Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 28
28
HelQarblað DV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002
Sagt að
gleyma syninum
Yngri sonur Dagrúnar Sigurðardóttur
hefur strítt i/ið eiturlgfjanegslu frá þuí
hann var fjórtán ára. Daginn sem hann
varð sjálfráða gfirgaf hann meðferðarheim-
ilið og hefur verið á götunni síðan.
Dagrún segir sögu sonar síns og talar um
erfiðleikana sem mæta aðstandendum
fullorðinna eiturlgfjasjúklinga.
„HANN KLÁRAÐI ALDREI tíunda bekk. í níunda
bekk greindist hann lesblindur en honum hafði alltaf
gengið illa í skóla. Hann var örugglega kominn í
ruglið á þeim tíma en við vorum svo græn að við átt-
uðum okkur ekki á hvað var um að vera. Hann var
lengi á meðferðarheimilum en var útskrifaður daginn
sem hann varð átján ára. Við vorum svolítið ósátt við
það því hann var alls ekki tilbúinn til að útskrifast en
heimilin verða víst að gera það hvort sem börnin eru
undir það búin eða ekki. Strákurinn sagði mér að
honum hefði farið mjög aftur síðustu mánuðina þvi
hann gat beðið eftir útskriftinni og þurfti ekkert að
leggja á sig til að sanna sig.“
Er hann fæddur og uppalinn í Reykjavík?
„Já, við bjuggum í vesturbænum og fluttum í Selja-
hverfið þegar hann var tólf ára. Hann varð fyrir ein-
elti í skólanum og ég er viss um að skólagangan, ein-
eltið og lesblindan hefur haft áhrif á það að hann
gafst svona upp. Mér finnst oft einkennilegt að eng-
inn skyldi sjá að hann væri lesblindur."
Hvernig hafa samskipti fjölskyldunnar og hans ver-
ið?
„Þau hafa verið nokkuð góö þótt það sé auðvitað
ekki hægt að vera i góóum samskiptum við þann sem
er stundum kolruglaður. En stundum eru þau nokk-
uð góð. Þegar hann var á meðferðarheimilinu var
virkt samstarf við foreldra og ég get hælt okkur fyrir
að viö sinntum því af öllum kröftum.
Hann kom alltaf heim annað slagið í heimsóknir en
það gekk ekki betur en svo að hann klúðraði þeim öll-
um. Samt þurfti að útskrifa hann þegar hann varð 18
ára. Mig grunaði alltaf að það myndi ekki ganga vel.
Þegar hann útskrifaðist byrjaði hann á því að leita
sér að vinnu í nágrenni við meðferðarheimilið en þar
var enga vinnu að hafa. Hann var því atvinnulaus
þegar hann var útskrifaður.“
Kom hann þá heim?
„Nei, i rauninni fór hann beint á götuna. Hann var
kominn í rugliö um leið og hann kom í bæinn. Eftir
að hann varð átján ára hefur hann lítið sem ekkert
verið heima. Við segjum honum að ef hann vanti mat
eða tóbak geti hann komið til okkar en hann fær ekki
peninga. Annars sjáum við hann ekki nema þegar
hann er svo illa haldinn að hann þarf að komast til
læknis.“
Mamma, ég er kominn í dópið
Hvernig sáuð þið að hann væri kominn í neyslu?
„Niundi bekkur var honum erfiður. Hann lenti í
einelti hérna í hverfinu ásamt fleiri krökkum sem var
hótað barsmíðum. En einhvern veginn kláraði hann
veturinn og fékk svo vinnu. Honum gekk ágætlega að
mæta fyrstu tvo mánuðina en einn daginn hringdi
hann heim og sagði mér að hann væri kominn á kaf í
dópið. Þá réð hann ekki lengur við vinnuna."
Hvernig brástu við þessu símtali?
