Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Page 7
7
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
DV Fréttir
Forstöðumanni Kvikmyndasjóðs hegnt fyrir hirðuleysi:
Bókhaldsgap ffyllti mæli
menntamálaráðherra
- hvergi misferli á ferðinni
segir Porfinnur Ómarsson
Tóraas Ingi Olrich menníamálaráð-
herra hefur vikið Þorfinni Ómarssyni,
forstöðumanni Kvikmyndasjóðs íslands,
tímabundið frá störfum eftir að í
skýrslu Ríkisendurskoðunar voru gerð-
ar alvarlegar athugasemdir við bók-
haldsmál sjóðsins. Hins vegar hefur
komið fram að Ríkisendurskoðun sagði
í skýrslu sinni að þegar hafði verið
komið í veg fyrir vandann. Mennta-
málaráðuneytið segir áralangt hirðu-
leysi Þorfinns í bókhaldsmálum og
sinnuleysi gagnvart ítrekuðum ávítun-
um hafa knúið það til aðgerða.
Syndir fortíðarinnar
Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð-
unar var bókhald í óreiðu og uppgjör
fyrir árin 2000 og 2001 komu ekki fram
á réttum tíma, auk þess sem ekki fund-
ust reikningar fyrir rúmlega 360 þúsund
króna útgjöldum sjóðsins.
Að sögn Vals Ámasonar, skrifstofu-
stjóra lögfræði- og stjómsýslusviðs
menntamálaráðuneytisins, byggist nið-
urstaðan á rannsókn Ríkisendurskoð-
unar sem varð til þess að ekki var hægt
af hálfu ráðuneytisins að líta fram hjá
skorti á bókhaldsgögnum varðandi 363
þúsunda króna útgjöld sjóðsins sem em
afleiðing áralangs hirðuleysis. „Með því
hefur Þorfinnur gerst brotlegur við
ákvæði starfsmannalaga ríkisins, fjár-
reiðulaga og laga um bókhald," segir
hann.
Ekki em til reikningar fyrir útgjöld-
unum og samkvæmt 26. grein laga um
réttindi og skyldur
starfsmanna ríkis-
ins er leyfilegt að
víkja starfsmannin-
um tímabundið frá
störfum fyrir
óreiðu á bókhaldi.
Til er fundar-
gerð i stjóm Kvik-
myndasjóðs frá
haustinu 1999 þar
sem fram kemur að
Þorflnnur bað um að ráðinn yrði fjár-
málastjóri en stjóm sjóðsins gaf ekki
leyfi til þess. Hann útskýrði beiðni sína
með því að fjárlög sjóðsins myndu fjór-
faldast á næstu árum. Þar sem bók-
haldsmálin voru ekki í verkahring
neins ákveðins starfsmanns tók hann
þau á sínar eigin hérðar og segir hann
við DV sig hafa haft yfirfullar hendur í
þeim efnum. Forstöðumaðurinn ber
reyndar ábyrgð á bókhaldinu, þó hann
þurfi ekki að vinna við það sjálfur.
Velta Kvikmyndasjóðs hefur aukist
úr 100 milljónum upp í 400 milljónir frá
því Þorfinnur tók við starfi forstöðu-
manns. Með þessu rökstuddi Þorfinnur
knýjandi þörf fyrir fjármálastjóra sem
ekki fékkst uppfyllt. í kjölfarið kvörtuðu
umræddar bókhaldsstofhanir ítrekað en
ekki var komið í veg fýrir vandann fýrr
en á þessu ári.
Staðfest hefur verið að bókhaldsmál
Kvikmyndasjóðs vora komin í gott lag á
þeim tímapunkti sem Þorfinnur var
leystur undan störfum af menntamála-
ráðherra. Þetta tek-
ur Ríkisendurskoð-
un fram í skýrslu
sinni og sam-
kvæmt Ingu Björk
Sólnes, skrifstofu-
stjóra Kvikmynda-
sjóðs, var bókhalds-
óreiða ekki lengur
til staðar. Þetta
gerðist eftir að Þor-
finnur lét endur-
skipuleggja stofnunina á þann hátt að
bókhaldinu var komið yfir á annan
starfsmann en hann sjálfan. „Ég get
staðfest að fjármál og bókhaldsskil
stofnunarinnar era með ágætum. Búið
var að koma málum í lag og manni
finnst þessi brottvikning nokkuð harka-
leg. Hún skaðar stofnunina og kvik-
myndagreinina í heild sinni," segir Inga
skrifstofustjóri.
