Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Side 29
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
29 * -
Sport
Haukurí
13. sæti
Haukur Gunnarsson,
ÍFR/Breiðabliki, keppti í gær í
100 m hlaupi á heimsmeistara-
móti fatlaðra i frjálsum þróttum
sem fram fer í Lille i Frakklandi.
Haukur hijóp á tímanum 13.72
sek. og varð 6. í sínum riðli og í
13 sæti af 15 keppendum. Heims-
og Ólympíumeistarinn Mu-
hammed Allek frá Alsír sigraði í
hlaupinu á nýju heimsmeti, 12.01
sek.
Kínverjar hafa fengið flest
verðlaun á mótinu til þessa. 400
nýliðar eru á mótinu en ails eru
keppendur 1120.1 dag keppir Jón
Oddur Halldórsson í 200 m
hlaupi. -Ben
Woosnams
og McNulty
koma ekki
Kylfingarnir Ian Woosnams og
Mark McNulty munu ekki leika
á Pro-Am móti Nýherja eins og
stóð til. Woosnams hefur dregið
sig í hlé frá allri keppni næstu
tvær vikurnar vegna veikinda í
íjölskyldunni en McNulty hand-
arbrotnaði á hjóli. í stað þeirra
tveggja hafa verið fengnir
Padraig Harrington frá írlandi,
sem lenti í frnimta sæti á opna
breska meistaramótinu um síð-
ustu helgi, og Nick Dougherty en
hann hefur, þrátt fyrir ungan
aldur, skipað sér sess sem einn
besti ungkylílngur heims.
Birgir Leif-
ur á pari
Birgir Leifur Hafþórsson lék á
pari fyrsta hringinn á áskor-
endamótinu sem fram fer í
Bowood á Englandi. Birgir Leif-
ur er eftir fyrsta hringinn í
43.-72. sæti en hann fór fyrsta
hringinn á 72 höggum. -Ben
Helgi Jónas
Guðfinnsson,
landsliðsmaður
í körfubolta:
Vildi fá
tilbreyting
- lék í gær fyrsta leik sinn í efstu deild fótboltans
Margir ráku upp stór augu
í Laugardalnum þegar leik-
maður númer 29 kom inn á í
liði Grindavíkur i 0-3 sigri á
Fram.
„Nei, ég get nú ekki sagt
að ég sé búinn að skipta yfir
í fótboltann því að ég vildi
bara fá smátilbreytingu í
þetta og reyna að njóta þess
að vera í íþróttum. Mér hefur
alltaf fundist mjög gaman að
spila fótbolta og langaði bara
að slá til í sumar. Þetta var i
fyrsta sinn sem ég var í
hópnum og vonandi gerist
það bara oftar,“ sagði Helgi
Jónas Guðfmnsson, lands-
iiðsmaður í körfubolta, sem
kom inn á í liði Grindavíkur
í lok sigurleiksins gegn Fram
og lék fyrsta meistaraflokks-
leik sinn fyrir félagið. Fyrir
þá sem sjá Helga Jónas að-
eins fyrir sér raða niður
þriggja stiga körfunum má
geta að hann er 26 ára og
leikur í stöðu sóknarmanns.
Helgi Jónas hafði samt
spilað fótbolta áður. „Það eru
nokkur ár síðan ég spilaði
síðast en þá lék ég með GG í
fjórðu deildinni en ég hafði
aldrei æft með meistara-
flokki Grindavíkur áður en
ég byrjaði í sumar,“ sagði
Helgi Jónas. En ætlar hann
sér að stunda báðar íþrótta-
greinarnar. „Ég er ekkert bú-
inn að hugsa neitt út í það.
Ég ætla að reyna að hafa
gaman af því sem ég er að
gera og sé síðan bara til,“
segir hann. Helgi Jónas er í
19 manna landsliðhópi Frið-
riks Inga Rúnarssonar fyrir
Norðurlandamótið í körfu-
bolta í næsta mánuði.
Helgi lék síðasta deildar-
leik sinn á íslandi fyrir leik-
inn í gær 4. júlí 1997 er hann
skoraði eitt mark í 2-3 sigri
GG á Snæfelli í Stykkis-
hólmi. -ÓÓJ
Bland í
rrm
Gary Megson, framkvæmdastjóri
WBA, hefur framlengt samning sinn við
félagið um þrjú ár. Megson kom liðinu
upp í efstu deild og er mikil ánægja í
herbúðum WBA með störf hans. Jer-
emy Peace, stjórnarmaður hjá WBA,
sagði að það hefði verið vonast til að
Megson héldia áfram störfum hjá félag-
inu og stýrði liðinu í efstu deild næsta
vetur.
Atletico Madrid hefur mikinn áhuga á
að næla í Rivaldo og vona menn þar á
bæ að hann hafni boði AC Milan og
haldi sig á Spáni. Forráðamenn Atletico
gera sér fulla grein fyrir því aö þeir hafa
ekki eins mikla peninga og ítölsku
risamir. Þangað til annað kemur í ljós
ætla þeir að láta sig dreyma um að
Rivaldo spili með þeim á næsta tímabili.
Þeir hafa haft samband viö lögfræðing
Rivaldos og bíða eftir viðbrögðum.
Juan Sebastian Veron, leikmaöur
Manchester United og argentiska
landsliðsins, hefur mikið verið
gagnrýndur fyrir frammistöðu sína
hjá Manchester á siðasta tímabili og
fyrir leik sinn á HM með Argentínu.
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
Manchester, hefur verið duglegur að
verja leikmanninn og segir að þetta sé
ábyggilega í fyrsta skipti sem Veron
hafi fengiö gagnrýni. „Eg get ekki séð
að hann haft veriö eins slakur og sumir
vilja meina. Ég veit að hann er sterkur
karakter og á eftir að koma til baka og
sýna þessu sama fólki hvers hann er
megnugur."