„Ég man alltaf hvað ég sagði við hann. Ég sagði:
Guði sé lof að þú ert búinn að láta okkur vita því nú
getum við hjálpað þér. Síðan fór hann á Vog en tókst
aldrei að nýta sér heila meðferð fyrr en við báðum um
að hann yrði sendur í meðferð út á land í langtíma-
meðferð. Það tókst loks að koma honum í slíka með-
ferð í desember 2000.“
Veistu í hvaða efnum hann er?
„Ég veit það ekki nákvæmlega en hann er sprautu-
fikill. Hann hefur verið með lifrarbólgusmit í tvö ár
og notar i raun bara þau efni sem eru hendi næst,
læknadóp ekki síður en annað.“
Virðist vera auðvelt fyrir hann að ná í dóp?
„Já, mjög auðvelt. Það er alltaf hægt að ná í eitt-
hvað og lyf virðast ganga kaupum og sölum á göt-
unni.“
Svona neysla er óhemju kostnaðarsöm, veistu
hvernig hann fjármagnar neysluna?
„Ég veit svo sem að þeir fjármagna þetta með inn-
brotum og sjálfsagt með þvi að selja dóp. Þannig ger-
ist þetta. Svo er ótrúlega auðvelt að plata bankana í
smátíma. Mér finnst ótrúleg sú fyrirgreiðsla sem
hann hefur fengið í bönkum með kreditkort og yfir-
drátt. Honum býðst til dæmis ein tegund korta án
ábyrgðarmanna. Ég hringdi og spurði út í þetta og
stúlka sagði mér að þessi kort væru ætluð ungu fólki
á aldrinum 18-25 ára. Þegar átján ára aldri er náð er
líka hægt að opna símareikninga, fólk getur haft eitt
til tvö simanúmer hjá hverju símafyrirtæki og þau
lokast ekki fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði. Það er
því töluvert langur tími sem fólk hefur heilmikið á
milli handanna. Svo eru það innbrotin.
Hann var kominn með mál á málaskrá áður en
hann fór í meðferð og er núna aftur farinn að bæta
við. Ef ég reyni að afla mér upplýsinga um hvað þetta
geti gengið lengi þá skilst mér að fólk geti verið í af-
brotum heillengi án þess að nokkuð sé gert. Það
finnst mér alveg óásættanlegt. Ég var að skoða lög-
reglubréf frá því hann var sautján ára og þar er sagt
að ef hann borgi ekki sekt þá sé fangelsisvist í nokkra
daga til vara. En það gerist ekkert og ég veit ekki
hvað þetta þarf að ganga lengi áður en hann verður
tekinn úr umferð."
Væri það að þínu mati best fyrir hann ef hann væri
tekinn úr umferð?
„Það myndi hvorki skaða hann né vini hans. Ég
myndi vilja taka svona fólk snemma úr umferð og
dæma til meðferðar á meðferðarheimilum. Mér finnst
ekki að fólk eigi að valsa um götur í eitt eða tvö ár og
svo sé því stungið beint í fangelsi."
Er hann með einhverjar ofbeldiskærur á bakinu?
„Nei, hann hefur ekki fengið svo alvarlegar kær-
ur.“
Það eru til undirheimar
Hvernig hefur eldri sonur ykkar tekið þessu?
„Hann tekur þetta mjög nærri sér. Hann er reiður.
Ég reyni að tala um þessa hluti við hann svo að hann
geti fylgst með hvað sé að gerast. Hann þekkir þetta
af fleiri en bróður sínum því að töluvert margir af
hans gömlu félögum, sem virtist ganga mjög vel, eru
í ruglinu í dag.
Ég hef velt því fyrir mér, eftir að ég var kominn
með einstakling sem átti að heita fullorðinn, að það
er yfirleitt bara talað um eiturlyfjaneyslu unglinga.
