Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 63
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 Helcjarblaö X>V 63 Myndirnar tvær virð- ast við fyrstu sýn eins en þegarbeturerað gáð kemur fljós að á => annarri myndinni hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossiog senda okkur ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að SS3t tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. Verðlaun: United-sími með sím- númerabirti frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmasti kr. 3990. Vinningarnir veröa sendir heim. Svarseðill Nafn:______________________________ Heimili: __________________________ Póstnúmer:----------Sveitarfélag: Merkið umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? nr. 668, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. I 1 1 Maðurinn erfrábært lietaverkL. Skynseml hans!... Óskeikull í andal... Hversu tjáningarrikur oq aðriáunarverður er hann í hreyf- inguml... Píq vantar alla fágun! Vlð verðum að fá virðulegra yfírhragðl Marta Max oq Hafliði eru að ná áhorfenrium á sitt band. Vlð verðum að qera eitthvað! « Hvað erl ofan á I húsum,® Hafliðf? bakskífa towaMefln" ur og vil fá endurgreitt! Jg^OOk?*61 38r Verðlaunahafi fvrir mvndagátu nr. 666: Ingveldur Gunnarsdóttir, Holtagötu 12, 600 Akureyri. Myndgátan hér til hliðar lýsir nafnorði. Lausn á gátu nr. 3304: Velur rétt dóttir, Gísli Örn Garðarsson og Edda Heiðrún Backman. Sýningin hefst kl. 20 en miða má nálgast í síma 568 8000. • T ónleikar ■ Jagúar í kvöld munu strákarnir í Jagúar leika fyrir dansi í Stúd- entakjallaranum. Gamanið hefst upp úr miðnætti. ■Til minningar um fórn- arlömb I Fríkirkjunni í kvöld kl. 21 verða haldnir tónleikar til styrktar fórnarlömbum striðs- ins í Palestínu. Fram koma Graduale Nobili, múm og Áróra kvartettinn. Ókeypis að- gangur og frjáls framlög þegin. • K1a s s í k ■Allegro Suzuki í dag verða fjórðu vortón- leikar Allegro Suzuki Tónlist- arskólans haldnir að Holtavegi í húsnæði KFUM- og K. Munu nemendur útskrifast úr Suzukibókum en skólaslit hefj- ast kl. 11.30 og eru þá hópatriði á fiðlur, selló og pianó. Forbo-bridgekeppnin 2002: Ólympíumeistarar Itala sigruðu Ólympíumeistarar ítala sigr- uðu í síðustu FORBO-keppninni sem haldin var í Scheveningen í Hollandi í lok febrúar. FORBO hefur kostað mótið sl. ellefu ár en nú er komið að leiðarlokum. íslendingar hafa tekið þátt í þessum vinsælu mótum og gerðu það einnig í ár þótt sveit- in blandaði sér ekki I toppbar- áttuna. Keppnin fer þannig fram að fyrst er fjögurra þjóða boðskeppni um Þjóðabikar svo- kallaðan. Að þessu sinni tóku þátt Ólympíumeistarar ítala: Duboin, Bocchi, Lauria, Ver- sace, Ferraro og Lavazza, kost- ari sveitarinnar; N-Ameríka: Gitelman, Moss, Weinstein og Carruthers; Holland: Bertens, Bakkeren, Gert-Jan og Bart Nab; Noregur: Brogeland, Sæ- lesminde, Malinowski og Tis- levoll. Spilaðar voru 3 umferðir af 20 spila leikjum og sigruðu ítalir með 58 stigum. í opnu keppninni spiluðu 64 sveitir í átta riðlum og tvær efstu í hverjum riðli komust í A- úrslit, siðan tvær næstu i B-úr- slit og svo koll af kolli. ítalirnir unnu þessa keppni líka en á mjóum þvengjum, einu vinn- ingsstigi. Lavazzasveitin hlaut 121 stig, bandarísk-pólsk sveit 120 stig og hollensk sveit einnig 120 stig. Þar mátti segja að hefði verið mjótt á mununum. í fyrsta leik um Þjóðabikarinn spiluðu saman N-Ameríka og Noregur. Við skulum skoða fyrsta spilið frá þeirri viður- eign: S/0 * 974 * 632 * A1072 * K75 4 K10632 * DIO > KG853 4 DG85 «4 7 4 D94 4 AD1096 44 AKG9854 4 6 4 G943 4 2 N V A S 4 A Þar sem Malinowski og Tis- levoll sátu n-s en Gitelman og Moss a-v gengu sagnir á þessa leið: Suöur Vestur Noröur Austur 1 hjarta pass 1 spaöi 2 lauf 4 hjörtu allir pass Vestur spilaði út litlu laufi, austur drap á ásinn og spilaði trompi. Sagnhafi tók slaginn í blindum, spilaði spaða á ásinn, trompaði lauf, kastaði laufi í spaðakóng, trompaði spaða, tók trompin og spilaði tígli. Vestur gaf mjúklega en sagnhafi lét kónginn og skráði 450 í sinn dálk. Á hinu borðinu sátu n-s Carruthers og Weinstein en a-v Sælesminde og Brogeland. Sagn- irnar voru á svipuðum nótum og enduðu í fjórum hjörtum. Brogeland ákvað að reyna þol- rifin í Weinstein strax og spilaði út tígulsjöi. Weinstein setti eðlilega gos- ann úr blindum og austur fékk slaginn á drottninguna. Hann skipti yfir í tromp og Weinstein tók spaðaás og spilaöi laufi. Vestur fékk slaginn og tromp- aði aftur út. Weinstein gat kastað einu laufi í spaðakóng en varð síðan að gefa tvo slagi á lauf. Einn niður og 50 til a-v sem græddu 11 impa á spilinu. Weinstein skoðaði spil vesturs áður en hann byrjaði næst til að sjá hver hefði átt tígulásinn. „Velkominn í Þjóðabikarinn" voru svör Brogelands þegar upp um hann komst. Eitruð vörn og verðskuldaðir 11 impar. Umsjón Stefíín Guðjohnsen CKFSÆ)istr.Bulte

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.