Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Fréttir DV Átti sér einskis ills von á þjóðhátíð í Eyjum: Ráðist á mann og hann sprautaður - rannsókn leiddi í ljós að alsæla var í sprautunni „Ég var mjög hræddur um að vera smitaður af einhveijum hræðilegum sjúkdómi," segir tvítugur Bandaríkja- maður sem stunginn var með sprautu í aðra rasskinnina á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Maðurinn, sem er her- maður hjá Vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli, var gestur á Þjóðhátíðinni. Maðurinn átti sér einskis ills von þar sem hann var á gangi með kærustu sinni á sunnudagskvöldinu þegar allt í einu var ráðist á hann „Við ætluðum að fá okkur að borða þegar ég fann fyrir sting. Einhver stakk sprautu í aðra rasskinnina á mér. Ég sneri mér við til að sjá árás- armanninn en sá hann ekki þar sem annar tók mynd af mér og kærustu minni og blindaði flassið mig. Ég vil taka það fram að ég var ekki að drekka og hafði ekkert gert viðkomandi. Þegar ég ætlaði síðan að hlaupa á eftir hon- um stoppaði kærasta min mig þar sem hún tók ekki eftir því sem gerst hafði og vissi ekki af hveiju í ósköpunum ég ætlaði að elta einhvem. Mér tókst því ekki að bera kennsl á þessa menn en sá þó að árásarmaðurinn var með svart húðflúr aftan á hálsinum.,“ segir mað- urinn sem ekki viil láta nafn síns getið. „Ég var mjög hræddur og stressaður eftir að ég hafði verið stunginn. Ég Frá þjóðhátíð Ungur Varnarliösmaöur átti sér einskis ills von þegar maöur með sprautu laumaöist aö honum og stakk han. vissi ekki hvað var í sprautunni og það gat verið hvað sem er. Auðvitað bjóst ég við því versta. Ég fór þó ekki á spít- alann í Vestmannaeyjum þar sem ég hafði farið þangað með vin minn dag- inn áður en þjónustan var svo léleg. Ég beið því með að leita mér hjálpar þar til ég kom aftur á hervöllinn," segir maðurinn. Þá segir hann að þegar hann hafi komið að landi hafi hann far- ið á spítala og verið sendur í alls kyns rannsóknir. Hann segir að eftir ótal rannsóknir hafi komið i ijós að alsæla hafi verið í sprautunni. „Læknamir sögðu að ég gæti ekki verið smitaður af HIV þar sem litlu var sprautað i mig. Það var þó nógu mikið magn af alsælu í mér til þess að ég fann verulega á mér umrætt kvöld, var ofur- viðkvæmur og gat ekki sofið marga tíma eftir að atvikið hafði gerst. Dag- inn eftir vaknaði ég síðan mjög þunnur og var hálfskrýtinn í tvo daga á eftir. Ég er þó ekki áhyggjufúllur í dag þar sem læknamir fullvissuðu mig um að ég væri alveg fullffískur," segir her- maðurinn og segir jaMramt að hann skilji ekki að nokkur manneskja geri svona lagað og bjóst ekki við að lenda í svona atviki á hinu saklausa íslandi. Einar Axelsson, læknir á meðferða- stöðinni á Vogi, segir að hann hafi aldrei heyrt um svona lagað og líkir árás sem þessari við morðtilraun. „Ég held að tilvik sem þessi séu eins- dæmi, ég vona það alla vega. Ég hef ekki heyrt um sambærileg atvik um slíkan hrottaskap og frnnst þetta virki- lega vítavert," segir Einar. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Vamarliðsins, segir að hermaðurinn hafi farið sjálfviljugur í rannsókn þeg- ar hann kom til baka og segir engan vafa leika á að maðurinn segi sannleik- ann. -ss Ásatrúarmenn koma saman til aukaallsherjarþings í dag: Kosið um framtíð fyrr- verandi allsherjargoða DV-MYND HILMAR ÞÓR Abgát skal höfð Nú fara skólar senn aö hefjast og þarf aö sjá til þess aö öryggi barn- anna sé gætt. Einn liöur í því er aö minna ökumenn á aö hámarkshraði er 30 km viö skóla. Ökumenn veröa því aö gæta sín sérstaklega þegar kemur aö skólunum og stansa ávallt fyrir gangandi vegfarendum. Reiknaö er með fjölmennu aukaallsherjarþingi ásatrúar- manna sem hefst á hádegi í dag. Þar munu mætast fylkingar þeirra sem vilja að fyrrverandi allsheijargoði, Jörmundur Ingi, láti af störfum, og hinna sem eru fylgismenn allsherjargoðans. Um 700 félagar hafa fengið fundarboð og það í tvigang. Kosið verður um þá ákvörðun Lögréttu að reka alls- herjargoðann í sumar og fá Jón- ínu Kristínu Berg í hans stað. „Ég vona að sem flestir mæti og hugsi fallega til félagsins okkar,“ sagði Jónas Þ. Sigurðsson lögsögu- maður í gær. „Við munum leggja öll spil á borðið og óskum eftir að fá að bæta félagið okkar með því að hreinsa til. Verði Jörmundur Ingi Hansen settur í embætti að nýju þá mun félagið þurfa að ganga í gegnum sams konar sárs- aukafullar hremmingar innan Jonas Þ. Jörmundur Ingl, Slgurðsson fyrrv. allsherjar- lögsögumaður. goði. skamms," sagði Jónas. Hann sagð- ist vonast til að sjá sem flesta fé- laga á fundinum. „Þetta fár mun ganga yfir og fé- lagið okkar á eftir að verða til um aldur og ævi. Þeir atburðir sem nú hafa orðið eru ekki annað en stormur í vatnsglasi,“ sagði lög- sögumaðurinn. Hann kveðst óá- nægður með fréttaflutning af mál- efnum ásatrúarmanna undanfarið og segir að yflrheyrslan yfir Jörm- undi Inga i DV hafí verið löðrandi af lygum og rangfærslum. Jónas segir að það sé rangt mál hjá fyrrverandi allsherjargoða að hann sé álitinn æðstráðandi hjá Ásatrúarfélaginu. Þann 26. júní hafi þau orð verið tekin til baka af Hjalta Zophaníassyni, fulltrúa í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, þegar hann hafði fengið að vita sannleikann um einræðislega til- burði goðans sem hafi breytt lög- um félagsins að vild sinni. „Það er gott að almennir félags- menn fá á fundinum að tjá sig um málið, það er í sjálfu sér aðalatrið- ið,“ sagði Jörmundur Ingi í sam- tali við DV í gær. „Ég er bjartsýnn á útkomuna, sérstaklega ef mæt- ing verður góð. En þetta verður leyst á lýðræðislegan hátt með þátttöku venjulegra félaga," sagði Jörmundur. -JBP PRENTUM EFTIR LITSKYGGNUM OG STAFRÆNUM MYNDAVÉLUM. GOTT NAFNSPJALD Gl I Ul? SKIPT ® SKÖPUM FYRIR I YRIRT/FKIÐ ÞIT I ‘ IÖKUM I I TIR GÖMI UM MYNDUM OG GLRUM VID. IIÖNNUM BODSKORT I I TIR ÞlNUM ÓKKUM. Sl/i KKUM III U IAÚR MYND. I3RLY1UM OG B/I. TUM Tölvuvinnsla Oæða framkötlun HEIMSMYNDIR ■ AQFA <3> Smlðjuvegl 11,-gulgata -, 200 Kópavogur, slmi 544 4131. Guðni Ágústsson á Hólahátíð: Legg út frá fögrum orðum frelsarans „Ég ætla að leggja út frá öllú því fallegasta sem frelsarinn boðaði," segir Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra sem verður ræðumaður dagsins á Hólahátíð á sunnudag. Messað verður í Hóladómkirkju og í framhaldinu er hátíðarsam- koman, Hólahátíð. Ræðumenn dagsins þar hafa hin seinni ár þótt sumir hveijir taka