Það situr í mér setning sem strákurinn sagði við mig
um daginn: Ég er stoltur af unglingunum í dag. Ég
spurði hann af hverju það væri og hann sagði að þeir
væru ekki mikið í dópinu heldur væri það allt full-
orðið fólk. Ég er hrædd um að það sé satt. Og hann er
orðinn einn af þessum fullorðnu.
Vinir hans eru flestir i kringum tvítugt. Hann hef-
ur alltaf sóst eftir félagsskap eldri stráka. En þeir eru
yfirleitt í sömu sporum og hann. Ég vona að þeir séu
orðnir þroskaðri og farnir að klóra í bakkann. Ég tala
oft við þessa stráka og þeir eru indælir."
Sumir halda því fram að það séu ekki til neinir
undirheimar í Reykjavík, ertu sammála því?
„Það þarf ekkert að segja mér svoleiðis. Það eru til
undirheimar í Reykjavík. Það er eins og fólk vilji
ekki trúa því. Fólk heldur oft að maður sé að segja
einhverja vitleysu og stundum fæ ég sérkennilegar
spurningar frá fólki sem á að vera að aðstoða okkur.
Ég hef verið spurð hvort ég hafi áhyggjur af strákn-
um, hvar hann sé, hvort hann búi ekki heima hjá sér?
Mér hefur verið sagt að gleyma honum bara - en hver
getur það? Það er ekki auðvelt.“
Kenni mér eltki neitt um
Hefuröu kennt sjálfri þér um hvernig er komið fyr-
ir honum?
„Nei, ég hef ekki fallið í þá gryfju en ég er hrædd
um að margir lendi í því að kenna sjálfum sér um. Ég
kenni mér ekki um á neinn hátt og finnst ég ekki hafa
gert neitt rangt. Hins vegar kenni ég skólakerfinu
um. Kannski var ég ekki nógu ákveðin sjálf þegar
hann strandaði i skólakerfinu. Ég sé stundum eftir
því en það þýðir ekkert. Á þeim tíma var heldur ekki
mikið talað um lesblindu og óvíst hvort eitthvað hefði
verið gert þótt ég hefði rexaö meira. En það er alls
konar fólk sem lendir í svona og af hverju ekki við?
Það sem brennur mest á mér er munurinn á því
annars vegar að vera með krakka, og geta fengið að-
stoð í baráttunni, og hins vegar fullorðinn. Daginn
sem hann varð átján ára lokuðust eiginlega allar dyr
og í það minnsta finnum við ekki aðstoðina, hvorki
fyrir strákinn né okkur. Nú verður hann að sjá um
allt sjálfur. Ég hringi ef ég hef ekki heyrt í honum
lengi og spyr lögregluna hvort hún hafi orðið vör við
hann þar er svarað að hún geti ekki gefið neinar upp-
lýsingar. Sömu svör eru ef ég hringi á göngudeildina,
þeir geta reyndar sagt hvort hann hafi komið þar en
ekki hvort hann hafi beöið um aðstoð."
Finnst þér það fólk sem þú hefur talað við skilja að-
stæður þínar?
„Ég held að það hafi ekki tima til að setja sig inn í
málin. Mér finnst að aðstandendur eigi ákveðinn rétt
þó að sjúklingurinn sé orðinn sjálfráða. Ég á aldrað-
an tengdafóður sem er sjálfráða en ég hef stundum að-
stoðað hann og það hefur ekki verið neitt vandamál;
ég hef aldrei orðið vör við að ég mætti ekki hjálpa
honum. Það er annað mál með strákinn - hann á að
sjá um sig sjálfur.“
Heldurðu að hann geri sér grein fyrir stöðu sinni?
„Kannski en ég efast samt um það. Ég hef sagt hon-
um að okkur hafi verið ráðlagt að gieyma honum en
hann hristir bara hausinn og segir að það gleymi nú
enginn börnunum sínum. Það er alveg rétt hjá hon-
um.