Peningavandrœói í knattspyrnuheim-
inum eru betur og betur að koma í ljós
og nú hafa eigendur franska liðsins
Paris St. Germain sett félagiö á sölu. Fé-
lagið vann Evrópukeppni bikarhafa ár-
ið 1996 og hefur sterka leikmenn innan-
borðs, á við Ronaldinho frá Brasiliu.
Orlando Magic í NBA-deildinni vestan
hafs hefur framlengt samning sinn viö
Pat Garrity til fimm ára. Garrity gerði
11,2 stig í leik á síðasta tímabili og er
talinn einn besti skotbakvörður deildar-
innar.
Ron Artest, leikmaður Indiana Pacers,
hefur verið ákærður fyrir að hóta fyrr-
um kærustu sinni öllu illu. Artest
skildi eftir skilaboð á símsvara konunn-
ar sem innihéldu alls kyns hótanir.
Artest er því kominn í hóp NBA-leik-
manna sem hafa komist í kast við lögin
að undanförnu en eins og áður hefur_
komið fram þá er Alen Iverson ekki í
góðum málum. Glenn Robinson hjá
Milwaukee Bucks hefur verið ákærðu.r
sem og Oldyn Polinice hjá Utah Jazz.
Eldur kom upp í skemmtistað í eigu
Dennis Rodmans um síöustu helgi.
Ekki er talið að um íkveikju sé að ræða.
Rodman hefur ekki verið neinn engill
upp á slðkastið og var handtekinn 1 jan-
úar sl. Hann er orðinn fertugur, þykir
gaman að skemmta sér og virðist vera i
því í fullu starfl. Alls hefur lögreglan
sótt hann heim 70 sinnum vegna óláta
heima fyrir en þar rekur hvert teitið
annað.
Utah Jazz hefur ákveöið að bjóða
Byron Russell, leikmanni liðsins til
níu ára, ekki nýjan samning. Russell er
síður en svo ánægður með það og sagð-
ist ekki einu sinni hafa fengið símtal
heldur hefði einhver skilið eftir skila-
boð um það að samningurinn yrði ekki
endumýjaður. „Siðast þegar ég var með
iausan samning var ég grátbeðinn um
að vera áfram.“
Jerry Sloan, þjáifari Utah, segir að
Russell hafi ekki spilað vel síðustu tvö
tímabil og þvi hafi verið ákveðiö að
endurnýja ekki samning hans við félag-
iö. Hann bætti við aö það kæmi til
greina aö semja við hann og skipta hon-
um til annars liðs.
-Ben
Stórlax sla
eftir mikla
- í Þverá í Borgarfirði í fyrradag
„Þetta var svakaleg barátta við
órfiskinn þama í Kastalahylnum og
skurinn hafði að lokum betur en
tki veiðimaðurinn. Laxinn fór
örgum sinnum út með alla línuna,“
igði tíðindamaður okkar á bökkum
/erár í Borgarfirði, en mikil
irátta fór fram við stórlax við
astalahylinn í fyrradag. „Laxinn
var vel yfir 20 pundin og hann kafaði
hvað eftir annað í hylinn en fór síðan
af aö lokum, eftir um það bil
hálftíma," sagði okkar maður á
bökkum Þverár. Þverá og Kjarrá eru
komnar meö 700 laxa og eru í ööru
sætinu yfir fengsælustu laxveiði-
ámar.
G. Bender
Norðurá:
Langefsta veiðiáin
- rólegt í Rangánum
Veiðimenn eru þokkalega kátir þessa dagana með veiöina. í mörgum
laxveiðiám er fin veiði en aðrar em slappari. Norðurá í Borgarfirði er
langbesta veiðiáin núna en síðan koma Þverá og Kjarrá. Við skulum að-
eins líta á tíu bestu veiðiámar. Það em að verða liðnir tveir mánuðir síð-
an laxveiðin hófst og ýmislegt hefur gengiö á.
Norðurá í Borgarfirði er langefst með 1330 laxa, síðan kemur Þverá í
Borgarfirði með 700 laxa og svo Laxá í Kjós með næstum 600 laxa. Langá
á Mýrum hefur gefið 450 laxa og síðan kemur Blanda með 430 laxa. Veið-
in hefur batnað til muna í henni síðustu daga. í Eystri-Rangá hafa veiðst
380 laxar og svo kemur Laxá í Aðaldal með 322 laxa. Veiðin í Rangánum
er aðeins að lagast, en betur má er duga skal. G. Bender
Langá:
Golfmót
og afmæli
- veiðin gengur fint
P
„Veiðiskapunnn gengur vel
hjá okkur og og hafa veiðst 450
laxar. Það veiðast á milli 20 og 30
laxar á hverjum degi en
veiðimenn em að setja í 40-50
laxa,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson
við Langá á Mýrum í gærdag. Þá
var fariö að styttast í aö hann
héldi upp á sextugsafmæliö sitt á
laugardaginn.
„Það verður víst ýmislegt í
gangi hérna næstu daga,
golfmót, afmæli og síðan
Fluguveiðiskólinn,“ sagði Ingvi
Hrafn í lokin. Opna Langár-
golfmótið verður á Hamarsvelli í
Borgamesi á laugardaginn.
Mótið er punktamót með forgjöf
og verða víst glæsileg
veiðiverðlaun í boði. Síðar um
kvöldið tekur afmælisbamið á
móti gestum að Hamri.
G. Bender
Torben Hallen Gren frá Danmörku viö Noröurá í Borgarfirði meö lax. Noröurá er langfengsælasta laxvelðiáin þessa
dagana. DV-mynd Ólafur Haukur
f
■r
<■
'V