stórt upp í sig og hafa þannig velgt mörgum undir uggum. Má þar ræðu Davíðs Oddssonar um menn og eiturlyfjabaróna þeg- ar umræðan um söluna á Fjárfestingabanka atvinnu- lífsins var í hámæli. í annan tíma talaði herra Ólafur Ragnar Grimsson á sama vettvangi og á móti gagna- grunnsfrumvarpinu. „Ég ætla að tala um stöðu litla mannsins, velta fyrir mér hvort valdið sé að færast á of fáar hendur og hvort há- nefna launatoppamir séu að aðskiljast frá glæpa- allri alþýðu manna,“ sagði Guðni. -sbs Guðnl Ágústsson. Síminn fundinn: Heiðarleiki borgar sig - segir Pétur Pétursson Natalia Stenkovich, 13 ára stelpa, fann GSM-síma á dögunum. í stað þess að halda símanum, eins og svo margir hefðu gert, hafði hún sam- band við Íslandssíma og bað hún starfsmenn fyrirtækisins að láta sig vita þegar eigandinn fyndist. „Henni var mikið í mun að flnna eigandann," segir Pétur Pétursson hjá Islandssíma. Þá segir Pétur að um Rautt hafi verið að ræða en það er fyrirframgreidd símaþjónusta ís- landssíma og því ekki hægt að sjá hver .eigi símanúmerið. „Eigandi símans, Hnda Rós Pálmadóttir, hafði þó samband við Íslandssíma til að gá hvort einhver hefði skilað inn símanum en var ekki vongóð. Hún var því heldur betur hissa þeg- ar hún heyrði að síminn væri fund- inn,“ segir Pétur. Íslandssími verðlaunaði Nataliu í gær fyrir að vera heiðarleg og gaf henni síma. „Hún fær símann fyrir að vera heiðarleg og sýna gott for- dæmi og ætti fólk að taka hana sér til fyrirmyndar," segir Pétur. -ss Fékk dóp meö blekkingu: Starfsfólk verði gætið - segir Magnús Pétursson Eins og kom fram í DV á fimmtudag fékk kona nýlega reikning frá geðdeild Landspital- ans í Fossvogi - deild sem hún hef- ur aldrei komið á. Konan var krafin um greiðslu fyrir heimsókn þar sem læknir deildarinnar gaf út tilvísun upp á 30 svefhtöflur fyrir hana. Um var að ræða svefntöflur af gerðinni Imovane. Konan telur fullljóst að önnur kona hafi komið á geðdeildina, villt á sér heimildir, gefið upp kennitölu hennar og fengið ávísað svefntöflunum. Mið- að við útlitslýsingu er talið ljóst að ekki er um sömu konu að ræða. Magnús Pétursson, forstjóri Rík- isspítalanna, segir að mikil mistök hafi átt sér stað og að það sé slæmt. „Mér þætti þó verra ef það væri svo að við þyrftum að fara að biðja sjúklinga um nafnskírteini þegar þeir kæmu tfl okkar. TUvik sem þessi geta þó leitt tU þess að í einstaka tilfeUum þyrftum við að gera það. Ég tel þó að almennt séð munum við ekki byrja á því,“ seg- ir Magnús en segir þó að starfsfólk spítalans þurfi að vera afar gætið í samskiptum sínum við sjúklinga við afgreiðslu lyfja. „Við skulum bara vona aö atvik sem þetta ger- ist ekki aftur,“ segir Magnús. -ss Harður árekstur á Akureyri Þrir slösuðust þegar harður árekstur varð á gatnamótum Hörgs- brautar og Hlíðarbrautar á Akur- eyri í fyrrinótt. Ökumenn beggja bUa sem og farþegi í öðrum bílnum voru með áverka á baki og hálsi og voru þau send á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri í skoðun og er líð- an fólksins eftir atvikum. Sam- kvæmt lögreglunni var áreksturinn mjög harður og er bUlinn sem keyrt var á talinn ónýtur. -ss. Magnús Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.