gefin út tvisvar, og Ósýnilegu konuna sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. í þeirri síðarnefndu segistu meira að segja vera að semja óperu þarna austur í Kína. Langar þig til að vera rithöfundur eða hvað á þetta eiginlega að þýða, Sigurður? „Ég er pínulítið manískur, ég viðurkenni það,“ segir Sigurður, „og stundum er ég stórtækur og bý til of mikið af myndlistarverkum, finnst mér. Þá verð ég einhvern veginn að taka mig úr umferð. Bækur eru góðar til þess. Þá er ég alla vega níu mánuði til eitt ár úr umferð. Ég verð hrikalega fátækur á því reyndar að skrifa bækur, efnahagurinn hrynur niður í rautt haf. En ég hef alltaf haft gaman af að skipta um miðil og láta reyna á mitt listræna attitjúd, hvort það getur orðið til i öðrum miðli. Þá get ég ekki treyst á litlu táknin í myndverkinu sem standa fyrir þetta eða hitt, þá fara þær hækjur í burtu og ég er staddur í nýjum miðli þar sem ég þekki ekki til. Ég er með attitjúd og skoðun og sköpunarþörf en engin verkfæri. Eiginlega allslaus! Og það finnst mér eftirsóknarverð tilfinning og ástand fyrir mig sem skapandi listamann. Þess vegna hef ég kannski sótt í þetta." — Og hvernig gengur óperan? „Óperan er í salti núna því eftir Ósýnilegu konuna tók við tímabil með miklu sýningahaldi til að rétta við fjárhaginn. Þaö er allt á góðri leið, ég er kominn upp fyrir rauða strikið! Svo eru Friðrik Þór Friðriksson og Ari Alexander að gera itarlega heimildamynd um verk min og mig sem listamann á bak við þau, og eftir það ætlum við að gera kvikmynd um Ósýnilegu konuna sem ég kem til með að endurskapa fyrir þann miðil.“ Heimildamyndin verður líklega tilbúin í ágúst. „Þetta er viðamikil mynd því þeir hafa ferðast með mér frá Kína til Lapplands og hreint út um allt, en þetta verður ekki „He’s a jolly good fellow-mynd“ þar sem listamaðurinn er settur á stall og hóað í fólk til að hæla honum. Það finnst mér svo hrikalega leiðinlegt. Þarna eiga verkin að tala. Það á ekki að segja þér hvað þú átt að horfa á heldur horfirðu bara, ekki segja þér hvað er merkilegt heldur reyna að gera það merkilegt." Ekld súperstjama „Það er svo klikkað að ég er búinn að lifa eins og súperstjarna í fjöldamörg ár en ég er ekki súper- stjarna!" segir Sigurður, hallar sér fram á borðið í litlu kaffistofunni á Jörð og horfir einlægur í augu blaðamanns. „Ég er bara venjulegur myndlistar- maður.“ — Og hver er þá munurinn? „Súperstjörnurnar eru með 25 aðstoðarmenn — ég er ekki að segja að mig langi til þess,“ flýtir hann sér að bæta við. „Ég er ekki hæfur til slíks. Samt er ég auðvitað með vinnumenn bæði í Kína og Hollandi og annars staðar þar sem ég vinn.“ — Er það ekki bara þín meðfædda hógværð sem veldur því að þú lítur ekki á þig sem súperstjörnu? „Nei nei, en ég er alveg nógu stór stjarna fyrir sjálfan mig. Undanfarið hef ég stjómað öðrum við að gera verkin min meira en að hendurnar á mér séu á þeim. Og ég tek eftir því að maður getur búið til afar persónuleg verk án þess að hafa nokkru sinni komið við þau. Þau eru gerð eftir fyrirmælum manns og maður bíður þar til maður er nógu sáttur til að samþykkja þau. Þá eru þau orðin persónuleg." — Finnurðu engan mun á svona verkum og þeim sem þú býrð til með eigin höndum? „Nei, engan mun. Þess vegna var ég svo hrifinn af Erró þegar hann lét mála myndirnar sínar í Taílandi, en hann var skammaður fyrir það — sem mér fannst enn þá skemmtilegra fyrir hann. Svo hætti hann viö það af því honum fmnst svo gaman að mála. En ég er verkfælinn maður, svona manúelt, og feginn að láta aðra púla fyrir mig.