Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Side 13
13
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
py_____________________________________________ Útlönd
Israelsmenn halda
áfram aðgerðum á Gaza
- jöfnuðu þrjár byggingar við jörðu í innrás í Gaza-borg í morgun
ísraelskar skriðdrekasveitir
réðust í bítið í morgun inn í
Gaza-borg, þar sem einar þrjár
byggingar voru jafnaðar við jörðu
með stórvirkum jarðýtum. Að
sögn sjónarvotta var aðgerðunum
beint gegn lögreglustöð, sem
einnig hýsti bækistöðvar öryggis-
sveita heimastjórnarinnar, og
einnig tveimur vélaverkstæðum.
Fjórir Palestínumenn munu
hafa slasast í aðgerðunum, þar af
tveir mjög alvarlega.
Að sögn talsmanna ísraelska
hersins voru vélaverkstæðin í
raun vopnaverksmiðjur þar sem
framleiddar voru sprengjur og
eldflaugar sem palestínskar
hryðjuverkasveitir hafa skotið að
ísrelskum byggðum að undan-
förnu. Israelar óttast nú mjög
hefndaraðgerðir Palestínumanna
eftir loftárásina grimmilegu á
Gaza-borg á mánudaginn þar sem
sextán manns létu lífið.
Vopnuð samtök Palestínu-
manna, sem hótuðu grimmilegum
Eyðileggingln í Gaza
ísraetsmenn héldu áfram aðgeröum í Gaza-borg í morgun og lögðu þá í rúst þrjár
byggingar til viöbótar við þær fimm sem sprengdar voru upp í loftárásinni
mannskæðu á mánudaginn.
hefndum, skutu í gær til bana
ísraelska rabbíann Elimelech
Shapira þar sem hann var á ferð í
bifreið sinni í landnemabyggð
gyðinga nálægt bænum Qalqilya á
Vesturbakkanum.
Al-Aqsa-samtökin hafa þegar
lýst yfir ábyrgð sinni á tilræðinu.
ísraelsk stjórnvöld hafa að und-
anförnu mátt þola harða gagnrýni
forystumanna erlendra ríkja
vegna árásarinnar á mánudaginn.
Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seti bættist í þeirra hóp í gær þeg-
ar hann sakaði ísraelsk stjórnvöld
um að hindra af ásettu ráði fram-
gang friðarumleitana á sama tíma
og palestínsk stjórnvöld gerðu sitt
til að binda enda á oföeldið.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem haldinn var að loknum
fundi Mubaraks með Chirac
Frakklandsforseta í París í gær. Á
næstu dögum mun hann heim-
sækja fleiri Evrópulönd í viðleitni
sinni til að koma á friði.
AOL Time Warner.
Hlutabréf AOL
hríðféllu í gær
Gengi hlutabréfa fjölmiðlarisans
bandaríska, AOL Time Warner,
hafa ekki verið jafn lág og eftir
lækkun þeirra á hlutabréfamarkaði
i gær. Fjármálasérfræðingar segjast
ekki búast við að fyrirtækið rétti
sig af í nánustu framtíð.
AIls höfðu hlutabréfm fallið allt
að 23% í verði en við lok dags haföi
verð þeirra lækkað um 15% og kost-
ar nú hver hlutur 9,64 dollara.
Lækkunin er viðbrögð fjármála-
heimsins við rannsókn viðskiptaeft-
irlitsnefndar Bandaríkjanna en
Washington Post sagði i síðustu
viku að netdeild fyrirtækisins,
AOL, hefði aukið hagnað með
„óvenjulegum" samningum.
REUTER&MYND
Heimsæskan blessuö
Jóhannes Páll páfi annar kom til Toronto í Kanada í gær til að messa yfirgestum hátíðar þar í borg. Hátíðin er
helguö heimsdegi unga fólksins 28. júlí. Viö komuna í gær urðu páfa reyndar á örlítil mistök þegar hann sagöist
síðast hafa verið viöstaddur hátíö á slíkum degi í Krakow í heimalandi sínu, Póllandi. Raunin er sú að síðasti
heimsdagur var haldinn hátíðlegur í Rómaborg þar sem Vatíkanið er. Talsmenn hans þar sögðu að hann hefði
einfaldlega mismælt sig.
Vill útiloka samkynhneigða
Ingeborg Lyngstad Vik, yfirlæknir
á Olafíu-kynsjúkdómadeildinni í Nor-
egi, vill banna samkynhneigðum körl-
um að heimsækja sánabaðstofur. Hún
segir að áhættan fyrir alnæmissmitun
og öðrum kynsjúkdómum, sé alltof
mikil til þess að leyfa samkynhneigð-
um körlum aðgang að þeim.
Ingeborg segir að sánaklúbbamir
séu gróðrarstía kynsjúkdóma enda
komi fólk þangað ekki aðeins í þeim
tilgangi að bregða sér í gufubað og sól-
arlampa á eftir. Hún segir að það sem
af er árinu sé vitað um fjölda tilfella
alnæmissmita sem eigi rætur sínar
að rekja til kynmaka í sánaklúbbum
landsins auk þess sem niu einstakl-
ingar hafi fengið þar syfilis. Yfir-
læknirinn heldur þvi fram að ekki sé
síður ástæða til að loka sánaklúbbun-
um en tjaldstæðinu í Skippagurra í
Finnmörk þegar upp komst um stóð-
lifið þar og þá kynsjúkdóma sem
fylgdu í kjölfarið.
Forstöðumaður My Friend Club,
eins sánaklubbanna, Olav Hemæs, er
ekki sammála Ingeborg Lyngstad Vik.
Hann segir að vissulega komi fólk í
klúbbinn til að eiga kynmök. En þar
sé allt undir góðu eftirliti. Hann segir
að allir gestirnir fái smokka þegar
þeir mæti á staðinn og skilur þvi illa
að rekja megi kynsjúkdóma til heim-
sókna I klúbinn sinn. -GÞÖ
<®TOYOTA
Eg er alltaf í sambandi, alltaf hreyfanlegur og kosta frá aðeins 1.1 29.000 kr. sem er sama verð og þegar
ég er venjulegur. www.toyota.is