Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 57
h LAUGARDAGUR 18. M Af 2002 5 7 Þægileg fjöðrun Afturfjöörunin er endurhönnuð og er fjölarma, sjálf- stæð, úr áli og sérlega þægileg í akstri. BíUinn líður áfram án óþæginda yfir hvað sem er eins og Benz er lagið. Þetta er fyrsti bíllinn til að vera búinn rafstýrðu bremsukerfi sem nemur hemlun eftir ástigi ökumanns og stýrir átaki með segulrofa. Ástigið virkar aðeins öðruvísi en með hefðbundnum vökvabremsum en er samt furðu líkt þeim og venst vel. Eins er um hensíngjöf sem einnig er rafstýrð en hefur þann galla að hún er aðeins of lengi aö taka við sér, jafnvel þótt sjálfskiptingin hafi verið stfllt á sportstill- ingu. Fimm vélar verða strax fáanlegar frá kynningu E- línunnar, þrjár bensínvélar og tvær nýjar disilvélar. Bensínvélarnar eru sex og átta strokka - frá 177 hestöfl- um, eins og í bíinum sem prófaður var, upp í rúm þrjú hundruð. Snúningsvægi dísilvélanna hefur verið aukið um 8%, upp í 425 Newtonmetra í E 270 CDI. Von er á fleiri og stærri dísilvélum á næstunni og einnig fjögurra strokka bensínvél með forþjöppu. Á því verði sem bíllinn verður boðinn, 5.630.000 kr. með V6-vélinni, hefur hann hækkað nokkuð í verði en á móti kemur að hann er mun betur búinn en gamli bíllinn. -NG DV-myndir E.Ói. o V6-vélin er ný og gefur gott afi sem veitir ekki af í bíl sem er rúmlega 1,5 tonn aö þyngd. o Skriöstillirinn notar stafrænt mælaborðiö á skemmtilegan hátt og ökumaöur sér alltaf stillinguna á kvaröa í hraöamælinum. ® Rúmgott skottiö tekur 540 lítra sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki. © Höfuöþúöar eru einnig stillanlegir fram og aftur. 0 Sex diska geislaspilari er falinn undir takkaþoröi í miöjustokki og er oþnun á honum rafstýrö. Nýr Ford Fiesta væntanlegur í fyrstu viku júní mun Brimborg kynna nýjan Ford Fiesta sem er alger- lega nýr bíll frá grunni. Ford Fiesta mun blanda sér í slaginn á markaði fyrir minni bíla og keppa þar við Volkswagen Polo og Toyota Yaris. Nýr Ford Fiesta, fimm dyra, mun kosta frá 1.370.000 kr. kominn á götuna svo ætla má að hann veröi verðugur keppinautur á þessum markaði. Við hönnun á Ford Fiesta var lögð mikil áhersla á mikið innanrými, stórt skott og öryggi við árekstur. Fiesta verður búinn hinu fullkomna Intelligent Protection System (IPS) frá Ford með tvo öryggispúða að framan og tvo í hliðum og sérstaklega styrkta yfirbyggingu. Mikill staðalbúnaður Ford Fiesta verður fáanlegur í þremur búnaðar- gerðum sem heita Ambiente, Trend og Ghia og er Ambiente sá ódýrasti en samt sem áður vel búinn og má þar helst nefna vökvastýri, leðurklætt stýris- hjól, þrjá höfuðpúða á aftur- sæti, geislaspilara, samlæsingu, raf- drifnar rúður og upphituð framsæti. Ford Fiesta verður fáan- legur með úr- vali sparneyt- inna og kraftmik- illa véla með rúmtak frá 1,3, 1,4 eða 1,6 í bensínútfærslu eða 1,4 TDCi í dísilútfærslu. Ráðgjafar Brimborgar eru þegar byrjað- ir að taka við sérpöntunum í fyrstu framleiðslupláss- in en takmarkaður fjöldi framleiðsluplássa verður í boði í fyrstu vegna mikillar eftirspumar í Evrópu. Brimborg áætlar að frumsýna Ford Fiesta í fyrstu viku júnímánaðar. Ford Fiesta verður fáanleg sjálf- skipt í nóvember og kostar sjálfskipting aukalega 120.000 kr. j He/c) C) rb !ci ö H>V 190 HO., árg. 2/2000, ekinn 54 þús. km Verð: 4.250.000 2,9 I Mercedes-Benz Hestöfl 170 við 2.800 sn/mín Tog 340 Newtonmetrar Upphækkun: 100 mm upphækkun á yfirbyggingu 75 mm upphækkun á fjöðrunarbúnaði Afturhásing færð aftur um 12 cm flðrar breytingar: Klippt úr brettum og hjólskálum breytt j Smíðaðir brettakantar fyrir 38“ dekk Drifbúnaðun ARB-loftdriflæsingar að framan og aftan 5,38:1 drifhlutföll Helsti búnaðun Mudder 38x15,5-15 dekk Weld Racing T-6 léttmálms IPF-ljóskastarar, 170/100 vött IPF-þokuljós, 85 vött Ljósagrind úr stáli Gangbretti Spilfestingar framan og aftan Bilstein-demparar að framan Ranco 9000 demparar Reimdrifin loftdæla m/safnkút undir bíl Álpanna að framan GPS, Garmin 128. Upplýsingar gefur Vignir Amarson, löggiltur brfreiðasali Sími 893-9293 Musso TDI high output Suzuki Baleno Skr. 6/99, Verðkr. sjsk. Suzuki Grand Vrtara 2,0, bsk. Skr. 4/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1580 *-Jt- Suzuki Swift GLS, 3 d. Skr. 6/97, ek. 46 pús. Verð kr. 550 þus. Daewoo Lanos SX, sjsk. Skr. 11/99, ek. 45 þus. Verð kr. 990 þús. Opel Vectra CD, 4 d., sjsk. Skr. 1/97, ek. 63 þús. Verð kr. 1130 þús. Toyota Corolla Terra, bsk. Skr. 9/98, ek. 77 þus. Verð kr. 840 þus. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI —////---------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.