“ Tilbreyting er holl — Áttu skýringu á því handa mér hvað myndlistarmönnum hér gengur vel við að skrifa skáldverk? „Ég hef tekið eftir því í myndlistinni að þegar málararnir fóru að gamni sínu að gera þrívíð verk á níunda áratugnum þá komu út úr því ægilega fínir skúlptúrar. Og þegar myndlistarmenn fóru að gera keramik þá urðu leirlistamenn öfundsjúkir af því hvað það var gott sem kom út úr því. Tilbreyting er góð. Til dæmis má ekki setja alltaf kartöflur í sama reit, þá kemur kartöfluþreyta. Þú verður að setja gulrætur í reitinn eitt árið, svo máttu setja kartöflur aftur. En ég þekki þessa myndlistarmenn sem þú ert að vísa til,“ heldur Sigurður áfram, „og þetta eru fínir myndlistarmenn og ágætis rithöfundar líka, bæði strákarnir og stelpurnar. En rithöfundarnir sem fyrir voru halda líka áfram að vera rithöfundar, mjög gagnlegir, flottir og yndislegir listamenn og allt það. Þetta er bara eins og blóðblanda og hún er holl fyrir listgreinarnar. Það gerðist líka á flúxustímanum á sjöunda áratugnum, eins og við SÚMarar urðum heldur betur varir við. Þá flæddu listgreinarnar saman og maður vissi ekki hvort maður var ballettdansari, fiðluleikari eða myndlistarmaður... Þetta er mjög stímúlerandi og ég held að rithöfundarnir ættu bara að fagna þessu. Sumir þeirra eru líka að blanda sjálfir — Thor málar til dæmis.“ Hákúltúr og brjóstastórar konur — Nú kemur þú í mýflugumynd hingað norður eftir við og við — hvernig kemur listalífið þér fyrir sjónir? „Það er alveg staðreynd að íslenski listheimurinn er mjög fjörugur," segir Sigurður. „Það er mikið aö ske en „Ég fékk óslípuð granítbjörg í Svíþjóð, flutti þau til Kína, slípaði þau þar með miklum mannskap. Síðan flutti ég þau hingað til íslands og skipti á þeim og steinum í fjörugarðinutn. Þá varð til blettur sent er að mestu leyti eins í forini og hver annar en heitur, þrunginu andakt.” DV-mynd GVA samfélagið er smátt og íslenskir listamenn geta ekki sérhæft sig eins og þeir myndu gera í stærri löndum. Annars er nokkuð einkennandi fyrir norrænt fólk að svissa yfir, blanda. Tökum til dæmis dagblöðin. Hin svokölluðu gæðablöð í Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi og Englandi, þau birta vandaðar greinar og fólkið sem les þau les ekki blöðin með bílslysunum og brjóstastóru konunum, blöðin með litmyndunum á forsíðunni," og Sigurður strýkur ástúðlega yfir forsíðu DV sem liggur fyrir framan hann á borðinu. „En lesendur þeirra lesa heldur ekki gæðablöðin, svo þetta skiptist alveg í tvennt. En í norrænni blaðamennsku er þessu öUu blandað í einn graut, vönduðum greinum og brjóstastórum konum, og ég var fyrst mikið á móti þessu. Æsti mig oft út af þessu. En svo fór ég að sjá kostinn við að vera með hákúltúr og lágkúltúr saman. Undanfarin ár hafa verið straumar í myndlist þar sem áhersla er lögð á að blanda háu og lágu saman og með flottum árangri. Þetta kom upp á 10. áratugnum þegar listamenn urðu þreyttir á heilagleika æðri myndlistar. Eins var þetta á flúxustímanum svo kannski sjáum við þarna ölduganginn í menningunni. Listin verður auðvitað að setja eitur í sína eigin súpu til að geta haldið áfram að lifa. Og yfirleitt verða listamenn að drepa listina sína sjálfir, það gera aðrir ekki fyrir þá. Annars ættu þeir á hættu að verða eins og skátar, algóðir og þess vegna ekkert góðir! Eða sannkristiö fólk — maöur spyr; hvað liggur eftir það? Allir listamenn hafa sjálfseyðingarhvöt innbyggða með sköpunar- gáfunni. Það væri fínt ef stjórnmálamenn hefðu svoleiöis! Hins vegar finn ég fyrir því á Norðurlöndum — með góðum undantekningum þó — að mann langar stundum til að sjá eitthvað sem er raunverulega gott. Háan standard án dilettantisma. Myndlistarþættir í Svíþjóð eru til dæmis eins og barnatímar og venjulegt fólk getur ekki horft á þá. Ekki börnin heldur! Undantekningarnar hér eru til dæmis listaverkasöfnun Péturs Arasonar og starf Eddu Jónsdóttur í Gallerí i8. Vont ef allt væri svoleiðis en gott að það er til líka. Svo eru listasöfnin hér í framför. Eiginlega er ég bara mjög bjartsýnn. Og það er ekki bara ég sem tala um þetta, þetta segja allir erlendir menningarvitar sem tala viö mig um Island. Þeir eru hrifnir af því hvað hér eru margir listamenn á öllum sviöum. Langflestir norrænir listamenn á alþjóðlegan mælikvarða eru frá Islandi. Er það ekki hrikalega skrítið?" Við hristmn hausinn yfir þessari furðulegu þjóð, svo spyr ég hann að lokum hvort hann langi til að segja mér eitthvað sem ég hef ekki haft vit á að spyrja um. „Nei — af því ég hef engan boðskap sem ég þarf að láta allan heiminn heyra," segir Sigurður og flissar við, „og mér líður ágætlega þó ég eigi einhverja skoðun bara fyrir sjálfan mig!“ -SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.