Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Side 15
15
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
DV_________________________________________________________________________________________________________ Menning
Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson jonknutur@dv.is
Fornsögur í Skemmtihúsinu
í sumar sýnir Skemmtileikhúsið
við Laufásveg 22 leikritið The Saga
of Gudridur (Ferðir Guðriðar) en
það er flutt á ensku og sýningin er
hugsuð sem liður í menningar-
tengdri ferðaþjónustu á íslandi.
Ferðamenn og erlendir nemendur á
íslandi hafa tekið verkinu vel en ís-
lendingar hafa einnig verið duglegir
aö mæta.
Leikritið er byggt á ferðum Guð-
ríðar Þorbjamardóttur úr Grænlend-
ingasögu og Sögu Eiríks rauða.
Brynja Benediktsdóttir sér um leik-
stjórn en hún skrifaði jafnframt
handritið. Það er Þórunn Clausen
sem leikur Guðríði. Hún er fimmta
leikkonan sem tekst á við hlutverkið
en leikritið er einleikur og þarf Þór-
unn því ekki einungis að tjá tilfinn-
ingar Guðríðar því að hún leikur all-
ar aðrar persónur, auk dýra og nátt-
úruafla.
Sýningin hefur farið sigurför um
heiminn eins og kunnugt er, allt frá
því að leikritið var frumsýnt í
Skemmtihúsinu árið 1998. Síðustu
fjögur árin hefur verið farið með
verkið til Bandaríkjanna, Kanada og
til sjö landa í Evrópu. Hvarvetna hef-
ur uppsetningin hlotið mikið lof
gagnrýnenda og þvl er það sérlega
ánægjulegt að verkið skuli vera tek-
ið til reglulegra sýninga á íslandi.
Merkilegt frumkvöðlastarf
Brynja setti á fót Vinnustofur leik-
ara eða Skemmtihúsið fyrir sex
árum ásamt eiginmanni sínum, Er-
lingi Gíslasyni leikara. Tilgangin-inn
með stofnun leikhússins var sá að
stuðla að því að íslenskir höfundar
skrifuðu verk sem sprottin væru úr
íslensku fomsögunum en jafnframt
að gefa ungum og efnilegum leikur-
um tækifæri til að spreyta sig og
þroskast í sömu verkum.
The Saga of Gudridur er sýnt á
fimmtudögum, föstudögum og sunnu-
dögum í allt sumar. Eftir þann tíma er
hœgt aö panta sýningar í Skemmtihús-
inu eöa annars staöar fyrir hópa.
Skemmtihúsiö sýnir lelkritið The Saga of Gudridur eða Ferðir Guðriðar um þessar mundir
Þaö er Brynja Benediktsdóttir sem skrifar handritið og leikstýrir verkinu en Þórunn Clausen leikur Guöríöi Þor-
bjarnardóttur.
Petterri Salomaa.
Þekktir listamenn
í Reykholti
Tónlistarhátíðin i Reykholti verður haldin í
sjötta sinn núna um helgina í Reykholtskirkju,
Borgarfirði. Þetta er einn af stóru viðburðunum
í klassískri tónlist á íslandi og flytjendur eru
meðal helstu tónlistarmanna landsins auk
þekktra erlendra hljóðfæraleikara. Flutt verður
fjölbreytt efnisskrá að venju með áherslu á nor-
ræna og evrópska tónlist. Haldnir verða fernir
tónleikar og verða þeir fyrstu í kvöld þar sem
flutt verður tónlist eftir Wolfgang Amadeus Moz-
art. Sérstaka athygli vekja miðdegistónleikarnir
á laugardeginum en þar kemur fram hinn heims-
þekkti finnski bariton-söngvari, Petterri Sal-
omaa. Hann ætlar að flytja ljóðatónlist ásamt
Steinunni Birnu Ragnarsdóttur pianóleikara en
hún er jafnframt listrænn stjómandi hátíðarinn-
ar.
Petterri hefur sungið mörg aðalhlutverk við
Drottingholm-óperuna í Svíþjóð og var fastráð-
inn við óperuna í Freiburg frá 1989 til 1991. Með-
al hlutverka sem hann hefur leikið eru Papa-
geno, Don Giovanni og Figaró en nýlega kom út
plata hjá hljómplötufyrirtækinu Decca þar sem
Petterri syngur einmitt hlutverk Figarós ásamt
söngvurum við Drottingholm-óperuna. Petterri
er eftirsóttur ljóðasöngvari og hefur sungið á
ljóðatónleikum um allan heim og er hann, ásamt
píanóleikaranum Love Derwinger, sérstakur
heiðursgestur Reykholtshátíðar í ár.
Á laugardagskvöldið verða flutt einleiksverk
eftir Bach, Hándel, Debussy, Ravel og Chopin en
á lokatónleikunum á sunnudag verður flutt Eleg-
íutríóið eftir Rachmaninov og Silungskvintettinn
eftir Schubert.
Þorvaldur sýnir
vatnslitamyndir
Þorvaldur Þor-
steinsson opnar
sýningu i Gallerí
Gersemi á morgun
á Akureyri. Á sýn-
ingunni verða nýj-
ar vatnslitamyndir,
helgaðar sérstöðu
Akureyrar í sam-
tímanum. Það er
langt síðan hann sýndi síðast vatns-
litamyndir en hann hefur getið sér
gott orö á alþjóðavettvangi fyrir verk
sín á sviðið myndbanda, ljósmyndun-
ar og gjörninga, auk þess sem hann er
landskunnur fyrir skrif sín fyrir börn
og fullorðna. Um sýninguna segir Þor-
valdur að hann hafi lengi langað til að
búa til heila vatnslitasýningu „helg-
aða yfirburðum Akureyrar í annars
ófullkomnum heimi.“
Sýningin verður opin daglega frá
klukkan 12 til 19 og á kvöldin eftir
nánara samkomulagi út ágúst.