Þess ber að geta að í fréttatilkynn-
ingu sem menntamálaráðuneytið sendi
DV og fleiri fjölmiðlum er þeirrar niður-
stöðu Ríkisendurskoðunar ekki getið.
Valur Ámason segir þá staðreynd hins
vegar vera utan við efnið, Þorfmni sé
vikið frá störfum fyrir bókhaldsóreiðu
áranna á undan.
Endurgreiðir óútskýrð útgjöld
Fátt bendir hins vegar til þess að Þor-
fmnur Ómarsson hafi gert tilraun til
þess að ota sínum tota í starfi sínu sem
forstöðumaður Kvikmyndasjóðs. Ríkis-
endurskoðun tekur skýringar hans á út-
gjöldunum upp á 363 þúsund trúanlegar
en þær era hins vegar ekki bókhalds-
lega tækar. Þetta heitir óreiða og gefur
tilefni samkvæmt lögum til brottvikn-
ingar. Það kæmi í hlut Ríkissaksóknara
að athuga hvort eitthvað glæpsamlegt
hafi farið fram í þessu bókhaldsgapi, en
mál Þorfmns er ekki í skoðun þar. Eftir
situr að þau 363 þúsund sem Þorfinnur
getur ekki útskýrt verða flokkuð sem
lán hans hjá sjóðnum sem hann mun
þurfa að endurgreiða.
Sjálfur segir Þorfmnur brottvikningu
sína hafa komið sér verulega á óvart.
Aðspurður hvort honum þyki aðgerðir
menntamálaráðherra harkalegar svarar
Þorfmnur: „Þetta er harkalegt miðað
við það að hvergi er misferli á ferðinni."
Þorfmnur hefur verið leystur tíma-
bundið frá störfum þar til úrskurðar-
nefnd þriggja sérfróðra manna ákveður
hvort honum sé stætt að starfa áfram.
Nefndin er undir forsæti Bjargar
Thorarensen, lagaprófessors við Há-
skóla íslands. „Nefndin úrskurðar hvort
rétt hafi verið að víkja Þorfmni frá
störfum. Að öllum likindum mun þetta
taka þijá til fjóra mánuði," segir Björg.
Þess ber að geta að í upphafi næsta
árs verður Kvikmyndasjóði breytt í
Kvikmyndamiðstöð sem hefur í för
með sér að starf forstöðumannsins
verður auglýst sem laust. Staðan
verður í svipuðum dúr og áður, með
þeirri breytingu að hann mun hafa
meiri áhrif á úthlutanir til kvik-
myndagerðarmanna. -jtr
Þorfinnur
Ómarsson.
Vilhjálmur
Egilsson.
Karfastofninn
talinn í hættu
Norðmenn óttast að karfastofhinn í
Barentshafi sé að hrynja, en útflutning-
ur þeirra hefur dregist verulega saman,
úr 7.800 tonnum fyrstu 3 mánuði ársins
2001 í 1.500 tonn á sömu mánuðum árs-
ins 2002. Væntanlegur ársfundur CITES,
sem era alþjóðleg samtök um eftirlit
með verslun með villt dýr og plöntur
sem taldar era í útrýmingarhættu og af-
urðir af þeim, mun marka betri yfirsýn
yfir málið að mati vísindamanna.
Botnfisksrannsóknir Norðmanna
benda til að nýliðun í karfa sé alltof lít-
il, aðallega vegna ofveiði, Fram til árs-
ins 1990 vora það aðallega Austur-Evr-
ópuþjóðir sem veiddu karfa í Barents-
hafi en fram að því höfðu Norðmenn
engan áhuga á karfanum. -GG
Ball í Ögurvík:
Búist við meti
Svo virðist sem metfjöldi gesta muni
leggja leið sína í Ögur í ísafjarðardjúpi
á morgun þegar árlegur dansleikur
verður haldinn þar. Undanfarin ár hef-
ur stór hluti gestanna komið á bátum,
líkt og gert var fyrrum þegar ekki var
búið að leggja veg inn og út firði í Djúpi
og menn þurftu að fara sjóleiðis á ball.
Líklega verður boðið upp á áætlunar-
siglingar í ögur á laugardaginn. En ljóst
er að ekki þarf að óttast messufall því
mikill áhugi er ríkjandi á norðanverð-
um Vestfjörðum að fara á ballið. En
kannski snýst vandinn ekki um það
hvort samkomuhúsið sé nógu stórt, þvi
ögurvíkin er rúmgóð og björt. -GG