Einhvern tíma sagði ég honum að hann þyrfti að
gera eitthvað í öilum þessum reikningum en hann
sagðist ekkert kunna að borga reikninga. Það kom
mér svolítið á óvart en þegar ég fór að spá í það þá
hefur hann verið á meðferðarheimilum frá því hann
var krakki og aldrei þurft að sinna neinu slíku. í
rauninni er margra ári þroski týndur hjá þessum
krökkum því að þau þroskast ekkert á þeim tíma sem
þau eru í dópinu. Svo eiga þau að geta séð alfarið sjálf
um sig þegar þau verða átján ára!“
Ekki hægt að gleyma
Hverjir hafa ráðlagt þér að gleyma honum?
„Meðferðaraðilar ráðleggja aðstandendum hálfpart-
inn að ýta fíklunum út og gera sem minnst fyrir þá
svo að fjölskyldan verði ekki meðvirk. Mér hefur
tvisvar verið sagt að gleyma honum.“
Og hefurðu einhvern tíma reynt að gleyma honum?
„Já. Ég talaði við konu sem stendur í svipuðu stríði
og ég og hún sagði mér að hún liti á þetta sem verk-
efni sem maður sinnti af krafti í ákveöinn tima en
tæki sér svo hlé frá. Staðreyndir en er sú að maður
gerir þetta þannig. En það er ekki hægt að loka dyr-
unum að fullu. Maður gleymir ekki látnum foreldrum
sínum og hvað þá barninu sínu lifandi. Þetta er ekk-
ert ráð.“
Heldurðu að hann muni leita sér meðferðar?
„Já, mér finnst hann vera að byrja að gera það. Ég
veit ekki hvort hann er að fylgja eldri strákunum en
mér finnst það stundum. Þegar ég spyr hann hvort
hann hringi og reki eftir því að komast að þá nefnir
hann alltaf að vinur sinn hringi fyrir þá. Þannig að
eitthvað eru þeir að vinna í sínum málum. Við sækj-
um ekki um fyrir hann. hann er búinn að prófa einu
sinni síðan i vor og þetta yrði þá í annað skipti sem
hann reynir. Nú er bara svo erfitt að komast inn í
meðferð. Hann hefur sótt um í Krýsuvik. Ég hringdi
þangað og þeir sögðu að það væri allt fullt og gátu
ekkert sagt til um hvenær pláss losnaði. Þórarinn
Tyrfingsson hefur talað um að það séu tvö til þrjú
hundruð manns á biðlistum á Vogi þannig að þetta er
ekki auðvelt."
Oft hrædd um hann
„Hann hefur þrisvar verið á geðdeild 33A á Land-
spítalanum. Hann reyndi lengi að komast þangað inn
en var alltaf sagt að koma aftur á morgun. Einu sinni
hringdi hann í okkur og bað okkur að hjálpa sér. Við
fórum með honum eitt kvöldið. Hann fékk viötal við
lækni en kom grátandi og niðurbrotinn til baka.
Hann átti að koma á morgun. Við vorum ekki sátt við
þetta og fengum að tala við lækninn. Eina úrræðið
sem hann hafði var að hringja í lögregluna og spyrja
hvort hann fengi að gista þar um nóttina og svo
myndi löggan keyra hann á spítalann klukkan níu
morguninn eftir. Ég spurði hvort þetta væru úrræðin
sem þeir hefðu þegar fársjúkt fólk leitaði til þeirra og
læknirinn sagði að þetta væri ekki óalgengt. Hann
gisti því hjá löggunni og komst inn daginn eftir. Þetta
er auðvitað engum bjóðandi og þá ekki heldur lög-
reglunni. Hvað á hún að gera með fárveikt fólk í
höndunum?"
Hefur hann orðið mjög líkamlega veikur?
„Ég myndi telja það. Ekki er langt síðan hann lenti
inn á Slysavarðstofunni en þá haíði hann leitað til
lögreglunnar vegna sýkingar i handleggjunum. Lögg-
an ók honum á Slysavarðstofuna þar sem hann fékk