Fjórða helgi
Sumartónleika
í Skálholti
Næsta helgi er fjórða helgi Sumar-
tónleika í Skálholtskirkju. Meðal þess
sem boðið verður upp á eru ný verk
eftir fimm tónskáld er að mestu
byggja á sálmum sem ekki hafa verið
gefnir út á prenti og lögum sem fund-
ist hafa í gömlum handritum. Tón-
skáldin heita Elín Guðmundsdóttir,
Hildigunnur Rúnarsdóttir, Jón Guð-
mundsson, Mist Þorkelsdóttir og
Steingrimur Rohlof. Flytjandi er
sönghópurinn Gríma en hann mun
njóta aðstoðar alls níu hljóðfæraleik-
ara.
Tónleikahelgin hefst klukkan tvö á
laugardag á því að séra Berharöur
Guðmundsson rektor leiðir umræðu í
Skálholtsskóla um viðhorf hinna
ungu tónskálda til íslensks söngarfs.
Vinur lífsins
Nú stendur
yfir sýning á
verkum Guð-
mundar Krist-
jánssonar vél-
smiðs á Siglu-
firði í Gránu,
bræðsluhúsi
Síldarminja-
safnsins á
Siglufirði. Hún ber heitið Vinur lífs-
ins og á henni eru margs konar smíð-
isgripir úr tré og málmi auk mál-
verka og ritsmíða Guömundar. Sýn-
ingin er haldin í tilefni af því að 18.
júlí voru liðin hundrað ár frá fæðingu
listamannsins en hann lést árið 1994.
Guðmundur vakti mikla athygli árið
1990 þegar hann tók þátt í sýningunni
Einfarar i íslenskri myndlist í Hafn-
arborg og má segja að þá hafi augu
margra opnast fyrir þessum sérstæða
listamanni.
Sýningin stendur til 20. ágúst og er
opin frá klukkan 13 til 17 alla daga.
Tónlist________________________________________________________________________________________________
Næturgali í Hallgrímskirkju
Hin eistneska Katrin Meriloo, einn fremsti
organisti Norðurlanda og víðar, hélt tónleika í
Hallgrímskirkju síðastliðið sunnudagskvöld. Á
efnisskránni voru níu mislöng verk frá ýmsum
tímabilum, hið elsta frá fyrri hluta sautjándu
aldar, en hið yngsta frá síðari hluta aldarinnar
sem leið. Það var eftir ungverska tónskáldið
Zsolt Gardonyi og bar nafnið Mozart-Changes.
Var það réttnefni, því byrjunin var úr lokaþætti
síðustu píanósónötu Mozarts (í D-dúr), en svo
tóku djasshljómar að skjóta upp kollinum án
þess að grunnhugmyndin bjagaðist of mikið, og
var útkoman nokkuð skemmtileg, þó hún væri
ekki beint frumleg.
Eitt fegursta atriðið á efnisskránni var „Eng-
elskur nætiu-gali“ frá byrjun sautjándu aldar eft-
ir óþekktan höfund, en þar voru klingjandi
hljómar orgelsins svo líkir næturgalasöng að
ótrúlegt var. Leikur organistans var einstaklega
skýr og vandaður, mismunandi raddir hljóðfær-
isins mynduðu heillandi samhljóm sem var svo
fagur að maður gleymdi stund og stað.
í rauninni má segja hið sama um flutninginn
á öðrum verkum efnisskrárinnar; leikur Meriloo
var öruggur, jafnvel snilldarlegur, eins og í G-
dúr prelúdíu Nicolausar Bruhns, þar sem flókið
fótspil var sérlega fimlegt. Ekki verður heldur
komist hjá því að nefna úthugsaða og áhrifa-
mikla túlkun á Fantasíu í A-dúr eftir César
Franck, Sálmafantasíu op. 40 nr. 2 eftir Max
Reger, og Orgelstykki BWV 572 eftir Bach.
Ef eitthvað má finna að þessum tónleikum er
það helst að flest verkin voru ærið hátt gíruð,
með mögnuðum hápunktum þar sem allt var
keyrt í botn. Má nærri geta hvað þaö þýðir þeg-
ar hið stórfenglega orgel Hallgrímskirkju er ann-
ars vegar, sem er eins og heil hljómsveit í THX
bíóhljóðkerfi þegar mest gengur á. Var þetta
stundum helst til mikið, það var eins og maður
væri að upplifa aftur og aftur lokahnykkinn í
einhverjum geimtrylli, enda var maður alveg
uppgefinn þegar tónleikamir voru búnir.
Jónas Sen
Sumarkvöld
við orgelið
Fimmtu kvöldtónleikar tónleikar-
aðarinnar Sumarkvöld við orgelið
verða á sunnudagskvöld klukkan átta
í Hallgrímskirkju. Að þessu sinni er
það lettneski orgellleikarinn og tón-
skáldið Aivars Kalejs sem færir
áheyrendum sínum tækifæri til að
kynnast tónlist sem hefur ekki heyrst
áður á íslandi. Hann mun leika þrjú
verk eftir franska tónskáldið Oliver
Messiaen, eitt eftir hinn þýska Sigfrid
Karg-Elert og síðan flytur hann eitt
frumsamið verk sem er tileinkað
fómarlömbum Sovjetstjórnarinnar í
Lettlandi árin 1940 til 1941 og 1944 til
1988.
Með þessum tónleikum lýkur balt-
nesku áhrifum tónleikaraðarinnar
Sumarkvöld við orgelið að þessu
sinni.